Tíminn - 23.02.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.02.1949, Blaðsíða 2
2 TIMINN, miðvikudaginn 23. febrúar 1949 41. blað 'Jtá hafi til heiia I dag - er 4. dagur í Góu. Sólarupp- koma kl. 7.57. Sólarlag kl. 17.26. í nótt. . Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki, sími 1760. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. • ÚtvarplB I kvöld. Kl. 18.30 íslenzkukennsla. — 19.00 Þýzkukennsla. 19.25 Þingfréttir. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Gils Guðmunds son ritstjóri flytur erindi: Afskipti Björnstjerne Björnson af íslands- málum; — fyrra erindi. b) Frú Rannveig Schmidt flytur ferðaþátt: Frá Noregi. c) Séra Jakob Jónsson segir austfirzka þjóðsögu: Sending_ kveðin niður. d) Upplestur: „Rispa“, kvæði Tennysons (frú Eiín Ingvarsdóttir les). Ennfremur tón- leikar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Passíusálmar. 22.15 Óskalög. 23.00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Eimskip. Brúarfoss fór frá Leith 18. þ. m. til Reykjavíkur. Dettifoss er í Reykjavík. Fjallfoss er í Halifax. Goðafoss er á leið til Reykjavíkur. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykja- foss fór frá Hull 20. þ. m. til Reykjavíkur. Selfoss er á leiö til Ántwerpen. Tröllafoss er á leið frá Reykjavík til New York. Katla er á leið frá Reykjavík til New York. Ríkisskip. . Esja fer væntanlega frá Reykja- vík seint í kvöid austur um land í hringferð. Hekla er í Álaborg. Herðubreið er í Reykjavík. Skjald- breið var væntanleg til Reykjavík- úr 'í gærkvöldi að vestan og norðan. Súðin er væntanlega í Genova, en þaðan fer hún til Neapel. Þyrill er væntanlega í Aarhus, en þaðan fer hann til Rotterdam. Hermóður var í gær á leið frá Skagasdtrönd til Elliðaeyjar á Breiðafirði. Krýsuvíkurvegur. Krýsuvíkurvegurinn hefir að und anförnú verið ágætur yfirferðar, mest af honum alauður. Dálítil ófærð hefir þó komið öðruhvoru á smáköflum, einkanlega við Kleif arvatn. Er jafnan ein jarðýta og dráttarvagn þár syðra, ásamt tveim mönnum, sem hjálpa að laga veg- inn og annað er með þarf við svo mikla umferð. Jáfnvel Ólafur Ket- ilsson er farinn að aka eftir Krýsu víkurveginum og hlé er á rógi um veginn í dálkum Morgunblaðsins. Enda líka almenn ánægja í Reykja vík yfir að fá venjulega nóga mjólk, þrátt fyrir mikla snjókomu og hina verstu tíð, sem hefir verið undan- farið. Norðurferðir. Ráðgert er að reyna að fara með póst og farþega norður með áætlun arbifreiðum póststjórnarinnar í fyrramálið. Holtavörðuheiði er þó talin ófær bifreiðum og niður að Hvammi í Norðurárdal. Fyrir Hval fjörð er slarkfært og vegir í Borg- arfirðinum sæmilegir. Síðast þegar póst- og farþegabif- reiðarnar fóru norður lögðu þær af stað frá Reykjavík á þriðju- dagsmorgún en komu loks tii baka s.l. sunnudagskvöld. Það tók 6 daga að komast norður á Sauðárkrók og til baka aftur hingað, þrátt fyr- ir samvalda dugnaðarmenn, eins og bílstjórarnir eru, sem stjórna norðanbilunum. Eru margir farnir að tala alvar- íega um það, að þessir bifreiða- flutningar