Tíminn - 09.03.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.03.1949, Blaðsíða 6
TÍMINN, miðvikudaginn 9. marz 1949 53. blað mmiinra E : ! (H Wýja Bíó aniiiiiin. Upprelsmn á Sikiley. = (Advntures of Casanava) 1 | Óvenjulega spennandl og vi5- f = buröarrik mynd um uppreisnina i: | á Sikiley síðari hluta 18. aldar | 5 • S Aðalhlutverk: Arturo de Cordova Lucille Bremer Turhan Bey | Bönnuð börnum yngri en 12 ára. H Sýnd kl. 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 11 f. h. li 5 UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllll (jatnla Bíc llllllllllll' VIP 5KÚMG0TU I Vorsöngnr = Hrífandi söngkvikmynd um ævi i = og ijóð Franz Schuberts. i | Aðalhlutverk leikur og syngur: i | Bichard Tauber | ásamt Jane Baxter, Carl Ex- = | mond — Athene Syler — Paul E i Graetz o. fi. = Sýnd kl. 5 og 9 Sala hefst kl 1 e. h. Sími 6444 1 F = luiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiimmiiiiiiuiii f FLÓTTINN | (Flugten) Sýnd ki. 9 ! Sherloek Holmes i § í hættii staddur | | Sérstaklegka spennandi Ieyni- i lögreglumynd. | Aðalhlutverk: Basil Rathbone Nigal Bruce i Bönnug börnum innan 12 ára E Snd kl. 5 og 7. iíiiiiiiMiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmmiiií ■jiiiiiiiiiiii 'Tjatnatkíó iiiiiiiiiiin Landsniót skáta | að Þiiigvöllum 1948 i Tal- og tónkvikmynd í eðlileg- i í um litum tekin af Óskari .Gísla- | | syni. Sýnd kl. 9 I Kapteiim Boycott i (Captain Boycott) i Söguleg stórmynd, er sýnir i Í frelsisbaráttu írskra bænda. | Í Myndin er framleidd af J. 1 Í Arthur Rank. Snd kl. 5 og 7 | Sala hcfst kl. 1 i Fyrsta óperan, sem sýnd er á i Islandi: Rakarinn frá Sevilla = Hinn heimsfrægi söngleikur i I G. ROSSINI i Hljómsv’iBjt og kór konunglegu i ópcrunnar í Rómaborg. | Aðalhlutverkin syngja frægustu i söngvarar Italíu. Sýnd kl. 7 og 9 i Síðasta sinn. i | MAMMA ELSKAR PABBA í | Amerísk gamanmynd með i E grínleikaranum Leon Errol. | Sýnd kl. 5. 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ ~tri)2cli-t>íó UmtölulS kona iiiiiiiiiiiii |iMiiiiiiiiii«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMimnmnii E I E Hajjhatjjjatlat'kíó % finuiHin Bajatkíc Krókur á inóti HAFNARFIRÐI | bragði Topper g = á ferðalagi i Skemmtileg og fyndin amerísk | (Topper Takcs A Trip) eamanmynd. i E E Þessi mynd er í beinu áfram- i = Aöalhlutverk: haldi af hinni vinsælu Topper- i = ’ E mynd, sem hér hefir verið sýnd i Virginía Mago að undanförnu — Danskur texti. = Tura Day Aðalhlutverk: Charles Brent Roland Young i = = Constance Bennett Carl Landis Billie Burke Sýnd kl. 7 og 9 Sýnd kl. 7 og 9 | i Sími 9184 E Sími 9249 E tJIIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIMIIIIMIIIIIIinillMItnfllllllllMMM: 11 lll III1111II M*l 111111 ll 111IIIIIIMIIMI11 ■ IMMMIIMimi||||XX4t | Bráðskemmtileg amerísk gaman | mynd. c = i Aðalhlutverk: = Jinx Falkenburg i Forrest Tulker Joe Besser og I Stan Kenton og hljómsveit hans = Sýnd kl. 5, 7 og 9 | Sími 1182 = S “ S iiiiiiiiiiiMiiuaiiiiiiiiiMiMMMMiimiiMiiiiMinnmniiiMi