Tíminn - 20.04.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.04.1948, Blaðsíða 3
88. blað TÍMINN, þriðjudaginn 20. apríl 1948. Félagsbyggingar Gaulverja Það mun vera svo um marga, að þar sem þeir eru uppaldir, kalla þeir lengi „lieima“ og hafa sérstaklega gaman af að fylgjast með slíkum héraðsmenningarmál- um, sem byggingum skóla og samkomuhúsa í gömlu heima- héruðunum, þótt þeir búi fjarri þeim. í maí 1946 hófu Gaulverjar toyggingu skóla síns á grunni, sem byi’jað var á 1939, en varð þá að hætta við vegna efnisskorts. Nokkrum húslengdum frá skólanum hófu þeir líka bygg- ingu félagsheimilis og stóðu þar að ungmennafélagið og hreppsf élagið. Skólinn var sjáanlega látinn ganga fyrir, en félagsheimil- ið , fylgdi fast á eftir. Fyrir áramót 1946-—1947 voru bæði húsin komin undir þak og innivinnan drifin af kappi. Fagmenn í flestum greinum fengu þeir að, en með þeim lögðu svo heimamenn fram krafta sína. Ekki er mér svo kunnugt um uppruna þessa máls í héraði, að ég geti frá því sagt, en líklegt tel ég, að þar hafi svo sem vera vill, fleiri en eitt sjónarmið komið fram, þó að þeir bæru gæfu til að leiða þetta áhugamál allra í einn farveg. Dagur Brynj ólf sson, þá toóndi að Gaulverjabæ, sem um langt skeið hafði gegnt flestum þeim trúnaðarstöð- um, sem einn maöur getur gegnt fyrir sveit sína, hafði frá upphafi verið einn af þeim, sem börðust fyrir þess- um byggingum. Það var því að vonum, að þaö félli í hans hlut 'að sjá úm framkvæmd- ina. Allir þeir, sem eitthvað þekkja til byggingarfram- kvæmda á þessum tíma, vita hversu geysimikið starf það er, að sjá um útvegun alls efnis og starfskrafta, ekki sízt fyrir mann, sem ekki er slíkum málum kunnugur. Dagur telur sinn styi’k í öllu þessu ekki hvað sístan, hve hann hafi verið heppinn með trésmiðinn, ungan mann frá Selfossi, Valdimar Þórðarson. Brunn varö að grafa við skólann, svo sem títt er á slétt lendinu, og var hann jafn- hliða steyptur upp, og gert fyrir rafmagnsdælu, er dældi 1 geymi á lofti skólans. Safn- þró var einnig steypt, og stór bílskúr, því aö þetta átti að vera heimangönguskóli. Hyrn ingarsteinn þessara bygginga hefir frá upphafi verið hinn þjálfaði, samstillti félagsandi allra sveitunganna. Enginn vildi láta sitt eftir liggja, og það ekki síður konurnar en bændurnir. Ekki mun frú Dags, Þórlaug Bjarnadóttir, hafa borið þar léttasta hlut- inn, þar sem hún hafði um langan aldur verið miðpunkt- ur allrar risnu sveitarinnar og ■einn sterkasti þáttur kvenfé- lagsins. Ég vil lítillega reyna að /lýsa innréttingu skólans. Grunnf-lötur hans er um 110 ferm., kjallari, hæð og rishæð. í kjallara er miðs.töð og geymslur. Á hæðinni eru tvær myndarlegar skólastofur, skrif stofa kenpara og bóka- geymsla. Rúmgóð ytri for- stofa og allmikið „hol“, sem innri forstofa, og snyrtigher- bergi og klósett í tvennu lagi. Úr bakganginum er stigi úr kjallara og uppgangur upp á loftiö. Auk pallrúms er þar Ilið ' nýja skólahús Gaulverjahrcpps allgóð forstofa. í öðrum end- anum, þeim, sem með þver- risinu er, er íbúð skólastjóra, 3 stofur og