Tíminn - 13.02.1949, Blaðsíða 7
33. blað
TÍMINN, sunnudaginn 13. febrúar 1949
7
Fjársjóð nifiim,
pci'lan og' iieíið
(Framhald af 4. síðu).
sem minnst á sér bera, því að
þegar prestarnir ræða einhver
þau mál, sem raunverulega
eru umhugsunarefni hins ver
aldlega fólks, kveður við úr
úðru hverju horni: Þetta er
ekki kirkjan. Þetta er ekki
kirkjunnar rödd. Þetta er ekki
hennar stefna. Menn vilja
hafa kirkjuna hikandi, tví-
ræða, loðmælta og reikula í
ráði. Og þegar prestarnir pre
dika samkvæmt ráöleggingu
séra Hallgríms, hreint og
opinskátt, þá risa ávalt ein-
hverjir upp, sem segja, að
þetta sé eitthvert prívat .uppá
tæki hjá viðkomandi presti.
En sannleikurinn er sá, að
kirkjan verður ekki kröftugri
né sannari fyrir það, þó að
allir prestar hennar yrðu sam
mála um alla skapaða hluti
og sízt um að þegja. Það er
miklu hollara teikn, ef kirkj-
unnar menn eru svo hrein-
skilnir að ágreiningsatriðin
koma glöggt og loðmullulaust
í ljós, en eiga samt nógu mik
ið af þeim bróðuranda, sem
svertingjapresturinn . talaði i
um, og nógu eindrcyinn vilja'
á því að leita að guðsríkinu
einu saman. Tvískinnungur
sá, sem hættulegastur er,
stafar ekki af því, að börn1
kirkjunnar fara ýmsar leiðir
1 skoðunum sínum á trúmál-
um eða þjóðmálum, heldur
af því, að vér sem einstakling
ar erum ekki nógu heilhuga
fylgjendur Jesú Krists. Ef
ekki væri klofningur í minni
og þinni sál, þá væri heldur
ekki jafnhikandi baráttan
fyrir guðsríkinu meðal mann
anna almennf. Hér ber því,
eins og jafnan, að sama
brunni: Það er ekki hj á mönn
unum, heldur hjá Kristi ein-
um, sem vér finnum hina
einu óflekkuöu fyrirmynd.
Dæmi hans er oss hin sanna
leiðsögn. Hann er sjálfur hið
skýrasta dæmi hins ákveðna
vilja, þeirrar festu, sem ekki
hopar eitt strik, þótt alls
verði af honum krafist. Þeg-
ar vér finnum til blygðunar
yfir því, hversu vér erum veik
og hikandi, þá kemur mynd
hans sjálfs eins og ósjálfrátt
upp í hugann. Hann er hinn
sterki, máttugi heilhugi, sem
aldrei hikaði og aldrei hrædd
ist. Það var sagt um einn af
Skálholtsbiskupum til forna,
að hann kviði jafnan fyrir,
imbrudögum, því aö þá var
venj a að vígj a nýj a presta, og 1
biskupi fundust svo margir j
hinir ungu kennimenn tæp- j
lega megnugir þess að takast
hið heilaga starf á hendur.
Ef til vill má segja eitthvað
líkt um oss prestana, þegar
vér erum að búa börnin und-
ir ferminguna. Vér hlökkum
alltaf til nýrra kynna af æsk
unni á hverju ári, en ég kviði
fyrir því á hinn bóginn þegar
börnin fara að veita því veru
lega athygli, hversu mikil
hálfvelja er hjá oss hinum
eldri, hversu vér erum fjarri
því að vera heil, hreinskilin
og áhugasöm um guð og mál
til að reynast trúir allt til
af oss sjálfum, og í þá átt,
sem sjáandinn horfði forðum.
Ég veit, að Kristur stendur
enn við dyr þeirra og knýr á
og hann vill gefa þeim mátt
til aö reynaast trúir allt til
dauða, sem veikir eru fyrir
hið innra. Og þrátt íyrir allt
og allt skulum vér muna, aö
í sama kaflanum, sem geymir
sögurnar um perluna, fjársjóð
inn og netið, er einnig sagan
um mustarðskornið, sem óx
og varð að stóru tré. í þess-
um margskifta heimi er Krist
ur enn að verki, og blessar
hvert lítið frækorn, gefur því
líf af sínu lífi, kraft af sín- |
um krafti. Og þegar vér erum
vonlítil um framgang guðs-
ríkis á jörðinni, rifjum vér
það upp fyrir oss, að hann
sagði oss ekki aðeins söguna
um fjársjóðinn, perluna og
íretið, heldur einnig um fræ-
kornið, sem vex að þrótti og
áhrifum. Frá honum væntum
vér hjálpar, svo starf vort
fyrir ríki hans verði á heil-
indum byggt.
