Tíminn - 09.03.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.03.1949, Blaðsíða 5
53. blað TÍMINN, miðvikudaginn 9. marz 1949 5 Miðvikutl. 9. marz „Flokkur allra stétta“ Sjálfstæðisflokkurinn reyn ir að koma því að við flest tækifæri, að hann sé „flokk- | ur allra stétta.“ Furðu margir ! hafa orðið til þess að trúa j þessu, enda ræður flokkurinn yfir margvíslegum og áhrifa- | miklum áróðurstækjum. í, skjóli.þessarar blekkíngar nýt ur Sjálfstæðisflokkurinn nú óeðlilegrar valdaaðstöðu í ís- lenzkum stjórnmálum. Þeir, sem gefa sér tóm, til þess að athuga gaumgæfilega1 starfsferil Sjálfstæðisflokks- j ins, komast vissulega að raun' um annað en það, að hann sé „flokkur allra stétta.“ Verk hans sýna, að hann er fyrst og fremst flokkur auðmanna og milliliðastétta í þjóðfélag- inu. Fyrir hag þessara stétta berzt hann alltaf ótrauður. Hann er jafnan reiðubúinn að taka upp hanzkann fyrir þær. Það mætti nefna fjölmörg mál þessu til sönnunar. Það má t. d. nefna verzlunarmál- in. Hagur almennings er bezt tryggður með því, að hann fái sem frjálsasta aðstöðu til þess að velja á milli verzlana. Þannig getur hann látið sam keppni haldazt milli verzlana, en hún skapar bezt verzlun- arkjör. Þetta frjálsræði neyt- enda er auðvelt að tryggja, þótt beita þurfi innflutnings- höftum. Það er hægt með því að láta skömmtunarmiðana gilda sem innkaupaheimild. Framsóknarmenn hafa hvað eftir annað lagt til, að þett^, fyrirkomulag yrði tekið upp. Sjálfstæðisflokkurinn, sem þó þykist fylgjandi samkeppn- inni og frjálsri verzlun, hefir alltaf hindrað það. Hann vill halda verzluninni í viðjum nefnda einokunar. Hann ótt- ast, að neytandinn myndi nota frelsi sitt til að hætta viðskiptum við þær verzlan- ir, sem bjóða lökust kjör. Hagsmunir umræddra heild- sala og kaupmanna vill hann tryggja með nefndaviðjun- um. Hag þessara fáu manna setur hann ofar hagsmunum alls fjöldans. Svo slær hann sér á brjóst og segist vera flokkur allra stétta. Þannig mætti halda áfram að nefna mýmörg dæmi, gömul og ný. Það vantar t. d. ekki, að Sjálfstæðisflokkur- inn þykist hliðhollur bænd- um. Þó hefir hann jafnan tek ið afstöðu með stórgróða- mönnum og milliliðum, þeg- ar hagsmunir þeirra og bænda hafa rekizt á. Ráðstöf un gjaldeyrisins á árunum 1944—’46 er gott dæmi um þetta. Bændur fengu aðeins örlítið brot af stríðsgróðan- til þess að kaupa fyrir land- búnaðarvélar. Þess vegna er skortur slíkra tækja nú jafn- mikill og raun ber vitni um. Heildsalarnir og milliliðirnir fengu hins vegar að sóa gjald eyrinum eins og þeim sýnd- ist. Þess vegna býr þjóðin nú við skömmtun og gjaldeyris- skort. Vegna þess, að alltof marg- ERLENT \FIRUT: . Kjarnorkuiðnaðurinn í Bandaríkjunum llasm íer hraðvaxandi og er eina jilúðnýitta atviiiimgreinin í Bandaríkjumiim Það var opinberlega tilkynnt hinn fyrsta þessa mánaðar, að í Rocky Montains í Bandaríkjunum hefðu fundizt auðugar úrannámur. Frá sjónarmiði Bandaríkjamanna eru þetta einhverjar hinar gleðileg ustu fréttir, um langt skeið. Síðan stríðinu lauk hefir kjarnorkuiðnað- urinn þróast til þess, að verða ein- hver þýðingarmesti iðnaður