Tíminn - 23.02.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.02.1949, Blaðsíða 5
41. blað TÍMINN, miðvikudaginn 23. febrúar 1949 5 yiiSvifctul. 23. febr. ERLENT YFIRLIT: Ákvörðun Norð- manna Að undanförnu hefir verið úm fátt meira rætt í heims- blöðunum en væntanlega af- stöðu Noregs til Atlantshafs- bandalagsins fyrirhugaða. Að alástæðan til þess er sú, að ^ Rússar skárust í leikinn áður, en Norðmenn höfðu endan- j lega markað afstöðu sína og, ætluðu bersýnilega með ó-1 beinum hótunum að fá þá til áð snúa baki við bandalagi vestrænu þjóðanna. Jafn- framt beittu Rússar hinu gam alkunna agni sínu að bjóða ekki-árásarsáttmála. Afstaða Norðmanna er nú. orðin opinber. Ögranir Rússa ' hafa engin áhrif á þá haft. Norðmenn hafa hiklaust skip að sér við hlið lýðræðisþjóð- anna. Stjórn þeirra hefir á- kveðið með stuðningi allra flokka, nema kommúnista, að taka þátt í viðræðum um stofnun Atlantshafsbanda- lagsins. í lýðræðislöndunum er yfir- leitt lokið miklu lofsorði á þessa framkomu Norðmanna. Mörg blöðin telja þó þessa af- stöðu þeirra síður en svo koma á óvart, þegar fyrri af- staða þeirra er athuguð. Norð menn risu nær óskiptir gegn nasistum, þegar þeir réðust á land þeirra vorið 1940 og héldu uþpi skipulagðri og harðfengri baráttu gegn ofur- eflinu í 5 löng ár. Þjóð, sem hafði sýnt slikan dug í bar- áttu gegh ofbeldi og kúgun, gat ekki valið öðruvísi en Norðmenn gerðu nú. Reynslan, - sem Norðmenn hlutu á þessum árum, hefir og vafalaust átt drygstan þátt- inn í ákvörðun þeirra nú. Hitl er hélzt uppi að leggja undir sig hvert smárikið á fætur Öðru. í stað þess að reyna að stöðva yfirgang hans og standa saman, gerðu ná- grannaríkin ekki-árásarsátt- mála við hann og horfðu síð- an hlutlausar á yfirgang hans. Hver og ein uggði fyrst að sér, er röðin kom að henni. Þessa sögu vilja Norðmenn ekki láta endurtaka sig. Þeir telja líkur til þess, að Hitler hefði verið stöðvaður, ef lýð- ræðisþjóðirnar hefðu myndað með sér samtök í tíma og látið eitt yfir þær allar ganga. Hitl- er hefði ekki treyzt sér til yfir gángs, ef honum hefði verið íjóst, að árás á eina þeirra Væri sama og árás á þær all- ar. Seinustu styrjöld hefði að líkindum verið afstýrt, ef þjóð irnar hefðu ekki um of trúað á hlutleysi sitt og ekki-árásar sáttmálana við Þjóðverja. ' Afstöðu þá, sem Norðmenn hafa nú tekið, rökstyðja þeir ekki sízt með skírskotun til framangreindrar reynslu sinn ar og margra annarra. Norð- menn segja einnig, að sjálfir geti þeir ekki komið upp nein um þeim vörnum, er myndu hræða stórveldi frá því að ráð ast á landið. Líklegasta ráðið til að tryggja öryggi landsins sé því það, að hlutaðeigandi stórveldi gerði sér ljóst, að árás á Noreg yrði sama og árás á allar lýðræðisþjóðirnar • við Atlantshaf. Árás á Nöreg ansií samningar Yfirlií BSBss ekki-árásarsamiiánga, sem Sovétríkln Ssafa gert vs«5 nágraima- lönd sín I tilefni af því, að Rússar hafa boðið Norðmönnum ekki-árá;:ar- sáttmála, hefir danska blaðið „Information" nýlega birt eftirfar andi grein: : — Mölotov hefir látið í ljós van þóknun sina á léttúð norska utan r.kisráðherrans. Hann er ekki á- nægður með þá fullyrðingu Norð manna í svari þeirra hinn 1. febr., að Noregur muni aldrei gera neina samninga við önnur ríki um herstöðvar þeim til handa á norskri grund, svo lengi sem Nor egur verði ekki fyrir beinni árás