Tíminn - 09.03.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.03.1949, Blaðsíða 2
TIMINN, miðvikudaginn 9. marz 1949 53. blað »>h>^#w>ii(»^i>ww^i»wm i Jtá ka^i til keiia í dag: ii-Sólin kom upp kl. 7,09. Sólarlag kl.: 18,10. 18. dagur í Góu. Imbru- dagur. — Sæluvika. í nótt: j Næturlyknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúð- irini Iðunn, sími 7911. Næturakstur aniiast Litla bílastöðin, sími 1380. Hvar eru skipirt? Ríkisskip. Esja var á Vestfjörðum í gær á norðurleið. Hekla er í Reykjavík. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið verður vænt anlega á Akureyri í dag. Súðin er væntanlega í Trapani. Þyrill er á leið frá Englandi til íslands. Skallagrímur. Laxfoss fer til Akraness og Borgar ness á morgun kl. 12 á hádegi. Per frá Akranesi á suðurleið kl. 7. e. h. Einarsson & Zoega. Poldin er í Reykjavík. Linge- stroom er í Vestmannaeyjum, lest- ar fiskimjöl til Hillands. Reykja- nes er í Trapani. Flugferðir Flugfélag Islands. Gullfaxi er hér og var í æfinga- fiugi í gær. Flogið var í gær til Akureyrar, Vestmannaeyja, ísafjarðar, Hólma- yíkur og Sands. Loftleiðir. J' Hekla fór í gærmorgun til Prest víkur og Kaupmannahafnar með yfir 40 farþega. Er væntanleg aftur í dag milli kl. 5—6 síðd. með um 20 farþega. . 'Plogið var í gær til Akureyrar, Siglufjarðar, ísafjarðar og Patreks fjarðar. Árnað heilia Hjónabönd. Nýlega voru gefin saman ííijóna band af sr. Jóhanni Hlíðar ungfrú Bryndís Pétursdóttir leikkona og Örn 'Eiríksson loftsiglingafræðing- ur frá Akureyri. Einnig voru geíin saman í hjóna band í Hallgrímskirkju s.l. laugar- dag af sr. Jakob Jóna^ni, ungfrú Kristjana S. Guðmundsdóttir Týs- götu 4C og Haukur ísleifsson loft- skeytafræðingur. Einnig voru gefin saman í hjóna band nú fyrir síðustu helgi af sr. Jóni Thorarensen ungfrú Ingigerð- ur Guðmundsdóttir og Geir Ágústs son húsasmiður. Trulofanir. Nýlega hafa birt hjúskaparheit sltt ungfrú Hil4'jr Bjarnadóttir (læknis Guðmundssonar Patreks- firði) og Sigurður Jónasson (Magn ússonar skólastjóra). Einnig hafa nýlega kunngert hjú skaparheit sitt ungfrú Ethel Bjarna sen, Háskólanum og Garðar G'sla- son flugmaður, Miðstræti 6, Rvík. Ennfremur hafa birt hjúskapar- heit sitt nýlega ungfrú Guðný Kristjánsdóttir Blönduósi og Hólm steinn Valdimarsson frá Smyrla- bergi, A.-Hún. Úr ýmsum áttum Gestir í bænum: Sigurður Magnússon bóndi, Dpl- um, Páskrúðsfirði, Guðmundur Jósa fatson bóndi Austurhlíð. Gísli Páls son bóndi Sauðanesi, Hallgrímur Guðjónsson bóndi Hvammi, Jón Hannesson bóndi Undirfelli, Þor- björn Björnsson bóndi Geitaskarði, SigUrgrímur Jónsson bóndi Holti, Páll Guðmundsson bóndi Hjálms- stöðum. Frá áfengisvarnarnefnd. Undanfarið hefir Áfengisvarnar- nefnd Reykjavíkur eða einhver úr henni- vérið t'il viðtals í Elliheim- ilinu og getað með starfi sínu hjálp að ýmsum til að komast á réttan kjöl aftur. Nú hefir nefndin fengið sérstaka skrifstofu til afnota í Templara- höllinni Príkirkjuveg 11 (kjallar- anum). Verður hún ópin daglega kl. 5.30 til 6.30; síðdegis. Á þeim tíma verður nefndin til viðtals. Sími 7594. — Öll mál er farið með sem trúnaðarmál. Skógræktarfélag Eyfirðinga hélt- aðalfund sinn á Akureyri 27. febrúar. Plantað hafði verið á vegum fé- lagsins s.l. vor 20 þús. og 502, plönt- um og höfðu 143 sjálfboðaliðar