Tíminn - 23.02.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.02.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 23. febrúar 1949 41. blað Æskulýðshöll í Reykiavík Það eru fá mál, sem frá upp hafi hafa átt jafn miklum vinsældum að fagna í hug- úm Reykvíkinga og æskulýðs- hallarmálið allt frá því að hugmyndin var fyrst borin fram af Aðalsteini heitnum Sigmundssyni og þar til núver andi biskup landsins, herra Sigurgeir Sigurðsson, hafði forgöngu um að samstilla krafta þrjátíu og þriggja æskulýðsfélaga í bænum um petta mál, með þvi að gerast aðalhvatamaðurinn að stofn- an Bandalags æskulýðsfélag- anna í Reykjavík. Og hvað er það, sem veldur pví að vart hefir heyrzt hjá- róma rödd í þessu deilugjarna landi allan þann tíma sem þetta stórmál hefir verið á döf inni, eða síðan hugmyndin skaut fyrst upp kollinum? Vafalaust veldur þ'að miklu í því efni, að ungir og aldnir hafa haft ríka ástæðu til að bera óskorað traust til for- göngumannanna og þeirra félagasamtaka og stofnana, sem þeir hafa veriö og eru full crúar fyrir. Þess er t. d. vert að minnast, að biskupinn er ’verndari B. Æ. R., og hann hefir sýnt, að hann er það meira en að nafninu til, og enn í dag treystir almenning- ur í landinu engum betur fyr- ir málefnum barna sinna en kirkjunni. Um islenzku kirkj- una er þó alltaf óhætt að segja að hún vinni að fjöl- mörgum góðum málum, og að hún vinni ekki gegn neinu góðu máli. En það, sem samstillir hugi ángra og aldinna Reykvíkinga i:æskulýðshallarmálinu, er þó fyrst og fremst hin brýna þörf íyrir slíka stofnun, og á bæjar ktj'órn Reykjav. skildar þakkir fýrir þann ríka skilning, sem hún hefir sýnt í þessu máli írá upphafi, og nú síðast fyr- ír að hafa boðizt til að leggja fram 50% eða helming af kostnaðarverði æskulýðshall- ar, og lóð undir hana, sem þegar hefir fengizt á ljómandi góðum stað. Að sjálfsögðu verður að byggja þessa stofn- un í áföngum, enda verði hún i mörgum deildum og starf- seihin fjölbreytileg eftir því. Því að kotungsbrag verður að varast þegar framtíð þjóðar- ínnar á í hlut, æskan er fram cíðin, og í Reykjavík er orðinn svo gífurlegur hluti allrar æsku landsins, hvort sem mönnum líkar betur eða ver, að fyrir þann hluta er mikið gerandi og verður að gera mik ið. Það er blátt áfram skylda, og það er ljúf skylda. Það hefir þá ekki heldur skort áhuga í þessu máli hjá æskulýðsfélögunum í Reykja- vík. Um það hafa verið haldn- ir margir sérstakir fundir og það komið til umræðu í öllum félögum, og ekki hafði bæjar- stj'órnin fyrr heitið ákveðnum stuðningi sínum og framlagi en öll þessi félög fylktu sér sámeiginlega um málstaðinn oé stofnuðu B. Æ.R. Það er til marks um einhug unga fólks- ins í þessu efni að öll stjórn- málafélög þess í þænum gengu í sambandið, og er þetta sjálfsagt eitt af þeim fáu málum, sem þessi félög eru algerlega sammála um. Það er í þeirra augum hafið yfir allu flokkadrætti, það er Cs2,«kií!5í!iE‘tíeas?!> mál æskumannsins, hvar í flokki sem hann er staddur, í því snýr allt ungt fólk bökum saman og leyfir engri sundr- ung að komast að. Félög ungra Framsóknarmanna, jafnaðarmanna, Sjálfstæðis- manna og Sósíalista standa hlið við hlið í B. Æ. R., hvað sem annars ber á milli, og sýnir þetta svo mikinn félags þroska að til íyrirmyndar er samtökum feðra og mæðra þessa æskufólks, og væri þess óskandi að það fólk, sem nú er ungt, kæmi sér betur sam- an í landinu í frámtíðinni en gert hafa þeir, ■ sem nú ráða flokkum, og um leið flokka- dráttum, í landinu. Og sú æska, sem snúið hef- ir bökum saman í æskulýðs- haliarmálinu, hún er máttug, og hún á að sýna mátt sinn til góðs, sýna hann í verki, og munu þá að auki verða ótal hendur á lofti henni til hjálp- ar. Gamalt íslenzkt orðtak segir: Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur. Æskan á fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig næst guði. Hún á að gera kröfur til sjálfrar sín, og, félagsstörf íslenzks æsku- fólks á síðustu áratugum sýn- ir, hve mikil fórnfýsi og félags lund blundar í ungum íslenzk um brjóstum, enda þótt löng- um kveði -við, að ungt fólk sé kröfufrekt gagnvart öðrum en sjálfu sér. Ótal d.