eða berum ógnunum. Molotov seg ir, að þess háttar yfirlýsingar sé hægt að misnota, og hann má vita það. Hann gefur líka leið- beiningar uni það, hvernig fara megi að búa til „ógnanir um á- rás|‘ Það er gert, segir hann Norðmönnum í orðsendingu, sem ekki er fyllilega opinber, með til- búnum orðrómi eða nokkrum snögg soðnum fölsunum. Það er einmitt þetta, sem valdhafarnir í Moskvu tortryggja utanríkisráðherra ann arra landa um að hafa á seyði. En ef önnur ríki dirfast að gruna Ráðstjórnarríkin um eitthvað slíkt, erú þau hrakyrt fyrir það, því að „Ráðstjórnarríkin halda alltaf sátt mála sína nákvæmlega frá orði til orðs,“ eins og það er löngum orðað af hálfu liðsmanna Stalins hér í landi. Fimm samningar sviknir af tíu. Það er ekki gert ráð fyrir því, að Noregur taki tilboði Rússa um griðasáttmála. Það' er líka á ýms- um stöðum sagt berum orðum, að slíkur samningur væri einskis virði sem öryggisráðstöfun. Það er rétt að athuga þetta nokk uð nánara. Pyrir styrjöldina höfðu Ráðstjórnarríkin gert 10 slíka samninga. Þau brutu helming þeirra, en aðeins tveir af gagnaðil- unum brutu samning sinn við Rússa. Þrátt fyrir þetta fullyrða Stalins- menn okkar á meðal, að Ráðstjórn arríkin hafi aldrei brugðist nokk- urri skuldbindingu, sem þau hafi á sig tekið. Samningarnir við Eystrasaltslöndin. Það var 4. maí 1932 sem Rússar gerðu griðasáttmála við Eistland Við Lettland sömdu þeir 5. febrúar sama ár. Við Litháen höfðu þeir gert samskonar samning strax 28. september 1926. Þessir samningar voru allir framlengdir fram á síð- ustu tíma fyrir heimsstyrjöldina, en þá kom annar blær á utanríkis- málastefnu Rússa. í október 1939, þegar heimsstyrj- öldin var byrjuð, þröngvuðu Rússar þessum grannríkjum sínum til nán ari samninga á grundvelli „vináttu og bandalagssáttmála," þar sem þvi var heitið, að þessir aðilar skyldu láta hver öðrum alla hjálp í té, — einnig hernaðarhjálp — ef á þá yrði ráðist. Til verndar þess- um litlu grannríkjum fékk Rúss- land rétt til að fara með her inn í land þeirra. Það var tekið glöggt fram í samningunum að þeir „á engan hátt haggi við sjálfstæði samningsaðila. Pullkomið afskipta leysi um innbyrðismál hvors aðila um sig skal ríkja framvegis.“ Reynsla Litháens. Lítum nú á Litháen til dæmis um það. hvað gerðist. Bandalags- sáttmálinn var undirskrifaður 12. október 1939. Níu mánuðum seinna tilkynnti Tassfréttastofan, að Rúss ar hefðu borið sig upp undan því, að þeim hefðu horfið menn með dularfullum hætti frá herstöðvum í Litháen og í raun og veru hefðu óvinveitt öfl Rússum verið þar að verki (því að vitanlega höfðu þess- ir menn ekki blátt áfram „valið frelsið“). Hinn 17. júlí fór stjórnin í Litháen frá völdum að afstöðnum kosningum, þar sem ekki var um nema einn flokk að kjósa — getið þið hvern, og hið nýkjörna þing, kosið undir strangri rússneskri að- gæziu í krafti þess sáttmála að blanda sér ekki í innanríkismál, samþykkti það hinn 22. júlf 1940, að Litháen gengi inn í bandalag ráðstj órnarrík j anna. Gangur málanna í Eistlandi og Lettlandi er sagður með þessari sögu. Samningnrinn við Finnland. Öðru vísi gekk þetta 1 skiptúnum við Finnland. Að frumkvæði Rússa gerðu þau ríki griðasáttmála með sér 21. janúar 1932. Það var sérstakt og einkennandi fyrir þennan samn- ing, að í honum tóku Rússar á- byrgð á landamærum Pinnlands en slíkt var ekki venja