Tíminn - 17.02.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.02.1949, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 17. febrúar 1949 36. blað kati til keiia I nótt. Næturlæknir er í læknavarðstof- Unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki, sími 1430. Næturakstur annast Hreyfiil, sími 6633. Útvarpið I kvöld. Fastir liöir eins og venjulega. Kl. 18,30 Dönnskukennsla. 19,00 Ensku kensla. 19,25 Þingfréttir. 19,40 Les- in dagskrá næstu viku. 19,45 Auglýs ingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Útvarps- hljómsveitin (Þórarinn Guðmunds- son stjórnar) 20,45 Lestur fornrita: Úr Fornanldarsögum Norðurlanda (Andrés Björnsson). 21,10 Tónleik- ar (plötur). 21,15 Dagskrá Kven- réttindafélags íslands — Erindi: Konan og alþjóðamálin (frú Ást- hildur Jósefsdóttir). 21,40 Tónleik- ar (plötur). 21,45 Spurningar og svör um íslenzkt. mál (Bjarni Vil- hjálmsson). 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22,05 Passíusálmar (Emil Björnsson cand. theol.). 22,15 Hayden-tónleikar (plötur): 23,15 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskip. Esja er á Austfjörðum á suður- leið. Hekla er í Álaborg. Herðu- breið er á leið frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Skjaldbreið er vænt- anleg til Akureyrar í dag. Þyrill er á 'léið frá Reykjavík til Danmerkur og Hallands. Súðin er á leið til Ítálíu. Hermóður fór frá Reykjavík í gærmorgun til Djúpavíkur, Hvammstanga, Blönduóss og Skaga strandar. Eimskip. Brúarfoss er á ieið frá Hamborg til Reykjavíkur frá Leith. Detti- foss er á leið til Reykjavíkur. Fjall foss er á leið til Halifax. Goðafoss er á leið til Grimsby. Lagarfoss er í Reykjav.'k. Reykjafoss er í Ant- werpen. Selfoss er á Akureyri. Tröllafoss er nýfarinn til New York Horsa er í Reykjavík. Vatnajökull er í Menstad. Katla er á leið frá Reykjavík til New York. Einarsson & Zöega Foldin er í Reykjavik. Linge- stroom fermir í Amsterdam þann 18. og í Hull 21. þ. m. Reykjanes er á leið til Grikklands. höfn. Af þrenningunni: Alþýðu- blaðinu, Morgunblaðinu og Þjóð- viljanum, hefir það síðastnefnda aðeins reynt að þvo þrenninguna, en ekki tekizt að skola neitt af tenni enn þá. Vegirnir. Tekist hefir að ná mjólkinni að austan eftir Krýsuvíkurveginum ennþá. Var jarðjta við að hjálpa Annarstaðar var vegurinn sæmil. Annarstaðar var vegurinn ágætur. Heiðarnar austur eru lokaðar, en þó ekki talinn mjög mikill snjór á Mosfellsheiði. Mjög er orðið þung fært til eftri byggða Árnessýslu, en vegir góðir þar í lágsveitunum. Fyrir Hvalfjörð var algerlega ó- fært 1 gær. Höfðu áætlunarbifreið- arnar norður slarkað þar yfir í fyrradag og komust út á Akranes og voru þar í fyrrinótt. Voru um 60 farþegar með þeim. Nokkuð af þeim ætlaði að reyna að komast upp í Fornahvamm í gær, en nokkuð ætlaði að bíða á Akranesi. Mikill meiri hluti af þessum far- þegum norður eru unglingar af Reykjaskóla. Eitt dæmið í viðbót við hin vitlausu vetrarferðalög skólaunglinganna. Sjálfsvörn. Félag sjúklinga á Vífilsstöðum minntist 10 ára afmælis síns í fyrra I kvöld með mannfagnaði í hælinu. ’ Og voru þangað boðnir ýmisir fyrr | verandi félagsmenn og forvígis- menn S. í. B. S. Einnig yfirlæknir hælisins og starfsfólk. Til skemmtunar voru söngur og hljóðfærasláttur og Brynjólfur Jóhannesson leikari las kvæði og kafla úr Gullna hliðinu. Ræður ^ fluttu Gestur Loftsson formaður félagsins. Maríus Helgasop forseti ; S. í. B. S. og Helgi Ingvarson yfir- læknir, Jóhannes Arason flutti . kveðju frá Berklavörn í Reykjavík. Félaginu bárust blóm og skeyti í tilefni af afmælinu. Féiagsmenn og gestir skemmtu sér við kaffi- drykkju og viðræður að lokum á ; þessu 10 ára minningarkvöldi Sjálfsvarnar, sem var mjög' til á- nægju og sóma fyrir félagið og gesti þess. Læknablaðið. 