Tíminn - 28.01.1948, Side 4
4
TÍMINN, miðvikudaginn 28. jan. 1948
21 blaS
Önniir greiis:
Um stjérnarskrármáiið
Stjórnarkreppurnar undan-
farið hafa gert menn lang-
þreytta. Margir spyrja sjálfa
sig, hvort við þurfum ekki að
breyta rækilega fyrirkomu-
lagi a æöstu stjórninní. Og
ýmsir iita svo á, að við ætt-
um að snúa frá þingræðinu.
Ég hefi orðiö þess var, að
sumir kippast við, þegar þeir
heyra nefnt að víkja frá
þingræðinu,. eins og komið
værj við einhverja undir-
stöðu, líís þeirrk. Við erum
vón þvi að tala um þingræði
og lýð'ræöi í einni svipan og
gremum ef til vill ekki gjörla
þar a milli. En hér skal nú
lýst einni tilhögun, þar sem
þj.ngræöið væri afnumið, en
lýoræðið þó fyllilega tryggt
jafnvel og nú. Auðvitað hefði
þingið loggjafarvaldið eins
og nú, en það myndaði ekki
ríkisstj órn.
Forseti íslands yrði þjóð-
kjörinn. svo sem nú er, og
færi kosning hans fram sam-
tímis Alþingiskosningum. —
Forsetaembættinu fylgdi það,
að mýnda rikisstjórn og vera
formaður hennar. Þannig
væri embætti forseta og for-
sætisráðherra sameinað.
Eins og sakir standa, mun
forsetHembættið kosta fylli-
legð! hálfa milljón. Veruleg-
ur hluti þess fjár myndi
spárast við þessa tilhögun, og
er það þó ekki aðalatriöið.
Þarno kysi þjóðin sér sjálf
stjórnarformanninn.
Það er rétt að gera sér grein
fyri'r því, að með þessu móti
hlytu forsetakosningar all-
mjö'g að breytast. Eins og for-
setáembættið er nú, myndi
jafnan verða leitað eftir
vifðulegum og vinsælum
mönnum, sem stæðu utan við
átök' og baráttu, til að gegna
því. Uppgjafasendiherrar,
gámlir prófessorar og vís-
indámenn og enda listamenn
ksému þá einkum til greina.
Og ekki má vanmeta það, ef
við ■gætum þannig fengið
þjúöhöfðingja, sem almenn-
ingur'virti og liti upp til. En
irféð þeirri leið, sem hér er
lýst; myndu veljast sem for-
setaefni mikilsvirtir stjórn-
máíaskörungar.
Stjórnmálaflokkarnir yrðu
aWSvítað aðilar að forseta-
kjörí. En þeir myndu ekki
fýfst og fremst sækjast eftir
höfðum og ákveðnum flokks-
manni, því að enginn einn
ílokkur getur unnið forseta-
kjör,- et hinir eru á móti. Hér
yrör því leitað eftir manni,
sem héfði traust og hylli
ílökEs síns, en jafnframt virð
ing-ú -óg tiltrú þeirra manna,
sem -iíklegastir þættu til
samstarfs utan flokksins.
• Þetta fyrirkomulag stuðlar
þannig að því, að skapa
hreíwar pólitískar línur og
föih'a- forsetaefni, sem verið
gaétu oddvitar fyrir höfuð-
stefnum í þjóðmálunum. Svo
veldi þjóðin um þessa for-
ústumenn,
Eins og nú hagar til, veit
enginn kjósandi að hvers
konar ríkisstjórn atkvæði
hahs kann að stuðla. í bezta
tilfeili veit hann hverjum
hann hjálpar til að hafa ítök
og ánrif í því máli .
