Tíminn - 13.02.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.02.1949, Blaðsíða 5
33. blað TÍMINN, sunnudaginn 13. febrúar 1949 5 Sunnud. 13. febr. Aburðarverk- smiðjan Áburðarverksmiðj umálið hefir verið rætt í neðri deild Alþingis undanfarið. Meiri hluti landbúnaðarnefndar hefir lagt til að stærð verk- smiðjunnar verði miðuð við 7500—10 þúsund smál. fram- ieiðslu árlega. Kommúnist- ar halda því fram, að hér eigi að byggja miklu stærra. Verksmiðjan eigi að fram- leiða 30—40 þúsund smálest- ir árlega, byggja á útflutn- ingi og það eigi að virkja Þjórsá fyrir þessa verksmiðju. Það er ofureinfalt að reikna þetta dæmi eins og kommúnistar gera. Þeir segja að nú vanti áburð til áð full- ;nægja eftirspurn heimsins og hægt sé að fá nóga raforku til framleiðslunnar við Þjórs 'á. Því muni áburðarfrám- leiðslan þar skila arði og gefa miklar útflutningstekjur. Hitt er ekki tekið með í reikninginn að víðar en hér er verið að undirbúa aukna framleiðslu köfnunarefnisá- burðar. Það er því ekki víst að eftirspurninni verði ófull- •nægt þegar okkar framleiðsla kæmi á markað. Þá gæti orð- ið erfið samkeppnin við aðr- ar verksmiðjur, sumar kann- ske álíka stórar, og auk þess í eigu auðugra hringa, sém hefðu rakað saman stór- gróða meðan framboðið var minna. Það er ekki alveg víst, að Einar Olgeirsson gæti þá úndirboðið hringana* með 'íramleiðslu sinnar verk- smiðju, svo að hann tæki frá þeim beztu markaðina og léti það lánsfé, sem hann hefði fengið í verksmiðjuna, renta sig. Þó að hægt sé að framleiða köfnunarefnisáburð hér á landi langt undir núverandi gangverði, verðum við að muna, að það er líka hægt í öðrum löndum, og það er gert þar. Einar Olgeirsson sagði sjálfur í þinginu, að ■Norðmenn hefðu ódýrari raf- ■orku en við, en það veit hann að þýðir, að framleiðslukostn aður áburðarins er minni hjá þeim. Og hver er þá styrkur okkar í samkeppninni? Hitt er allt annað, að fram leiða hér á landi áburð í svo stórum stíl, að fullnægja megi innanlands þörf í ná- inni framtíð. Það sparaði gjaldeyri í stórum stíl og er hið mesta öryggismál fyrir atvinnulíf þjóðarinnar, því að meðan slík framleiðsla er í landinu er landbúnaðurinn tryggur með að fá köfnunar- 'efnisþörf sinni fullnægt og þar með að geta fætt þjóð- ina og gefið starfsfólki sínu lífvænleg kjör. Það öryggi er mikilsvirði, jafnvel þó að við yrðum einstök ár ekki sam- keppnisfærir um verðlag á heimsmarkaði, ef þar yrði verðfall vegna „offram- leiðslu." Þann aðstöðumun hefði líka innlend fram- leiðsla umfram þá erlendu á heimamarkaðinum, að ekki leggst neinn aðflutnings- kostnaður á hana. ERLENT YFIRLIT: Htettan, sesu fylgir eialiliða frétta- og tspp- Býsiiag'alsjómistM í ciuríiQtSlsríkjumHm Ymsir kunnugir menn telja, að vafasamt sé, að Hitler hefði hafið síðari heimsstyriöldina, ef hann hefði haft réttar upplýsingar um afstöðu vesturveldanna. Upplýsinga þjónusta hans hafi lact meira kapp á að gefa honum skýrslur, sem hún taldi honum þóknanlegar, en að segja rétt frá. Einkum hafi þó undirdeildum nazista i ‘ öðrum löndum hætt til þessa. Afleiðingin hafi orðið sú, að Hitler hafi ráðist á Pólland í trausti þess, að vestur veldin myndu sitja hjá. Préttaþjónusta og upplýsinga- þjónusta í einræðisríkjunum get- ur þannig ráðið miklu um gerðir þeirra og orðið þess valdandi, að þau taki örlagaríkar ákvarðanir, byggðar á röngum forsendum. Það er éin