Banda ríkjanna. Raunár vita menn ekki hversu umfangsmikill hann er eða á hvaða stigi hann er. En eftir að formaður kjarnorkunefndar Bandaríkjanna, David Lilienthal, hefir lagt síðustu sex mánaða skýrslu sína fyrir þingið, geta menn þó gert sér grein fyrir því, að þessi starfsemi er í miklum vexti og hefir geysilega þýðingu fyrir varnir og fjárhag Bandaríkjanna. Sívaxandi atvinnugrein. Það kemur fram í þessari skýrslu að útgjöld við kjarnorkuiðnaðinn á þessu ári, vegna vinnulauna, hrá- efnis og nýbygginga eru áætluð 632 miiljónir dollarar. Útgjöldin eru því í örum vexti og bendir þó ekkert til, að hér verði staðar numið. Lilienthal reiknar með, að þau verði 725 milljónir dollara á næsta ári. Auk þess hefir hann gert á- ætlun um sérstaka nýbyggingu, sem kosta myndi 700 milljónir doilara. Eins og sakir standa eru 20 stórar verksmiðjur í smíðum og eru þó enn þá fleiri ráðgerðar. Engar skýrslur eru birtar um það, hvað mörg fyrir tæki vinna nú að kjarnorkufram- leiðslu. Þau eru að minnsta kosti 30 og eru dreifð um fimmtán sam- bandsríkjanna. 65 þúsund starfsmenn. Fjölda starfsmannanna er haldið leyndum, en af skýrslunum um launin má ráða, að þeir muni vera nálægt 65 þúsundum. í tveimur veigamestu framleiðsluhverfunum, Oak Ridge í Tennessee og Stan- ford í Washington, hafa verið byggð ar íbúðir fyrir 56 þúsundir manna. íbúðarbyggingar eru því mikill út- gjaldaliður í þessu sambandi. En þó eru véiarnar meiri þáttur í tilkostn aðinum og er ráðgert að verja 66 milljónum til vélakaupa á þessu ári, en það er um það bil helmingur þess, sem notað var til nýbygginga fyrir stáliðnaðinn á siðasta ári. Það gefur góða hugmynd um fyrirferð k j arnorkuiðnaðarins. Stáliðnaður- inn, sem er mesti iðnaður Banda- rikjanna, hefir einmitt á þessum ár um gengið í gegnum endurbyggingu og umbótaskeið, sem á sér enga líkingu í sögunni. Hvað er framleitt? Þeirri spurningu, sem áleitnust er, hvað framleitt sé í þessum verk smiðjum, er vitanlega ekki svarað opinberlega. í skýrslu sinni lætur Litienthal sér nægja að skýra frá því, að þar séu búnar til ýmiskon- ar sprengjur, sem hafa miklu meira eyðileggingargildi en þær tiltölulegu meinlausu sprengjur sem á sinum tíma var sleppt yfir Hirosima, Nagasaki og Bikini. En hann bætir því við, að þarna sé iíka unnið að því, að búa til geislavirk efni, sem muni væntanlega áður en langir tímar líða geta notast til að fram- leiða rafmagn og knýja flugvélar og skip. Margt bendir til að þessi friðsamlegu störf muni vera að vaxa hinum hernaðarlegu yfir höfuð. Svo kölluð ný framleiðsla er á- ætluð að muni taka til sín 61 milljón á þessu ári og talið er að þar sé um fátt að ræða, sem hafi hernað- arlega þýðingu. Þess er þó að gæta, að í kjarnorkuiðnaðinum er um að ræða fleiri hergögn en sjálfar sprengjurnar. Kjarnorkuiðnaðurinn þjóðnýttur. Bandaríkin eru talin síðasta há- borg hins frjálsa einkaframtaks. Það skýtur því skökku við, að þar í landi skuli kjarnorkuiðnaðurinn ekki vera á vegum þess. Þetta hefir líka þrásinnis verið rætt á þinginu í Washington, en jafnvel hörðustu republikanar hafa hingað til leitt hjá sér að