Tíminn - 17.02.1949, Page 4

Tíminn - 17.02.1949, Page 4
4 TÍMINN, fimmtudaglnn 17. febrúar 1949 36. blað Nokkrar staðreyndir Nokkrar deilur hafa risið nm nothæfni tilbúins áburð- ar. Stendur hinn greindi og mæti búhöldur, Björn Bjarn- arson í Grafarholti, einna fremstur sem ádeiluaðili til- búins áburðar, en Björn Jó- hannesson efnafræðingur einna fremstur sem verjandi. Ég fyrir mitt leyti hallast að kenningum hans og skoð- unum í þessum efnum, þótt mér líki illa kuldaleg ádeila hans á þekkingu nafna síns um þessi mál, og samskonar andúðarskeyti til Guðmund- ar Marteinssonar, fyrir hans hóglegu samúð við sjónarmið aldna Grafarholtsbóndans. ril þessa held ég, að ekkert tímarit eða dagblað þurfi að hika við að lána Birni í Graf- arholti rúm fyrir túlkun skoö ana sinna, en hitt er að von- um, að sjónarmið manna séu ólik í þessum efnum, svo sem' mörgum öðrum. Þótt ég hafi önnur sjónarmið en Björn í Grafarholti í aðalatriðum þessa máls, hygg ég, að hann hafi nokkuð til sins máls, þótt ég telji ekki ástæðu til að skilgreina það. Vill það oft- ast vera svo, að annar deilu- aðili hefir ekki allan sann- leikann, en hinn engan. Ég fór að búa í Miðengi fyr- ir 25 árum; undanfarandi höfðu þá verið 4 kýr hér á fóðrum, og fór svo fram j fyrstu búskaparár mín hér,' að túnið fóðraði ekki fleiri j kýr. Eftir að tilbúinn áburð- J ur.fór að flytjast, og ég hafði: aðstöðu til að fá hann, tók ég að auka áburðinn á gamla túnið, og græða út og rækta J nýtt tún. Nú er svo komið, að, tún munu hér helmingi stærri ^ en þau voru, og fóðra nú 12 kýr. Ég hefi, og þau börn mín, sem nú búa hér, ætíð síðan ég fór að nota tilbúinn áburð, jafnan notað hann í mjög stórum stíl. Auk þess, að tala kúnna hef ir þrefaldast, hefir mjólk hverrar kúar líklega aukizt um einn þriðja, en þá aukn- ingu má þakka fóðurbætis- gjöf og kynbótum. Hefi ég verið að „pína“ og „rányrkja" jörð mína með notkun tilbúins áburðar? Hver blettur gamla túnsins hefir fengið einum þriðja meiri kúamykju en áður, og jafnstærð túnsins, sem var gróðurlitlir móar, fær mykju undan 6 kúm, auk þess hland undan 12 kúm, sem gróður- lendið fékk ekki áður. Því verður ekki mótmælt, að hinn að verðugu lofaði hús dýraáburður hefir meira en þrefaldast, fyrir tilverknað tilbúins áburðar, en þá er að athuga, hvaða líkur eru til þess, eftir minni 20 ára reynslu, að notkun mikils út- iends áburðar sé það eitur fyr ir jarðveginn, mannfólk og gripi, að það geri mikið meira en vega á móti þrefaldri aukningu húsdýraáburðar, og að sama skapi heyfengs og mjólkur. Bætiefnasnauð mjólk. Því hefir verið haldið fram, að sú mjólk, sem framleidd er af töðu, vaxinni upp af út- lendum áburði, muni bæti- efnasnauðari en sú, sem íramleidd er af öðru efni. Ég hefi alið upp marga kálfa, kýrefni, sem hafa ein- göngu fengið þessa hættu- ESítfl' SSeífieslikt Elsiaj*ss«m, legu mjóllc, og síðar þessa bætiefnasnauðu töðu. Þessir gripir hafa undantekningar- laust verið ágætlega heil- brigðir og þroskamiklir, og yfirleitt orðið ágætar kýr, og sumar svo, að af hefir borið. Börn mín þrjú hafa aö miklu leyti