Erlent yfirlit (Framhald af 5. síöu). ingar í þessum greinum 1945 að Rússar myndu verða komnir með kjarnorkusprengju 1950. Nú halda menn þó, að það muni taka Rússa nokkur ár enn að tileinka sér þenn an leyndardóm. Þess skal getið í því sambandi, að erfiðleikarnir eru | ekki taldir mestir í sambandi vð . . sprengjuna sjálfa, heldur allt hið |' risavaxna framleiðslukerfi sem til I þessara starfa þarf. En nú er svo . komið að kjarnorkusprengjan er i engan veginn hið eina, sem unnið J er að á þessu sviði vestan hafs og , ekki einu sinni hið þýðingarmesta. | Og það er talið að hin mikla út- j breiðsla og aukning í þessum iðn- . aði öllum tryggi Bandaríkjamönn- um forustuna um langt skeið. Um það er Lilienthal fullviss. (Þýtt úr Informationen) Vörujöfnun KRON Gegn framvísun vörujöfnunarkorts fá félags- menn afhent 4 bollapör meðan birgðir endast. Búsáhaldadeild Bankastræti 2. Vinníð ötullega að útbreiðslu Tímans Sj á If stæðisf lokk- uriiin og sanivliiiiii- lireyfingin. (Framhald af 4. síðu). krefjast þess, að sjóðurinn, sem lítið kaupfélag fátækrar alþýðu hefir safnað til að end urgreiða heiðarlegum við- skiptamönnum lítinn afslátt af úttekt þeirra, verði skatt- lagður eins og persónulegur einstaklingsgróði ? Ég sé ekki, að nokkur þeirra, sem vill standa með rétti og hagsmunum neytend anna og framleiðendanna gegn yfirgangi og okri milli- liðanna, geti verið þekktur fyrir það, að ljá Sjálfstæðis- flokknum liðsyrði. Annars vegar er framleiðsl an, neytandinn og. héruð landsins. Hins vegar er Sjálf- stæðisflokkurinn með Morg- unblaðið og milliliðina. Þessir aðilar eiga enga sam- leið. Milli þeirra verðum við að velja. BERNHARD NORDH: í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 71. DAGUR í Marzhlíð ríkti ekki enn nein neyð. Náttúrlega hafði veiðin verið nauðaléleg, þar eins og annars staðar, en það hafði verið haldið vel utan að kornlúkunni og miklu af berki verið blandað í mjölið. Hreindýrakjötið kom líka í góðar þarfir, og ein af kúnum hafði borið fyrir jól. Hér var ekki heldur hóp barna að metta. Það var alltaf til eitthvað til þess að stinga upp í börnin tvö, sem Margrét átti, og litlu stúlkuna, sem Ólafía hafði átt fyrir fáum mánuðum, þurfti ekki að ætla neinn mat. Hún fékk næga næringu. svo lengi sem móðir hennar hélt holdum og fyllti brjóstin. Ef ekkert sérstakt steðjaði að, voru líkur til þess, að fólkið í Marzhlíð slyppi öðrum betur þennan harðindavetur. Janúarmánuður var svo kaldur, að það var varla komandi út fyrir dyr. Milli frostkaflanna voru grenjandi hríðar. Sult- urinn læsti klónum inn í grá hús frumbýlinganna í fjalla- dölunum, og barnmargar konur neru beinaberar hendur sínar í örvæntingu. Magarnir á börnunum voru orðnir und- arlega þembdir. Drukku þau of mikið af vatni? Eitthvað varð þó að gefa þeim, þegar þau grétu áf hungri — vatn og ofurlítinn bita af silungi, sem saltaður hafði verið um haustið. Menn urðu áhyggjufyllri með hverjum degi. Nú áræddu þeir ekki lengur að fara í langar