Tíminn - 17.02.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.02.1949, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 17. febrúar 1949 36. blað riiðiiiiiin tlijja SíÓ IIIIIIIUIU. „Blóinin mér barzíii.“ | Efnismikil og vel leikin ung- | 1 Ungversk stórmynd gerð eftir | = sögunni „Gentleman" eftir ung- | | verska skáldið Ferenc Hersag. | Sýnd kl. 5, 7 og 9 Aðalhlutver: | | Poul Javor | Aliz Fenyes i jiiiuimiiimiiiiimuimiiuiuiiiiiiimniiiiimimiiiiinn VIÐ SKÚ14G0W | Circnslíf i (The Dark Tower) É § Sérstaklega fjölbreytt og spenn | I andi Cirkusmynd frá Warner = | Bros. | | Aðalhlutverk: | = Ben I.yon | Anne Crawford | Daviú Farrar : | AUKAMYND: Alveg nýjar 1 i fréttamyndir frá Pathe, London = | Sýnd kl. 5 og 9 Sala hefst kl. 1 e. h. i Sími 6444 ummiimuumummimummmimmmmmmmumi i Hajjharfáarlarbíc \ | írsku angun krosa. | | Hin skemmtilega og hrífandi \ i músíkmynd í eðlilegum litum. | Aðalhlutver: i Í Monty Wooly i June Haver Dick Haynes i | Sýnd kl. 7 og 9 | Sími 9249 | tiiimiiimiiimiiuiimimimiiimmitiiiiimiiiimiiimm Erlent jfirlit (Framhald af 5. síðu). stoðaði ekki. Svo var Marshall sendur til Kína til að reyna að miðla málum. Hann fékk sam- komulag um tímabundið vopnahlé, én það var líka allur árangurinn. Marshall bar þær dapurlegu fréttir heim aftur, að kommúnistar tor- tryggðu Kuomintangstjórnina mjög og að hún væri að sínu leyti það afturhaldssöm að seint myndi takast að bera þar sáttarorð á milli. Frjálslynd umbótaöfl, sem stæðu á milli þessara aðila ættú engan aðgang að þeim. Það var gerð ný og að formi til lýðræðisleg stefnuskrá, en endurbætur hennar fóru aldrei lengra en á pappírinn, bæði vegna þess, að íhaldsöflin vildu ekki láta af sinu og eins því, að upplausn fór í hönd og stjórnin missti tökin. Kuomintang stjórnin féll frá sundurétin innan frá. Hún féll bæði pólitískt og hernaðarlega. Ekkja Sun-jat-sens, mágkona for- setans, hefir skipað sér ákveðið gegn honum í þessum átökum, og i Gullæðið | (The Gold Bush) i Sprenghlægileg ‘ amerísk gaman = | mynd. — Þetta er eitt af hinum i | gömlu og sígildu listaverkum | | hins mikla meistara Charles = | Chaplin. — í myndina hefir 1 | verið settur tónn og tal. | | Aðalhlutverk: = i Charles Chaplin i Mack Swain Tom Murray I Sýnd kl. 5, 7 og 9 i JIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIHIIHIIU*II**I» Mllllllllllll yjatwarbíó iiiiiiiiiiii) Kliikkan kallat* i I (For whom the bell tolls) i i Stórfengleg mynd í eðlilegum | i litum eftir samnefndri skáld- | i sögu E. Hemingways. i | Aðalhlutver: = í Gary Cooper I Ingrid Berman. | Bönnuð börnum yngri en 16 ára | i Sýnd kl. 9 | Scldur á leigu. i (Out of this world) i Skemmtileg söngva- og gaman- i i mynd. Aðalhlutver leika: | Eddie Bracken I Veronica Lake i i Sýnd kl. 5 og 7 piiiimiiiiinMmiiimiiiiimiiiiiiimmTmiiiiiiiiimiiiiiiii ..... (jatnla Síó *........ Blika á lofti (Rage in Heaven) Áhrifamikil og vel leikin amer- ísk kvikmynd, gerð eftir skáld- ! sögu James Hiltons Aðalhlutver: Ingrid Bergman Robert Montgomery George Sander Aaukamynd i i Palestínu-vandamálið = i (This Modern Age Series) § Sýnd kl. 5, 7 og 9 i Bönnuð börnum yngri en 16 ára i ~ ' 5 immmmmmiiamimmmmiKj.