Tíminn - 13.02.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.02.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 13. febrúar 1949 33. blað Fjársjóðurinn, perlan og neticl Niðurlag. Tímarnir, sem vér lifum á, eru viðsjárverðir að mörgu leyti. Hin kristna kirkja þarf ekki aðeins að stríða við hið illa í heiminum, heldur þarf hún að keppa við ýmsa flokka og fylkingar, sem telja sig hafa miklu hollari kenningar að flytja heiminum, og vera •bess fremur um komnir en hún að vísa veginn til hins sanna hjálpræðis. Ýmsar hreyfingar fara um heiminn og hver fyrir sig heitir mann- fólkinu hjálp í neyð þess. Suður og austur í Afríku og Asíu eru stórar þjóðir að vakna til nýs lífs, nýjar og áður óþekktar hugsjónir að koma fram. Þar eru margar hreyfingar að berjast um /öldin. Þar eru þjóðernisleg- ar hreyfingar og pólitískar. Sumstaðar vex áhugi manna fyrir lýðræðis og mannrétt- indahreyfingum, sem orðnar eru gamlar í Evrópu, annars staðar ryður hin kommúnis- tiska stefna sér til rúms. Fyr Lr nokkrum mánuðum hlust- aði ég á ungan, afríkanskan prest halda ræðu. Hún fjall- aði um hinn kristna vitnis- burð á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræddi bæði það, sem honum fannst á vanta í vitn- isburði kirkjunnar og eins hitt, sem kalla mátti tákn heillar og ákveðinnar trúár. Hann sagði meðal annars frá því, hvernig hans eigin ríirkjudeild í Afriku hefði náð cökum fyrir einbeitni og á- huga þeirra trúboða, sem þar störfuðu fyrir einum hundr- að árum. í 10 ár höfðu þeir annið, áður en þeim varð aokkuð ágengt. Áður en einn einasti maður hafði snúist til xristinnar trúar, höfðu tíu trúboðar látið líf sitt af hita- beltissjúkdómum. „En nú er þar ein af blómlegustu kirkju deildunum, sem til eru, undir stjórn innfæddra manna, og yfirmaður hennar er sonur töframannsins, sem mezt hafði barist gegn kristinni trú.“ Og presturinn ungi lýsti því, hvernig þessi andi þyrfti að verða ríkjandi á alþjóðleg- 'tim vettvangi. Hann sagði: „Það er samskonar vitnisburð ur um kristilega trú, sem vér þurfum svo mjög í öllum vor- am alþjóðlegu málum: Trú á hinar yngri kirkjur með óllum sínum göllum og glappa skotum, trú á hinum svo köll- uðu óæðri kynflokkum jarðar tnnar, trú á ofbeldisþjóðirn- ár, trú á mannkynið allt, svo að vér eins og Davíð getum sigrað Golíat illsku og synd- ar í krafti guðs.“ í ræðu hins svarta prests var ein málsgrein, sem ef til vill hreyfði meir við mörgum áheyrendum en flest annað, sem hann sagði. „Vér kristnir menn í dag verðum að læra að hagnýta trú af kommún- istunum. 1 Hreyfing þeirra virðist hljóta svo mikla út- .breiðslu sökum þess að þeir ! eiga trú á, að málstaður þeirra hljóti að vinna, á hverju sem veltur. Þeir trúa á og fram- kvæma jöfnuð allra kyn- flokka, en það er það, sem hin ir lituðu þjóðflokkar telja eðlilegast og gangast mest fyrir, hvar í heiminum sem er. En vér kristnir menn höf- um hina fullkomnu og hina einu frelsandi trú, sem til er. Kommúnistar skoða allar Pi’édikísn eftir séi*a Jakeb Jóhssois, ISntt í HallgríniskirkÍBi ssðastl. smmiidag. vinnandi stéttir allstaöar í ver öldinni sem bræður, af því að þær séu allstaðar kúgaðar af auðvaldinu. HvaÖ mun þá gera ménnina að bræðrum, þegar auðvaldið er úr sög- unni? En vér erum bræður af því að vér tilheyrum einum Föður — höfum eina trú, einn Drottinn, eina skírn. Það eru ekki aðeins efniskendir hlutir, sem tengja oss saman, heldur hinn stórkostlegasti 'sannleikur um faðerni guös. ]En vér afneitum oft í lífi og breytni þessum trúargrund- ívelli, sem trúarbrögð vor eru að öllu leyti byggð á.