Tíminn - 28.01.1948, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.01.1948, Blaðsíða 2
3-tOí :u.< .HS /mt?r.'iu>íivT>v<; ,h'V'ííTT»T UiSÍCÍ it TÍMINN, miðvikudaginn 28. jan. 1948 21 blað ^drá deai tií da fó l dag: Sólin kom upp kl. 9.24. Sólar- lag kl. 15.59. Árdegisflóð kl. 7.05. Síðdegisflóð kl. 19.27. í nótt: Næturakstur annast bifreiða- stöðin Hreyfill, sími 6633. Nætur- læknir er í læknavarðstofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs apóteki, sími 1760. Útvarpið í kvöld: Pastir liðir eins og venjulega. Kl. °0.30 Kvöldvaka íþróttasambands islands: Ávörp, erindi, viðtöl og frrsagnir eldri og yngri íþrótta- nanna. — Söngur og hljóðfæra- sláftur. 22.00 Fréttir. 22.05 Óskalög. 13.00. Dagskrárlok. Skipafréttir: Brúarfoss kom til London 26. jan. Tá Reykjavík. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 26. jan. frá Leith. Sel- fcss er á Siglufirði. Fjallfoss er á Sigíuíirði. Reykjafoss fór frá New York í gær til Reykjavíkur. Salmon Knot fór frá Reykjavik 21; jan til Baltimore. True Knot er í Reykja- vík.. Knob Knot er á Siglufirði. Lyngaa fór frá Siglufirði í gær- ’cvöld til Kaupmannahafnar. Horsa 'ór frá Reykjavík 25. jan til Amst- -rdám. Varg fór frá Reykjavik 19. jan. til New York. Skemmtanir afgreiðslufólks. Á seinasta aðalfundi afgreiðslu- nannadeildar V.R. var kosin -kemmtinefnd yfirstandandi árs. ’Hiutverk nefndarinnar er að gang- ’ nst fyrir góðum skemmtunum verzlunarfólks til þess. að auka. kynningú méðlimánriá og eflá fé- lagslíf. Nefndin. hélt fyrstu' 'kemmtun sína í Tjarnarkaffi 3. ’.es. f. á. Var hún vel sótt af verzl- unayfóllá og fór ágætlega fram. Mæsta skémmtun verður öskudags- 'agnaður í Breiðfirðingabúð á Oskudag 11. febrúar, og verður mjög til hennar vandað. Fnnfrem- ur mun nefndin gangast fyrir einni ril tveim kvöldvökum seinna í vetur og tveim dansleikjum. Eining, 1. tölubiað 6. árg. er fyrir skömmu komíð út. Hefst ’^áð á athyglisverðri og tímabærri "feírt eftir íitstjórann, Pétur Sig- urðsson erindreka, er hann nefnir ,Að þau geti gift sig ung.“ Bryn- íeifur Tobíarjfon skrifar um nor- •æna bindindisfélagið, Haraldur S. Norðdahl skrifar um góðtemplara- húsið í Reykjavík. Áramótagrein er eftir ritstjórann, greinar um áfengismálin á alþingi og áfengis- málin í Noregi, auk fjölda annarra gréina og hugvekja um bindindis- rriál. Freyr, búnaðarblað, 1—2 hefti, 43. árgangs er nýkomið út. Flytur það meðal annars áramótagrein eftir Gisla lCristjánsson ritstjóra, grein um AlV-fóður og fóðurgeyma eftir Vilhjálm Guðmundsson verkfræð- ,ng, grein um vothey eftir Halldór ?álssón og aöra eftir Kristinn Guð núndsson á Mosfelli, Okkur vantar tengilið eftir dr. Áskel Löve, Bú- ; éð' á landbú t aöarsýningunni eftir Hjalta Gestsson frá Hæli (það er niðurlag greinar), og nokkrar smærri greinar. Áðalfundur K.R. Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður haldinn í kvöid kl. 9 í Tjarnarkaffi, stóra salnum niðri. Fundurinn. fer fram ámkvæmt hinum nýju lögum fé- lagsírts. Eftirtaldar gjafir hafa borizt undanfarið til S.I.B.S. Gjöf frá tveim mönnum í Land- mannahreppi kr. 197.03, Grími Árnasyni 50.00, Grími Árnasyni 100.00, N. N. 100.00, E K. L. 100.00, Jóni Kristóferssyni 50.00 kr. N. N. 100.00, N. N. 5000.00, Vegavinnuíl. Laxárdalsheiðar í Skagaf. 