4.—5. tölublað Læknablaðsins 1948, hefir borizt Tímanum. Aðalritgerð þess er Mænusóttar- faraidur á ís’andi 1904—1947, eftir I Júlíus Sigurjónsson læknir. Síðan | er minningargrein um Steingrím Matthíasson, eftir Ingólf Gíslason. Ritgerð um bæjarsjúkrahús í Reykjavik. Barnsfaradauði og barnadauði af völdum fæðinga í Reykjavík og öðrum kaupstöðum, eftir Júlíus Sigurjónsson o. fl. I Vítaverð framkoma Flugferðir Flugfélag Islands. Gullfaxi var væntanlegur 1 gær- kveldi eða nótt frá Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Prestvík með 20 farþega. Ráðgert var, ef allt gengi vel, að hann færi í dag ár- degis aftur til Prestvíkur og Kaup- mannahafnar með 35 farþega. Úr ýmsum áttum Gestir í bænum. Ólafur Sigurðsson bóndi Hellu- sandi, Ingimar Jónsson bóndi Flugu mýri, Kristján Hallsson kaupfélags stjóri, Hofsós, sr. Sveinbjörn Högna son, Breiðabólsstað, sr. Sigurður Einarsson, Holti, Magnús Jónsson, bóndi Brekku, Ásgeir Bjarnason, bóndi, Ásgarði. Aflasölur. Nú síðustu dagana hafa selt afla sinn í Bretlandi togararnir Skúli Magnússon 4847 kits fyrir 15237 sterlingspund og Kaldbakur seldi fyrir 13050 sterlingspund. Hvalvinnslan. i gær var sagt frá því hér í dálk- unum að aðalstuðningsblöð ráð- andi bæjarstjórnarflokkanna stein þegðu við hinum þungu ákærum á hvalyi.nnslustöð við Reykjavíkur- Það væri nokkur ástæða til þess að skrifa allrækilega um ríkisút- varpið og hversu það rækir menn- ingarhlutverk sitt. Að þessu sinni verður það þó ekki gert. Hins vegar ætla ég að minnast á eitt atriði, sem nýlega hefir vak- ið eftirtekt á þeirri stofnun. Á ég þar við erindi, sem blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar hefir flutt í út- varpstíma þoim, sem ætlaður er hlustendum erlendis. Þessi erindi eru svo langt fj-rir neðan það. sem 5 kallazt getur almennt velsæmi, að við því verður ekki þagað, ei « i sízt þar sem í hlut á stofnun, sem er svo nákvæm með „lvutleysið" sem útvarpið viröist telja sig vera. (Raunar vii’ðlst það eitt teljast hlut leysi hjá þeirri stofnun að túlka skoðanir meiri hluta útvarpsráðs), Það er fyrri þáttur þessa máls, að fyrir nokkrum vikum notaði nefndur starfsmaður ríkisins tíma, sem honum var ætlaður til þess að rabba við íslendinga erlendis, til þess að ráðast á tilgreindan mann, Loft Guðmundsson ljósmyndara, og verk, sem hann hafði leyst af hendi, kvikmyndina „Á milli fjalls og fjöru.“ Nú skal ég ekki bera á móti því, að sú kvikmynd sé fremur fáfenci- |legt pródúkt, og hefði blaðafulltrú (inn vel mátt segja það á réttum vett | vangi, þar sem höfundur myndar- innar gat borið hönd fyrir höfuð ' sér. En á þeim vettvangi, sem þessi ádeila var f lutt, var 1 fm utan garna og algerlega ósæmandi. En í stað þess, að þetta frum- hlaupi yrði til viðvörunar, hélt þessi sami maður enn áfram upp- teknum hætti á sama vettvangi síðastliðinn sunnudig. Þá veittist hann með fullyrðingum, sem ekki verður staðið við, og persónulegum hnjóðsyrðum að Guðlaugi Rósin- krans, og tilefnið var sá orðrómur, að hann komi nú helzt til greina sem þjóðleikhússtjóri, þegar skipað verður í þá stöðu. Það er kannske