Tíminn - 20.04.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.04.1948, Blaðsíða 4
'f'ÍMINN, þriðjudaginn 20. april 1948. 88. blað Húsfreyjur nútímans Fyrir nokkrum árum flutti ég; erindi í útvarp með þess- ari fyrirsögn. Þar sem þetta efni er svo ótæmandi og marg ar konur hafa þakkað mér og sýnt mér vinarþel vegna þess sem ég sagði, vil ég nú yrkja upp á nýjan stofn og taka til athugunar störf og kjör húsfreyjanna, einkum þeirra, sem búsettar eru í sveitum. Þeirra störf þekki ég bezt, því þar hefir mitt ævistarf verið. Eins og kunnugt er hafa þessi síðustu ár, veriö hús- mæðrum í sveitum og jafnvel í bæjum líka, óvanalega erf- ið, ekki fyrir fátækt eða harð indi, heldur fyrir skort á vinnuafli. Húsmæðurnar geta ekki- fengið hjálp við heimil- isstörfin hvað sem boðið er, þó líf þeirra og heilsa sé í veði. Einstaka konur eru svo heppnar að hafa eitthvert venzlafólk eða stálpuð börn, aðra hjálp er ekki um að ræða, nema ef ske kynni yfir 'sumartímann að fáist kaupa- kona eða einhver stúlka til hjálpar. Allt verður þá að ganga sinn vana gang, stunda fram leiðslu, annast börn og heim- ili, taka á móti gestum sem að garði ber og sumar þurfa að sinna opinberum störfum. ' Margar óvanal. margar, hafa fal^ð í valinn þessi síðustu ár og margar hopað af hólmi eða látið berast með straumn um til kaupstaða og til borg- arinnar Reykjavíkur, sem er aðal aðdráttaraflið. Þó eru rfiargar konur eftir, þrautseig ar og kjarkgóðar konur, sem ekki láta hugfallast og halda ótrauðar áfram lífsstarfi sínu ; í fagurri sveit, við útistörf í íslenzkri náttúru og við það . að fegra og prýða heimili sín . og gera þau að indælum samastað fyrir eiginmenn og og börn. Nokkrar ungar konur bæt- ast árlega í þennan hóp, en fleiri þyrftu aö vera, konur sem eru ákveönar og segja: „ég vil vera í sveit og eignast heimili þar.“ Þetta eru konur sem halda beint á móti straumnum og má finna þær konur bæði í sveit, sem hafa alist upp þar og konur upp- aldar í Reykjavík. Þessar konur ættu það skilið að þeim væri meiri sómi sýnd- ur en nú er gert, og kjör þeirra væru bætt eftir föng- um. Það eru svo margar ungu stúlkurnar sem yfirgefa sveit ina, að til vandræða horfir, og einmitt þess vegna liggur við auðn íslenzkra sveita. Öllum, sem hlotnast hefir þáð að alast upp á góðu heimiii, hjá góðum foreldr- um, þykir vænt um heimilið sitt. Þó unglingarnir yfirgefi heimilin, til þess að reyna krafta sína og með mörgu móti að afla sér lærdóms og þroska, lifir þó í huga þeirra ósk um það, að stofna sjálf- stætt heimili og gera það að indælum samastað fyrir sig og sína. Það eru þessi heimili sem lifa í hugum og fram- tíðaráætlunum unga fólks- ins, sem við væntum mikils af í framtíðinni. Væntum þess að þau verði hlý og indæl og þar vaxi upp sterk og þróttmikil æska, sem á að tJtvarpsefi’mdi efíir frai Jónínn Sig'fiírHar- déttair Líndal á L<sekjaisiófi erfa landið. Sú æska, sem hafi ríka starfsþrá og finni ánægju sína í starfinu, hvað sem þaö er og finni mesta gleði í því, að starfa þar sem mest þörfin er á hverjum tíma. Sveitaheimilin höfðu, og hafa ennþá sérstakar aðstæð j ur til að binda unglingana traustum böndum, séu