æmi afsanna þetta, en bygging æskulýös- hallar í Reykjavík, sem jafn- framt yrði samkomustaður alls ungs fólks, sem kemur ut- an af landi, á þó að taka af ölí tvímæli í þessu efni. Æsk- an á einu sinni fyrir allt að reká af sér slyðruorðið með þvi að hætta ekki fyrr en það stendur ómótmælt, að hún hafi unnið félagslegt þrek- virki. í vetur lét stjórn B. Æ. R. prénta sofnunarlista og skiptu félögin þeim í milli sín. Safnað er beinum fjárfram- lögum, loforðum um fjárfram lög og loforðum um gjafadags verk við byggingu æskulýðs- hallarinnar. Af þessari söfn- un hafa þegar borizt fregnir, sem gefa fyrirheit um góðan árangur, og þarf nú að herða sóknina í öllum félögunum. 1, marz er nú liðið rétt ár frá stofnun B. Æ. R. Hér með er skorað á alla, sem hafa söfnunarlista undir höndum, að herða sóknina og alla, unga og gamla, sem unna æskulýðshallarmálinu, að gefa B. Æ. R. sem veglegastar gjafir, hver eftir sinni getu, og hafa dagblöðin í Reykja- vík góðfúslega lofað að birta gjafalistana. Þessi söfnun er prófsteinninn á áhugann í verkinu hún sker úr um það, hvort hinn almenni áhugi op- inberast í verki eða ekki. Ef hann opinberast í verkinu er málinu borgið einu sinni fyr- ir allt, það stenst ekki við og vill heldur enginn standa á móti ótvíræðum vilja alls æskulýös þessa bæjar. En op- inberist áhuginn ekki í verk- inu þá munu ótal raddir kveða upp úr með það í kór, að sú æska, sem ekkert vill leggja fram sjálf, geti ekki vænzt þess að ríki og bær byggi henni höll, og þær radd frá B. 7E. R. ir hefðu þá óneitanlega nokk- uð til síns máls, og æskulýös- hallarmálið, sem nú er komið á svo góðan rekspöl, myndi detta niður, eða það gæti dott ið niður, um ófyrirsjáanlegan tíma. En það má aldrei verða. Nú reynir á alla æskumenn og konur þessa bæjar, þessi fyrsta almenna fjársöfnun er prófsteinninn. Framkvæmda- nefndirnar innan félaganna verða nú að láta hendur standa fram úr ermum, hver einasti úngur maður og ung kona í þessum 33 félögum, sem eru í B. Æ. R. verður að leggja fram sinn skerf, og margt smátt gerir eitt stórt. Auk gjafa og gjafaloforða frá einstaklingum ætti hvert ein- asta félag strax að undirbúa samkomu, það má t. d. eflaust fá að halda samkomur í skól- unum, og auglýsa að hagnaði af þeim samkomum verði var- ið til æskulýðshallarinnar. Unga fólkið ætti sjálft að skemmta og skora á foreldr- ana að sækja slíkar samkom- ur, og við skyldum sjá til, hvort þær yrðu ekki sóttar. Aðgerðaleysi í þessu máli má ekki eiga sér stað, það er ó- samboðið æskufólki og slíkum málstað, framkvæmdasemi á þessum vetri er trygging fyr- ir því, að æskulýðshöll verði reist í Reykjavík, og hver vill ekki sjá hana rísa? Söfnunar lista má sækja til gjaldkera B. Æ. R. Sigurjóns Ðanívals- sonar á Ferðaskrifstofu rík- isins, og sækið nú söfnuhar- lista strax í dag, safnið strax í dag, eða skrifið ykkur á söfn unarlista strax í dag, þó þið getið ekki gefið nema fimm krónur þá hugsið til þess hve mikil upphæð það yrði, ef all- ir æskumenn og konur bæjar- ins gæfu fimm krónur hver um sig. Það væri glæsileg upp hæð, beinlínis trygging fyrir því, að engum dytti í hug að væna æskuna um áhugaleysi í verki, ekki þarf nú meiru að fórna til þess. SöfnuhSrlist- arnir verða bundnir inn í bók eða bækur, sem seinna verða geymdar meðal dýrgripa í æskulýðshöllinni, og gjafalist ar verða birtir í blöðunum framvegis, enda sýna öll tílöð- in málinú svo mikla velvild, að það er til fyrirmyndar. Nú skulum við gera ráð fyr- ir að þessi söfnun innan félag þegar orðin það í sumum anna verði glæsileg, og hún er félögunum. Hugsið þá til þess, sem á eftir kemur. Það munu allir keppast um að bjóða fram fé til styrktar þessu áhugamáli unga fólks- ins: Viröulegar stofnanir, verzlunarfyrirtæki alls konar samkomuhús og skemmtistað ir, félög og hvers kyns samtök feðra og mæðra þeirrar æsku, sem sýnir, að hún veit hvað hún vill. Bærinn hefir heitið ákveðnu framlagi, Alþingi mun telja