Tíminn - 13.02.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.02.1949, Blaðsíða 8
33 ERLENT YFIRLST“ í DAG: Rvað fá Rússar uð vita? „A FÖRJVUM VEGS“ I DAG: Skrifstofa ríkisféhirðis ófrörf. 33. árg. Reykjavík 13. febrúar 1949 33. blaff Stórfelld kosninga- svik á Norður-ír- landi Nyafstaðnar eru kosningar á Norður-írlandi, og hlaut Sambandsflokkurinn, sem vill halda sambandinu viff Bretland, meirihluta atkvæffa Nú hefir fulltrúi íra í Lond on mótmælt þessum kosning- um. Telur hann Sambands- flokkinn. sem er mjög íhalds- J samur, ekki njóta fylgis nema á áff-gizka tólfta hluta fólks- ins, sem á Norður-írlandi býr. Hins vegar hafi verið svo um hnútana búiff, áður en kosningar fóru fram, aff hann hlyti að fá meirihluta þing- manna. Andstæðingar hans hafi verið beittir hinum mestu þvingunum og gert ill- kleift að neyta atkvæðisrétt- ar síns, kjördæmaskipuninni hagrætt með það fyrir aug- um, að mest af atkvæðum andstæðinganna ónýttust og margs konar kosningasvik og brot á kosningalögum hafi átt sér stað. Verkamannaflokkurinn á Norður-írlandi mun einnig senda brezka Verkamanna- flokknum öflug mótmæli gegn þessum kosningum. Rússar þungyrtir í garð Norðmanna Rússneska blaðið Isvestia hefir birt grein, þar sem svo er að orði komizt, að Rússar geti ekki tekið það sem góða og gilda vöru, þótt Norðmenn fullyrði, að ekki komi til mála, að aðrar þjóðir fái her stöðvar né aðrar bækistöðv- ar á norsku landi á friðar- tímum. Fylgi hugur máli hjá Norð- mönnum, geti þeir sannað það með því að skrifa undir griðasáttmála þann, sem Rúss ar hafa boðizt til að gera við þá. ! Svíar og Evrópu- ■ Rín hin fa’ra — lífæð Þýzkalands — tekur nú smátt og smátt á sig hinn fyrri svip. Flutningaprömmum og dráttarbátum fjölgar dag frá degi. Sænsk og dönsk blöð gera tilraun- ir með fjarprentun og blaðaútvarp Amerísk uppgötvun, sem g'etur kaft al- mesma þýðingu, þegar fram líða stundir. Dönsk og sænsk blöð hafa nú tekið upp nýjung, sem blöð hér í Eviópu hafa ekki hagnýtt fyrr. Þetta er eins konar f jar- prentun eða blaffaútvarp, svokallað Fax-kerfi, og affferðin og tækin, sem notuð eru, af amerískum uppruna. En nú eru Svíar einnig farnir aff framleiða slík tæki. Sænska stjórnin hefir á- kvéðið að senda fulltrúa á ráðstefnu þá, þar sem ræða; á'-úm stofnun Evrópuráðsins' fyrirhugaða. Brezki sendi-1 herrann í Stokkhólrni hafði; áður borið fram þá fyrir-1 ■spurn, hvort Svíar vjjdu eiga þátt í þessari ráðstefnu. Ungversku dómar- arnir bannfærðir Kaþclska kirkjan hefir bann íært alla þá menn, sem þátt tóku i réttarhöldunum yfir kardínálanUm og þeim, sem sökum voru bornir ásamt hon um, og svo og þá, sem dóm- inn kváðu upp. Áður höfðu þeir, sem að handtökunum stóðu, verið bannfærðir. Það eru Dagens Nyheter í Stokkhólmi og Berlingske Tidende og Politiken í Kaup- mannahöfn, er riðið hafa á vaðið í þessu efni. Dagens Ny- heter hefir „útvarpað" á þenn an hátt innan bæjar í Stokk- hólmi og milli Stokkhólms og Gautaborgar, 450 kílómetra leið, og tekizt mjög vel. Einn- ig hafa slikar útsendingar átt sér stað í Málmey. Fyrsta tilraunin. í Ameríku hefir þessi að- ferð verið þekkt alllengi. Fyrsta tilraunin með slíka fjarprentun blaða var gerð í New York árið 1937, og var móttökutækið í Atlantshafs- skipinu Queen Mary, sem komið var þá 2000 mílur á haf út. í byrjun styrjaldarinnar voru í Bandaríkjunum nítján stöðvar, sem vörpuðu reglu- lega út blöðum, og síðan hef- ir þeim fjölgað stórlega. Aðferðin. Aðferðin er fólgin í því, að síður blaðanna eru myndað- ar með tæki, sem breyta þeim, með aðstoð ýmsra efna, í hvíta og svarta punkta, sem síðán eru sendir með bylgj- urh eða með síma til mót- tökutækis, er breytir þeim aft ur í síður með myndum og lesmáli. Velta síðurnar út úr þvi, líkt og ef pappírsörk væri dregin af ritvélarvalsi. Við fyrstu tilraunasending- ar Dagens Nyheter í Stokk- hólmi tókst að senda útvarps- blaðið á sjö mínútum frá að- alstöðvum blaðsins til útibúa þess við Stureplan og víðar í borginni. Miklar framtíðarvonir. Verkfræðingar og blaffa- menn, sem átt hafa kost á að kynnast þessari nýjung, eru á einu máli um, að Fax-kerfið eigi sér mikla framtíð í blaðaheiminum, segir í bréfum, er Tíman- um hafa