þess- ar aðstæður notaðar. Fyrst og fremst mega þau hafa börnin óskipt til 10 ára ald- urs, þegar þau eru skóla- skyld. Það þarf ekki að s'enda þau í sveit eða á barnaheim- ili á sumrin eins og borgar- búarnir, sem verða að senda börnin sín frá sér til að forða þeim frá götunni og gefa þeim tækifæri til að hreyfa sig ‘ óáreitt í hreinu lofti. Sveítabörnin læra svo undra fljótt að hjálpa til við alls konar störfýsem eru svo fjöl- þætt í sveitinni. Einkum I hafa þau flest yndi af að vera með skepnum og um- gangast þær og koma þar fljótt til hjálpar. Þetta er fýrst leikur, en vefður síðar að vinnu og starfi, sem kem- (ur fljótt að gagni á heimil- unum. i Skemmtilegast er að geta kennt eða látið kenna börn- um sínum heima til 14 ára aldurs, en það er nú e'itt af því, sem verður ómögulegt í . fólksfæðinni, Ég minnist með gleði þeirra dýrðlegu stunda . þegar ég var að kenna börn- um mínum og finnst alltaf mikið til þeirra mæðra koma, sem geta kennt þeim og leið- beint sem lengst. I Það er skemmtilegt í sveit- inni og lífið fjölbreytt, allt af skipt um störf eftir árs- I tíðum. Það eru sérstök störf á vorin, önnur á sumrin, j þriðju á haustin og síðan . koma vetrarstörfin. Þar eru j skemmtanir sem náttúran | sjálf skapar. Er ekki indælt i að líta út eftir snjóa og kulda i tíð þegar vorið kemur og ihlýnar í lofti, þegar lækirnir jþeysa áfram og brjóta hverja Jsnjóbrúna á fætur annarri. Kolmórauðir þjóta þeir á- fram, fullir af gróðurmold, sem þeir færa út um bakka sína og þá dettur mér í hug vísan: Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir geysast um lundinn rétt eins og börn. Lækirnir skoppa, hjala og hoppa hvíld er þeim nóg við sæ eða tjörn. Eða vormorgnarnir fögru. Þegar sólin gægjist inn um gluggann og margraddaður fuglasöngur hljómar inn um gluggann. Það kom kona til mín úr Reykjavík, hún var þar upp- alin. Hún sagði við mig: það, sem ég hefi aldrei heyrt, Einn morgunn nú heyrði ég það voru svanir að syngja. Þeir sungu svo mikið á tjörn- inni í morgun. Það var indælt að vakna við þann söng, ég heyrði hann inn um glugg- ann minn. Eða að fara snemma á fæt- ur á fögrum vormorgni, líta yfir gróið tún, engi og garða, allt í blóma og allt í eigin eign, sjá ærnar liggja með lömbin sín eða þau leika sér í kring um mömmu sína, ef þau eru vöknuð. •— Fallegust og skemmtilegust af ungvið- inu eru þó alltaf í mínum augum folöldin, þeirra leikir eru svo fjörlegir og skemmti- legir. Það verður allt svo un- aðslegt umhverfis íslenzka hestinn. Sveitabóndinn er framleið- andi. Hann framleiðir mjólk, kjöt og ull, sumir garðmat og egg. Venjulega vinna bæði 'hjónin að framleiðslunni. Ef samstarf þeirra er gott og þau samhent við störfin fer allt vel. Verkaskipting þeirra er ekki svo glögg eins og hjá bæjarbúum, þar sem maður- inn vinnur úti og konan sinn ir heimilisstörfunum. Þegar' börnin komast á legg læra I þau undra fljótt að hjálpa til við störfin og þroskast á i þann hátt miklu fyrr en bæj - j arbörnin. Þetta samstarf for- eldra og barna er sérlega skemmtilegt, einkum þar sem foreldrarnir eru skilnings- næmir á eðli barnanna. Starfsþrá barnanna og hug- myndalíf fær að njóta