eldhús, sem þó undir súö sé, eru hin vinaleg- ustu/ Innri forstofa er þar og með fatageymslu og snyrti- klefa. í hinum endanum er salur, sem virðist vera skapaður til að halda í kvöldvökustarf- semi, og halda þar uppi gengi og minningu þess starfs, sem hefir skapað og haldið uppi hinni íslenzku þjóðmenningu, sem allir guma nú af. Hinn 8. október var þessu ástfóstri sinnar sveitar gefið nafn: Barnaskóli Gaulverja, og vígt, að viðstöddum flest- um gaulverskum hjónum og mörgum gestum. Auk mikið lofaörar guðsþjónustu og frumsamins kvæðis, er sókn- arpresturinn, séra Árelíus Ní- elsson, flutti, voru þar marg- ar ræður fluttar. Þaðan var öllum boöið til veitinga yfir í félagsheimilið. Þar er salur, sem er um 114 fermetrar að flatarmáli, auk leiksviðs um 40 fermetra. Eldhús félagsheimilisins er innaf salnum, og tóku hús- freyjur sveitarinnar þar röslc- lega til höndum, og var þar veitt bæöi mikið og vel, veitt eins og íslenzk fyrirmyndar sveitakona veitir af sinni miklu gestrisni og skilningi á þörfum þiggjandans. Ekki skorti ábætisdrykk á borð- um, en honum fylgdu engir tappasmellir, hann var hvít- ur og þjóðlegur. Þarna tóku margir til máls, bæði heima- menn og gestir, og þeirra á meðal báðir þingmenn hér- aðsins, fræðslumálastj óri og fræðslufulltrúi, og luku þeir miklu lofsoröi á sveitina fyrir þessar framkvæmdir, og töldu,þennan skóla með þeim myndarlegustu af sveitaskól- um. Á þessum hraðþroska- tækninnar árum, er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að nýjustu byggingar taki hinum gömlu fram, en það ber líka að þakka þeim vel, sem eru svo myndarlegir í hugsun og frajnkvæmd verkanna, að til fyrirmyndar sé. Það er gott að gera vel og hitta sjálfan sig fyrir. Einn gestanna, sem áöur hafði búið i hreppnum, kvaddi sér hljóðs undir borðum og minntist þeirra ljúfu minn- inga, er hann bæri frá þess- ari sveit, sem hefði tekið höndum saman til að rétta sér hjálparhönd, er heilsuleysi og aðrar raunir herjuðu heim ili hans,.og til að votta þakk- læti sitt, gaf hann skólanum hina miklu táknmynd heils hugar, brjóstmyndarlíkan af Jóni Sigurðssyni. Annar vott- aði þakkiæti sitt með þúsund króna gjöf, og sá þriðji með fimm þúsundum. Rætt var um, að á árinu 1948 þyrfti að ljúka byggingu félagsheimilisins utan og inn- an, og síðan að ganga frá um- hverfi húsanna, gera gangstíg og rækta gras, skóg og blóm. Forustumenn ungmennafé- lagsins töldu, að þar myndu margar ■ hendur fúsar til starfs. Einn roskinn bóndi reis þá úr sæti, og mælti vel með þessum hugargróanda og reiö á vaðið og bauð í heyranda hljóði .nokkur dagsverk til sjálfsagðrar þegnskylduvinnu, og tóku margir undir með hon um. Svo margir unna dáðríku framtaki, að ég er viss um, að margir innan sveitar og utan leggja þarna hönd á plóginn béint eða óbeint, og megum ! við vel minnast þess, er við yfirvégum hvort við skulum heldur sækja skemmtun þang að eða eitthváð annaö, að fyrir eins manns inngangseyri má kaupa eina trjáplöntu. Ekki efa ég það, að þessi staður verður mikið sóttur heim, bæði af heilum hópum ungmennafélaga og