Tíminn - 23.02.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.02.1949, Blaðsíða 3
41. blað TÍMINN, miðvikudaginn 23. febrúar 1949 3 íslendingabættir ♦ítíríssíiirtítiíiíit:: Fimmtug: Elísabet Ólafsdóttir, húsfreyja, Ingólfsfirði Þann 29. des. s.l. varð fimmtug Elísabet Ólafsdóttir IngólfsfirSi. Elísabet er fædd þar og uppalin. Hún er kven- skörungur mikill, fljót aS hugsa og fljót að framkvæma það, sem hún þarf af hendi að leysa. Henni er ljúft að gera annars manns bón, það er jafnan viðkvæði, ef ein- hvern vantar eithvað. Ætli að Ella í Ingólfsfirði geti ekki hjálpað. Hún er með afbrigð- um gestrisin kona, enda er heimili hennar rómað fyrir rausnarskap. Elísabet hefir helgað æskustöðvum sínum krafta sína. Hún hefir hlynnt vel að heimili sínu og ber fals lausa ást til þess. — Hún trúir á framtið fjarðarins, trúir að sveitin bregðist sér ekki. Hún er gift Jóni Valgeirs- syni frá Norðurfirði. Hafa þau eignazt 8 börn og eru 7 á lífi, og hafa þau hjónin verið sam taka með dugnaði, að gera garðinn frægan, með myndar skap og rausn. Ósk mín er sú, að Elísabet megi sem lengst verða húsfreyja á Ingólfsfirði, firðinum fagra með háu fjöll unum og lygna ósnum, sem hún ann svo mjög. Lifðu heil! E. E. Dánarminning: Sigrún Einarsdóttir, húsfreyja, Stúfholti Fyrir hartnær hálfum öðr- um áratug, fluttist ung stúlka ur Árnessýslu austur yfir Þjórsá. Þeir sem um þær mundir sáu hana fyrsta sinni, hlutu að hrífast af því, hversu heilbrigður lífsþrótturinn var, svo að segja gneistaði af þess- ari gerðarlegu ungu konu. Hún hét Sigrún Einarsdóttir, og giftist um þessar mundir Sigurði syni Gunnlaugs bónda Gunnlaugssonar í Stúfholti. Hin ungu hjón byrjuðu svo að búa þar í Stúfholti, í sambýli við föður Sigurðar. En skjótt dregur ský fyrir sólu. Eftir fárra missera sam- búð þeirra Sigurðar, kenndi hann krankleiks, sem varð því valdandi, að hann var dæmd- ur að heiman. Nokkur næstu árin, var hann vistmaður á Vífilsstöðum, þar til hann and aðist þar. Sigrún sat kyrr í Stúfholti, eftir sem fyrir andlát Sigurð- ar. Ó1 hún upp son sinn og bjó sínu litla búi. — Og vegn- aði fremur vel. — En þá syrti enn í ólinni — Sigrún veiktist sjálf og varð að fara heiman. Eftir það var hún á Vífilsstöðum, mörgum misserum saman, unz hún andaðist, seint á nýliðnu sumri, — þrjátíu og sex ára gömul. — í Stúfholti hefir á síðustu sextán árum orðið mikið mannfall: Maður og þrjár mágkonur Sigrúnar, móðir hennar, tengdafaðir og síðast hún sjálf. Eftir standa: Sonur hennar hálfvaxinn einn mág ur og móðir hans háöldruð. — Mér verður hún minnisstæð, þreklega unga konan, sem gekk óbilgjörnum örlögum á vald, — óbuguíf og æðrulaus. Helgi Hannesson Fundir þjóðvarnar- félagsins Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á almennum fundum í Sandgerði og í Kirkjuhvoli á Vatnsleysu- strönd sunnudaginn 20. febr. 1949. Fundirnir voru haldnir að tilhlutun Þjóðvarnarfélags ins. Á Sandgerðis-fundinum: „Almennur fundur, haldinn í Sandgerði sunnudaginn 20. febrúar að tilhlutan Þjóð- varnarfélagsins, lýsir algerri andstöðu sinni gegn þeirri hugmynd, að ísland gangi í nokkurs konar hernaðar- bandalag. Skorar fundurinn á Alþingi að samþykkja aldrei neina þess konar samninga, vegna sérstöðu íslendinga, sem vopnlausrar þjóðar og þess, að slíkt mundi fyrr eða síðar leiða til hersetu í land- inu.