“ Og loks.spurði ræðumaður: „Höfum vér enn trú á Þýzkalandi og Japan? Höfum vér trú á því, að jafnvel Rúss land geti orðið bezt kristna lándið á vorri eigin öld?.... Trúum vér ennþá, að sérhver mannleg verá sé bróðir, sem Kristur er dáinn fyrir?“ Þannig förust hinum svarta embættisbróður mínum orð. Ég hefi vitnað í ræðu hans hér sökum þess, að hún hreyf ir við vandamáli, sem er ehgu síður aðkallandi hér en í Afríku eða hvar annars staðar sem er. Hér er í raun- inni um það spurt, hvort vér kristnír menn höfum jafn- mikla trú á voru málefni, srum jafn áhugasamir og jafn ötulir í starfi ogr t. d. stjórn- málaflokkar þelr, sem reyna að ná fylgi mannanna. Hvern ig er t. d. ástandið hér á landi, eins og er? Er sá kraftur í starfi krist- innar kirkju og kristinna safnaða sem vænta mætti af fólki, sem oraunverulega hefði trú á málstað sínum? Eigum vér Akafa og áhuga manns- ins, sem leitaði að dýrustu pérlunni eða fórnfýsi þeirra, sem eru reiðubúnir að mæta hvaða örðúgleikum, sem vera skal? Er kirkjan ein styrk og samstæð heild, þar sem prest arnir styðji hver annan og vilji 1 öllum hlutum hver ann ars heill? Finnum vér, að hér séum vér í því bræðrafélagi, þar sem allir leggist á sveif hver með öðrum í þvi að leita sannleikans ' í hverju máli? Munu fermingarbörnin, sem á vordögunum. fermast í kirkj- unum um land allt, veröa vör við það oftar en á fermingar- daginn, að þau séu gengin inn í félagsskap, þar sem þeim sé óhætt og þar sem þau geti átt athvarf í gleði og sorg? Finna þau það við guðs þjónustur safnaðanna? Finna þau það utan kirkju? Og — hvernig lítur heimurinn á oss? Sér þjóðin ástæðu til að taka oss alvarlega? Er kirkj- an hér sá kröftugi aðili, sem þjóðinni finnst sjálfsagt að hlusta eftir? Það er erfitt að svara öll- um þessum spurningum, svo að segja í einu vetfangi. Raun ar liggja sum svörin svo í augum uppi, að það þarf ekki annað en að bera spurning- una fram, þá getur hver mað ur svarað henni í huga sín- um. Þegar ég man fyrst eftir mér, var allur almenningur hér á landi þeirrar skoðunar, að kirkjan væri aö dragast upp og deyja.Sumir ritfærustu jmenntamenn og skáld þjóð- arinnar létu sig ekki muní um að kveða henni erfiljóðin í ræðu og riti. Síðan hafa tím arnir að mörgu leyti breyzt til hins betra. Menn eru orðnir kurteisari við kirkjuna, og eru smám saman aö komast á þá skoðun, að það sé ekki eins viturlegt og þeir héldu að kasta trú sinni á guð, og á Jesúm Krist sem frelsara heimsins. Víða á landinu er farið að örla á þeirri hugsun, að þjóðin_jnegi ekki án kirkj- unnar vera, þvi að án henn- ar fari hið almenna siðgæði landsmanna forgörðum. Kirkj an má tala til þjóðarinnar um að trúa á guð, en yfirleitt eru söfnuðir