sín og það myndast sterk kærleiks- bönd milli foreldra og barna. Það er öðruvísi í borginni þar sem börnin verða, strax og þau geta, að sækja atvinnu út af heimilinu og heirnilið verður oft fljótt aðeins stað- ur til að matast og sofa. Þá hefir unga konan í sveitipni sérstaklega góða aðstöðu hvað börnin snertir. Hún hefir gott næði fyrir barnavagninn siiin og grjnd- ina fyrir sunnan húsið og þegar þau fara að stálp- ast, getur hún verið á- hyggjulaus þó hún láti þau út, fyrst í grind og síðar geta þau vappað um túnið. Ein sveitakona skrifaði mér í vetur, hún á þrjú stálp uð börn. Ég sé ekki börnin allan daginn, þau koma fyrst inn í rökkrinu. Hún gat ver- ið áhyggjulaus um þau úti. Þessi börn eru svo lítil, að hún hefði ekki verið áhyggju laus í borginni. Framh. /n memonam (Framhald aí 3. síðu) þjáningar og raunir, og þar sem engin tár falla. Þetta er mér harmabót, vissa um það, að dauðinn sé ekki síðasti á- fanginn, heldur sé hann: „Öllum líkn, er lifa vel, ^engill, sem til lífsins leiðir, ljósmóðir, sem hvílu reiðir. Sólarbros, er birta él.“ Vertu sæll, framliðni æsku- vinur. Ég veit, að við eigum eftir að mætast aftur, þegar birtir og sér til sólar. Ég veit, að þú ert búinn að reyna sannleika orðanna: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu guð sjá“. Friður sé með þér. ---- ! Sverrir Haraldssön. Aug’lýsið í Tímaiium. Þórarinn á Skúfi sendir þessi orð: „Einhver Jóhanna Kristjáns- dóttir sendi þér vísu um Konudags stökurnar mínar. Þegar ég las hana datt mér í hug þessi staka: Oft mér bægöi orða liaft óðs á vegi hálum, en ég hef alltaf heldur haft heill í kvennamálum". Hreggviður sendir hér bréf um tóbaksnautn og tóbaksmenn. Ég ætla mér ekki neitt að ræða það nánar. Ef einhverjum þykir þaö gefa ástæðu til athugasemda, þá er vitanlega opin leið til að koma þeim á framfæri. Annars finnst mér, að vel inætti ræða tóbaks- málin öllu meira og ákveðnara en gert er. En hér kemur bréfið: „Hefði íslenzka þjóðin einhvern tíma komið á hjá sér lögum til að takmarka tóbaksnautn, myndu ýmsir benda á það, sem skýringu á því hve mjög tóbaksreykingar hafa breiðzt út síðustu árin. En hér er engum bannlögum um að kenna. Án allra bannlaga hefir þessi siður magnast stórkostlega. Og hann hefir jafnvel magnast hvað mest, síðan það var vald- boðið að kenna í öllum skólum um skaðsemi tóbaksins. Mér dettur ekki í hug, að tóbaksnautn hafi aukist vegna þess, en hún hefir óneitanlega gert það, þrátt fyrir alla fræðsluna. Ég er raunar hissa á þeim ungl- ingum mörgum hverjum, sem eru að venja sig á þetta. Það er sök sér með lítið gefna krakka um fermingu, að þeir freistist sumir til að reyna að fela vanmáttar- kennd sína með því að reykja eins og fulloröna fólkið. En að greind- arfólk komið um eða yfir tvítugt og skólagengið, skuli vera að venja sig smámsaman á þennan ófögn- uð. Ég veit ekki hvernig það hugs- ar. unglinga til að taka þátt í þeirri brennu. Hvaða bölvuð vitleysa! segið þið af þjósti: Er maðurinn alveg vit- laus? Það hafa allir ungir menn brennandi áhuga á æskulýðshöll- inni. Öll félög hafa gert samþykkt ir og kröfur um það mál. Æskan er framgjörn og stórhuga og krefst