260.00 N. N. 50.00, S. M. 50.00 Stella Dyrv- ing 05.00, Starfsfólk Hótel Borg 355.00, Afmælisgjöf 9. nóv. frá N. N. 100.00, Frá Katrínu 100.00, frá Gam alli koiu á Flateyri 30.00 kr. Áheit í vetur 50.00, Anekino 100.00, Frá gamalli konu 100.00, N. N. 400.00, K. B. 1000.00, Áheit 50.00, S. T. 50.00 Áheit 150.00, Áheit 10.00, Stella Dyrving 25.00, Gamalt áheit frá N. N. 30.00, Gamalt áheit frá í. E. 50.00, Gjöf frá Gerðu Loyv 10.00, N. N. 400.00, Kvenfélaginu Fjall- lconan 200.00, S. Einarssyni Berg- staðastræti 500.00, Gjöf frá Hrísey 50.00 Nýársgjöf frá J. Kúld 77.50, Gjöf frá gamalli konu 32.63, Björgu 25.52, Kvenfélaginu Von, Þingeyri 200.00, Starfsm. Fiskhallarinnar 7.859.90, Ýmsum 900.00, Áheit frá Halla, Helgu, Gústu 100.00, S. K. 100:00, H. 55.00, Sigurði Haraldss. Ingjaldsstöðum 100.00, Gjöf frá Stínu á Sellátrum 50.00, Rósu Krist jánsdóttur, í minningu um son hennar Guðmund Kristjánss. 20.00, Gjöf til minningar um Kristínu Vigfúsd., Hverfisgötu 53 frá ekkju •og fcörnum Georgs Th. Finssonar 250.00 Gjöf til minningar Hjartar Björnss. frá Skálabrekku 153.30, Gjöf til minningar um Jóhönnu Ingólfsdóttur frá ekkju og börnum Georgs Th. Finnss. 50.00, Gjöf til minningar um Helgu Hólm frá S. Þ. 100.00, Gjöf frá hjónunum Ingibjörgu Þórðard., Árelíusi Níels- syni, í minningu um son þeirra, Ingvar Níels Bjarkar 1.000.00. Kærar þakkir, S.Í.B.S. Svona gengur það í Ameríku Nærgætinn maður rændi pen- ingum úr fjárhirzlu í veitingahúsi í Chicago. Hann kom inn, gekk rakleiðis til stúlkunnar, sem ann- aðist gjaldkerastörfin, og rétti henni miða. Á honum stóð: „Frú! Réttið upp hendurnar. Það veltur á yður sjálfri, hvort hér gerast hræðilegir atburðir eða ekki“. Það hefir verið lífsreyndur mað- ur og lærður í sinni grein, sem var á ferli í kvikmyndahúsi í Oak- land. Einn af gestunum í kvik- myndahúsinu hafði sofnað með- an á sýningunni stóð. Þegar hann vaknaði, voru horfnir 45 dollar, sem hann hafði varðveitt í skón- um sínum. Hann sagði, að sig kitlaði ákaflega mikið í iljunum. En samt sem áður varð hann alls ekki var við neitt, þegar þjófnað- urinn var framinn. Annar ræningi var slysnari. — Hann stöðvaði bíl í Fíladelfíu og rændi vasabók með peningum af bílstjóranum. En stundu seinna uppgötvaði bílstjórinn, að þjófur- inn hafði sjálfur týnt vasabók sinni í bílnum, og í henni var mun hærri upphæð. Bílstjórir.n hrós- iði happi. Svona gengur það til í Ameríku. Á förnunn vegi Þjóðviljinn gerði mér í gær þá ánægju að senda mér minni háttar kveðju fyrir það, að Tíminn skyldi leyfa sér .að segja á mánudegi frá niðurstöðu kosningar í verka- mannafélaginu Dagsbrún, er fjöldi manna hafði spurnir af, þegar á mánudagsmorguninn. Vill þetta gcðviljaða blað láta svo heita, að með þessu hafi verkamenn verið óvirtir. Þetta er raunar svo fáfengileg tyllisök, að um hana tekur ekki að tala’. Það er bókstaflega skylda hvers fréttablaðs að skýra lesend- um sínum frá því sem gerist, svo fljótt og greinilega sem kostur er á. Enginn ■ blaðamaður í landinu er svo aumur og lítilsigldur, að hann viti- ekki og viðurkenni þessa skyldu. Lesendur allra blaða gera einnig þá kröfu, að þessari skyldu sé fullnægt, og er vel, að svo er. En þessi tylliákæra Þjóðviljans gefur ástæðu til að minnast á aðra hlið þessa máls, og henpar vegna geri ég þetta að umræðuefni í dag. Ef verkamannafélagið Dagsbrún fa'idi það eitthvað virðulegra, að fyrst yrði frá úrslitum kosninganna skýrt á formlegri hátt innan vé- banda félagsins, þá hafa trúnaðar- menn félagsins, sem við talningu atkvæðanna voru, framið trúnað- arbrotið sjálfir, með því að gaspra út um borg og bý um það, hvernig atkvæðin féllu. Á Tímanum hvíldi engin þagnaðarskylda í þessu efni, nema síður væri, en .hún hvíldi aftur á móti á trúnaðarmönnum félagsins, svo fremi sem ekki mátti gera úrslit kosninganna hpyrin- kunn þegar í stað. Þess vegna vísa ég öllum ásökunum í þessu efni heim til íöðurhúsanna, því að frá sjálfum forsprökkum Dags- brúnar var fregnin runrtin. Annars er það ekki einsdæmi í þossu þjcðíélagi, að tíðindi, sem