>ii>mmmmmii*imiii ~Tripcli-bíó mmmmi • mmiiiil Sœjatbíó iiiiin í HafnarftrOt ÖFVITIiVrV. | Sprenghlægileg sænsk gaman- 1 | mynd. | í Aðalhlutver: 1 i Birgir Poppe = Beryer Asander | Vivcle Insder \ i Sýnd kl. 7 og 9 | Sími 9184 f iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiniiiimm mönnum hefii' þctt forsetanum brugðið og lítt gæta hinna öruggu átaka hans, sem einkenndu hann fyrr. Eftir ósigurinn við Múkden fór kona Chiang Kai Sheks til Bandaríkjanna til að reyna að fá Truman /1 að blanda sér í málin. Hún hfði fyrr farið þangað sem stjórnarerindreki. En nú þótti Bandaríkjunum nóg komið. Eftir langa bið fékk frúin einu sinni að tala við Truman og síðan sneri hnú heim aftur. Bandaríkin höfðu yfirgefið Chiang Kai Shek. Eftirmæli Chiang Kai Sheks sem stjórnmálamanns, verða ekki sam- in svo að rétt sé fyrr en atburð- irnir hafa þokast fjær. HannJjlaut viðurkenningu sem mikilmenni á þeirri stund, sem hann sameinaði Kína, og þegar hann á örlaga- stund stjórnaði þjóð sinni og hélt uppi vörnum gegn óvininum, sem réðst inn í landið. Eftir heimsstyrjöldina virðist hann hafa misst tök á viðfangs- efninu. Ef til vill beið hann þá færis, að taka upp þráðinn að'nýju. Hann vann mikla sigra yfir komm únistum í byrjun herferðar sinnar gegn þeim, þar sem hann kom eins og frelsandi vald frá eymd og eyð- ingu. Ef til vill væntir hann þess, að er þjóð hans hafi reynt komm- únistana um hríð, fari hún að þrá hann aftur. Jack líkskeri | („The Lodger“) | = Afar spennandi og dularfull 1 1 amerísk stórmynd byggð á sönn \ 1 um viðburðum er gerðust í i | London á síðustu árum 19. ald- | I ar. i | Aðalhlutverk: = Marlen Oberon George Sanders | Laird Cregar = Sir Ccdris Hardwick | Sýnd kl. 5, 7 og 9 = Bönnuð börnum yngri en 16 ára = | Sími 1182 § XllllllllllllllM.llíllIllllllllllllllllimilllllllllHIMIIIIMIIIlT )?Í55ÍÍ5Í5555555Í55Í55Í555J55ÍÍ55J5555Í5Í55Í555ÍÍÍÍ55555Í55^ BERNHARD NORDH: 1 JOTUNHEIMUM EINARSSÖN & ZOEGA FRÁ H U L L M.s. „Lingestroom” 21. þ. m. FIALLANNA SKIPAUTG6K0 RIKISINS Breyting á áætlun Þar sem Hekla verður ekki komin heim til þess að fara næstu áætlunarferð austur um land hinn 26. þ. m., hefir sú breyting verið ákveðin á áætlun Esju, að hún fari aust ur um land í hringferð hirin 22. þ. m. með viðkomu á þeim höfnum, sem Heklu var ætl- að að koma á. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers. og Húsavíkur á morgun og laugardag. Pant- aðir farseðlar óskast sóttir á mánudag. Jóhannes Elíasson — lögfræðingur — Skrifstofa Austurstrætl 5, m. bsefl. (Nýja Búnaðarbankahúsöra) ViStalstfml 5—7. — Siml 773S. 55. DAGUR það vitnaðist, að landshöfðingjans var ekki von. Þeir höfðu farið erindisleysu um langan veg. Hellgren sefaði þá með því, að landshöfðinginn myndi gera það, sem hann gæti fyrir þá, er hann kæmi til Stokkhólms, og stoðaði ekki ann- að — ja, þá myndi hann ganga fyrir sjálfan kónginn! Það myndi ekki verða drýgð sú flónska að samþykkja ný lög, þegar þeirra var alls ekki þörf. Sei-sei nei, ríkisskjölin voru enn í sínu gildi, og hann vildi sjá framan í þann, sem þyrði að véfengja það. Þeir skyldu bara hugsa um að sá í blettina sína, þegar tími væri kominn til þess — þeir skyldu' sá og uppskera eins og venjulega. Ríkið myndi aldrei níð- ast á þeim. Frumbýlingarnir létu sér þetta lynda, en þó höfðu sumir orð á því á heimleiðinni, að Lapparnir ættu það skilið, þótt heimturnar hjá þeim yrðu ekki nema í meðallagi góðar —■ þetta hyski, sem var að reyna að leiða