“ Gunnlaugur Jósefsson, kenn ari, var fundarstjóri á fund- Inum. Á Vatnsleysustrandar-fund inum: „Fundur, haldinn að tilhlutan stjórnar TJnmenna- félagsins Þróttur í Kirkju- hvoli á Vatnsleysuströnd, lýs- ir yfir algerri andstöðu sinni við þátttöku íslands í hvrs konar hernaðarbandalagi. Telur fundurinn vopnlausri smáþjóð, eins og íslendingum, hættulegt að bindast í nokkur vígbúnaðarsamtök og skorar á Alþingi að standa fast á þeim margyfirlýsta vilja þjóð arinnar, að hér verði ekki leyfðar herstöðvar og herseta og íslendingar ekki flæktir inn í nein hernaðarleg sam- tök.“ Sveinn Pálsson, bóndi, Há- bæ, Vogum, var fundarstjóri á fundinum. Ekki er blaðinu kunnugt um, hve fjölmennir þessir fundir voru. Eftirlit með opinberum rekstri Ræða cftir Pál Zópiióníassoii :: Stúlku vantar í buffet og fleira. Upplýsingar í skrifstofunni. Hótel Borg :: :: :: ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦«♦♦♦♦♦' ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Tilboð óskast í M/S GUNNVÖRU með öllu, sem skipinu tilheyrir og er um borð í því og í því ástandi, sem það er nú í, þar sem það liggur í fjörunni í Fljótavík. Tilboð séu komin til vor fyrir 1. marz næstkomandi. Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. „Hermóöur“ til Djúpavíkur, Drangsness, Hólmavíkur og Skagastrandar um helgina. „Skjaldbreiö" Áætlunarferð hinn 26. þ. m. til Arnarstapa, Sands, Ólafs- víkur, Grundarfjarðar, Stykk ishólms og Flateyjar. Tekið á móti flutningi í bæði skipin á morgun. Pantaðir farseðlar með Skjaldbreið óskast sóttir á föstudaginn. „Heröubreiö" Áætlunarferð til Vestfjarða um helgina. Tekið á móti flutningi til hafna milli Pat- reksfjarðar og Bolungavíkur á morgun. Pantaðir farseðlar óskast sóttir árdegis á laug- t ardaginn. Eins og venjulega, þegar Morgunblaðið segir eitthvað um mig eða mínar gerðir, fer það í gær rangt með það, sem ég sagði í fyrradag í efri deild, þegar frumvarp um eft irlit með opinberum rekstri var til umræðu. Vegna þessa hefi ég fengið ræðu þá, er ég flutti, eins og þingskrifari rit aði hana og vænti þess að Morgunblaðið birti hana, og geta þá lesendurnir séð, hvað ég sagði. En hér kemur ræð- an eins og þingritarinn skrif- aði hana: Herra forseti. Enda þó að ég h.afi verið með í því að ganga frá þessu frumvarpi í sparnaðarnefnd- inni, en hér er það lagt fram af ríkisstjórninni lítið -breytt frá því, sem nefndin gekk frá því, þá eru þó nokkur atriði, sem ég vildi biðja nefndina, sem fær málið til meðferðar, að athuga. Um þau gerði ég ekki ágreining í nefndinni, en taldi þó að athuga bæri, hvort ekki færi eins vel á því að haga þessu eftirliti nokkuð öðruvísi. Mér blandast ekki hugur um það, að með því að hafa fastan mann til eftirlits með ríkisstofnnnum og rekstri rík isins, má ná betri vinnuaf- köstum en nú er. Þegar þær ættu það yfir höfði sér, að efttrlitsmaðurinn kæmi eins og þjófur á nóttu í þessa eða hina stofnunina settist þar og inni með þeim um tíma, þá mundi verða betur mætt, og betur unnið en með því eftirlitsleysi, sem nú er. Og mér er þessi þörf enn ljósari eftir að ég gerði þá „stikk- prufu“ að hringja í stofnan- irnar og biðj a um þennan eða hinn í síma. Sextíu sinnum hringdi ég og í 27 tilfellum voru mennirnir við, hinir !hofðu brugðið Sér frá, var sagt í símanum. (H. V: Eftir- litsmaðurinn gæti þá heitið hringjari ríkisins). Mér er líka lj óst, að tæknin við vinnuna er ekki hin á- kjósanlegasta. Ég kom nýlega á skrifstofu, sem mikið þarf að leggja saman af tölum, þar voru notaðar úreltar reiknivélar, og með betri og fullkomnari vélum gætu færri menn náð sömu afköstum og nú