Tíminn - 13.02.1949, Blaðsíða 3
33. blað
TÍMINN, sunnudaginn 13. febrúar 1949
3
| , # |
1 IslendirLgapættLr |
:»«»*»*m*4*4»*«*m«**»««
Dánarminning: Einar Guðmundsson,
bóndi á Bjólu
Einar gamli á Bjólu, hefir
endað gönguna til grafar, að
lokinni langri ævi, 88 ára
gamall. Hann var fæddur að
Hvammi í Landsveit 2. febr.
1860. Hann var sonur Guð-
mundar smiðs Þórðarsonar
og Guðríðar Jónsdóttur frá
Kornbrekkum, er þar bjuggu
þá. Tveim árum var hann
yngri en Eyjólfur „Lands-
höfðingi" bróðir hans, sem
raunar var talinn eiga ann-
an föður en skrifað var. —
Guðríður, móðir þeirra
bræðra, giftist fyrst 1850,
22ja ára gömul, sextugum
ekkjumanni: Einari Gunn-
arssyni bónda á Reyðar-
vatni, en missti hann á fyrsta
hjúskaparári. ■— Eftir hon-
um mun Einar sonur henn-
ar hafa heitið. Guðríður er
talin hafa verið þrekmikil
ágætiskona og unnu þeir
bræður báðir henni mjög.
Fremur mun hafa verið
fátækt bú í Hvammi, á upp-
vaxtarárum EinarsGuðmunds
sonar. Enda var hann þá
langdvölum með ömmu sinni
á Kornbrekkum, og fluttist
þangað alfarinn 14 ára gam-
all. 22ja ára gamall kvænt-
ist hann Guðrúnu Jónsdótt-
ur, Guðmundssonar bónda á
Keldum, Brynjólfssonar. —
En það var margra mál, að
Guðrún væri dóttir Guð-
mundar sjálfs, heldur en
sonardóttir, þótt svo væri.
látið heita. — Guðrún var
uppfóstruð hjá ömmu hans,
og voru þau samvistum öll
æskuárin og síðan í 63ja ára
hjónabandi, en samtals meir
en sjö tugi ára. Guðrún var
góð kona og myndarleg eins
og ætt stóð að. Hún andaðist
sumarið 1945.
Fimm af átta börnum
þeirra hjóna náðu fullorðins-
aldri. — Og enn lifa þrír syn-
ir þeirra: Guðjón, sem lengi
bjó í Rifshalakoti, Oskar,
læknir í Reykjavík og Ágúst
bóndi á Bjólu. — Látin eru
Guðríður og Guðmundur út-
vegsmaður, lengi kendur við
Viðey í Vestmannaeyjum.
Flestum Sunnlendingum,
sjötugum og eldri, er ennþá
ofarlega í minni „harða vor-
ið“ 1882. Svo hart lék sú tíð
fólkið sjálft og fénað manna.
Þó svarf þá alfastast að, um
ofanvert Land og Rangár-'
völlu. Fjölda jarða kæfði þáj
í svartan sand, svo að óbyggi
legar urðu og eru enn með
öllu. — Þetta vor byrjaði
Einar á Bjólu búskapinn. .—
Mun hafa ætlað að taka við
búi og ábýli ,ömmu sinnar.
En þá dundu ósköpin yfir —
Kornbrekkurnar kæfði í
sand og fénaðinn flestallan
líka. Þar varð engu lífi lifað.
Þá flutti hann öreiga frum-
býlingur á frekar rira jörð:
Rifshalakot í Holtum. Þar
bjó hann 27 ár, gerðist bjarg-
álnamaður og bætti svo býli
sitt að byggingum og engj-
um, að um tima var það tal-
ið ein bezta jörðin í sýslunni.
— ’ Á fimmtugs aldri flutti
hann svo að Bjólu og bjó þar
blómlegu búi nokkuð á ann-
an áratug. Dvaldi þar siðan
til dauðadags 29. nóv. s.l.
Einar á Bjólu var um
marga hluti merkismaður. —
Hann var búhöldur góður og
bjargvættur í illæri. — Sterk
ur vel og verkmaður með á-
gætum. Vasklegur og vænn
að vallarsýn. — Hreinn á
svip og hreinn í lund. Hispurs
laus við hvern sem var og
hélt fast á hlut sínum. —
Harðdrægur nokkuð og óvæg
inn við uppvöðsluseggi, — en
barngóður og hjálpaði oft
þeim, er fáa áttu úrkosti. —
Hann mátti kallast drengur
góður og batnandi.