Fengi kjósandinn hins veg
ar aö velja stjórnarformann-
inn, væri það drjúgum meira
Jýðræði. Og það vitum við, að
Eftir Búa Btaason
þó að málefnasamningar
þeir, sem geið’ir eru við
stjórnarmyndanir, séu að
sjálfsögðu góðir, þá mótast
viðhorf og afstaða okkar
flestx-a til ríkisstjórna e'ftir
því, hverjir þar skipa sæti, —
hvernig við treystum mönn-
unum til að framkvæma
stjórnarsáttmálann og snú-
ast við öðrum vanda, sem fyr-
ir kemur. Og það er líka al-
veg rétt.
Samkvæmt þessu væri það
aukið lýðræði og pólitísk
siðab.ót, ef þjóðin fengi að
kjósa sér stjórnarformann-
inn.
Allar líkur virðast til þess,
að sá málefnalegi meirihluti,
sem vinnur forsetakosningu,
fái líka meirihluta á Alþingi.
Þar ætti því að vera sæmi-
lega tryggt samstarf á milli,
þó að auövitað sé fræðilegur
möguleiki til annars.
Forseti sá, sem kjörinn
væri, veldi síðan ráðherra í
ríkisstjórn með sér. Auðvitað
ætlaði hann stjórn sinni að
hafa stuðning og samstarf
ákveðinna stjórnmálaflokka.
Samt færi hann ekki til þing-
flokkanna og bæði þá að til-
nefna menn í stjórn með sér
og semja um skiptingu mála
milli ráðherra. Hann færi til
ákveðinna manna, sem hann
hyggði gott til samstarfs við
og byði þeim sæti í stjórn
með sér og öðrum tilteknum
mönnum. Auðvitað veldi
hann þessa menn með tilliti
til þeirra flokka, er hann ætl-
ar að hafa samstarf við, en
þeir yrðu þó ekki beinlínis
umboðsmenn þingflokkanna
eins og núverandi ráðherrar.
Eðlilegt virðist, að ráð-
herrar í svona stjórn, mættu
ekki vera alþingismenn jafn-
framt, og þyrfti það engri
truflun að valda, ef allir
þingmenn ættu sér vara-
menn.
Slík ríkisstjórn yrði óháð-
ari þingflokkunum en nú
tíðkast, þó að hún þyrfti auð-
vitað að taka margháttað til-
lit til þeirra eins og jafnan
verður í samstarfi.
Samkvæmt þessu hefði
ekki Alþingi aöstööu til að
grípa inn í stjórn alls konar
ríkisfyrirtækja jsvo að segja
hvenær sem er. En bendir
nokkuð til, að það væri
minna öryggi í því að færa
þá ábyrgð yfir á ríkisstjórn-
ina?
Þegar forsetaskipti verða
þyrfti einhvern aðila til að
annast formlega hlið þess
atburðar. En það er ekkert
eðlilegra en að Hæstiréttur
eða forseti hans gefi út kjör-
bréf forseta og setji hann
jafnframt inn í embætti.
Auðvitað mætti lika láta laga
deild Háskólans leggja ein-
hverja starfskrafta til á móti
Hæstarétti og er þó vandséð,
að þess ætti aö þurfa. En
(Framhald á 6 siðu)
Það urðu truflanir á umferð um
Hellisheiöi núna fyrir helgina, eins
og þið hafið séð í-frásögnum frétta
manna. Á laugardagskvöldið var
talið að fært yrði austur, því að
búið var að moka, en svo brast á
hríðarveður um kvöldið, fannkoma
nokkur, frískur vindur og því skaf-
bylur á heiðinni. Ég hefi fengið hér
bréf frá einum farþeganum, sem
var á ferð þá, og ég læt það koma
til skemmtunar og fróðleiks:
„Það er ekki mikillar frásagnar-
vert í sjálfu sér, að sitja á rass-
tortunni í bólstruð'u sæti inni í
stofuhita eina kvöldstund, en það
er nú helzta frægðarsagan okkar
flestra, sem vorum röskar 6
klukkustundir „að brjótast" upp í
Skíðaskálann í Hveradölum á
laugardagskvöldið. Engan . þátt
tókum við í því, að ýturnar ruddu
okkur braut upp allt Svínahraun,
og ekki fórum við út til að koma
böndum á bíla, sem fastir voru í
fönn eða farnir út af veginum, svo
að þeir yrðu dregnir á réttan veg
aftur. Við bara sátum, geröum á-
ætlanir og biöum.