alizt upp á þessari um- ræddu mjólk, og náð ágætum líkamlegum þroska. Nú eru hér í uppvexti fjögur barna- börn mín, tveggja til sjö ára, öll við góða heilsu og ágæt- an þroska. Þetta er nú varla hægt að kalla einsdæmi, þótt ég hér vitni til minnar eigin reynslu, því að sunnanlands hefir ung viði margt mætt svipuðu, og sömuleiðis öll uppvaxandi kynslóð höfuðstaðarins. Þótt talin sé aukning ýmsra sjúk- dóma með þjóðinni, má um kenna að ýmsu leyti breyttu mataræði til hins verra og ótal öðrum breyttum lifnað- arháttum, auk vafalaust ó- þekktra orsaka, hefir þó barnadauðsföllum etórfækk- að, þrátt fyrir aukna notkun þessarar umræddu kúamjólk- ur. — Gripava.nhöld. 10 fyrstu búskaparár mín hér missti ég aö meðaltali eina kú á ári. Síðustu 15 ár- in hafa farizt þrjár kýr, sem ég man eftir, ein úr doða, önn ur af slysum, sú þriðja úr garnabólgu. Nú er síður en svo, að mér detti í hug að þakka tilbúna áburðinum, aö til batnaðar hefir snúizt, en ef þetta hefði verið öfugt, hefði máske mátt kenna til- búna áburðinum, eöa það ver ið gert. Ánamaökurinn. Ýmsir telja ánamaðkinn mjög mikilvægan jarðvegin- um, og telja honum jafn- framt stafa mikla hættu af til búna áburðinum. Ég hefi hall azt að báðum þessum skoð- unum, en við nýlega reynslu og nánari íhugun efast ég um hvorttveggj a. Ég hefi líka heyrt- því haldið fram, að hlandfor drepi ánamaðkinn, en þótt það reyndist við til- raunir rétt vera, hygg ég, að fáir haldi því fram, að hætta bæri að nota hlandfor til á- burðar. En ég held, að haug- húsin séu ánamaðkinum ó- þörfust, því í þeim sézt varla ánamaðkur. Aftur virðast að- al klakstöðvar hans vera í ut- anhúss haugum, og þeim helzt, sem elztir eru. Til eru merkir og athugulir menn, sem telja utanhússhauga miklu notadrýgri áburð en þann, sem í haughúsum er geymdur, og þó beztir tveggja ára eða eldri. Ég lít svo á, að ástæða væri til áð rannsaka þetta atriöi með tilraunum. Guðmundur sonur minn, sem býr á hálfu Miðenginu, sáði kartöflum í garð sinn síðastliðið vor; bar hann í garðinn bæði hænsnadrit og kúamykju, hvorttveggja tek- ið úr útihaugum, en þar sem allmikið illgresi var í garð- inum árið áður, bar hann tröllamjöl í hann skömmu áður en grösin komu upp. Hann bar það mikið trölla- mjöl í garöinn, að þunn, svört húð huldi hann allan. Ég óttaðist, að þessi áburður, sem talinn er eitraðri jurtum en , annar tilbúinn áburður, myndi drepa grösin jafnóðum J og þau kæmu upp. Ég tala i ekki um, hverju ég bjóst við, ( ef einhver ánamaðkur skyldi j vera í garðinum. En svo kom reynslan, sem talin hefir ver- ið ólygnust: Ég hefi varla séð jafn mikinn og kröftugan yf- irvöxt, kartöfluuppskera góð og mikil og skemmdalaus, ekki eitt einasta illgresisblað, en garðurinn fullur af ána- maðki. Það er satt, að jarðvegur er frjósamur þar sem mikið er um stóran og þróttugan ána- maðk, en ætli ekki megi víkja setningunni við og segja: Ánamaökurinn heldur sig í frjósömum jarövegi, og hann þrífst ekki í öðrum jarövegi. Jarðvegur getur verið frjó- samur og gefið mikinn og góðan jarðargróöa, án ána- maðks. Jafnframt þessum