Tíminn - 09.03.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.03.1949, Blaðsíða 8
„ERLENT YFIRLIT“ í daq: Kiarnorhui&nuðurinn í Randa- ríhjjunum. 33. árg. Indland mun ekki gerast aðili að hern- aðarsamningum annarra ríkja Nehru, forsætisráðherra Indlands hefir látið svo um- mælt í fæðu, að hvorki Hind- ústan né Pakistan muni hafa í hyggju að gerast aðilar að þeim her- og varnai'banda- lögum, sem nú eru í uppsigl- ingu í heiminum eða kunni að verða gerö á næstunni. Þessi ríki muni kappkosta góða sambúð við alla ná- granna sfna og önnur þau ríki, sem þau þurfi að hafa skipti við og þessvegna vilji þau ekki leggja lóð á meta- skálarnar í togstreitu stór- veldanna í heimsmálunum. Svo virðist einnig, sem Ind- land þurfi ekki að óttast árás úr neinni átt að sinni. Stjórn Sun Fo farin frá Reynt að myiida nýja stjórn í Nanking. í fyrradag baðst Sun Fo, forsætisráðherra stjórnar Kína í Kanton lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ágrein- ingur um*friðarumleitanir við kommúnista við Li forseta mun hafa valdið lausnarbeiðn inni. Vildi Sun Fo meðal ann ars ekki flytja affsetur stjórn ar sinnar aftur til Nanking, en kommúnistar settu það að skilyrði ásamt öðru fyrir því að sáttaumleitanir gætu haf- izt. Li forseti er nú að reyna að mynda stjórn og er ákveð- ið að sú stjórn hafi aðsetur í Nariking. Búizt við að fólks- fjöldi í ísrael fjór- faldist á næstu árum Ben Gurion forsætisráð- ráðherra ísraels hélt rspðu á þingi ísraels í gær og er talið að fjögurra ára kjörtímabil hans nú eftir nýafstaðnar kosningar hefjist með henni. Sagði hann að ísrael mundi reyna að stárfa og koma fram í skiptum við aðrar þjóðir á grundvelli Sameinuðu Þj óð- anna og starfa i anda þeirra. Hann sagði, að Ísraelsríki væri lítið og ungt enn en það ætti fyrir höndum að stækka og dafna og gerðu menn ráð fyrir, að fólksfjöldi þess mundi fjórfaldast á næstu fimm árum. Fundur uin stofnun Fvrópuráðs. Ríkjum þeim, sem boðin var þátttaka í stofnun Evr- ópuráðs, var sent fundarboð undirbúningsstofnfundarins í gær. Er fundurinn ákveðinn í London og á að hefjast hinn 21. þessa mánaðar. „Á FÖRM W VEGI“ í BAG: Emjjað á flóttanum. 9. marz 1949 53. blað óður árarsgur á ' ínu í Þrjú íslandsmet voru sett á mótinu Þrír KR-ingar settu íslandsmet á innanhúsmóti félags- ;ns í gær, en þa'ð voru þeir Friðrik Guðmundsson í kúlu- varpi, Torfi Eryngeirsson í þrístökki án atrennu og Sigurð- ur Ejörnsson í langstökki án atrennu. Hermaður nokkur hefir gert uppjötvun r. I km í rivmijandi Vi'S sígaretlureykingar, og miðar hún að því að gera sígarettuna nota- drýgri. Ahald það, sem hann hefir gert er mjó pípa á lengd við sígarettuna, og er sígarettunni brugðið innan í hana. Hér sést fögur blómarós vera að reyna hið nýja tæki. Uppkastíð aö Atlanzhafs- sáttmálanum fuligert og samþykkt Verðwf að ííkiiBdum birt eítir nokkra daga í gær var lokið við uppkastið að Atlanzhafs-sáttmál- anum í \Vashington og það samþykkt af þeim sjö þjóðum, sem að gerð þess hafa staðið. Uppkastið hefir þó ekki verið birt enn því að stjórnir viðkomandi landa eiga að fá það í hendur fyrst, en gert er ráð fyrir, að það vei*ði birt í heild í lok vikunnar. Þegar uppkastið var sam- þykkt, voru á fundi fulltrú- ar þeirra sjö ríkja, sem að undirbúningnuna hafa stað- ið, Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands, Frakklands, Hol- lands, Belgíu og Luxemburg. Auk þess var Acheson utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna viðstaddur og Morgenstjerne sendiherra Norðmanna. Um efni uppkastsins hefir ekkert verið gert opinberlega kunnugt, en ýmsar fregnir hafa þó borizt um það og sum blöð hafa birt ýmislegt um það. Sáttmálinn verður í tólf greinum. Talið er víst, að megin- kjarni sáttmálans verði sá, að allar þjóðir, sem aðilar eru að honum, séu skuld- bundhar að koma hverri þjóð, sem aðili er að sáttmál anum, til hjálpar, ef hún verður fyrir hernaðarlegri árás, og sé þannig litið á árás á eina þeirra sem árás á þær allar. Gildir það og ekki að- eins um árás á lönd þeirra, heldur einnig á skip þeirra, flugvélar eða yfirráðasvæði. Rúmenskir stjörnu- riddarar fá tvö herbergi Ný húsnæöislöggjöf er geng in í gildi í Rúmeníu, og sam kvæmt henni njóta þeir, sem heiðraðir hafa verið með stjörnu lýðveldisins, sérstakra hlunninda. Þeir mega búa í tveggja herbergja íbúðum. Xý gerð mið- stöðvarkatla. I (Framhald af 