landsins svo sljóir, að þeir finna ekki þörf ina fyrir sameiginlega guðs- þjónustu, og geta látið útvarp ið frá Reykjavík nægja í þess stað. Og hér í Reykjavík er ástandið þannig, að það mundi hafa þótt hneisa að og svívirða við bæjarbúa, ef þeim væri boðið upp á jafn fá sæti á bíóum bæjarins og nú eru í hinum byggðu og hálfbyggðu kirkjum. Flestir, ef ekki allir stjórnmálaflokk- ar eiga sér hús yfir höfuðið, en þokkalega kristið fólk ger- ir gys að því, að þjóðkirkjan skuli láta-sér detta í huga aö éignast svokallað kirkjuhúsjað inaður tali ekki um fleiri og stærri kirkjur í bænum. Allir telja sjálfsagt að eitthvert pólitískt blað komi á heim- ilið, en kirkjublaðið, sem flyt ur fréttir af kristilegu starfi víðs vegar á landinu, hefir tiltölulega miklu færri kaup- endur en nokkurt pólitískt blað. Og loks langar mig til að minnast á eitt dæmi, sem snertir mig persónulega: Ég flutti nýlega ræðu hér í kirkjunni, þar sem ég ræddi eitt af mestu vandamálum ís lenzku þj óðarinnar. Menn hafa rætt um þetta fram og aftur síðan og það miklu víð- ar en ég annars hefði átt von á. En aðeins eitt blað, sem ég hefi séð, ræöir þá uppá- stungu mína, að allur al- menningur í landinu leiti inn í guðshúsin til bænagjörðar og tilbeiðslu. áður en tekin sé ákvörðun í máli, sem varði framtíð þjóðarinnar um aldir fram. Og- þetta eina blað tel- ur uppástunguna næsta barnalega. Ég stakk ekki upp á neinni sérstakri messu í þessum tilgangi, ekki einu sinni sérstöku biskupsboði um sllka fyrirbæn fyrir landi og þjóð. En í þessu er víst barna- skapurinn fólginn, að fólkið sæki messurnar á kirkjustöð- unum og biðji til guðs um hjálp til að sjá fótum sínum forráð. Vér prestarnir erum ekki á eitt sáttir um það, hvað réttast sé í þessu fremur en svo mörgu öðru. En vér erum á eitt sáttir um það, aö guð kgnn ráð, þar sem vér menn- irnir erum hikandi eða ráð- viltir. — En svona er kirkj- unnar málum nú komið hér á landi, að það er talinn barnaskapur að vænta nokk- urs af henni, þegar mikið ligg ur við jafnvel að sækja guðs- þjónustur á sunnudögum. Það kemur einnig viö og við í ljós, að fjöldi manna er þeirrar skoðunar, að hún eigi að láta (Framhald á 7. síðu). I>að var talað um það við mig, að mikið hefði verið af nafnlausum bréfum hér i dálkunum í vetur. í því tilefni langar mig til að segja mína skoöun um nafnlaus skrif yfirleitt. Ég ætla ekki að hvetja til þeirra og ég tel það yfirleitt góðan sið, að kannast við það sem menn vilja segja og standa við það með nafni sínu. Víst er það rétt, að menn settu ekki að segja annað en það eitt, sem þeir hafa kjark og drengskap til að standa við með fullri hörku og einurö. En þó eru til fleiri sjónarmið og ýmsar und- antekningar. Menn geta haft fullgildar ástæð- ur að mínum dómi til að segja ýmislegt, án þess að láta nafn sitt fylgja. Stundum eru málavextir svo, að umræðuefnið er skylt ein- hverju, sem snertir þá persónulega, svo að þeir vilja láta almenn rök koma fram í málinu eins og þeirra viðhorf er án þess að þau verði sett í samband við persónuleg við- horf. Það kann að mega kalla þetta varitraust á þeim, sem rökin eiga að meta, en þeir einir