unnið að því í .437 vinnustundir. Ýmislegt fleira ágætt hafði fé- lagið hafst að á árinu. Gjafir höfðu félaginu borist á árinu frá Krist- jáni Benediktssyni. trésmið kr. 14056,00 og minningargjöf um Árna Jóhannsson fyrrverandi formann félagsins kr. 500,00. Pélagsmenn eru nú 330 og hafði þeim fjölgað um 55 á s.l. ári. Stjórn félagsins skipa nú Guðm. Karl Pétursson formað-' ur, Þorsteinn Davíðsson ritari, Ár- mann Davíðsson gjaldkeri, Björn Þórðarson og Þorsteinn Þorsteins- son meðstjórne'ridur. Samvaldir á- gætismenn. i Frá Skíðasambandi íslands. Landsþjálfari Skíðasambands ís- lands, Axel Wikström, -dvelur nú á Norðurlandi og kennir skíða- göngu. Kenndi hann fyrst í Stranda sýslu, en undanfarið hefir hann starfað á vegum Héraðssambands Suður-Þingeyinga og kennt þar á. tveim stöðum, í Mjvatnssveit og Reykjadal. Þeim námskeiðum er nú senn lokið og telja Þingeying- ar árangur þeirra mjög góðan. '¦ ftílwlMBI l' 'jímtsatsl Wikström mun næst kenna á Akuréyri, nokkra daga, en síðan á Siglufirði um tveggja vikna skeið. Loks fer hann til ísafjarðar og kennir við skíðaskólann þar fyrri helming aprílmánaðar. Skíðaráðin á þessum stöðum sjá um undirbún- ing námskeiðanna. Togaraverkf allið.' í gærkvöldi var togaradeilan ó- leyst og er nú fjórða vikan óðum að líða síðan verkfallið hófst. Eru nú flestir orðnir stórundrandi yfir að aðilar togaranna skuli láta þá liggja í höfn viku eftir viku nú á hávertíðinni. Eitthvað meira en lítið hlýtur að vera athugavert við þjóðfélag, þar sem þegnarnir haga .sér á þenn an hátt, hvort sem hér eiga sök á togaraeigendur eða einhverjir þeir, sem vinna við skipin. Skátakvikmynd. Skátar sýndu kvikmynd í gær í Tjarnarbíó af 10. skátamóti sínu, sem háð var á Þingvöllum s.l. sum- ar. Hefir Óskar Gíslason tekið myndina og er hún víða fögur og sýnir vel og bráðlifandi starf og búskap skátanna í borg sinni þar eystra. Bregður myndin skærri birtu yfir hið góða starf skátanna. sem áreiðanlega hefir oft mjög bætandi og þroskandi áhrif á þátt- takendurna. Skógarverðir til Noregs. í gær fóru Sigurður Jónasson, Varmahlíð og Daníel Kristjánsson Hreðavatni til Noregs á vegum Skógræktar ríkisins til skógræktar náms. Ætluðu þeir til Tromsfylkis og vera þar fyrst við fræþresking- ar og svo við gresjun og gróður- setningu þegar fram á vorið kem- ur. Njóta þeir þar ytra fyrir- greiðslu Reidars Bathens fylkis- ;-r:<aarmei<!tara, sem dvaldi hér nokkurn tíma í fyrrasumar. — Er þessi frásögn skv. viðtali við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Emjað á flóttanum Menn bera mótlæti misjafnlega vel. Sumir vaxa, en eðra brestur fljótlega þol og stillingu. Kommúi istar á íslandi eru dæmi um seinni mann:erðina. Einn ábyrgra blaða hefir Þjóðviljinn talið sér hæfa að hefja ádeilur vegna þess, að mennta málaráðherra skipaði Guðlaug Rós inkranz þjóðleikhússtjóra. Barm'- ar hann sér eins. og óttasleginn fugl við hreiður yfir því, að komm únistar skyldu ekki öðlast nýtt vígi, þar sem þjóðleikhúsið er, heldur koma í hlut manns, sem líklegur er til þess að mismuna ekki stefnum og lífsviðhorfum. að veita því for- stöðu. í ofanálag á þetta er svo sá skratti, að Guðlaugi Rósinkranz er manna bezt trúandi til þess að haga rekstri þess á þann hátt, fyrir sakir dugnaðar og hagsýni, að það verði ekki