aukaatriði, að hann rangfærði í þessu erindi sínu aodraganda þessa máls — sajði, að ! menntamálaráðherra hefði lagt nið ur reksrarnefnd þjóðleikhússins ■ og þjóðleikhúsnefnd. Hið rétta er, að rekstrarnefndin, sem aldrei hef- ir neitt unnið að gagni, hefir verið lögð niður, en þjóðleikhúsnefndin er byggingarnefnd, sem fellur af sjálfu sér úr sögunni, þegar búið er að gan;a til fulls frá húsinu. En það er ekki búið enn. I Þá gat hann um þjóðleikhúsráý, sem stoínað var í vetur, og skipun Guðlaugs Rósinkranz sem for- manns þess. Svo kom rúsínan: Að Guðlaugur Rósinkranz væri nú tal- inn standa næst, þegar valinn yrði þjóöleikhússtjóri, en leikarar og leiklistarvinir í landinu vantreystu honum og teldu hann ekki hæfi- leikum búinn til þess að gegna þess ari stöðu. Nú er það ekkert launungarmál, að leikarar líta ekki allir sömu aug um á þetta og blaðafulltrúinn, og þaðan af s'ður kemur til mála, að hann geti neitt fullyrt um afstöðu „leiklistarvina" í landinu. Þar talar hann í hæsta lagi fyrir sinn mur.n og einhverja kunningja sinna. Það mun meira að segja álit fjölmargra, sem einnig telja sig hafa rétt til þess að kalla sig „leiklistarvini," að Guðlaugur Rósinkranz sé ein- mitt líklegri til þess að gegna þess- ari stöðu betur en aðrir, sem helzt hafa verið nefndir í þessu sambandi. En sleppum því. Megin- kjarni þessa máls er sá, að hér hef ir á óverjandi hátt verið farið með cviðurkvæmilegar, persónuleg ar árásir inn á vettvang, þar sem þær áttu alls ekki heima. Og þetta gerir starfsmaður ríkisstjórnarinn- ar. Við slíku verður ekki þagað, og mun mörgum finnast útvarpsráði mislagðar hendur í röggsemirmi, ef það hefir ekki vítt þessa framkomu. En hafi það gert það, ætti það að koma fram opinberlega, svo að það sé ekki haft fyrir rangri sök. J. II. ♦ • H ♦5 LEIKFELAG REYKJAVIKUR sýnir ALDRALOFT :: ♦ « :: ♦ * 55 á föstudagskvöldið kl. 8. Miðas. í dag kl. 4—7. Sími 3191. 5: J il »»•♦•♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦4 £•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦< S.G.T.Skemratifélag Góðtemplara | Félagsvist og dans að Röðli í kvöld kl. 8 y2 stundvís- | lega. Spilakeppni til kl. 10y2. Góð verðlaun. Dansað til 1 kl. 1. — Aðgöngum. frá kl. 8. Húsinu lokað kl. 11. — | Mætið stundvíslega. Þar, sem S.G.T. er, þar er gott að skemmta sér. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ KKAR Mjög vacdaðir vetrarfrakkar nýkomnir, mismunandi tegundir og stærðir Verð kr. 584,00. 0E KARLMANNAFÖT úr íslenzkum efnum í miklu úrvali. Sendum gegn póstkröfu. Elltíma\ Bergstaðastræti 28. — Sími 6465. I '<KH pna í dag oðunarskrifstofu í húsinu Túngötu 8, sími 81388. Viðtalstími 4—7. E^ÍÐURSKOÐM SSCATTAFFMAMTÖL OG SKATTA- KÆRUR Reikningsuppgjör og hvers knoar bókhaldsaðstoð. | Reikningsskil fyrir dánar- og þrotabú og við félagsslit. Gagnrýni ársreikninga og reikningslegar rannsóknir. Skipulagning og uppsetning á vélabókhaldi. I Eyjólfnr ísfeld Eyjólfsson ! löggiltur endurskoðandi *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦< :! :: :: H I II ♦ ♦ ♦♦ II ♦♦ ♦♦ :: deiidarinnar verður haldinn að Röðli 4. marz. Nánar 5: ?? I: :: ar :: augiýst síðar. Skemmtinefndin. I Kaupi góðu verði ERLENDAR BÆKUR UM ÍSLAND Þeir, sem kynnu að eiga slíkar bækur, er þeir vildu selja, sendi Tímanum tilboð, merkt J. H. — Tilgreind- ur sé höfundur bókar, titill og útgáfustaður og ár. Ennfremur ásigkomulag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.