♦♦•
I Jesú nafni. Amen.
Athugasemd
Vegna ummæla Tímans 8.
febr. s.l. skal það tekið fram,
að engin hæfa er í því, að
ályktun sú, er samþykkt var
af menntaskólanemendum
um þátttöku íslands í Atlants
hafsbandalaginu, hafi verið
samin á skrifstofu Æskulýðs-
fylkingarinnar.
Ennfremur skal tekið fram,
að með „fyllsta hlutleysi“ í
ályktuninni er alls ekki átt [
við andlegt hlutleysi. Þegar
rætt er um hlutleysi, er ald-
rei átt við andlegt hlutleysi,
nema slíkt sé alveg sérstak-
lega tekið fram.
Með þökk fyrir birtinguna.
Menntaskólanemandi.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦'
utavelta
Hin vinsæla hlutavelta Breiðfirðingafélagsins er í Lista-
mannaskálanum í dag eftir kl. 2.
Sveltur sitjandi kráka, fljúgandi fær
Allir til fanga í Listamannaskálanum.
Allt án skömmtunar.
Engin núll.
ti
En margir happdrættismunir, svo sem:
FLUGFERÐIR — RÍLFERÐIR
KÁLFUR — KU\D
OLÍUFAT — KOL
og margt, margt fleira.
is
♦•
♦♦
JJ
íí
♦•
:
Það má vel vera, að um-
rædd tillaga hafi ekki verið
samin á skrifstofu Æsku-
lýðsfylkingarinnar. Aðalat-
riðið er, að hún er í sama
anda og þær ályktanir varð-
andi þetta mál, sem sá fé-
lagsskapur beitir sér fyrir að
fá samþykktar (fyllsta hlut-
leysi).
Það er vel, ef ýmsir þeirra,
sem stóðu að tillögunni, hafa
ekki ætlað henni að ná til
andlegs hlutleysis, en orða-
lag hennar um „fyllsta hlut-
leysi“ verður ekki skilið á
annan veg en að henni sé
ætlað aö ná til hverskonar
hlutleysis. Það, sem venju-
lega er nefnt hlutleysi í
styrjaldarmálum, er líka oft
framkvæmt sem andlegt
hiutleysi. Þannig framfylgdu
t. d. Svisslendingar og Svíar
hlutleysisstefnu sinni fram-
an af seinni heimsstyrjöld-
inni sem andlegu hlutleysi. T.
d. gerðu þeir upptæk blöð, er
drógu ákveðiö taum annars
stríðsaðilans. Ritstj.
Minningarspjöld
Kvenfélags Neskirkju
fást a eftirtöldum stoðum.
Mýrarhúsaskóla.
Verzl. Eyþórs Halldórs-
sonar, Víðimel. Pöntunarfé-
laginu, Fálkagötu. Reynlvöll-
um I Skerjafirðl og Verzl
Ásgeirs G. Gunnlaugssonar,
A.usturstræti.
Hlutaveltunefndin.
•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•
•♦♦♦♦♦♦♦♦♦<-
Happdrættislán ríkissjóðs
Síðasti söludagur á morgun
J
♦
♦
l
I
t
♦
♦
t
Hver vinnur 75,000 kr. á þriðjudaginn? 1
ITÍ
Bergur Jónsson
Málaflutningsskrifstofa
Laugaveg 65, sími 5833.
Heima: Hafnarflrði, sími 9234
Churchill fer vestur
nm haf
Winston Churchill fer vest-
ur um haf meö Queen Mary
18. næsta mánaöar. Hefir hon
um verið boðið að flytja fyrir
lestur við iðnaðarháskólann
1 Cambridge i Massachusetts.
ISver fylgist með
Tímaimni cf ekki
LOF'T.VR?
HlÚmiíi T&ahh
GLATT A HJALLA
| KVDLDSÝNING
| í Gjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. Aðgöngumiðar seld-
| ir frá kl. 2. — Sími 2339. — Dansað til kl. 1.
Auglýsingasimi Tímans 31300