baggi á opinber um sjóðum í framtíðinni. Þessi emjan Þjóðviljans var svo bætt með gömlum og prýðisvel sykruðum íhaldslummum svo að úr yrði rauðbrún súpa, er minnti fagurlega á þá gullnu dajra, þegar ' höfðingjar meg- inlandsins voru að skipta með sér Noiðurálfunni. Sú grautargerð er í rauninni órækur vitnisburður um það, að Guðlaugi Rósinkranz er vel treystandi til þess að halda af réttsýni á málum þjóðleikhússins '¦ Það er líka eftir öðru, eð árás þessi er gerð, áður en hann hefir starf sitt og áður en nokkur reyn;:la er fengin af honum í< þessu starfi. Það er einkunn, sem Þjóðviljinn gefur sjálfum sér í heiðarlegum og rökföstum mál- flutningi og er ekki öfundsverður af. Það má líka gleðja Þjóðviljann og aðra með því, að hann mun hafa æðsta vald í öllum málum þjóðíeikhússins og þá líka bæði hvað andlegar og líkamlegar veit- ingar snertir, og hyggja allir frjáls lyndir menn gott til þess. Á hinn bóginn sanna áhyggjur þær, sem sumir menn virðast hafa af því, að veitingareksturmn í þjóðleik- húsinu skuli eiga að lúta stjórn forsjáls þjóðleikhússtjóra, hversu þungt þeim veitist að sætta sig við þá tilhugsun, 'að þjóðleikhúsið skuli nú kannske eiga eftir að bera síg þolanlega. Að Vilhjálmur Þ. Gíslason var skipaður formaður þjóðleikhús- nefndar að tillögu Pramsóknar- flokksins og af Pramsóknarráð- herra sýnir aftur á móti, að meðal Pramsóknarmanna er alls ekki lit- ið á þjóðleikhúsið sem pólítískt togreipi, held'jr mennin£arstofnun, sem skylt er' að búa sem bezt að, svo að henni megi vel farnast. .-' • •'.'. . '• ¦' vJ;,ftý- VOLPONE í kvöld kl. 8. Miðasala í dag frá kl. 2. - Sími 3191. Börn fá ekki aðgang. Sími 3191. ?»??????»?* »?????»???????????»?»*??????????????¦ ......... -..???¦>?»?????????????????????????????? ????????????????????•?????????????????????????????? i^P^ FJALA- KDTTURINN IVIeðan við foíðum Sjónleikur í þrem þáttum eftir JOHAN BORGEN Sýning í Iðnó annað kvöld (fimmtud.) kl. 8. AÖgöngumiSar seldir í dag frá kl. 4—7. Sími 3191. Börnum innan 16 ára ekki leyfður aðgangur. »??????????????????¦ GLATT Á HJALLA KVÖLDSÝNING í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. Aðgöngumiða má panta í síma 2339 frá kl. 10—12. Pantanir sækist kl. 2—4. Dansað til kl. 1. ?? ?? ?? II Vér höfum ákveðið að gefa út eftirfarandi bækur, j *? H sem ekki eru verndaðar af rithöfundarrétti eöa vér ?? H ekki enn fengið svar frá höfundunum: ?? * ?? ?? || R. H. DANTE: Two years before the Mast. ?? :: Carlo Levi: Christ stoppet at Cboli. Zofia Kossak: Konge af Jerusalem („Blesser are the meek") Leo Tolstoy: Smásögur Sami: Kreutzer sónatan Fyodor Dostoevsky: Karamazovbræðurnir. Eric Maria Remarqe: Kameraden. Sami: „Liebe deinen Náchsten" Prentsmiðja Austurlands hi. Seyðisfirði ??????????•?????????????? Sláturfélag Suðurlands Reykbús - Frystiliús rViðnrsnðnverksmiðjsi - Bjúgnagerð Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Pramleiðir og selur 1 heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurð á brauð, mest og l>ezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrlr gæði. Frosið kjöt alls konar, fryst og geymt í vél- frystihúsi eftír fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftór óskum, og pantanir afgreidd- ar um allt land. Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.