Tíminn - 22.03.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.03.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 22. marz 1949. 63. blað Framkvæmd verðlasseftirlitsins Flutningsmönnum þessa frumvarps er það ljóst, að til þess að útrýma svörtum markaði, útrýma okri og skapa heilbrigt verðlag á þeim vörum, sem nú er mest ur skortur á, eða almenning- ur sækist eftir meir en fram boð þolir, er verðlagseftirlit og þungar refsingar fyrir verðlagsbrot ekki einhlítt. Fyrsta skrefið, sem stíga þarf, er að londsmenn öðlist að nýju frelsi til áð kaupa nauð synjar sínar þar sem þeir óska, velja miili verzlana, stofna samtök og láta þau vaxa óhindrað til þess að ann ast sjálfir innkaup neyzlu- vöru sinnar, eða verzla við kaupmenn, eftir því sem hver og einn kann helzt að kjósa. Þetta frelsi, sem nú hefir ver ið í fjötra lagt um skeið, er fyrsta frumskilyrði þess, að í landinu verði endurreist heil brigð verzlun og verðlag. Meðan þetta frelsi, þessi rétt ur hvers einstaklings í land- inu er fótum troðinn, getur afleiðingin aldrei orðið önn- ur en sú, er nú blasir við í verðlags- og verzlunarmálum íslendinga. Annað atriði, sem gera þarf til þess að heilbrigð verzlun komist á, er að skömmtun- in, sem nú er framkvæmd, verði eitthvað meira en nafn ið og hafi stjóm á jafnri vörudreifingu í landinu. Til þess að koma skömmt- uninni í heilbrigt horf má auðvitað ekki gefa út meira af skömmtunarseðlum en vör ur eru til fyrir, eða verða inn an skamms, eftir að seðill er afhentur neytanda. Þessi regla mun hafa verið haldin alls staðar þar, sem skömmt- un hefir verið framkvæmd erlendis, enda grundvallar- atriði hennar. Hér á landi hefir hún verið þverbrotin, svo sem landsmönnum öllum er kunnugt, enda hafa afleiö ingarnar, okur, svarti mark- aður og önnur óreiða, siglt í kjölfarið. Úr þessu mætti bæta með því að ákveða, að skömmtun- arseðlar einstaklinga séu jafn framt innflutningsheimildir, svo sem gert er ráð fyrir í frv. um'breyt. á 1. nr. 70 um fjárhagsráð og innflutnings- verzlun, sem liggur fyrir þessu þingi á þingskj. 37. Sama marki mætti og ná með því að veita smásöluverzlun- um svo rífleg byrjunar-inn- flutningsleyfi, að þær geti fengið við sölu þeirra vara tækifæri til að ná í skömmt- unarseðla frá fiestum eða öll um einstaklingum, sem við þær vilja skipta og láta síðan skilaða skömmtunarseðla frá smásöluverzlunum gilda sem innflutningsleyfi fyrir þær. Með hvorri sem er af þeim tveim aðferðum, sem hér er bent á, er hægt að varðveita verzlunarfrelsi þegnanna inn an þeirra innflutningshafta, sem nauðsynleg virðast vera fyrst um sinn. En það frelsi er, eins og fyrr greinir, grunvallarat- riði þess, að heilbrigðri verzl un verði á komið, sem aftur er undirstaða þess, að at- vinnumál þjóðarinnar og fjár mál rétti að nýju við úr þeirri úlfakreppu, sem þau eru í komin. GreinargcrSin, sem fylgir frtssnvarpi Framsóknarmaitita um vorðlag, verðlags- eftirlit og' verðlagsclómsíól. En þótt framkvæmd þess, sem nú er rakið, sé fyrsta skilyrði til þess að fyrir- byggja sjúkdóma verzlunar- ólagsins — og þó að þessi breyting væri gerð, þyrfti þó aðhald. — Þá rís spurningin um það, hvernig það aðhald verði bezt og örugglegast framkvæmt. — Þegar ráð- stafanir verða gerðar til þess að framléiðslukostnaður út- flutningsvöru okkar sé í sam ræmi við verðið, sem fyrir hana fæst, er hætt við, að þær skerði í bráðina lífskjör almennings, — og er því skylt að gera allar þær ráðstafan- ir, sem eru í valdi löggjaf- ans, til þess að draga úr þeirri kj araskerðingu eða köma í veg fyrir hana. — Þetta verður fyrst og fremst að gera með heilbrigðri verzl un og réttlátara verðlagi en nú er. — Og landsmenn verða að fá alla þá tryggingu, sém unnt er að veita þeim, fyrir því, að þeir séu ekki arðrænd ir.tryggingu fyrir því, að verð lagið sé réttlátt. — Með því einu móti má krefjast þess með sanngirni. — og vænta þess, að almenningur verði við þeirri kröfu, að styðja og taka þátt í þvi að snúa við á leiðinni niður og hefja í þess stað viðreisnarstarf, sem raunar nú þegar þolir engan frest, ef bjarga á þjóðinni frá fjárhagslegri glötun. Nú er verðlagseftirlitinu þannig háttað samkvæmt á- kvæðum laga nr. 70 frá 1947 um fjárhagsráð