einstakl- ingum, og er gott til þess að vita, að það er bæði hvöt fyrir þá, sem að koma, að vera ekki eftirbátar með sínar heima- framkvæmdir, og Gaulverjana að halda þeirri forustu um myndarbrag, sem ég tel að þeir 'hafi nú tekið. Ég sleppi í þetta sinn að lýsa félagsheimilinu nánar, en vil þó geta þess, að menn- ing eða ómenning nútímans hefir kennt þeim að hafa til öryggis, ef þangað skyldu vill- ast einhverjir óróaseggir, eitt gott gluggalaust herbergi í kj allaranum, svo ekki skuli slíkum gestum haldast uppi að spilla friðhelgi staðarins. Um þetta hefi ég farið svo mörgum orðum, í þeirri von, að .það mætti verða öðrum sveitarfélögum að leiðarljósi, þvi það er ömurlegt til að vita, sem því miður á sér stað, að ekki sé samkomulag innan lít- illar sveitar um sínar opin- beru byggingar, sem oftast mun þá byggjast á því, að sérhyggja nokkurra einstakl- inga er barin fram, í stað al- mennings heilla, og þar með lagður grunnur að sívaxandi togstreitu og ósamlyndi. — Mirinumst þess, að sameinaðir sigrum vér en sundraðir töpum vér. Myndin af skólanum er meint hér sem taíandi tákn þess, hvað ein lítil sveit getur gert, ef hún er samhuga og Giið/ón Björnssoh In memoriam Hann fæddist austur á Seyð isfirði 2. des. árið 1915. Sem barn fluttist hann með móður sinni til Mjóafjarðar og má segja, að þar hafi hann átt heima til æviloka. Árið 1937 gekk hann aö eiga Unni Sveinsdóttur frá Borg- areyri í sömu sveit, hina á- gætustu konu, og eignuðust þau þrjú börn, sem nú standa föðurlaus við hlio móður sinn- ar i hinni köldu veröld. Guð- j ón heitinn veiktist fyrir rúm- um, tveim árum af þeim sjúk- dóm, sem að lokum dró hann til dauða, og mun hann lengst um hafa verið rúmfastur. Hann andaðist á Vífilsstöðum 13. febr. s. 1., aðeins 32 ára að aldri. — Þetta er ágrip hinnar stuttu ævi Guðjóns heitins Björns- sonar, og mun. minnst um hann sagt með því— það vita alli.r, sem honum kynntust, og þá sérstaklega ættfólk hans og ástvinir. - Ég, sem þessar línur rita, hafði því láni að fagna að þekkj a Guðj ón heitinn frá því að við vorum báðir áhyggju- lausir unglingar — og nú, þegar hann er horfinn af léik- velli lífsins, segi ég: „Hans mun ég ávailt riiiririast, er ég heyri góðs manns getið“. Held ég, að þar tali ég fyrir munn allra þeirra, er hann þekktu, og mun það ekki of- sagt, því aö hafi hann ekki verið góður drengur, þá á ís- land líka fáa slília. Flest það, er skapar hverj- um marini álit, vináttu og virðíngu, haföi Guðjón heit- inn til brunns að bera: Hann var alls staðar heill, hvergi hálfur, harðvitugur dugnaðar maður, enda gegndi hann þeim störfum, sem sérstak- lega krefjast þreks, kjarks og áræöis, því að hann var sjó- maður alla sína ævi, sem.sótti gull í greipar Ægis og æðrað- ist aldrei, þótt brotsj óar risu til beggja handa. En þetta kuldalega starf gerði hann aldrei hrjúfan né viðmóts- stirðan. Hápn var alltaf sami viðmótsþýðij glaðlyridi dreng- urinn, sami tryggi, hjartagóði vinurinn, skapmikill, en skap- góður, þéttur á velli og þéttur í lund. Hann var þrýðilega vel gefinn, bæði andlega