deila á stjórnina fyrir að halda þessum iðnaði á vegum ríkisins. Hins vegar reynir einka- framtakið að beita áhrifum sínum til að takmarka kjarnorkutilraunir við hernaðarleg viðfangsefni og að því er helzt verður séð til að hindra að fram komi hráefni, sem verði til nota við almennan iðnað. Þannig virðast til dæmis eigendur raf- stöðva. sem rekið hafa harða sam- keppni við rafstöðvar ríkisins, sem Truman selja raforku á stórum lægra verði, hafa þungar áhyggjur af því, ef farið yrði að nota kjarnorku til að framleiða rafmagn. Ekkert bendir til þess, að ríkisstjórnin láti eig- endur rafstöðvanna beygja sig, enda er nú fyrstu aflstöðvum ríkisins í Tennesse fylgt eftir með tröllaukn- um rikisvirkjunum við Missisippi og Kolumbíufljót. Hins vegar trygg ir einkaframtakið aðstöðu sína á ýmsum hliðarsvæðum kjarnorku- iðnaðarins. Til dæmis eru flestar úraníunámur Bandarikjanna einka eign. Forusta Bandaríkjanna. Annað athyglisvert umhugsunar- efni er það, hvað lengi Ameríku- menn gera ráð fyrir að geta verið á undan öðrum þjóðum í fram- leiðslu kjarnorku svo sem nú er. Eins og kunnugt er héldu sérfræð- (Framhald á 6. slðu) Framfærslu- og styrktarútgjöld Reykjavíkurbæjar Þegar alþýðutryggingalög- in voru sett, var því m. a. haldið fram þeim til gildis, að þau myndu draga stórlega úr framlögum sveita- og bæjar- félaga til styrktar- og fram- færslumála. Reynsla Reykjavíkurbæjar virðist hins vegar leiða allt annað í ljós. Þar hefir kostn- aðurinn við framfærslumálin aukizt, þrátt fyrir trygging- arnar. Á þessu ári eru þessi útgjöld t. d. áætluð 2 milj. kr. hærri en 1945, þótt framlag- ið til alþýðutrygginganna sé frádregið. Sé það talið meö eru útgjöldin til framfærslu- og styrktarmála áætluð um 9 milj. kr. hærri en þau voru 1945. Hér fer á éftir yfirlit um þessi útgjöld bæjarins síðan 1945, en það var síðasta árið áður en tryggingalögin tóku gildi: Árið 1945: Til framfærslumála kr. 3.039 Til alþýðutrvgginga kr. 2.350 Önnur styrktarst.s. kr. 1.351 Samtals kr. 6.731 Árið 1946: Til framfærslumála kr. 3.886 Til alþýðutrygginga kr. 3.027 Önnur styrktarst.s. kr. 1.363 ir hafa trúað því, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri „flokk ur allra stétta“ hefir hann verið og er nú mikilsráðandi í ísl. stjórnmálum. Völd sin hefir hann óspart notað til þess að hlynna að stór- gróðamönnum og milliliðum. Auður þeirra og yfirráð eru nú meiri en nokkru sinni fyrr. Meðan þeir njóta slíkrar aðstöðu verður ekki mögu- legt að gera þær endurbætur og lagfæringar í íslenzku stjórnmálalífi, sem eru óhjá- kvæmilegar, ef koma á at- vinnurekstrinum á réttan kjöl og tryggja afkomuöryggi almennings. Þeir munu standa sem múrveggur gegn öllum endurbótum í verzlun- inni, í húsnæðismálunum og öðrum ráðstöfunum, sem leggja réttlátt framlag stór- gróðamanna til viðreisnar- innar. Þetta þurfa bændur, verka menn og miðstéttamenn, sem hafa trúað á Sjálfstæðis- flokkinn sem „flokk allra stétta“, að gera sér fullkom- lega ljóst. Þeir verða að hætta að efla völd auðmanna á kostnað sjálfra sín og ann- arra alþýðumanna með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þeir