hallar sinnar. — Jú. Skyldi ég ekki vita um samþykktirnar og kröfurnar. En jafnframt þessum kröfum til hins ópersónulega mannfélags, keppast hugsjóna- mennirnir ungu við að taka þátt í því að brenna hvern miljóna- ’ tuginn eftir annan. Það er óhætt að tala um þetta eins og það er. Þetta fólk hefir lært að tala út í bláinn og gera kröfur, — óper- sónulegar kröfur, — en jafnframt eyðir það sjálft möguleikunum til að framkvæma stefnumál þess. Hvers konar ský hefir þetta aumingja fólk á augunum? Sér það ekki að það er fast samband milli einkalífs fólksins og þjóð- lífsins? Hvað á að segja um uppeldiö hjá okkur og menninguna, ef æsku lýðurinn skilur þetta ekki? Svo má líka tala um hlutdeild tóbaks og tóbaksnautnar í af- brotum unglinganna. Og það má líka benda á það, að tóbaksreyk- ingar, í því formi, f:m þær eink- um tíðkast nú að minsta kosti, eru algengt banamein fólks um fimmtugsaldur. Blóðæðar hjartans stíflast og dauðinn kemur snöggt og óvænt. Ef til vill hugsa ungl- ingarnir, að það sé .gott að verða bráðkvaddur áður en elli og hrörn un sækir þá heim. En hinir fimmt ugu foreldrar eru líklegri til að hugsa sem svo, að gott væri enn að lifa og sjá lengur til með börnun- um sínum, þó að málið sé nú ekki hugsaö eða rætt á breiðari grúndvelli. Það er eitthvað bogið við það æskufólk, sem er svona gráðugt í það að byrja á tóbaksnautn, þrátt fyrir allt sem við vitum og allt sem er kennt. Menn geta leitað sinna skýringa, en sjúkdómur er þetta, hvort sem hann stafar af líkamlegri vanfóðrun eða misfóðr- un, eða orsakanna er að leita í andlegu lífi þessara tíma. Hin per- sónulega ábyrgðartiifinning er sljógvuð, en við því megum við Er fólkið svona hrifiö af því, að þessi vesala þjóð, sem er sí- kvartandi út af gjaldeyrisleysi skuli eyða fimm miljónum króna árlega í erlendri mynt fyrir tó- bak? Skilur þáð ekki, að tóbaks- mennirnir blátt áfram brenna upp möguleikana til framfara og þæg- inda? Og á það ekki eitthvaðsízt af öllu“. skylt við skemmdaræðið, sem eink um er kennt við gamlárskvöld, að Ég held, að það sé merkilegt at- vilja taka þátt í slíku? Það eruhugunarefni, hvers vegna t. d. tó- tóbaksmennirnir, sem bera per-baksnautn er meiri eða minni sónulega ábyrgð á því, að árlegaeinn tíma en annan. Hugsunar- verður að heita um fimm milj. kr.háttur fólksins, andleg menning gjaldeyrisleyfi til gagnlegra kaupa.og aldarfar eru fyrirbæri, sem Við getum hugsað okkur hafnar-gott væri að skilja. Og trúað get mannvirki, verksmiðjur eða t.d. efnlég, að það sé einmitt á sviðihins í vatnsleiðslur og skólpleiðslur.andlega lífs, sem okkur ber aö Tóbaksmennirnir eru sí og æ aðleita skýringa á mörgu því, sem brenna æskulýðshöll í Reykjavíkveldur mestum kvíða og áhyggjum og það merkilega skeður að stöð-og mestum fögnuði. ugt streyma nýir og nýir hópar Pétur landshornasirkiíi * I»a kk sii’á va i* p. Hjartans þakklæti sendum við öllum þeim, fjær og nær, sem glöddu okkur með vinnu, peninga- og fatagjöfum, er húsið Egilsstaðir II í Villingaholts- hreppi brann síðastliðið vor. Guð blessi ykkur öll. , . Guðm. Eiríksson o^ fjölskylda, Egilsstöðum. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.