En það er alltaf eitthvað að
gerast. Og það er hætt við því,
þegar margir koma saman, að sitt
sýnist hverjum. Og þá fer stund-
um eins og í bílnum hjá okkur.
Sumir reykja. Aðrir opna glugga.
Sumir kvarta um kulda. Aðrir
segja, að það veiti ekki af að viðra
burt bölvaða skitalyktina. Þannig
gengur það.
Það er ekki notalegt að sitja i
stórum og sterkum bíl, sem knú-
inn er til hins ýtrasta í slæmri
færð, því að hann hristist, nötrar
og skekst, svo að engu er líkt. —
Undir þeim kringumstæðum munu
allir, sem orðið geta bílveikir, finna
til lasleika. Og farþegar í bílunum
eru alla vega á sig komnir. Meö
okkur var kvenmaður, sem var
að koma úr sjúkrahúsi. — þaö
eru annars eigingjarnar skepnur,
sem kvelja ferðafélaga sína með
tóbaksreykingum, því að öllum,
sem eru svo heppnir að vera dag-
lega lausir við tóbaksreykinn að
mestu, þykir hann vondur. Annað
er ekki heilbrigt.
að hún væri „alveg að deyja“. —
Maðurinn var svo miskunsamur,
að hann tók sígarettuna út úr sér
og gaf stúlkunni stubbinn, sem
eftir var. Þetta hefir sjálfsagt vald-
ið straumhvörfum í hennar dauða-
stríði, því að lifandi fór hún út úr
bílnum. En mér finnst það leiðin-
legt, að sjá f.ermingartelpur draga
fram líftóruna á tóbaksreyk og það
í skíðaferð.
Það er gott að ferðast með Páli
Guðjónssyni. Hann er glaður og
reifur, æðrulaus og umhyggjusam-
ur, þó að erfiðlega gangi. Og þeg-
ar við vorum að gizka á hvar við
yrðum þá og þá, sagði hann ein-
hverntima: Við megum þakka fyrir,
ef við komum einhvers staðar til
byggða, einhverntíma.
Svo vil ég fara nokkrum orðum
um gistingu og aðbúð í Skíðaskál-
anum. Húsakynni eru þar tak-
mörkuð og getur enginn að því
gert. Kvenfólk allt fékk rúm þessa
nótt, en karlmönnum voru lánaðar
dýnur og svefnpokar til að breiða
undir sig á gólfiö í veitingasalnum,
meðan til entist. Húsráðandinn,
Steingrímur Karlsson er alúðlegur
og röggsamur. Einhverjir voru
þarna, sem settust út í horn og
tóku upp áfengi, en það er bannað
að hafa um hönd í skálanum. Eru
það undarlega lítilmótlegir menn,
sem hafa skap í sér til að níðast
svo á gistireglum, þar sem þeir
eru nauðleitarmenn og er gefin
gisting, því að enginn var látinn
borga fyrir að liggja á gólfinu. —
Húsráðandi batt skjótan enda á
þennan drykkjuskap, enda gekk
honum fljótt og vel að koma kyrrð
og ró á um kvöldið, og varð marg-
ur því feginn.