hugleiðingum, sem sprottnar eru af reynslu minni, reynslu, sem allir munu eiga, sem eft- ir taka, og um málið hugsa, vaknar þessi spurning í huga mínum: Tekur ánamaðkur- inn ekki jurtanærandi efni úr áburði og jarðvegi sér til nær ingar, sem honum veitir erf- itt að endurgjalda með öðru verðmæti? Það mætti benda á ýmis- legt, sem leiðir líkur að því, að rotnunarbakterían sé ein- fær um að sundra jurtaleif- unum, svo að þær verði að- gengilegt næringarefni fyrir nýjar jurtir. Mosinn. Sumir halda því fram, að tilbúna áburðinum megi kenna mosaaukning í túnum hér sunnanlands, og í því sam bandi ef til vill útrýming ánamaðksins fyrir eiturverk- anir tilbúna áburðarins. Hvað ánamaðkinn snertir, er þess- ari hugsun gerð nokkur skil hér að framan, en um aukn- ingu mosans er það að segja, að ekki er þaö nýtt, að und- an mosa í túnum sé kvartað, bæði hér og erlendis. í mínu ungdæmi voru flutt inn mosa herfi, ætluð til að halda mosa í skefjum á túnum, og talið var, að þau kæmu að notum í öðrum löndum. Þessi herfi hafa verið flutt til landsins til skamms tíma, og notuð við túnaávinnslu. Mér fyrir mitt leyti virðist mosi líka hafa aukist utantúns, þar sem aldrei hefir komið útlendur áburður. Ég hefi látið mér detta í hug, að mosaaukning hér sunnanlands, sem máske ekki þarf að gera mikið úr, stafi af breyttu veðurfari, snjóleysi á vetrum, með ber- angri, kuldum og þyrkingum framan af vori. Ef sökin er hjá tilbúna áburðinum, ætti mosi að aukast um land allt, því allsstaðar er tilbúinn áburður notaður. Sé mín hugs un rétt, að sökin sé hjá veð- urfarinu, ætti mosinn ekki að vera í aukningu nema sunn- anlands, því ekki hefir snjó á undanfarandi vetrum, skort í öðrum landshlutum. Greindur og vel metinn maður norðan úr Húsavík var hér á ferð í fyrrasumar. Ég notaði þá tækifærið og spurði hann um mosann. Hann (Framhald á 7. síöu). Þaö er vetrarríki þessa dagana. Stundum eru snörpustu él, svo að þeim, sem vanir eru mestu harð- indasveitum landsins, þarf ekki aö þykja nein skömm að, enda hefir stundum verið þrumuveður í vest- anéljunum undanfarna daga og þá stundum fylgt eftir með hagli. Ósköp held ég að garðarnir verði grænir í augunum hans Hannesar míns á horninu, þegar snjórinn fer úr þeim, og öll þessi mildi, sem hann sagði. fyrir breytir um svip og dregur af sér hinn hvíta lit sakleysisins til að sýna okkur hið græna ríki vonarinnar. — En nú verð .ég að gefa tveimur komu- mönnum orðið, og er þá hlustandi fyrstur: „Útvarpsráðiö okkar er einkenni- leg samkoma. Ætla mætti, að þang að væru valdir menn með tilliti til þess, að þeir hefðu sérstakan áhuga á menningarmálum og hefðu jafnvel kynnt sig að störfum á því sviöi. Hitt munu þó flestir ætla að fremur séu sumir menn- irnir valdir eftir öðru og lítt mun Jóhann Hafstein kenndur við menn ingarmál, þó að hann hafi einu sinni talað um daginn og veginn og dásamað það mjög að neyzlu- vatnið skyldi ekki vera skammtað í Reykjavík. Auk þess var hann víst formaður í Heimdalli um hríð, og oft hefir Heimdallur haft ball og ekki mun það minnst um vert, að maöurinn er vel giftur. En þó