Tíminn - 23.09.1948, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.09.1948, Blaðsíða 1
t'mm m mmmmm-mmm-mmmmmmmm.'J Rltstjóri: * Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgejandi: Framsóknarjlokkurinn L----------------------- --------------------------- Skrijstofur í Edduhúsinu Ritstjórnarsímar: 4373 og 2353 AJgreiðslu- og auglýs- ingasími 2323 Prentsmiðjan Edda , 32. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 23. september 1948. 299. blað Verið að setja klnkku í turn Matthíasarkirkj- unnar Um þessar mundir er verið að setja klukku mikla í turn- inn á Matthíasarkirkjunni á Akureyri. Kristján Halldórs- son úrsmiður á Akureyfi pant aðj þessa klukku frá Svíþjóð árið 1944, og er hún nú ný- komin á ákvörðunarstað. Skífa klukkunnar er tveir metrar í þvermál og upplýst. Leikur hún við tímaskipti lag eftir Björgvin Guðmunds son, og mun heyrast til henn- ar um allan Akureyrarbæ. Flugvélar Loftleiða báðar í förum fyrir aðrar þjóðir Flytja isiisflytjeiíel- Bis* frá Evrójsulönd- iiin vesíitr nm !saf. Skymasterflugvélar Loft- leiða eru nú báðar í langferð um til að afla gjaldeyris- tekna. Eru flugvélarnar Geys ir og H'ekla í ferðum vestur um haf við flutninga inn- flytjenda þangað frá Evrópu. Geysir fór í fyrramorgun með 43 innflytjendur til Ame ríku, sem flugvélin kom með frá París kvöldið áður. Flug- vélin er væntanleg hingað aftur að vestan í dag, en fer strax á morgun að sækja ann an farm af útflytjendum til Parísar. Verða þerr einnig fluttir sörnu leiðina um Reykjavík, vestur um haf til Nevv Ycrk. í gær fór flugvélin Hekla til Finnlands, en þangað sæk ir hún fólk, sem ætlar að setjast fyrir vestan haf. Fer flugvélin með þetta fólk um flugvöllinn hér í Reykjavik á leiðinni til New York. Stjórn sænska jafn- aðarmannaflokks- ins á fundi Stjórn Jafnaðarmanna- flokksins í Svíþjóð kom sam- an á fund í gær til þess að ræða viðhorfið eftir kosning- arnar. Erlander 'forsætisráð- herra hélt þar aðalræðuna. Kvað hann Jafnaðarmanna- flokkinn ekki þurfa neinu að kvíða, því að hann hefði auk- ið fylgi sitt í kosningunum um nær 300 þús. atkv. og mundi nú kappkosta að standa við kosningaloforð sín. Að ræðunni lokinni gekk Erlander á fund konungs, en fundurinn hélt áfram störf- um. Hér hvíla þcir áflíkbörunum. Bernadotte grcifi og Serot. höfuðsmaður inn frariski, sem Gyðingar myrtu ásamt honum í Jerúsalem. Ofan á kistu Bernadotte greifa liggur skátahattur hans. Rætt um dagskrá alSsherjar- þings S. Þ. í gær Tryggve Lie I»er frasit tlllög'ii eibm lífvörfS iutMla erindrektmt Sastieinisðii þjúðanna. í gær var rætt um dagskrána á allsherjarþingi S. Þ. í París. Tryggve Lie hefir ritað allsherjarnefnd þingsins bréf, sem felur í sér tillögu um það, að S. Þ. komi á fót einskonar varnariiði til þess að verja líf erindreka S. Þ. Allsherjarnefnd þings S. Þ. í París ræddi í gær dagskrá þingsins ásamt formönnum sex fastanefnda, sem starfa á þinginu. Fulltrúi Argentínu hefir lagt fram til’afjgu um það, að breyta skilyrðum fyrir upp- töku nýrra þjóða í S. Þ. á þann veg, að meðmæli sjö ríkja skuli koma til, ef nýtt ríki æskir upptöku. Tryggve Lie hefir ritað alls herjarnefnd þingsins bréf, þar sem hann ber fram til- lögu þess efnis, að komið verði á fót föstum lífverði innan vébanda S. Þ. og hafi hann það hlutverk að gæta öryggis þeirra erindreka, sem sendir verða á vegum S. Þ. til sáttaumleitana til þeirra landa, þar sem S. Þ. skérast í leikinn til þess að koma á Umferðarsiys á Akureyri Á laugardaginn var varð umferðarslys á Akureyri. Jón Jónsson vélsmiður varð fyrir bifreið og féll á götuna af bifhjóli, sem hann var á. Meiddist hann á höfði, og liggur hann enn í sjúkra- húsi. friði og sáttum, eins og nú hefir átt sér stað í Palestínu. Hefir þessi tillaga mælzt vel fyrir og er taliö líklegt, að hún muni verða samþykkt á þinginu. Háseíahlutur á Gylfa frá Rauðuvík átta þúsund krónur á síldveiðunum í sumar Talið er, aö vélbáturinn Gylfi frá Rauðuvík sé sá síld- veiðibátur, er orðið hafi einna hlutarhæstur á síldveiðunum fyrir Norðurlandi í sumar. Á hann veiddust um 4000 mál