í griðasamn- ingum Rússa. Stalin Haustið 1939 buðu Rússar Pinn- um til samninga um breytt landa- mæri, þrátt fyrir þessi ákvæði. Buðu Rússar að láta Finnum í té hluta af svonefndu Karelalýðveldi í ráðstjórnarríkjunum, gegn því að þeir fengju Mannerheimlínuna. Finnar neituðu. Þegar ekki varð komizt lengra eftir samningaleið- inni, bár svo við áð foringi einn úr rauða hernum og þrir liðsmenn hans biðu bana af sprengikúlu, sem Rússar sögðu að Finnar hefðu sent yfir landamærin við Mainila. Finnar birtu yfirlýsingu um, að þetta hlyti að hafa verið rússnesk sprengikúla, því að ekki (Framhald á 6. síðu) mýndi m. ö. o. kosta heims- styrjöld. , Norðmenn telja því ekki þær varnir, sem hægt sé að | koma upp í landinu, aðalatrið ið og treysta takmarkað á þær, ef til stríðs kemur. Aðal- atriðið telja þeir, að komið sé á slíkri samstöðu og samá- j byrgð lýðræðisríkjanna, að árásarríki geti ekki ráðist á I eitt þeirra, nema með því að lenda í styrjöld við þau öll. Slík vitneskja mundi helzt ' nægja til þess að halda árás- ’ arríkinu í skefjum og tryggja ' friðinn. I Afstaða annarra Norður- landa til Atlandshafsbanda- lagsins en Noregs er enn ó- ráðin. Líklegt þykir, að Dan- mörk taki þátt í því, en þó ekki fyrr en síðar. Svíþjóð mun standa utan við, en mun sennilega túlka aðstöðu sína þannig, að hún telji sig hafa óbundnar hendur og sé hvorki háð samtökum við stórveldin eða hlutleysisyfirlýsingu. Af- staða Svía markast eðlilega af því, að þeir hafa sloppið við báðar heimsstyrjaldirnar, og gera sér enn nokkurar vonir um að geta sloppið enn vegna legu landsins. Viðhorfið til Finnl. má sín líka nokkuð og telja ýmsir líklegt, að Svíar myndi æskja þátttöku í banda lagi Vestrænu þjóðanna, ef Rússar hernæmu Finnland eða ykju ítök sín þar. íslendingar veita afstöðu Norðurlandaþjóðanna að von um mikla athygli. Aðstaða þeirra til umræddra mála get ur þó vitanlega ekki markazt nema takmarkað af því, sem aðrir gera. Afstaða hverrar þjóðar verður að fara eftir þeim skilyrðum, sem hún býr við, og sérstöðu þeirri, sem hún hefir. Raddir nábúanna Orðabókarhöf undur Þj óð- viljans, sém nýlega játaði, að Þjóðviljinn hefði Verið keypt ur til að þegja um hneykslis mál samherjanna meðan kommúnistar sátu í ríkis- stjórn, gerir vanmáttuga til- raun til þess að rétta hlut sinn í gær. Hann segir, að Tíminn hafi 1. febr. 1947 sagt frá hneykslismáli, er eitt af fyrir tækjum Jóhanns Þ. Jósefsson ar viðriðið. Síðan segir hann: „Þetta var 1. febr. 1947. Fjór- um dögum síðan birti Tíminn nýja fyrirsögn á fyrstu síðu um að ný stjórn væri myníuð, á- samt Jóhanni Þorkeli Jósefs- syni, sem orðinn var æðsti yfir- maður íslenzks fjármálalífs með stuðningi Framsóknarflokksins — og Tímans! Síðan hefir al- drei verið minnzt á þetta „nýja hneykslismál“ í Tímanum og réttarrannsókn sú, sem hafin * var lognaðist út af um leið og Tíminn birti myndina af fjár- málaráðherra sínum! Og því skal Þórarinn Tímaritsjóri spurð ur: „Var það einn liður í „mál- efnasamningi“ ríkisstjórnarinn- ar að réttarrannsókn gegn f jár- málaráðherranum skyldi látin niður falla?