hættan, sem fylgir afnámi 1 ritfrelsis og málfrelsis. | Hér á eftir birtist grein úr norska i blaðinu „Verdens Gang,“ þar sem sagt er frá frétta- og upplýsinga- þjónustunni í Sovétríkjunum: 1 Athugun á Isvestia. | Lýsing rússneskra blaða á því, ■ sem gerist í öðrum löndum, á löng I um næsta iítíð’ skylt við staðreynd- ir. Það er örðugt að ségja hverjar j séu orsakir þeirra missagna, en I sennilega stafa þær meðfram af i einhliða fréttaþjónustu og málflutn ingi rússneskra upplýsingastofnana I erlendis. Parísarútgáfan af New York Her ald Tribune birti nýlega tvær grein j ar, sem sýna meðferð rússneskra I blaðamanna á amerískum fréttum. (Höfundurinn hafði rannsakað sér- léga 350 tolublöð af stjörnarmál- j gagninu Isvestia og borið saman þrjú timabil, fyrri árshelming 1945, 1947 og 1948. 1945 var blaðið mótað af samúð með Bandaríkjunum vegna banda- lags ríkjanna í styrjöldinni við Þýzkalanö. Mikill hluti fréttanna frá Ameríku var um hin miklu stríðsafrek Bandaríkjamanna og var hin geysilega framleiðsla þeirra sérstaklega rómuð. Samúðin hafði líka sín áhrif á heimildavalið. Al- drei var vitnað í málgagn kommún ista í Bandaríkjunum, Daily Work er, en greinar úr Nev/ York Herald Tribune voru iðulega endursagðar. Breytt um tón. Pyrri hluta ársins 1947 var orðin breyting á þessu. Préttir frá Banda ríkjunum tóku þá næstum tvöfallt rúm á við það, sem var 1945. Nálega fjórði hluti allra fréttanna voru til kynningar, sem áttu að sýna að að Bandaríkjamenn vígbyggjust af kappi og kepptu að því að koma sér upp herstöðvum um allan heim. Næst þessum flokki að vöxtum voru svo frásagnir um verkföll, aukna dýrtíð og önnur hagfræðiieg atriði, sem áttu að sanna það, hve gallað og spillt auðvaldsskipulagið væri. í þriðja lagi voru svo fréttir um kynþáttakúgun og fjórða lagi af baráttu gegn stéttarsamtökum al- þýðunnar. Og heita mátti að allt væri byggt á málflutningi „frjáls- lyndra" Bandaríkjamanna gegn stjórninni, að sagt var. Sérstaklega má benda á frásögn af yfirlýsingu Trumans um það, að Bandaríkin ynnu gegn útbreiðslu kommúnismans. Yfirlýsing for- setans var birt óbringluð en venju- legum Rússa var ekki gert auðvelt að mynda sér rétta skoðun um af stöðu Bandaríkjamanna almennt til má'sins. Isvestia eyddi 900 senti- metrum undir frásagnir af mót- mælum gegn yfirlýsingunni en und ir fréttir af þeim, sem guldu henni samþykki. lét blaðið 9 sentímetra nægja. Þeir, sem vissu um ástandið í Bandaríkjunum þá, gerðu sér Ijóst að meginhluti þjóðarinnar var ein huga með stefnu forsetans. Enn breytt um tón. 1948 verður en breyting á Banda ríkjafréttunum í Isvestía. Þá er hætt að tala um hinn ógurlega víg- búnað Bandaríkjanna. Líklega hef- ir ekki þótt vert að mikla hernaðar styrk þeirra fyrir rússnéSku þjóð- inni. Þá var ekki lengur talað um yfirlýsingu Trumans um baráttu gegn kommúnismanum, heldur Marshallhjálpina. Stöðugt reyndi blaðið að telja lesendum sínum trú um, áð meiri hluti Bandarlkja- þjóðarinhar væri andvigur utan- ríkismálastefnu stjörnarihnar. Hefðu menn átt að gera sér hug mynd um úrslit I forsetakosning- unúm fyrirfram eftir upplýsingum rússneskra blaða, mátti ætla að Wallace yrði kosinn með yfirgnæf- andi meiri hluta eins og Roosevelt 1936. Svo var að sjá, sem hann væri einni frambjóðandinn, sem eitthvað j ætti skylt við lýðræði, en gömlu ^ flokkarnir báðir og frambjóðendur þeirra væru talsmenn