skulu áfell- ast það, sem engin dæmi þykjast vita til þess, að menn meti það, sem sagt er, éftir því hver segir það, fremur en hinu, hvað það er. Ég held, að þess séu svo mörg dæmi, að full ástæða sé til þess, að menn vilji oft vera lausir við það, að skoðunin sé fyrirfram dæmd eftir persónu þeirra, og er ekki þar með sagt, að það sé neins- konar vanmat á persónu þeirra eða lítið gert úr á neinn hátt. Hitt er svo annað mál, að sízt vil ég, að þetta verði skilið svo sem nafnleysið eigi að vera eitthvað skálkaskjól, svo að menn geti ausið aðra auri vegna þess, að enginn veit hver þar er að verki. Nafn- leysið gæti þá leitt af sér ábyrgðar leysi og þar með siðleysi í rimræð- unum. Slíkt verður auðvitað að varast og auðvitað er ekki við neina að sakast nema ritstjórn þessara dálka ef út af ber í þeim efnum. Þetta vil ég taka glöggt fram og vil að allir geri sér ljóst, að vitanlega er það á blaösins á- byrgð hvað hér er látið birtast. Nú hef ég ekki orðið var neinn- ar gagnrýni í þá átt að umræður hafi hér verið ósæmilegar, þó að smekkur sé misjafn og skoðanir skiptar. En það vil ég segja ákveðið, að ég vænti að þeir, sem finna til þess að hér komi fram einstrengings legar og öfgakenndar skoðanir, séu svo vinsamlegir við blaðið og les- endur þess, að láta þá á sér bera og segja okkur sína skoðun í því formi að hentugt sé að birta hana. Ég vona, að allir séu mér sammála | um það, að þá sé lýðræðið óvið- eigandi hér á landi, ef við kunnum engin ráð til þess að svara öfga- mönnunum. Ég held við ættum að' treysta okkur til þess að kveða þá í kútinn og það skal ég segja ykkur, ] að engum mun ég varna máls vegna þess, að skoðanir hans séu djarf- legar og óvenjulegar. Hitt er annað mái, að ég tel ástæðulaust og óvið- eigandi að birta hér hreinpólitiskar greinar, sem vegna efnis sins ættu fyllilega heima í baráttudálkum annarra blaða, enda lítil von að' slíkar greinar berist. En hitt tel ég bæði réttmætt, skynsamlegt og heiðarlegt, að ménn vilji stundum ekki láta nöfn sin fylgja pistlum, sem þeir senda. Svo kemur hérna þingvísa, sem mér hefir borist, fárra daga gömul svo sem sjá má. En af henni og til skýringar er þessi saga. í umræð- um í sameinuðu Alþingi þriðjud. 8. febr. talaði Þorst. Þorsteinssou þingmaður Dalamanna um búrekst. ur ríkisins í Skálholti og gat þess til að gróði af hðnum myndi verða svipaður og ágóðinn af öðrum ,.rikisbúsköpum.“ Þá vár kveðið: Ljóst er tal hjá lögfróðum lengi ræðir Þorsteinn um ágóðánn af ágætum okkar „rikisbúsköpum.“ Þetta er víst „hin lifandi grózka. málsins." Starkaður gamli. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hjálp við fráfall og jarðarför Sigurðar Helgasonar, Hömrum. Aðalbjörg og Jakob Sigurðsson. Faðir minn, Guðimimlur Einarssoii, Ásgarði, isafirði, andaðist í sjúkrahúsi ísaf jarðar föstu- dxginn 11. febrúar. Elín Guðmundsdóttir. Alúðarþakkir til allra þeirra, einstaklinga og fé- lagasamtaka, sem á einn eða annan hátt heiðruðu minningu. Guðmumlar Þorfijaruarsoiiar, bónda á Stóra-Hofi, og auðsýndu oss samúð við and- lát hans og jarðarför. Aðstandendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.