o. fl., að verð lagsstjóri ásamt starfsmönn um hefir með höndum verð- lagseftirlit. Ríkisstjórnin skip ar verðlagsstjóra, en hann ræður sér trúnaðarmenn og aðra starfsmenn til eftirlits. Fjárhagsráð á að vísu að gera tillögur um skipun verðlags- stjóra. En meðan það eru ekki umboðsmenn neytend- anna í landinu, sem ráða skipun verðlagsstjóra og hverjir eru eftirlitsmenn hans, er það undir hælinn lagt, hvort verðlagsstjóri velst þannig og starfslið hans, að hann sé umboðs- maður neytendanna í land- inu. Það getur lánast, en það getur líka alveg eins mistek- ist. Vegna þess, að því er að einhverju leyti treyst eða hef ir verið treyst, getur það orð ið skálkaskjól og unnið gegn tilgangi sinum. Það þykir því rétt að veita neytendum mikla íhlutun um verðlagninguna og fulla íhlut un um verðlagseftirlitið, með því að fá þeim í hendur vald til að velja verðlagsstjóra og trúnaðarmenn hans. Neytendur geta þá engan um það sakaö, nema sjálfa sig, ef verðlagning og verð- íagseftirlit er slælega fram- kvæmt. En hagsmunir neyt- endanna ættu að tryggja það, að val verðlagsstj óra og eftirlitsmanna hans yrði vel vandað og framkvæmd í sam ræmi við það. Það má auð- vitað hugsa sér ýmsa full- trúa neytendanna, sem falin væri þessi tilnefning. f frum varpinu hafa orðið fyrir val- inu Stéttarsamband bænda, Alþýðusamband íslands, bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Kvenfélagasam- band íslands. Mundu stjórn- ir þessara sambanda tilnefna einn mann hver í fjögurra manna nefnd, er annaðist tilnefninguna. Með þessum hætti teljum við, að réttlát verðlagning og verðlagseftirlit sé tryggt svo sem verða má. En þótt eftirlit sé gert full komnara, má þó búast við brotum, sem kæra verður, rannsaka og dæma í, að þeirri rannsókn lokinni. Almenningur telur, að furðu hljótt hafi verið um þennan málarekstur — og það um of. Til þess að al- menningur geti haft trygg- ingu fyrir því, að mál út af verðlagsbrotum séu samvizku samlega rekin, þykir rétt að veita neytendum vald til að tilnefna meðdómsmenn, er dæmi í verðlagsmálum með hinum almenna dómara, líkt og nú tíðkast í sjórétti. En auk þess þykir ástæða til að búa ennþá rammbyggi- legar um hnútana. Til þess að sem flestir landsmenn fái tækifæri til að fylgjast með rekstri þessara mála, sem svo mjög skipta hag hans beint og óbeint, þykir rétt að á- kveða, að málsmeðferð öll sé fyrir opnum dyrum, nema dómurinn ákveði ann- að. Enn fremur að dómar séu birtir. Loks er ákveðið í frum- varpinu að þyngja refsingar mjög frá því, sem nú er og gera refsiákvæði ótvíræðari en verið hefir. Brask með erlendan gjald- eyri, svartur markaður, vöru okur eru nú einna alvarleg- ustu þjóðfélagsmeinsemdir, þar sem þjóðin hefir hrakizt út í fen verðbólgunnar og skortur er á erlendum gjald- eyri. Þeir þegnar þjóðfélagsins, sem auðga sig á gjaldeyris- braski, svörtum markaði, vöruokri og öðru slíku, drýgja þau auðgunarbrot, sem eru þjóðfélögunum einna hættu- legust eins og á stendur. Þess vegna á að refsa þess- um mönnum eins þunglega og .sízt mildara en öðrum þeim, sem önnur þjóðhættu- leg auðgunarafbrot fremja. Og þetta á að gera opinbert öllum almenningi. Auðvitað á jafnframt, ef brot þessara manna eru stór að endurtek- in, að svifta þá rétti til verzl unar eða iðnaðar um skemmri tíma eða ævilangt. Það er fjarstæða að sýna þessum mönnum, sem þannig brjóta af sér, þann trúnað, að veita þeim innflutnings- og gjald- eyrisleyfi eða leyfi til að reka stærri iðnað. Ef frumvarp þetta verður að lögum og ákvæðum þess sæmilega framfylgt, mundi það gj örbreyta til bóta á stutt um tíma því ömurlega á- standi, er ríkir í verðlagsmál um íslendinga á tuttugustu öldinni. En til þess að þetta frumvarp, ef að lögum verð- ur, nái fyllilega tilgangi sín- (Framhald á 7. siðu). Það urðu í haust nokkur blaða- skrif í tilefni af rekstri hestanna sem átti að selja til Póllands. Nú nýlega birti Tíminn grein um það mál og er þar meðal annars vikið að dýraverndunarfélaginu á þann hátt, að sagt er, að þess vegur muni ekki þykja mikill, ef það láti þetta mál afskiþtalaust. Umræður um þetta mál hafa ver- ið heldur leiðinlegar. Þetta er leið- indamál, þar sem menn eru bornir þeim þungu sökum, að meðferð dýra hafi