ckki eiga að fara hátt, kornizt íyrr en varir á hvers manns vitorð. — Það er út af fyrir sig vitnisburður um dyggð og trúmennsku þeirra, sern til trúnaðarstarfa eru valdir. En það er ekki hægt aö kasta sök á blöðin og starfsmenn beirra, sem annast fréttaþjónustu í þágu al- mennings, þótt þau segi það, sem I er satt og rétt, jafnvel þótt vitn- eskjan hafi síast út frá þeim, sem gengizt höfðu undir það að þegja, í stað þess að tala. Það er við þá eina að tala, en ekki aðra, ef ein- hvers málareksturs er þörf. Hitt er svo annað mál, hversu giftusamlega stefna það er og samrýmanleg marglofuðu lýðræði, að reyna að fara á bak við al- mcnning um þýðingarmikil mál og dylja hann hins sanna, svo og svo lengi. Ég lít þannig á, að fólkið í landinu eigi heimting á að vita, hvað gerzt hefir og það sem allra fyrst. Að því leyti tel ég, að riinir vandlætingasömu forrí.A'amenn Dagsbrúnar séu einnig á villigötum. í þriðja lagi tel ég mig einnig þess umkominn að rökræða við þessa menn um það, hvað sé leyfi- legt og óleyfilegt í félagsmálum og með hverju fjölmennum samtökum atvinnustétta landsins sé óvirðing ger og hverju ekki. Það þarf ekki langt að fara. Er virðing Dags- brúnar að meiri, að valdamenn hennar neitlðu andstæðingum sín- um um þann sjálfsagða hlut að fá að sjá kjörskrána, sem samin hafði verið fyrir kosninguna? Sam- rýmist það yfirleitt hugmyndum frjálsra manna um félagsmál að varna andstæoingi sjálfsagðs rétt- ar með ofbeldi? Var þaö í virðing- arskyni við alþýðusamtökin, að skoðanabræður forystumannanna í Dagsbrún hleyptu upp aðalfundi vörubílstjórafélagsins Þróttar á cunnudaginn var og ger'ðu að skríl- samkomu, þar sem kjaftshögg og handalögmál skyldi vera æðra frjálsu atkvæði félagsmanna? Þegar fullnægjandi skýring hefir verið verið gefin á slíkum fyrirbær- um, má fara lengra út í það, hvort það hafi veriö óvirðing við verka- menn í Reykjavíkurbæ, að Tíminn skýrði tafarlaust frá úrslitum stjórnarkosninganna í félagi þeirra. En meðan hendur þeirra, sem ádeiluna hafa hafið, eru kámugar af lausmælgi og ofbeldi, sem ríða myndi hvern annan fé- lagsskap á slig, er ekki þörf lengri umræðna. Félagslíf Leikhúsið. „Einu sinni var“ sýnt í kvöld kl. 8 í Iðnó. Skátar. Kvöldvaka Hraunbúa í kvöld kl. 8 í nýju húsakynnunum. Stúkan Mínerva heldur fund í kvöld kl. 8.30 á Fríkirkjuveg 11. Aðalfundur Hreyfils verður annað évöld í Mjólkurstöðinni kl. 9.30. Ódýrar auglýsingar Blreiiigerningar Sími 5572. Maínr Það er þægilegt að fá tilbú- inn, góðan mat í Matarbúðinni Ingólfsstræti 3, sími 1569." Jörp hryssa sennilega 3ja vetra, mark: sýlt hægra, er í óskilum hjá Jóni Guðmundssyni, Kóps- vatni Hrunam.hr. Árnessýslu. FJALAKOTTURINN sýnir gamanleikinn „Orustan á Hálogalandi á fimmtudagskvöld kl. 8 í Iðnó. Aðgöngumiðasala frá kl. 4—7 í dag. Bragi Hlíðberg endurtekur Harmoniku- sína, annað kVcld kl. 7 í Ausfurbæjarbío Aðgöngumiðar í Bóka búð Lárusar Blöndal og Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. enduriekur hljómleikana n. k. sunnudag kl. 3 i Austurbæjarbíó. Stjórnandi: Dr. v. Urbantschitsch. Einleikari: Rögnvaldur Sigurjónsson. Aogöngumiðar seldir hjá Eymundsson, Bækur og ritföng Austurstræti 1 og Ritfangaverzlun ísafoldar, Bankastræti. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMitiiiiiiiiiiuiii J. H. hefst 1. febrúar næstkomandi. Væntanlegir þátttak- j i endur, sem óska að sauma handa sér, eru beönir að i gefa sig fram sem fyrst. | Efcimy ©ttós®n | Kirkj uhvoli. lllHIIIIIIIIIIHIHIIIHIIIIIIHIIIIIIIIIIHIHIIIHIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIItlllllllllllimnilllllllllimillllllllllllt ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.