borizt frá Norffur- löndum. Fyrst um sinn verður þó ekki um aff ræffa neina samkeppni milii út- varpsblaðanna og hinna venjulegu, prentuffu blaða, en blaðaútvarpið er álitin tilvalin aðferð til þess að fullkomna fréttaþjónustu blaffanna í nútímaþjóðfé- lögum. Einnig er álitiff, aff veðurstöðvar, herstjórnir og stór verzlunarfyrirtæki muni fljótlega taka þessa affferff í sína þjónustu. Langt í land. Hins er talið langt að bíða, að móttökutækin geti orðið almenningseign, eins og til dæmis útvarpstæki, þannig að blaðakaupendurnir geti fengið blöðin fjarprentuð inn í stofuna til sín, svo að segja jafnskjótt og gengið hefir ver ið frá þeim í prentsmiðjum blaðanna. Þó eru margir von- góðir um, að þessi aðferð verði fullkomnuð áður en langir tímar líða, og verði þá ekki sagt fyrir, hvaða bylt- ingar hún kann að hafa í för með sér. eru að byrja að framleiða, munu fyrst um sinn kosta um þrjú þúsund krónur í verzl- unum, og sjálfur sendikostn- aðurinn er líka mikill. Gert er ráð fyrir, að hver fjarprent- uð síða blaðs muni kosta um tólf krónur. Líklegt þykir þó, að ýms veitingahús, sjúkrahús og fleiri stofnanir ráðist í kaup á slíkum tækjum, þegar um fastar útsendingar fréttaefn- is á þennan hátt hefjast. Axel Munthe látinn Hinn víðfrægi rithöfundur, Axel Munthe, einkalæknir Svíakonungs, er nýlátinn. Hann var á tíræðisaldri. Fjöldi íslendinga kannast við þennan rithöfund af bók um hans, „Sögunni af San Mic.hele“ og „Frá San Michele til Parísar“„ sem hlutu hér miklar vinsældir almennings. Þrjú ný ríki tóku sæti í öi inu um sl. áramót Þriðja starfsári öryggisráðs S. Þ. lauk s.l. áramót. Á þess um þrem árum hafði ráðið alls haldið 168 fundi, og voru 11 þeirra lokaðir fundir. Flestir þessara funda voru haldnir í höfuðstöðvum S. Þ. í Lake Success eða 128 en 40 í París í haust og vetur. Fast- ir fulltrúar í ráðinu eru sem kunnugt er frá stórveldunum fimm en auk þess eiga sex smærri ríki þar fulltrúa. Á hvert þeirra fulltrúa þar tvö ár í einu og er skipt um þrjú riki við hver áramót. 1. jan. 1949 leysti Noregur, Kúba og Egyptaland ríkin Belgíu, Col- umbíu og Sýrlands af hólmi í ráðinu. Kostnaffarsöm affferff. Móttökutækin, sem Svíar Ungverjar og Banda ríkjamenn saup- sáttir Ungverska stjórnin hefir farið þess á leit við Banda- ríkjastjórn, að hún kalli sendi herra sinn heim frá Búda- pest, þar eð hann hafi átt hlutdeild í afbrotum kardín- álans. Bandaríkjastjórn hefir á- kveðið að verða við óskum Ungverja um heimköllun sendiherrans, en áskilur sér rétt til frekari aðgerða í þessu máli. Loftbrúin til Berlín- ar efld Vesturveldin hafa ákveðið að auka enn flugvélakost sinn í loftbrúnni til Berlínar. Ætia þau meðal annars að bæta við 50 skymásterflug- vélum og búast við að auka þann lcost enn meir í sumar. Enn strangara eftirliti verður komið á um það, að vörur, sem vesturveldin flytja loft- leiðis til Berlínar verði ekki fluttar austur á hernáms- svæði Rússa. Mexíkó fær Ián úr Alþjóðabankanum Ákvörðun hefir nú verið tekin um það að veita Mexikó lán úr Alþjóðabanka S. Þ. Á lánið að miða að því að örva framfarir í atvinnuvegum landsins. Undanfarna ára- tugi hefir fólki fjölgaö mjög ört í Mexikó en framfarir verið hægar. Ein mesta þörf landsins í þessum efnum er sú að afla landinu raforku til iðnaðar og koma landbúnað- inum á réttan kjöl. Upphæð lánsins verður 34 millj. doll- ara og á að greiðast á all- mörgum árum.. Allmikið fá hefir verið lán að úr alþj óðabanlcanum til ýmissa þjóða, og eru þessi lönd stærstu lántakendurnir: Frakkland hefir fengið 250 ’millj. dollara, Holland 195 jmillj., Danmörk 40 millj., Lux ' emburg 12 millj., Chile 16 : millj. j Alls staðar virðast þessir peningar hafa komið í góðar þarfir. Frakkar hafa fengið nýjar járnbrautir, flugvélar, flutningaskip og þýðingar- mikil hráefni. Danmörk fékk iandbúnaðarvélar og Luxem- burg stáliðnaðarvélar. Bank ann hefir ekki skort fé til lána enn og skuldabréf hans hafa selst mjög vel. Trú þjóð anna á hlutverki hans virðist mikil. Ráðstefna til efl- ingar friði Ráðstefna til eflingar friði I Kína er nú að hefjast í Shangnai. Er til hennar boð- að af borgarstjórninni í Shanghai.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.