mun flestum finnast að æskilegir hefðu aðrir verðleikar verið til þessarar þjónustu fyrir þjóðina. Þaö er ekki ætlun mín aö lasta Jóhann Hafstein af pólitískri þjón ustu. Stjórnmálaflokkarnir eru sjáljjsagt nauðsyh ofe verða að eiga sína starfsmenn. En það er bara allt annað mál. Menn eiga ekki að vera settir yfir stofnanir eins og ríkisútvarpið, fyrir það eitt að vera dyggir flokksþjónar. Hér held ég að ætti að leita eftir ann- arri betri tilhögun með skipun út- varpsráðs". Þaö er nú svona meö ráðin okkar. Við deyjum ekki ráðalausir, eins og maðurinn sagði, og sumir sem sitja í einhverjum menningarráð- um sómdu sér ef til vill betur í sölunefnd setuliðseigna, eins og einn sagði við mig nýlega. En þó að við séum sammála um það, að flokksráðin séu vafasöm og gölluð, veit ég ekki hvernig við ættum að leysa þau af hólmi. Ég bíð með tillögu um það, en vona að hlust- andi sendi mér annan pistil um það, hvernig útvarpsráð skuli mynd að. Hann er ef til vill búinn að gera sér grein fyrir því. Svo er hérna annar með skömmt- unarmálin. Hann ætlaði sér að eignast föt og vildi láta tvennar buxur fylgja þeim eins cg margur gerir. Nú ætlaði hann að spara sér fé með því að kaupa efnið í fötin og láta sauma þau fyrir sig. en þá rak hann sig á þaö, að ef hann keypti fötin fullsaumuð, þurfti hann miklu minna að láta af skömmtunarmiðum fyrir þau. Þetta þótti honum að vonum harð- ir kostir, því hann hélt sig þurfa álíka mikil föt, hvar sem þau væru saumuð, og í öðru lagi hé’t hann, að álíka mikinn gjaldeyri þyrfti fyrir fataefnið, hvort sem það va>i saumað í þessu húsinu eða hinu. Hann sagði mér líka, að hann hefði veitt því athygli, að það sparaði miða að kaupa til fatanna hjá klæðskera. Þeir myndu taka 15 | einingar fyrir það, sem til fatanna ’ þyrfti að leggja, ef þeir saumuðu jþau úr efni, sem komið væri með, i en meira þyrfti að láta ef það væri keypt af smásala. Þetta finnst mér mikill fróð- leikur, og vissi þetta ekki allt áður, 'en ef einhver er svo vxs að hann ' vilji leiðrétta þetta eða gera grein fyrir þeim rökum, sem þetta bygg- ist á, þá er hann aufúsugestur f baðstofunni og fræðsla hans stór’ýl þegin, því f,ð margur mun hafa hug á að skilja leyndardóma skömmtunarmálanna. Starkaöur gamli Innilegustu hjartans þakkir færum við öllu því fólki, sem fært hefir okkur stórgjafir og á annan hátt hjálpað okkur, bæði í veikindum og því eignatjóni, er við urðum fyrir á síðastliðnu ári. Við óskum þessu fólki alls hins bezta um ókomin ár. Margrét Erlendsdóttir, Páll Elíasson, Saurbæ, Holtahreppi. Sláturfálag Suðuiiands Reykhús — Frystllms Bíiðiarsnllnverksmiðja — Bjúgnagerð Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Framleiðir og selur 1 heildsölu og smásölu: Niðursoðið J kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýroykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt alls konar, fryst og geymt 1 vél- frystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftúr óskum, og pantanir afgreldd- ar um allt land. ’ Auglýsingasími Tímans 81300 /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.