eru á þessari skrifstofu. Og fleiri slík dæmi mætti nefna. Ég er því sannfærður um það, að með ráðsmanni ríkisins má ná verulega aukn um vinnuafköstum og fækk- un á starfsliði. Þó veltur þetta mikið á manninum, sem í stöðuna velst. Og þá er ég kominn að því fyrsta, er ég vildi biðja nefndina að at- huga. Ég tel að það geti kom- ið til mála, að í stað þess að hafa sérstakan ráðsmann, þá sé þessu verki bætt á þrjá menn, sem nú endurskoða ríkisreikningana. Þeir eru nú að bauka við að endurskoða gamla reikninga frá liðnum árum, og bera þar saman töl- ur og koma svo með sínar at- hugasemdir, en þá svo seint, ] að enginn hefir gagn af, nema ( sem sögulegum fróðleik. Ég ,segi ekki, að þetta eigi að gera, en ég segi og bið nefnd- ina að athuga hvort ekki geti komið til mála, og hvort sé hentara, að hafa til þess sér- stakan ráðsmann eins og við gerðum ráð fyrir í nefndinni, eða fela þetta starf hinum þingkjörnu endurskoðendum ríkisreikninganna. Annað, sem ég vildi líka biðja nefndina að athuga, er það, að ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að hafa eigi í þessu starfi sérstakan mann, þá tel ég, að ekki eigi að skipa hann strax heldur setja hann t. d. fyrsta árið. Ég benti á það áðan, að mikið ylti á því, hvaða maður veld- ist í þessa stöðu, og held því að réttara sé að festa ekki neinn mann í henni með skip un strax, heldur reyna hann nokkuð áður en hann er skip- aður. Það mætti líka svo fara, þó ég geri ekki ráð fyrir því, að þegar lengra liði, teldist ekki þörf á manni í þessari stöðu, og þá væri betra aö hafa manninn ekki skipaðan heldur settan. Ég taldi í sumar, þegar sparnaðarnefndin var að vinna í þessum málum, að inn í þetta frumvarp væri rétt að setja ákvæði um vinnu tíma opinberra starfsmanna. Frá því féll ég þó eftir að lof- að var, að frumvarp um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna yrði lagt fyrir þetta þing. Síðan hefir sparn aðarnefndin nokkrum sinn- um spurst fyrir um, hvað liði samningu þessa frumvarps. Um leið og launalögin voru sett á Alþingi, var Gunnari Thoroddsen, þingmanni Snæ- fellinga, falið að semja slíkt frumvarp af þáverandi for- sætisráðherra, en frumvarpið er ekki komið til þingsins enn. Okkur í sparnaðarnefndinni hefir hvað eftir annað verið sagt, að frumvarpið sé „nærri“ og „sama sem “ til- búið, en opinberlega er það ekki komið fram enn. Komi það ekki fram nú næstu daga, tel ég að mjög eigi að athuga, hvort ekki beri að setja á- kvæði í þetta frumvarp um, að vinnutími opinberra starfs manna verði 43 klukkutímar á viku hverri í stað 35 y2. eins og nú er. Mér er ljóst, að af þeirri styttingu vinnutímans, sem gerð var með reglugerð þeirri, sem kennd er við Pét- ur sál. Magnússon, fjölgaði starfsmönnum eðlilega og þó óx eftirvinna, en kaup fyrir hana hækkaði hann líka. Ég vildi því biðja nefndina að vita nú, hvað þessu frumvarpi liði og hvort ráðherrann hugs aði sér að breyta nú aftur reglugerðinni um vinnutíma starfsmanna þess opinbera. Væri svo, sem margt bendir til, að hvorugt væri i aðsigi, — lagafrumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna né breyting á reglu- gerðinni, þá að athuga mjög vel hvort ekki ætti að taka upp í frumvarpið ákvæði um 43 stunda vinnuviku. Það eru sem sagt þessi þrjú atriði, sem ég vil biðja nefnd- ina að athuga: 1. Hvort rétt sé aö hafa í þessu starfi sérstakan mann, eða að víkka út starfssvið end CFramhald á 6. síðuj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.