auðvalds- kúgunar og einræðis. Vitneskja valdhafanna. Þetta á nú við þá fræðslu, sem rússnesk blöð veita almenningi um erlend mál. Þá mætti spyrja, hvort stjórnarvöld ráðstjórnarríkjanna væru ekki betur að sér I þeim grein um. Edvard Canhsaw hefir reynt að leysa úr því í grein I sunnudags blaðinu The Observer. Hann bendir á það, að þegar meta skal þekkingu Bollaleggingar um það, hvað lengi Sogið fullvirkjað geti fullnægt öðrum raf- magnsþörfum sunnanlands, eru annað mál. Það ber tví- mælalaust að hraða raforku- framkvæmdum og Þjórsá á j að virkja svo fljótt, sem auð- | ið er. Nóg eru verkefnin og sinnuleysi og tómlæti „ný- sköpunaráranna" um þessi mál er svo dýrt að af þeim j má læra. En verði erfitt að útvega fjármagn til að full- virkja Sogið og byggja 10 þús. smálesta verksmiðju, er vand ' séð að f j ármagn til að koma j upp, 40 þúsund smálesta verksmiðju og virkja Þjórsá 1 auk Sogsins, liggi á lausu. Hitt er sök sér, þó að Einar Olgeirsson ætli sér að verða tvöfallt fljótari að virkja i Þj órsá en þeir verkfræðing- ar, sem hafa kynnt sér við- fangsefnið. Einu sinni heyrði íslenzka þjóðin reikinga, sem byggðir voru á því, að hún væri að eignast svo stórvirk og full- komin atvinnutæki að fjár- málalíf og fjárhagskerfi hennar þyrfti ekki aö vera í neinni líkingu við það, sem aðrar þjóðir byggju við. Það hefir nú sýnt sig, hvernig sú kenning gafst. Þjóðinni hefir orðið það dýrt aö fylgja henni. En þrátt fyrir það sit- ur Einar Olgeirsson enn með sömu reikningsbók og býr að hinni sömu reikningsmennt. En það er lítil von til þess, að þjóðin gefi honum enn beztu einkunn fyrir úrlausn- ir sínar. Reynsla hennar er of sár og sannfærandi til þess. STALIN Rússa á erlendum málefnum verð- ur að skipta þeim I tvo Hokka. Ann að er það, sem hagfræðilegar skýrslur og tölur ná yfir. (Her og hernaðartæki, framleiðslumagn og svo framvegis). Hitt er það, sem ekki verður mælt og vegið á sama hátt. (Menning þjóðanna, hugsun- arháttur, stefna stjórnanna, styrk- ur kommúnistaflokkanna og þess- háttar). Um allt hið fyrra hyggur Crankshaw, að Rússar viti allra manna bezt vegna fullkomins upp- lýsingakerfis erlendis. Um hitt fari þeir hinsvegar fyllilega villt, því að þeir séu blindir fyrirfram af kredd um sínum, svo að þeir sjái ekki annað en það eitt, sem þeir ætla sér að sjá. Þeir eiga fyrirfram myndaða skoðun um þróun I ’auð- valdslöndunum og við það skal allt miðast. Þess vegna byggja þeir af stöðu sina oft á röngum forsemd- um. Þrennskonar upp- lýsingaþjónusta. Þeir, sem safna upplýsingum fyr ir yfifvpjd Rússa, mega teljást til þriggja hópa. Fyrst er öryggislögreglan, sem (Framhald á 6. síöu). Raddir riábú.vnna Alþýðublaðið ræðir í for- ustugrein sinni í gær hina ó- liku afstöðu kommúnista til varnarráðstafana eftir því, hvort þeir eru austan eða vestan j árntj aldsins. Alþýðu blaðið segir: „Hvernig víkur þessu við? í Austur-Evrópu, þar sem komm- únistar eru sjálfir við völd, hef- ir Rússland fyrir löngu gert hernaðarbandalag við öll lepp- ríki sín og þau einnig innbyrðis sín í milli! Og öll kcppast þau við að hervæðast. Og aldrei hafa kommúnistar haft neitt við þetta að athuga austur þar eða annarsstaðar í heiminum. Þvert á móti: Allt hefir þaö verið gott, sem gert var austan við járntjaldið! Hins vegar snúast þeir önd- verðir gcgn Norður-Atlantshafs bandalagi hinna vestrænu lýð- ræðisríkja, og ekki aðeins gegn því heldur og gegn norrænu bandalagi, og mega ekki einu sirini heyra það nefnt, að hin vamarlitlu Norðurlönd styrki hervarnir sínar hvert um sig! Hversvégna? Vegna þess, að þeir vilja, að Norðurlönd séu öryggislaus og « varnarlaus fyrir árás, sem þeir sjálfir vænta fyrr eða síðar á þau frá Rússlandi og Austur- Evrópu! Þetta er mergurinn málsins og skýringin á allri bar- áttu kommúnista fyrir öryggis- leysi og varnarleysis lýðræðis- landanna í Vestur- og Norður- Evrópu!