um hávetur fyrir Hval- fjörð og norður yfir heiðar sé hin mesta fjarstcða og ráðleysi. Tíu ára afmæli. Námsflokkar Reykjavíkur halda tiu ára afmæli sitt hátíðiegt i Tjárnarcafé í kvöld. Snæfellingafélagið. Snæfellingafélagið ætlar að hafa árshátíð sína að Hótel Borg n.k. laugardagskvöld. Hefst það með snæðingi kl. 5.30 síðdegis. Má bú- ast við skemmtilegu kvöldi hjá því „vonda fólki“, því Snæfellingar margir eru skemmtilegir og frjáls- lyndir menn, sem kunna að skemmta sér. ! Notum gömlu skóna. Skósmiðafélag Reykjavíkur aug- lýsir í blöðum þessa dagana og hvetur fólk að koma með skó sína til viðgerðar meðan minna er að gera að vetrinum. j Nú í skóeklunni nýtir fó!k skó sína eins og unnt er, en á sumrin er oft erfitt að fá gert við þá, : ve:na annríkis skósmiðanna. Þessi auglýsing frá Skósmiðafélaginu er því athygiisverðari fyrir almenning heldur en margir kunna að gera i ráð fyrir. Betra er að nota vel út gömlu skóna heldur en ganga skó- laus. ef ekki fást nýir skór. Vörujöfnun. Þeir, sem áttu leið um Skóla- vörðustíginn s.l. sunnudag tóku eftir stórum mannsöfnuði allgn daginn við Kron stöðvarnar þar á stígnum. Ástæðan var sú, að Kron var að afhenda vörujöfnun- arseðla viðskiptamönnum félagsins, en þeir seðlar gefa vonir í lítils- háttar úrlausn síðar af ýmsum vör um. sem skortur er á í verzlunum. Nú auglýsir Kron strax að við- skiptamenn geti fengið dálitla úr- lausn af/ bollapörum út á seðla s:na og mun það óspart notað. En með þessari vönpöfnun fæst nokkur trygging að vörurnar skipt ist með meira réttlæti á milli við- skiptamanna, heldur en viða vill viðgangast, þar sem sumir fá máske eins mikið og þeir þurfa en aðrir ekki neitt.. Votheysturnar. Dagur segir frá því að það muni verða reistir votheysturnar a. m. k. á 22 jörðum í Eyjafirði næsta sum- ar. Segir Dagur að sænskur kunn- áttumaður frá verksmiðjunni, sem framleiðir turnamótin komi til landsins í vor og muni kenna í Reykjavík me>"sið mótanna. Sam- vinnubyggingarfélag Eyjafjarðar hafi nú ráðið mann til að stjórna uppsetningu mótanna og muni hann ásamt 2—3 öðrum mönnum, er við verkið vinna, læra hjá Sví- 1 anum. Turnamótin verða flutt bæ ! frá bæ og er líklegt að það taki vikutíma að byggja hvern turn. LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR sýnir VOLPONE í kvöld kl. 8. — Miðasala í dag frá kl. 2. — Sími 3191. {: 3191. Börn fá ekki aögang. GLATT A HJALLA KVDLDSÝNING í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. Aðgöngumiða má panta í síma 2339 frá kl. 10—12. Pantanir óskast sóttar kl. 2—4. — Dansað til kl. 1. 11 Meban við bíðum Sjónleikur í þrem þáttum eftir JOHAN BORGEN Frumsýning í íðnó fimmtudaginn 24. febr. kl. 8. Aðgöngumiðasalan opin kl. 4—7 í dag. Sími 3191. MM.lf............MV««mmiinnm«n«mmmnmninimíniii mmimuimuimmiimmmjimummimj Vörubílstjórafélagið | Þróttur Framhaldsaðalfundur verður haldinn í húsi félags- | ins við Rauðarárstíg miðvikudaginn 23. þ. m. kl. 8,30 e.h. f FlugferBir Loftleiðir. Hekla fór til Prestvíkur og Kaup mannahafnar í gærmorgun með 