síldar, og voru á honum tíu menn. Verður hásetahlutur um átta þúsund krónur. Á síldveiðunum í Hvalfirði í fyrravetur fékk Gylfi 14500 mál og hásetahlutur eftir þá vertíð varð átján þúsund krónur. Skipstjóri á Gylfa er Bjarni Jóhannesson frá Flatey, en eigandi bátsins er Valtýr Þoii'steinsson útgerðarmaöur í Rauðuvík við Eyjafjörð. Lýðræði kom.mánista í framkvæmð: Stjórn Alþýðusambandsins neitar vörubílstjórafélagi Suður-Þingeyinga um upptöku £itt focllibra^ð komsm'mista til aÖ reyna að Iialda völdaui í samfeandiiiu. Núverandi stjórn Alþýðusambands íslands hefir neitað vörubílstjórafélagi Suður-Þingeyinga um upptöku í Alþýðu- sambandið. Félag þetta var stofnað í vor og nær yfir álla — i. ... sýsluna ásamt Húsavík og er hreint stéttarfélag þeirra, er atvinnu hafa af akstri vörubifreiða í sýslunni. Er þetta eitt bellibragð kommúnista tii bess ao reyna að halda meirihluta sínum í Alþýðusambandinu. Tildrög málsins. Snemma í vor voru stofn- uð tvö félög vörubílstjóra í Suður-Þingeyjarsýslu í þeim tilgangi að gæta hagsmuna vörubílstjóra í sýslunni. Náði annað yfir vesturhluta sýsl- unnar, en hitt yfir austur- hluta hennar. Um sama leyti stofnaði erindreki Alþýðu- sambands íslands vörubíl- stjóradeild í Verkamannafé- lagi Húsavíkur, og máttu að- eins vera í henní sjálfseign- arbílstjórar, og urðu þeir auk þess að vera i Verkamanna- félaginu. í henni gat því ekki verið nema nokkur hluti vöru, bílstjóra á Húsavík og engir bílstj órar í sveitum héraðsins. Skömmu síðar tilkynnir svo formaður þessarar . deildar hinum bílstjórunum í sýsl- unni, að meðlimir vörubíl- stjóradeildarinnar í V. H. eigi einir rétt á allrj vinnu við vega- og brúargerðir í hérað- inu samkvæmt vinnulöggjöf- inni og lagði fram skeyti frá Alþýðusambandinu máli sínu til sönnunar. Var sveitabil- stjórum þó boðið að ganga í vörubílstjóradeildina á Húsa- vík sem annars flokks félag- ar, og fengju þeir þá að sitja að þeirri vinnu, er aöalíélag- ar deildarinnar gætu ekkj annað. Var þeim auk þess boðið málfrelsi og tillögurétt- ur á fundum, en ekki atkvæð isréttur. Sveitabílstjórarnir neituðu þessu „kostaboði", enda höfðu bæði bílstjórafélögin í sýsl- unni þá sótt um upptöku í Alþýðusambandið, en ekki fengið svar. Varð af þessu all hörð deila um vega- og brú- arvinnu í sýslunni. Alþýðusambandið neitar um upptöku. Þegar svar barst ekki að þrem vikum liðnum, tóku fé- lögin það ráð ráð að senda fulltrúa til Reykjavíkur. Fór sami fulltrúinn fyrir bæði fé- lögin. Hafðí hann skriflegt umboð beggja félaganna til þess að breyta lögum þeirra til samræmingar lögum Al- þýðusambandsins, svo og sam eina félögin, ef þurfa þætti. Eftir allmikið þóf neitaði stjórn Alþýðusambandsins al gerlega að veita félögunum inngöngu og bar við ýmsum tyllisökum. Hálfum mánuði síðar kom svo forseti Alþýðusambands- ins noi'ður til þess að kynna sér málavexti í þessari deilu, og var þá boðað til fundar á Fosshóli með öllum vörubíl- stjórum í sýslunni. Þar var vörubílstjóradeiidinni í Verka mannafélagi Húsavikur boðið að ganga til stofnunar eins vörubílstjórafélags, sem næði yfir alla sýsluna. Því neituðu meðlimir hennar og Alþýðu- sambandsforyetinn studdi mál þeirra. í öðru lagi var sú miðlunartillaga fram bor- in, að bílstjórar sætu fyrir vinnu hver í sinni sveit, en bílstjórar af Húsavík sætu fyrir um þá vinnu, sem þeir gætu ekki annað. Virtist þessi tillaga fullkomlega sann gjörn og í fullu samræmi við CFramhald a- 7 síðuJ Réttindi Indverja í S.-Afríku skert Stjórnin í Suður-Afríku hefir- borið fram frumvarp um það að svipta Indverja kosningarrétti til bæjar- stjórna og þings. Höföu Ind- verjar þar í landi hlotið tak- markaðan kosningarrétt áð- ur. Dr. Malan sagði í fram- söguræðu um máliö, að þetta væri nauðsynlegt vegna þess, að önnur þjóðabrot í Suður- Afríku mundu heimta sömu réttindi, ef Indverjar hefðu kosningarrétt áfram. Búizt er við, að frumvarpið mæti mik- illi mótspyrnu í þinginu. — Hafa þá engir aðrir íbúar landsins kosningarrétt en þeir, sem komnir eru af Noröurálfumönnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.