Ég vildi láta þessa getið, því að
þeim, sem halda uppi góðum sið-
um á almennum samkomustöðum,
er stundum misjafnlega þakkað. —
Mönnum er tamara að taka til
máls til að kyarta og finna að, en
þakka. En það ætlaði ég að gera
í þetta sinn, og mér þykir vænt
um að fá það birt í baöstofu-
hjalinu.“
Rafmagnsþörf Eyfellinga og
Mýrdælinga
Tillagit frá Jóni Gíslasyni og Helga
Jónassyiii
Jón Gíslason og Helgi Jónas
son hafa nýlega lagt fram í
sameinuöu þingi svohlj.
tillögu til þingsályktunar um
athugun á rafmagnsþörf aust
urhluta Rangárvallasýslu og
Mýrdals í Vestur-Skaftafells-
sýslu:
Alþingi felur ríkisstjórn-
inni:
a. að láta fram fara á ár-
inu 1948 rannsókn á því,
hvort heppilegra sé til þess
að fullnægja rafmagnsþörf
austurhluta Rangárvallasýslu
og Mýrdals aö virkja Skógaá
undir Eyjafjöllum eða leiða
rafmagn frá Sogsvirkjuninni,
frá Hvolsvelli, austur með
Eyjafjöllum og yfir Mýrdal
að Vík;
b. að leggja að rannsókn-
inni lokinni fram frumvarp
um öflun raforku fyrir þess-
ar sveitir, byggt á þeim nið-
urstöðum, sem af rannsókn-
inni leiðir.
í greinargerð tillögunnar
segir:
i Eyjafjallahreppum báð-
um eru 97 bændabýli og í
Mýrdal 70, eða alls eru í þess-
um 4 hreppum milli 160 og
170 býli. Allt eru þetta ágæt-
ar sveitir og vel fallnar til
búskapar og ræktunar.
Svo er kauptúnið í Vík í
Mýrdal. Það telur nú um 300
íbúa. Kauptúnið hefir gamla
rafstöð til sinna þarfa, sem
fyrir löngu er orðin langt of
lí.til, og hefir nú verið bætt
við rafmagnið þar með oliu-
mótor. íbúum í Víkurkaup-
túni hefir farið fjölgandi nú
síðustu ár, og er alveg óum-
flýjanlegt að bæta úr raf-
magnsþörf þess sem fyrst,
bæði vegna fólksfjölgunar og
eins vegna þess, að þar er
talsverð þörf fyrir rafmagn
til vélaverkstæða og fleira.
Þá er það héraðsskólinn að
Skógum. Byggingu hans er
nú það langt komið, að telja
má líkur til, að hann geti
tekið til starfa næsta haust.
En þar er engin rafvirkjun
fyrir hendi og ekki heldur
heitt vatn til upphitunar.
Verður því rafmagnsþörf
skólans talsverð, bæði til hit-
unar húsum og sundlaug
auk annars. Virðist því vera
líkur fyrir þvi, að heppilegt
geti verið að leysa rafmagns-
þörf nærliggjandi sveita og
skólans í sameiningu.
Þar sem væntanlega verð-
ur lokið við að leiða rafmagn
frá Soginu austur í Hvol-
hrepp snemma á næsta ári,
er það nauðsynlegt að ákveða
sem fyrst, hvort halda skal
áfram með þá leiðslu eða
koma upp sérstakri virkjun
fyrir þessi byggöarlög.
Ofarlega í Svínalirauni komu inn
í bílinn til okkar þrjár barnungar
stúlkur, sem fóru úr bíl, sem sneri
aftur. Þær ætluðu með skíði sín
upp að Kolviöarhóli. Ein af þessum
ungu íþróttastúlkum vék sér að
manni, sem var að reykja, og bað
hann að gefa sér einn reyk, því
Ég vil óska, að þessir dálkar
gætu jöfnum höndum orðið ádeilur
og umvandanir, sem þakklæti og
viðurkenning á því, sem vert er,
og hér gætum við rætt hversdags-
leg mál frá ýmsum hliðum.
Pétur landshornasirkill.
Því fleiri sem við ernm,
því meira getnm við.
Lc^jnm öll lið okkar til
starfs samvmnufélagairaa
og bætnm þannig kjör
almennings í landinn.
Samband ísl. samvinnufélaga
♦♦ 'a ■
Útbreiðið TÍMANN