25 farþega. Er væntanleg til baka um kl. 6 e. h. í dag. Ráðgerð er flug- ferð til New York um næstu helgi, ef nægjanleg þátttaka fæst. Munu 10—15 menn vera búnir að panta far. en tæplega farið með minna en 25—30 farþega. Flugfélag íslands. Gullfaxi er í Reykjavík. Skýfaxi og Glitfaxi fóru til Akureyrar í gær fullfermdir farþegum báðar leiðir. ÁrnaB heilla Hjónabönd. :Nýlega voru gefin saman í hjóna band af sr. Pétri Sigurgeirssyni ungfrú Aðalheiður Valdimarsdóttir og. . Óskar Ósvaldsson prentari, Akureyri. Einnig voru nýlega gefin saman í hiönaband ungfrú Ingibjörg Páls dóttir (Árnasonar á Reykjum) og Gísli Ágústsson rafvirki, Selfossi. Ennfremur ungfrú Jakobína Jóns dóttir frá Grænavatni og Trausti Eyjólfsson frá Vestmannaeyjum. Úr ýmsum áttum Andlát. Frú Fjóla Stefánsdóttir Fjeld- sted er nýlátin hér í bænum. Var hún þekkt hæfileikakona — gift Dáníel Fjeldsted lækni. nýkomnir, mismunandi tegundir og stferöir úr íslenzkum efnum í miklu úrvali, Sendum gegn póstkröfu, Sími 6465 Dagskrá: J. Venjuleg aðalfundarstörf. 2, Samningarnir. 3. Önnur mál. STJORNIN. Ríkisráðsmaðurinn ög skattþegnarnir Fyrir alþingi liggur frumvarp um ráðsmann ríkisins, sem á að hafa hemil á mannahaldi og eyðslu rík- isstofnana og ganga fram í því að sameina stofnanir og leggja þær níður, sem óþarfar eru. Trú manna á nytsemi þessa nýja embættis er mjög misjöfn. Margir óttast, að í þetta embætti verði sett einhver pólitísk dula, sem síð- an verði höfð að skálkaskjóli fyrir áíramhaldándi eyðslu og ráðleysi, og er þá verr farið en heima setð. En nú nýlega heyrði ég tillögu, sem ætti að geta gerbreytt viðhorf- unum, ef að henni væri farið. Hér á landi eiga að rísa upp samtök skattþegna. Þeirra er brýn þörf fyrir margar sakir, og eitt af verk- efnum þeirra ætti að vera að skipa menn í embætti ríkisráðsmanns- ins. Þá væri tryggt, að í því sæti maður, sem hefði sífellt hvöt til þess að gæta sparnaðar, fletta ofan af því, sem miður færi og krefjast úrbóta. Við og við myndi svo slík- ur maður verða að standa samtök- um skattþegnanna reikningsskap gerða sinna, og ef hann reyndist lítils nýtur í starfi sínu, myndi hann innan skamms verða að hröklast úr því. Skattþegnarnir sættu sig ekki við ónýtan eða gagns'.ítinn mann í þessu embætti. Mér virðist það einsætt, að svona ætti að skipa þessum mál- um þegar í upphafi, og má það vera mælisnúra á það, hversu þeim, sem með umboð almennings fara á alþingi, er annt um að koma á sparnaði, hvort breyting- artillaga í þessa átt kemur fram og nær samþykki. Nú mun einhver segja, að sam- tök skattþegnanna séu engin til. En þá er því til að svara, að ríkis- ráðsmannsembættið er ekki enn stofnað, og ætti ekki að þurfa að taka lengri tíma að stofna skatt- þegnafélögin og koma bráðab’irgöa- skipulagi á þau en koma þessu nýja embætti á laggirnar. Ég er viss um, að ekki mun standa á skattþegnum landsins, ef þeir finna, að alvarleg ósk um að koma á sparnaði býr á bak við frumvarp- ið um ríkisráðsmanninn. J. II. Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.