sér heiður að því, að veita fé á fjárlögum til framkvæmdanna, eftir því sem ástdeður leyfa. Það er lær dómsríkt að minnast þess, er stúdentar hófu byggingu Nýja stúdentagarðsins fyrir fáum árum með tvær hendur tómar. Fáeinir stúdentar gerðu þetta, og svo hrifnir urðu menn að framtaksvilja • (Framhald á 7. siðu). Tvær sögur ura stöövarbílstjóra hef ég verið beðinn að segja hér og geri það. Önnur er á þá leið, að síðastliðið sunnudagskvöld var sam kvæmi eitt hér í bænum og stóð þar til klukkan var að ganga 2. Þegar gestir ætluðu heim var hringt á þá bí’stöð, sem næturvakt átti, en hún reyndist vera á tali. Samt Var haltíið áfram að hringja um hríð, en alltaf var sími stöðvarinn ar í sambandi. Þá var liringt á sím stöðina og hún beðin að athuga málið. Hún varð við þeirri ósk, en varð einskis manns vör á bílastöð- inni. Þar var alls ekki verið að tala í s'ma, heldur stóð stöðvarsíminn þegjatidi í sambandi við annan síma. Það er að vonum, að þetta þyki ljót saga og frammistaða stöðvar- innar slæm og sviksamleg. Mér er ljúft að segja þessa sögu, því að svona mál á að ræða upphátt og hiklaust fyrir opnum tjöldum. Menn vilja eðlilega vita hvaða skyld ur hvíla á þeirri bílastöð. sem tck- ið hefir að sér næturakstur. Engum dettur 1 hug að heimta að alltaf sé hægt að senda bíl viðstöðulaust, en maður ætti að vera þar við síma fram á lokunartíma. Stöðvarnar eru viðurkenndur aðili með sérrétt- indum til mannflutninga, en þær hafa líka skyldur við fólkið. Og það er beZt að allir viti hvaða skyldur það eru. Hina söguna var ég sjálfur við riðinn. Við fengum okkur fimrh saman bíl til að komast heim af fundi og létum hann auðvitað flytja hvern heim til sín. í gáleysi borguðum við bílstjóranum smám saman eftir því sem við fórum út og héldum að kæmi í einn stað nið ur. En þegar sá síðasti fór að gera upp bílferðina, sýndi það sig, að þetta gáleysi var dýrt, því að bíl- stjórinn tók jafnan svokallað start gjald í hvert sinn, sem honum hafði verið borgað. Þetta kalla ég þjófnað. Það er nákvæmlega sama verk og tilkostn- aður að aka mönnum heim til sín á fimm staði í bænum, hvort sem það er borgað í einu lagi eða ekki. Og undarlegt er það, ef bílstjórinn er frjáls að þvi, að taka þrjár krón ur fyrir það eitt að stinga 5 króna seðli í tösku sína þegar hann hefir stöðvað bílinn fyrir fulla greiðslu hvort eð er. En svona hafði hann það þessi og ég kalla það þjófnað. Hitt skal ég ekki fortaka, að þetta kunni að vera lögverndaður og samningsbundinn þjófnaður. Þeir eru oft undarlegir samningarn ir. En ef svo skyldi nú vera að þetta væri bilstjórunum frjálst samkvæmt löghelguðum taxta, þá vil ég gera mitt til að aðvara við- skiptamenn þeirra. Þeir veiða þá að láta síðasta mann taka við greiðsl- unni og borga bílinn í einu lagi. — En þó að margir leigubílstjórar séu liprir menn og þægilegir, þá er ekki þess að dyljast, að til eru x stéttinni leiðindafuglar, sem öll á- stæða er til að vera á verði gegn, því aö það er aldrei rétt að láta féfletta sig — og að vissu leyti ábyrgðarhluti að koma mönnum upp á slíkar brellur. Kunningi minn einn benti mér á gat í kvikmyndaeftiriitinu. Hann sagði, að stundum þegar sýndar væru myndir, sem börn mættu sjá, væru aukretis sýntí nokkur atriði úr næstu mynd. Þá gæti vel tekizt svo til, að sú mynd væri bönnuð börn- um. Kunningi minn hélt samt, að verið gæti að væru sýnd hrotta- legustu atriði myndarinnar. Okk- ur kom saman um að rétt væri að minnast á þetta. Eru þcssar auglýs ingamyndir líka háðar eftiriitinu, eða er hér um að ræða gat í það, svo að börnin fái' uridir vissum kringumstæðum dálítinn forsmekk þess, sem þeim er bannað aö sjá? Þetta væri fróðlegt að vita. Starkaður gamli Fryst dilkaÍLfur Kaupið þessa kostafæðu meðan hún fæst. í heildsölu hjá FRYSTIHÚSINU HERÐUBREIÐ Sími 2678 Sími 81440, Flugferð til New York verður um næstu helgi, ef nægilegur farþega- jj fjöldi er fyrir hendi. — Væntanlegir farþegar :: * $ hafi samtoand við skrifstofu vor.a sem fyrst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.