og lík- ■ amlega. og var sem allt, er ! hann fékkst við, léki í hönd- um hans. Menn, sem gæddir eru slík- um hæfileikum, gerast nú vandfundnir meðal íslenzkra æskumanna. Þess vegna tek- | ur okkur svo sárt, þegar við ‘ erum sviptir einum slíkum og jsjáum skarðið blasa við autt 1 og tómlegt, sem seint eða I aldrei verður fyllt aftur — en enginn má sköpum renna. Að vísu verður enginn hér- aösbrestur, þótt slíkir bar- óagamenn hins daglega lífs falli til íoldar, heimurinn hef- ir átt svo ótalmarga ágætis- menn, sem hann ekki þekkti sjálfur. Tár aöstandenda lauga svörðinn á gröfum þeirra, og minningin um þá sveipast helgiljóma i hugum ástvinanna. Er fréttin um andlát jóns heitins barst.til mín, á köldum, þungbrýndum vetr- ardegi, fannst mér skyndilegá sem kuldinn yrði enn naplafi, skammdegismyrkrið - enn svartara, og mér varð þungt um hjartarætur. Fram í huga minn leituðu spurningar, seín hrópuðu á svar: Hvaö nú. um allar hinar glæstu voriir aldr- aðrar, reyndrar móður, ást- kærrar eiginkonu, systkina og ungra barna, sem við ágætan son, eiginmann, bróður og föð ur voru tengdar? Urðu þær i aðeins til, til þess að liggja j lamaðar og helsærðar viö lík- j börur hans, einmitt þega-r ævi dagurinn var bj artastur og:sól hans hæst á lofti? ........ Slikum spurningum get- ég, fávís maður, ekki svaraðy en stundum þykir manni hörð iög mál og strangur dómur, sém yfir dauðlega menn gengur.;_; undir góöri forustu. Vonandi á reitur þessara bygginga eft- ir að blómgast svo, að það verði einnig til fyrirmyndar. Ingþór SigurbjÖrnsson. Þér aðstandendur -'hins látna, móðir, eiginkona, sýát-- kini, börn og vinir allir. Fég- inn hefði ég viljað geta'léft ykkur hinn þunga missi, þerr- að saknaðartárin, sem dropið hafa heit og höfug, en, til þe§s: er ég of vanmáttugur, og orc mín of fátæk, en mættú þai. flytja ykkur sorg mína ög samúð og verða sem lítill lálíf- kranz á leiði þess manns, éi við öll grátum, þá hefi ég .tií. einhvers unnið. Sagt er, að ef vel sé leitaö, ! þá finnist lyfsteínn við meiin. hverju, og má vera að svo sé. Ráð til að mýkja og lækna holund þá, sem þið öll nú hafið verið særð, þekki ég: ekkert betra en þetta. Minnist oröanna: „Ég lifi og þér mun- uð lifa“. Trúið þessum orðum, trúið því, að sá, er þið nú syrg: ið, sé ekki dáinn, heldur hórf- inn sjónum ykkar um stund- arsakir. Ég vona, og ég -véít, að það verða ekki tálvonir. _ Framliðni vinur! Hve fégri— ir hefðum við ekki viljað hafa þig lengur hér á meðal vor, en verði guðs vilji. Það getur ekki verið, aö þú hafir fæðzt í þennan heirir til þess eins að lifa svo stú'tt skeið og verða moldu saniúr svo skjótt. Nei, ég trúi því, að' einhvers staðar handan við tjald það, er skilurá mijíj lifs og dauða, lifir þú nú, laus við sjúkdóma og kvöl og.. þíðjr þess að sameinast aftur. þewri- sem þér eru kærastir, biðir þess aö taka á móti þéifri, er þeir flytjast til hins-.fagra lands drauma okkar óg. vöna — eilífðarlandsins — þsr-seni engar sorgir þekkjast. i.enggr (Framhald á 4. s'töU)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.