1. síöu) efnisskorts, af því að stóð á afgreiðslu pantaðs efnis. Annars hefir vélsmiðja Ol. Olsens orðið að leggja leyfin inn til annarra fyrirtækja, sem haft hafa efni og viljað selja henni það. En eins og að líkum lætur hefir það efni verið að miklum mun dýr- ara en efni, sem vélsmiðjan hefir fengið beint gegnum heildsala. Hinu sama gegnir með mótora. Fengi vélsmiðj- ! an til umráða svolítið brot af þeim gjaldeyri, sem sannan- legt er að sparast á kötlum frá henni, þyrfti hún aldrei að vera efnislaus. Því fleiri katla, sem vélsmiðja Ol. Ol- sen getur smíðað, því meiri gjaldeyrir sparast við fram- leiðslu hennar. i Þar sem óvéfengjanlegar (sannanir eru fyrir þessu, i ætti að mega telja víst, að ! Viðskiptanefnd láti vélsmiðj unni í té leyfi fyrir nægu efni, því Ol. Olsen er reiðu- búinn að leggja spilin á borð ið fyrir nefndina. Þegar Ol. Olsen sýndi blaðamönnum vélsmiðjuna, sagði hann m. a.: „Nú á ég ekkert efni. Og efnið í þenn- an ketil, sem ég er nú að smíða, varð ég að láta kaup- andann sjálfan útvega. Og sjálfum verður mér lítið úr verki, þar eð ég verð stöðugt að vera með annan fótinn í Reykjavík til að reyna að afla mér efnis, svo ég þurfi ekki að senda mannskapinn í moldarmokstur og loka að loka að fullu og öllu. Úrslit í einstökum grein- um voru þessi: Kúluvarp. 1. Friðrik Guðmundsson KR 13.92 m. 2. Sigfús Sig- urðsson Self. 13.46 m. 3. Vil- hjálmur Vilhjálmsson KR 13.30 m. — Fyrra metið átti Kristján Vattnes KR 13.10 m. Þrístökk án atrennu. 1. Torfi Bryngeirsson KR 9.56 m. 2. Trausti Eyjólfsson KR 9.28 m. 3. Þorsteinn Löve ÍR 9.28 m. — Fyrra metiö átti Hermann Magnússon KR 9.39 m. Langstökk án atrennu. 1. Sigurður Björnssöh KR 3.14 m. 2. Torfi Bryrigeirsson KR 3.07 m. 3. Trausti Eyj- ólfsson KR 3.05 m. — Fyrra metið átti Hermann Magnús son KR 3.13.m. Hástökk með atrennu. 1. Sigurður Björnsson KR 1.45 m. 2. Torfi Bryngeirsson KR 1.45 m. 3. Hörður Har- aldsson Á. 1.45 m. Hástökk með atrennu. 1. Örn Clausen ÍR 1.80 m. 2. Kolbeinn Kristinsson Self. 1.70 m. 3. Sigurður Friðfinns son FH 1.60 m. Hæfnisglíma KR fór einn- ig fram í fyrrakvöld og lauk með því, að Rögnvaldur Gunnlaugsson bar sigur úr býtum og hlaut bikarinn að verðlaunum. Næstur varð Sigurður Sigurjónsson og þriðji Aðalsteinn Eiríksson. í gærkvöldi fór afmælis- sundmót KR fram í Sund- höllinni. Þátttakendur voru 74 frá 6 félögum, þ. e. frá KR, Ármanni, Ægi, ÍR, HSÞ og Umf. Laugdæla. Sættir að takast milli Transjórdan og Gyðinga Talið er, að frumdrættir að samkomulagi milli Trans- jórdaníu og ísraels hafi náðst á sáttafundinum á Rhodos í gær, en þá hófust fundir að nýju eftir nokkurt hlé. Ræddu sendinefndirn- ar þá við stjórnir sínar og að því loknu var þessi samnings- grundvöllur lagður fram og talið líklegt, að samkomuiag næðist um hann. Ekkert hefir þó enn verið birt um innihald þessa samkomulags, og verð- ur það að líkindum ekki gert fyrr en friðarsamningar verða undirritaðir. Samkomulag þetta er einnig talið ná til Libanon. Dómur fallinn yfir 4f sakborningunum 15 í Sofíu í gær var kveðinn upp dóm ur í máli þeirra fimmtán manna í Sofíu, sem sakaðir hafa verið um svartamarkaðs brask og njósnir fyrir erlend ríki, aðallega Bretland og Bandarí'kin. Réttarhöldunum lauk fyrir nokkrum dögum eins og kunnugt er. Fjórir þessara manna voru dæmdir í ævilangt fangelsi en hinir fengu fangelsisdóm, sem var frá einu ári upp í fimmtán ár. Goðafoss fer með frystan fisk ti! Goðafoss er nú að taka hraðfrystan fisk til flutnings á Ameríkumarkað. Hefir skip ið að undanförnu tekið fisk á Vestfjarðavhöfnum, en var í Keflavík í gær og tók þar fisk til útflutnings á Ame- rikumarkað, sem frystur hefir verið í vetur. Hefir allmikið verið fr/:t af fiski hér í ver- stöðvunum í vetur í umbúðum fyrir Amerikumarkað. Eru mun greiðari afskipunarmögu leikar á fiski til Ameríku en fyrir Evrópumarkað og vilja frystihúsin talsvert á sig- leggja til að losna fyrr við fisk inn en undanfarið hefir verið. Vilja gera Make- dóníu að sérstöku og sjálfstæðu ríki Uppreisnarmenn í Norður- Grikklandi hafa lýst yfir því, að þeir muni vinna að því, að stofnað verði sérstakt og sjálfstætt ríki í Norður-Grikk landi og nái það yfir Make- dóníu alla. Er þetta gert til andstöðu gegn Tító og fylgj- endum hans, en Markos hers höfðingi sem uppreisnarmenn settu nýlega af, var honum hlynntur að ýmsu leyti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.