ógæfu yfir frumbýl- ingana! Um það var ekki skeytt, þótt Lapparnir á Marz- íjallinu ættu þar ekki hlut að máli. Allir Lappar voru áreið- anlega með sama markinu brenndir — undirförulir þorpar- ar, þótt þeir reyndu stundum að vfera smeðjulegir. Þegar Páll og Sveinn Ólafur komu aftur að Grjótsæ, hittu þeir þar óvænt mág sinn frá Saxanesi. Hann var að viða að sér timbri í hús. Þeim Pella og Eiríku var auðvitaö ekki vært lengur á Saxanesi, og nú höfðu þau afráðið að rækta sér blett og reisa nýbýli við Grjótsæ. i XV. Nokkrar vikur liðu, og Hans Pétursson kom ekki heim í Marzhlíð. Páll og Sveinn Ólafur höfðu spurzt fyrir um hann í ferð sinni til Ásahlés, en höfðu enga vitneskju fengið um það, hvað um hann hafði oröið, þegar búið var að jarða konu hans. Lars Pálsson gerði hvort tveggja í senn, að ótt- ast það og vona, að hann léti aldrei framar sjá sig í Marz- hlíð. Honum fannst það óttaleg tilhugsun, að hinn gamli sambýlismaður hans væri kominn á hrakning eða lægi hjálparvana í einhverju koti. En það hefði ekki verið betra, þótt hapn hefði slangrað heim aftur með það eitt í huga að koma fram hefndum. Lars gerði sér engar vonir um það, að Hans Pétursson myndi ná sér aftur, og hann sá fram á það, að gæta yrði hans dag og nótt, ef hann yrði heima í Marzhlíð, þegar Lapparnir kæmu í vordögum. Ella myndi hann stelast til fjalls og drýgja þar einhvern hræðilegan glæp. Lars var þó mikill styrkur að því, að Jónas skyldi koma aftur. Hann ætlaði að gerast hjarðmaður með vorinu, og það yrði Löppunum talsverð vörn. Jónas var orðinn albata og gat farið allra sinna ferða. En hann var samt ekki samur og áður. Stundum var hann uppstökkur og þver í lund og setti upp hundshaus, hvað lítið sem út af bar. Þess á milli var hann fálátur og veitti litla athygli því, sem fram fór í kringum hann — starði bara út í buskann, eins og hann sæi eitthvað langt í burtu. Marta var áhyggjufull. Það duldist ekki, að eitthVað dapur- legt hafði hent bróður hennar. En það stoðaði ekki að spyrja hann. Annað hvort svaraði hann alls ekki eða hreytti úr sér ónotum, sem skutu öllum skelk í bringu. Jónas var sannarlega ekki neitt ljúfmenni í viðmóti eftir dvöl síná í Björk. Það voru fleiri en heimilisfólkið í Marzhlíð, er komust að raun um þetta. Dag einn fór hann. að Grjótsæ að hitta Pella, og þegar hann hafði lokið erindum sínum við hann, rauk hann yfir að Saxanesi, svo þrútinn af heift, að allir urðu hræddir við hann. Og hann lét sér ekki nægja að ganga um með manndrápssvip. Inni hjá tengdaforeldrum Eiríku sló hann hnefanum í borðið og hótaði öllu illu, ef haldið yrði uppteknum hætti. Það var gerð tilraun til þess að varpa honum á dyr, en það endaði með því, að einn karlmannanna á Saxanesi handleggsbrotnað og annar 1 meiddist í síðu. Þó hefði kannske enn verra hlotizt af, ef Eiríku hefði ekki tekizt að sefa bróður sinn. Hann var þó ekki mýkri á manninn en svo, er hann fór, að hann steytti kreppta hnefana að fólkinu. Enginn áræddi að elta hann út á vatnið og freista þess að lækka í honum rostann í góðu tómi. Menn voru vægast sagt forviða. Þetta var í fyrsta skipti í sögu byggðarinnar, aö maður frá Marzhlíð lét hendur skipta. Jafnvel mennirnir, sem meiðslin hlutu, höfðu ekki sinnu á því að bölva og heitast við hann. Þeir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.