eiga heima í frjálslynd- um og framsæknum flokki, sem berzt jöfnum höndum gegn því að þjóðin sé hneppt í viðjar auðmanna eða þjóð- nýtingarviðjar, sem myndu aðeins skapa nýja yfirstétt og enn meira ófrelsi. Þess vegna eiga þessir menn að skipa sér um Framsóknar- flokkinn og gera hann nógu öflugan til þess að skapa hér réttlátt þjóðfélag, þar sem heilbrigt framtak og sam- vinna fær að njóta sín, en þetta hvorttveggja er ekki hindrað vegna yfirdrottnun- ar fárra auðmanna eða ó- eðlilegra afskipta ríkisvalds ins. Raddir nábáanna Mbl. ræðir um yfirlýsingur þeirra Thoréz og Togliatti í gær og segir m. a.: „Þessar yfirlýsingar kommún- istaforingjanna vöktu í fyrstu nokkra furðu. Ekki vegna þess að almenningur allra þjóða vissi ekki að við því mætti búast að kommúnistarnir svikju þjóðir sínar og gengju í lið með f jand- mönnum þeirra, heldur vegna liins að kommúnistar hafa hing að til reynt að breiða yfir þessi I áform sín. Þeir hafa sagst vera hinir sönnu „þjóðvarnarmenn“ og krafist fylgis fólksins til þess að standa vörð um frelsi þess og sjálfstæði þjóðanna, Nú hefir farið fram alger afhjúpun á hinum sanna tilgangi þeirra. Nú hafa þeir sjálfir lýst því yfir að þeir séu landráðamenn, sem bíði þess eins að herir Sovét- Rússlands ráðist á Iönd þeirra. Þá muni þeir styðja árásarher- ina rússnesku með ráðum og dáð. Þetta er það, sem foringjar ítalskra, franskra, danskra, norskra, argentinskra og brezkra kommúnista hafa lýst yfir. Það er ekki óeðlilegt að þeirri spurningu sé beint til Toringja íslenzkra kommúnista, hver af- staða þeirra sé í þessu máli. Er Brynjólfur Bjarnason á sömu „línu“ og þeir Thorez, Togliatti og Aksel Larsen? ViII hann gefa afdráttarlausa yfirlýsingu um það, hver afstaöa íslenzkra kommúnista mundi verða til rússneskrar innrásar í ísland Það er nauðsynlegt að fá slíka yfirlýsingu og það strax. Þjóðin krefst þess að fá um hana skýr svör.“ Vissulega er það grunsam- legt, ef Brynjólfur lætur standa á sér að svara. Samtals kr. 8.276 Árið 1947: Til framfærslumála k?. 3.931 Til alþýðutrygginga kr. 7.574 Önnur styrktarst.s. kr. 1.436 Samtals kr. 12.941 Árið 1948: Til framfærslumála kr. 3.765 Til alþýðutrygginga kr. 9.000 Önnur styrktarst.s. kr. 1.436 Samtals kr. 14195 Árið 1949: Til framfærslumála kr. 4.870 Til alþýðutrygginga kr. 9.120 Önnur styrktarst.s. kr. 1.725 Samtals kr. 15.715 Fyrir fyrstu árin eru tölurnar i teknar úr reikningum bæjar- i ins, en fyrir 1948 og 1949 er I farið eftir . f járhagsáætlun- inni. Samkvæmt venju má vænta þess, að útgjöld þeirra ára fari fram úr áætlun. Eins og sjá má á þessum tölum hafa umrædd styrktar- og framfærsluútgjöld meira en tvöfaldast síðan 1945, en þó voru þau þá hærri en nokk urn tíma áður. Þessi gjöld nema nú orðið um 300 kr. á hvert mannsbarn í bæuum og eru slíkar byrðar vissulega | meiri en.góðu hófi gegnir. Hér er um mál að ræða, sem vissu lega þarfnast endurskoðunar. Að öðrum kosti má vænta þess, að þessar byrðar haldi áfram að vaxa á sama tíma og gjaldþol borgaranna fer minnkandi. X. HúmiiÍ 7'wœHn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.