verið ill og ósæmileg þar sem þeir áttu til að gæta. Þessu hefir verið svarað með þeim ásökunum, sem ekki eru geðslegri. þar sem sagt var að þessi áburður ætti ekki við neitt að styðjast, og væri aðeins uppspuni, sem runninn væri af rót um pólitískrar óvildar. Eru það þó heldur Ijótar ásakanir, að slíkur níð ingsskapur sé borinn á menn tilefn- islaust engöngu af pólitískri andúð. Um dýraverndunarfélagið er það að segja, að það hefir í október síð- astliðnum farið þess á leit við dóms málaráðuneytið að það léti fara fram rannsókn í þessu máli. Auk þess var málið rætt bæði í nóvem- ber og demsemberblaði Dýravernd- arans og boöað að því yrði haldið áfram lengur. Er vant að sjá hvað dýraverndunarfélagið getur gert meira í þessu máli og virðist ástæðu laust að brigzla því um kæruleysi og sinnuleysi vegna þessa. Auðvitað geta mönnum viljað til óhöpp með ýmsum hætti og jafn- vel þannig að ver fari en þeir vlldu um skepnur, sem þeim er trúað fyr- ir. Efalitið hafa orðið einhver slík mistök í meðferð hrossanna í haust, og sæmir sízt að taka öllu umtali um það, sem pólitísku rógsmáli. En vafasamt mun það þykja, að hin langa grein Gunnars Bjrnasonar um málið, eöa hvað sem menn vilja annars segja að hún hafi verið um, bæti mikið hlut þeirra, sem hér hef- ir orðið á. Og án þess að farið sé að elta ólar við persónulegar hnút- ur Gunnars, er eitt atriði í grein hans, sem vel má ræða lítilsháttar. Það er þar sem hann vill gera lítiö úr því, þó að hross fari svo illa í rekstri milli sveita að fella verði þau, með því að segja, að slys hafi orðið á lömbum, sem flutt voru af Vestfjörðum til Norðurlands í Um Iambaflutningana er það að segja, að lömbunum var raðað hundruðum saman í skip, en tíð var slæm og hrepptu sum skipin hið vesta veður og sjóa þunga. Það mun að vísu engum þykja gott, að lömb hafi rotast eða troðist undir í þeim flutningnm, en vant er að sjá hvaða flutningaaðferö hægt var að hafa ákjósanegri.- En þá fyrst kemur í ljós mikil fávizka í málflutningi, þegar menn líkja því saman, að reka hrossahóp milli sveita og flytja lambahjörð á skipi yfir opið haf í stormi og stórsjóum haustsins. Það er ákaflega mikil vöntun á raunhæfri þekkingu á því, sem um er að ræða, sem er nauðsynleg til þess, að geta gert slikan samanburð. Það væri skemmtilegast að þurfa sem fæst að ræða um óhappamál eins og þessa hrossaflutninga. En rétt þykir að geta um aðild dýra- verndunarfélagsins að málinu, svo að ekki þurfi að ámæla því sökum kæruleysis á þessum vettvangi. Én jafnframt skal þó varast að hafa hér nokkar fullyrðingar um slæma meðferð hrossanna, og hefir þó al- drei verið borið til baka, að sum þeirra hafi farið svo illa í rekstrin- um, að fella varð þau af þeim sök- um. Þessu máli máy*kki taka með þegjandi kæruleysi, þó að ekki sæmi heldur að fullyrða þar meira en vit- að er. Þáð er svo sérstakt mál, hvað segja má um ýmsa þætti íslenzkrar sveitamenningar og búskapar út írá þessu máli. Það hefir verið talaö á ýmsa vegu um hrossabúskap, rnei^ ferð og hrossa ræktun íslenzkra bænda í þessu sambandi. Þær um ræður ættu engu að spilla, jafnvel þó aö einhverjum sýnist það rétt, sem annar vijl ekki gera of mikið úr. Gagnrýni og' ásakanir, sem ekk ert hafa við gð styðjast, falla dauð- ar og ómerkár um sig, en réttmæt- ar aðfinnslúr og bendingar eru nauö synlegar oé engu síður þó að undan þeim geti sviðið í bili og sumum þyki sárt að þola. Þess vegna skul- um við ekki óttast umræðurnar, en reyna að láta þær mótast af sann- girni og góðgirni. Og við getum sveigt þær á þann veg, ef við að- eins hlustum Jjálfir af sanngirni og góðgirni. haust. Starkaður gamli i Byggingarfélag verkamanna. Jt 3ja herbergja íbúð | I til sölu í öðrum byggingarflokki. Félagsmenn skili um ! | sóknum til Magnúsar Þorsteinssonar, Háteigsveg 13, ! ! fyrir 26. þ. m. : ! Stjórnin í —<>—«—o—,,> Árbók Ferðafélags íslands fyrir 1948 er nýkomin út. Fjallar hún um Vestmanna- eyjar. — Eélagsmenn eru beönir að vitja bókarinnar strax á skrifstofuna í Túngötu. Ferðafélagið. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS ................................................................................

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.