“ Fróðlegt verður að sjá, hvort Þjóðviljinn treystir sér til þess að mótmæla þessari slcýringu Alþýðublaösins. Hverjir eiga að byggja í Reykjavík Blöð andstæðinganna hafa veizt allmikið að Framsókn- armönnum fyrir það, að þeir hafa lýst sig andvíga þeirra stefnu, að bærinn taki bygg- ingu íbúða í sínar hendur í stórum stíl, nema því aðeins að það sýndi sig, að ein- staklingana skorti framtak til að halda uppi nægri bygg- ingarstarfsemi. f samræmi við það hafa Framsóknar- menn talið rangt, að bærinn væri nú að ráðast í stórfelld- ar ibúðabyggingar með þeim afleiðingum að neita þyrfti byggingasamvinnufélögum og einstaklingum um fjárfest- ingarleyfi. Framsóknarmenn telja, að reynslan sanni, að bygging- arnar verði haganlegri og ó- dýrari hjá einstaklingum og félagssamtökum þeirra en hjá opinberum aðilum. Hef- ir þetta vissulega sann- ast vel í sambandi við byggingar Reykjavíkurbæj- ar að undanförnu, því að hvergi hefir byggingarkostn- aður orðið hærri en hjá hon- um, svo að vitað sé. Það er kunnugt, að hjá Fjárhagsráði liggja nú fleiri byggingabeiðnir frá félags- samtökum og einstaklingum en hægt verður að fullnægja. Bærinn á ekki að vera að hlaupa í kapp við þessa aðila með þeim afleiðingum, að þeim verði neitað um leyfi, og bærinn byggi síðan dýr- ara en þeir hefðu gert, eða jafnvel noti ekki leyfi sitt, eins og reynslan varð á sein- asta ári. Afleiðing þess varð sú, að minna var byggt hér á seinasta ári en Fjárhags- ráð ætlaðist til og mun af því hljótast meira tíúsnæðis- leysi næstu missirin en ella hefði orðið. Það er undarlegt, að Sjálf- stæðisflokkurinn, sém telur sig fulltrúa einkaframtaks- ins og athafnafrelsisins, skuli vilja láta það opinbera hlaupa í kapp við einstakling ana og félagssamtök þeirra í þessum efnum. En það er svo sem ekki, nema í samræmi við margt annað, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé and- stæður því í verki, er hann lýsir sig fylgjandi í orði. Undarlegt er það líka, að Kommúnistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn skuli leggja svo mikið kapp á það að láta íhaldsmeirihlutann byggja í stórum stíl eftir þá reynslu, sem hlotist hefir af bygginga starfsemi hans undanfarin ár. Slíkt ofurtraust á íhald- inu er sannarlega óskiljan- legt. Stefna Framsóknarmanna er skýr og augljós í þessum málum. íbúðabyggingarnar eiga að vera í hönddm ein- staklinganna og félagssam- taka þeirra. Afskipti þess opinbera eiga fyrst og fremst að felast í þvi, að styrkja einstaklinga og félög þeirra til þess að geta byggt. f sam- ræmi við þetta hefir Fram- sóknarflokkurinn ýmist haft forgöngu eða stutt að laga- setningu um samvinnubygg- ingar og verkamannabú- staði, þar sem slskum sam- tökum hefir verið veitt ýms aðstoð. Þessa aðstoð við bygg ingastarfsemi cinstaklingana á að auka og efla. Hið opin- (Framliald á 6 síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.