Helgi Hannesson.
Hafa skal það, er
sannara reynist
í Tímanum 27. jan. s.l. er
smágrein, þar sem sagt er frá
því, að Hvammsfjörður sé ísi
lagður eins langt og sést frá
Búðardal, og hafi það ekki
komið fyrir síðan árið 1918.
Þetta er ekki rétt hermt.
Árið 1919 lagði Hvammsfjörð
í febrúar og lá ísinn á firð-
inum allt að sumarmálum.
1920 lagði fjörðinn enn
snemma í febrúar og fór ís-
inn þá ekki fyrr en 14. maí.
Var þá fjörðurinn lagður út
að eyjum. Þá var mikill fanna
vetur í Dölum, og komust
bændur í fóðurskort fyrir
skepnur sínar. Fluttu þá bát-
ar vöru að ísskörinni og var
hún svo flutt á sleðum til
Búðardals.
Þá var aðalfarkostur um
Breiðafjörð m.b. Svanur og
var þetta ár skipstjóri á hon-
um Sigurður Eggertsson frá
Grundarfirði, dugnaðarmað-
ur mikill. Lagði hann mikið
kapp á að koma vörum sem
næst ákvörðunarstað.
Er mér sérstaklega minn-
isstætt þegar Sigurður kom
á Svan síðustu ferðina að ís-
skörinni; það var í annarri
viku sumars. Þá var hríðar-
veður.
Brotnað hafði þá mikið
framan af ísnum og var þá
ísskörin frá Kambsnesi að
Ketilsstöðum í Hvammssveit,
þó var ísspöng laus við aðal-
ísinn og var þar 5—6 metra
breið sprunga, sem ekki var j
hægt að komast yfir til að ná
vörum úr skipinu. Lét þá
skipstjóri Svan gjöra marg- j
ar atrennur á fullri ferð á
spöngina og lét hún loksins
undan. Gat þá skipið lagzt
við meginísinn og gekk þá
fljótt og vel að ná vörunni. j
En ekki var laust við, að nokk
CFram.hald á 6. stðu). í
iiiiiiiiiiiiiimiiimiiiimiimimmiuiimiiiiiiHmiiimimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimmmimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiut
S T Ú L K U
vantar að Hótel Borg. — Uppl. á skrifstofunni.
Hótel Borg
IIIIIIIIIUIIIIIIIlHllllllllllllinilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHHH
::
::
:í:í:tiií:i;tííííit:íííiíi::í:ítiííít:tííííííttííítttítííitiíii»ííiíiíiíIí;íí5ítíííí:íííítííí'
YFIRLÝSING
Vegna greinar í Morgunblaðinu 10. þ. m. um íkvikn
anir út frá olíukyndingum, viljum við taka fram, að
aldrei hefir kviknað út frá kyndingum smíðuðum hjá
okkur, enda eru þær kyndingar með fullkomnum ör-
yggistækjum.
Járnsmiðjan Kyndill
Sigtúni 57.
Dánarminning: Ástgeir Gíslason, bóndi
á Syðri-Hömrum
Hann lézt að heimili sínu,
12. október s.l., á 33. búskap-
arári sínu, 75 ára gamall. —
Hann fæddist að Bitru í Flóa,
24. des. 1872, og dvaldist
lengstum þar, fram yfir fert-
ugsaldur. — 44ra ára gamall,
keypti hann hálflendu, Syðri
Hamra í Holtum og byrjaði
búskap þar.
Um þær mundir kvæntist
hann Arndísi ljósmóður Þor-
steinsdóttur, bónda Þorsteins
sonar á Berustöðum. — En
Þorsteinn á Berustöðum átti
barnalán svo mikið, að fimm
af sex sonum hans, urðu
bændur í sveit sinni — og
dætur hans, allar fjórar, fyr
irmyndar búkonur í sveit.