“ Þessu er nægilegt að svara , með því, að mál þetta var lát ið ganga venjulega dómstóla- leið og dómur kveðinn upp í því. Getur orðabókarhöfund- jurinn kynnt sér það hjá saka dómara. Hér var því ekkert I „látið lognast út af“ eða „lát- , ið falla niður“ eins og tunnu- hneykslið, sem uppvíst var í |stjórnartíð kommúnista. í því máli gekk aldrei neinn dómur. Þeirri spurningu hvað ritstjóri Tímans hafi fengið | fyrir þögn um málið, þarf held ur ekki að svara af þeirri á- stæðu, að Tíminn sagði allra blaða rækilegast frá því. En í tilefni af þessari fyrirspurn er ekki úr vegi að spyrja (orðabókarhöfundinn: Er það , rétt, að hann fengi tugi þús. é kr. fyrir orðabókarstarfið, en skilaði þó aldrei neinu verki? Vegna tilmæla frá Bandaríkjunum Morgunblaðið skýrir frá því, að Jóhann Hafstein hafi hald ið ræðu á fundi Sjálfstæðis- félaganna, þar sem rætt var um öryggismálin, og hafi hann m.a. lokið miklu lofsorði á forystu Sjálfstæðisflokksins í sambandi við lýðveldisstofn unina. Mbl. segir, að Jóhann hafi ennfremur sýnt fram á, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf haft forystuna í þess- um málum, en bæði Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hafi skotizt undan merkjum. Hins vegar getur Jóhann ekki um afstöðu kommúnista og virðist mega álykta af því, að þeir hafi jafnan fylgt örugglega leið- sögn hins mikla foringja, — Sjálfstæðisflokksins. Samstaða Sjálfstæðisflokks ins og sósíalista er sennilega bezti mælikvarðinn um það, hve erfið og hörð „sjálfstæðis barátta“ var háð í sambandi við lýðveldisstofnunina. Sann leikurinn var sá, að núlifandi stjórnmálamenn geta ekki hrósað sér af því, sem |þá gerð ist, því að lýðveldisstofnunin var árangur af starfi allt ann arra manna eða þeirra, sem höfðu háð sjálfstæðisbarátt- una frá dögum Baldvins Ein- arssonar, Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar og fram til 1918. Þá fékkst sjálfstæði landsins viðurkennt og lýð- veldisstofnunin var því ekk- ert annað en fullnæging á formsatriði, er leiddi af sam- bandslagasamningnum. í sam bandi við hana þurftu því nú- lifandi stjórnmálamenn ekki að heyja neina sjálfstæðisbar áttu, heldur aðeins að ganga frá formsatriði. Hin nýja sjálf stæðisbarátta er fólgin í því, hvernig búið verður að þess- um mikilvæga árangri, sem fyrirrennararnir lögðu núlif- andi kynslóð fyrirhafnarlaust í hendur — hinu sjálfstæða, íslenzka lýðveldi. Það er vissulega ekki góð byrjun, ef menn eins og Ólaf- ur Thors og Bjarni Benedikts son ætla að láta vikapilta sína stela handa sér heiðrin- um af störfum hinna látnu sjálfstæðisleiðtoga og eigna sér frelsistökuna og lýðveld- isstofnunina. í»að er áþekkt því, þegar Gottwald er að skreyta sig með fjöðrum Masaryks og Benesar. Svo skal ekki meira rætt um þetta, heldur vikið að á- sökunum Jóhanns í garð Framsóknarflokksins. Þær eru á þann veg, að Framsókn- arflokkurinn hafi hlauþizt úr leik 1942, er hann vildi ekki standa að þáverandi stjórnar- skrárbreytingu. Saga þess máls er í stuttum atriðum þessi: Vorið 1942 myndaði Ólafur Thors stjórn með aðstoð kommúnista. Eitt af því, sem sú stjórn lýsti yfir við valda- töku sína, var það, að hún myndi ganga frá lýðveldis- stjórnarskránni á hinu fyrir- hugaða sumarþingi 1942 og íslandi yrði því lýðveldi í árs- byrjun 1943. Var þessu marg- sinnis lýst hátíðlega yfir af stjórnarformanninum. Þetta var hins vegar svikið eins og flest annað. Frá þessari hátíð legu yfirlýsingu var runnið, og aðeins gerð sú stjórnar- skrárbreyting á sumarþing- inu 1942, að hægt væri að á- (Framhald á 7. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.