veiðiferöir. Einn frumbýl- ingurinn hafði fundizt helfrosinn nokkra kílómetra frá bæ sínum, og aðrir óttuðust sömu örlög — að þeir gæfust upp af sulti og sinnuleysi og kæmust aldrei heim. Þeir urðu að láta sér nægja að leggja snörur í grennd við byggðirnar og hyggja að netunum. Það var samt tilgangslaust að vitja um netin. í þessari hörku fékkst ekki branda í netin. Þeir vissu það, en gátfa samt ekki látið vera að rölta niður á ísinn og vita, hvort ekki hefði gerzt kraftaverk. En meðan menn biðu eftir kraftaverkinu, gerðist undarlega hljótt á heimilum flestra frumbýlinganna. Hvergi heyrðist hunda- gá — allir hundar hurfu á skömmum tíma. En það spurði enginn granna sinn, hvað hann hefði gert af hundinum sínum. Menn vissu það.... ó, hvað margur hundsskrokkur gat orðið að dýrðlegri máltíð! Það var furðulegast þennan grimmdarvetur, að búfénað- urinn hafði úr meira að moöa en manneskjurnar. En það var ekki þar með sagt, að hægt væri að fara í fjósið kvölds og morgna og sækja þangað fullar fötur af mjólk. Fæstir áttu svo sem tvær kýr, og kýrnar áttu yfirleitt að bera með vor- inu. En hvers vegna var þeim ekki slátrað — það var nóg kjöt í fjósinu? Það hefði eins vel verið hægt að spyrja, hvers vegna menn förguðu ekki einhverju barninu, svo að hin skrimtu fremur. Það stríddi gegn óskrifuðu, en voldugu lögmáli að slátra skepnu, sem var heilbrigð og ekki slátur- dýr. Hefðu menn í fyrri hallærum gripið til þess óyndisúr- ræðis að slátra búpeningnum, myndi fátt um manninn í fjallabyggðunum. Bústofninn var lífakkerið. En hundarn- ir....? Ja, menn töldu þá ekki til nauðsynlegasta bústofns. Það var gott að hafa þá, en menn gátu verið án þeirra. Fyrstu viku febrúarmánaðar tók undarlegur orörómur að berast um byggðirnar. Maður frá Kyrtilfelli átti aö hafa keypt býli Hans Péturssonar í Marzhlíð. Menn áttu bágt með að trúa því, því að verðið var furðulegt. Sjötíu pokar af mjöli! Enginn maður gat átt þann auð handbæran, og borga þetta fyrir landnámskot — nei, það gekk brjálæði næst! En mjölpokarnir gleymdust ekki. Þeir tóku á sig margvíslegar myndir í draumum sveltandi fólksins. Þeir urðu að fjöllum af mjöli, og bæði karlar og konur vöknuðu um miðjar nætur með bitnar varirnar og froðu vellandi um munn^vikin. í vöku reyndu menn að bægja mjölpokunum frá sér. Menn spýttu og reiddust sjálfum sér, af því að þeir gátu ekki annað en hugsað um eymd sína. Ef þeir hefðu veriö sjö — en sjötíu pokar! Svo mikið mjöl vár einu sinni varla til í allri Ameríku! Burðast aö Marzhlíð og spyrja um þetta? — Æ-nei, menn voru ekki alveg gengnir af vitinu. En skyn- semin varð að víkja fyrir nauði kvenfólksins, og einn morg- unin komu tveir menn frá Kolturvatni að Marzhlíð. Það varð ekki við því gert, þótt þeir yrðu til athlægis. Kven- fólkið gengi af göflunum, ef þessi orðrómur yrði ekki kveð- inn niður. Það voru Pétur frá Miklanesi og mágur hans, Manni frá Laufskálúm, sem fóru þessa ferð að leita sannleikans. Þeir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.