Ástgeir Gíslason var gervi-
legur maður, mikill vexti og
virðulegur, fríður sýnum og
ljós á yfirlit — geðríkur nokk
uð og skapbráður, þegar því
var að skipta, — en hógvær
hversdaglega og auðveldur í
umgengni við flesta menn. —
Hann var góður búhöldur og
hirti vel um sitt. — Átti góð-
ar kýr og gagnsamar, egg-
slétt tún og ágætlega gras-
gefið, og bætti býli sitt ár
frá ári.
Ástgeir á Syðri-Hömrum
mátti kallast mikill gæfu
maður. Hann varð bóndi og
bjargaðist vel af því. Hann
' naut trúnaðar í sveit sinni
j Hann var greindur og áhuga
samur umbótamaður og stóð
| fast að stefnu Framsóknar-
' manna. — Hann var heilsu-
j hraustur fram á efstu ár. —
Leiöólfsstaðir í Dalasýslu
fást til kaups og ábúðar næsta vor. Jörðin er vel
í sveit sett, hefir ágæt skilyrði til ræktunar og vatns-
virkjunar. Ennfremur veiðirétt í Laxá í Dölum. Semja
ber við Guðmund Guðbrandfeson, Leiðólfsstöðum.
Upplýsingar gefur Kristinn Kristjánsson, Hvalla-
götu 53, Reykjavík, sími 4334.
Upplýsingar gefur Kristinn Kristjánsson, Hávalla-
\
l
v
\
■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
« H.f. Eimskipafélag Islands.
Svar við áskorun IAÐALFUNDUR
p
«
::
::
Og hann átti ágætt heimili,
góða konu gerfilegar dætur
— og fáa óvini eða enga.
Helgi Hannesson.
Jóharmes Elíasson
— lögfræðingur —
Skrlfstofa Austurstrætl 5, m. hæð.
(Nýja BúnaSarbankahúslnu)
Vlðtalstíml 6—7. — Síml 77S8.
ýúteiiih 7wam
Frú Ástríður Eggertsdóttir!
Mér hefir borizt í hendur
grein yðar frá 17. nóv., birt i
Tímanum 20. nóv. 1948 „Hvers
eiga konur að gjalda?“
Ég hefi stofnað þessa sjóði
til minnis um son minn og
aðra unga stúdenta, sem
misstu lifið í frelsisbaráttu
Norðmanna 1940—1945. Ég
hefi aldrei látið það ósagt
fyrir hverja sýningu, „að all-
ur ágóðinn ætti að renna í
sjóð norskra stúdenta, vegna
þess að ég vildi stuðla að því,
að hugsjónir sonar míns og
hinna stúdentanna, mættu
halda áfram að lifa í hjörtum
og huga sem flestra ungra
■pilta í Noregi og íslandi."
Það er móðurást mín til
sonar míns, sem heíir gefið
mér rétt og krafta til þessar-
ar vinnu og sjóðir þessir eiga
að verða arfur þessarar móð-
urástar til pilta á komandi
árum og öldum.
Að svara öllum hinum spurs
málum yðar læt ég bíða ann-
ars tíma. Ég leyfi mér bara að
neita, að ég hafi gert nokkuð
ósæmilegt í garð kvenna með
þessari reglugerð minni í
skipulagsskrá Minningarsjóðs
norskra stúdenta."
Ákvæðinu verður ekki
breytt.
Hjartans kveðjur til allra
íslenzkra kvenna, með kærri
þökk fyrir allt.
Osló, 21. jan. 1949.
Guðrun Brunborg.
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands
verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í
Reykjavík, laugardaginn 4. júní 1949 og hefst kl. iy2
eftir hádegi.
DAGSKRÁ:
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram-
kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhög-
uninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir
henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoð-
aða rekstursreikninga til 31. desember 1948 og
efnahagsreiking með athugasemdum endurskoð-
enda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr-
skurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um
skiptingu ársarðsins.
3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað
þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögum.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá
fer, og eins varaendurskoðanda.
5. Tillögur til breytinga á reglugjörð Eftirlauna-
sjóðs H.f. Eimskipafélags íslands.
6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál,
sem upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngu-
miða,
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut-
höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu fé-
lagsins í Reykjavík, dagana 1. og 2. júní næstk. Menn
geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja
fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavik.
Reykjavík, 9. febrúar 1949.
Stjórnin.