Tíminn - 22.03.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.03.1949, Blaðsíða 1
Ritstjórl: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstj&ri: Jón Helgason Útgefandii Framsólcnarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu Fréttasimar: 81302 og 81303 AfgreiOslusími 2323. Auglýsingastmi 81300 PrentsmiOjan Edda 33. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 22. marz 1949. 63. blað Ráðh errarnir ko mnir neim h P úr vesturförinni Yiöíal við Eystein Jónsson meimtamála- ráðherra Ráðherrarnir þrír, Bjarni Benediktsson, Eysteinn Jónsson og Emil Jónsson, komu heim úr Vesturheimsíör sinni í gær- morgun, eftir sex daga dvöl vestra. Var för þessi farin, sem kunnugt er, til þess að afla fullkominnar vitneskju um eðli liins fyrirhugaða Atlantshafssáttmála og komst að raun um, hvaða réltindi og skyldur myndu fylgja hugsanlegri aðild íslendinga að honum, þar eð vitað var að þeim yrði boðin þátttaka, eins og nú er líka komið á daginn. Tíðindamaður frá Tíman- um átti í gær tal við Eystein Jónsson menntamálaráð- herra, skömmu eftir að hann kom til Reykjavíkur. Skýrslur næstu daga. — Á þessu stigi málsins get ég sagt það eitt, mælti ráð- herrann, að við gerðum marg- víslegar fyrirspurnir til Ach- esons, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, og ráðgjafa hans og fengum greið svör af þeirra hálfu. Mun þetta mál áreiðanlega liggja ljósar fyr- ir þingi og þjóð, þegar við höf um skýrt frá þeirri vitneskju, sem við öfluðum okkur. Að þessu sinni get ég ekki skýrt frá einstökum atriðum, en í dag og í kvöld munum við sitja fundi með ríkisstjórn- inni og þingflokkunum. Næstu daga verður þingi og þjóð skýrt frá öllum máls- atriðum, varðandi vesturför- ina. Hver þjóð ræður sínu framlagi. Ég vil nú aðeins vekja at- hygli á einu atriði, sem raun- ar kemur ótvírætt fram í tveimur greinum samnings- ins, er birtur hefir verið, sagði ráðherrann ennfremur — því atriðí, að hver þjóð um sig á að ráða því sjálf, hvað hún leggur að mörkum. Eitt þúsund lestum af fiski landað í Eyjum á einum sólarhring Verðinæti þessa aflamagns til litflutnings ncmur um tveimur miljúnum króna Síðastlíðinn laugardag og nóttina þar áður barst óhemju mikill fiskafli á land í Vestmannaeyjum. Var það hvorki meira né minna en um það bil eitt þúsund smálestir af fiski, sem landað var í Eyjum á einum sólarhring. Mestur hlut- inn af afla þessum kom frá botnvörpubátuhum, sem stunda veiðar frá Eyjum, en margir þeirra eru aðkomubátar. Sann- ast það nú sem fyrr að Vestmannaeyjar eru óumræðilega þýðingarmikil miðstöð fyrir bátaútveginn, bæði fyrir báta, sem þaðan eru gerðir út og auk þess gerir sú aðstaða, sem aðkomubátar fá í Eyjum þeim mögulegt að notfæra sér hin auðugu fiskimið, úti fyrir Suðurlandi. Nú um alllangt skeið hefir verið ágætur afli á öll veiðar- færi hjá Vestmannaeyjum. Einkum hefir aflinn verið mik ill hjá þeim bátum er veiðar stunda með botnvörpu. En það eru bæði margir Eyjabát ar og auk þeirra fjöldinn all- ur af aðkomubátum, víðs veg ar að af landinu, sem leggja upp afla sinn í Eyjum og taka þar vistir og aðrar nauðsynj- ar. Netabátar hafa aflað sæmi lega nema um tíma að nokk- Brotizt inn í yfir 40 sumar hustaði viö Þingvallavatn EYSTEINN JONSSON menntamálaráðherra Einn þilfarsbátur aflar svipað og sjö opnir Prá fréttaritara Tímans á Hellissandi. í vetur hafa verið stirðar gæftir frá Hellissandi, enda ekki hægt að gera þaðan út nema litla báta vegna hafn- leysis, sem stendur fram- gangi þorpsins fyrir þrifum. Auk gæftarleysisins bætist það við, að langsóttara hefir verið á fiskimið í vetur en að undanförnu og hafa litlu opnu bátarnir þvi ekki get- að stundað sjóinn, sem skyldi. Frá Hellissandi er gerður út einn þilfarsbátur sextán lestir að stærð. Þó að hann sé ekki stærri, er það þó eft- irtektarverð staðreynd, að eins mikið hefir aflazt á þenn an eina sextán lesta bát og alla opnu bátanna til sam- ans, en þir eru sjö gerðir út frá Sandi. Hellissandsbátar byggja framtíðarvonir sínar á höfn- inni í Rifi, sem byrjað var að vinna við í fyrrahaust og telja það höfuðnauðsyn fyrir fram- tíð staðarins að því verki verði lokið næsta sumar, svo hægt sé að gera stóra vélbáta út á hin auðugu fiskimið, þarna úti fyrir nesinu. ur afturkippur kom í veiði þeirra, en ekki til frambúðar. Afli línubáta er einnig góður yfirleitt, en fáir af Eyjabát- um stunda nú orðið línuveið- arnar, efns og jafnan er þeg- ar líða tekur fram undir vor- ið. Þó að»oft hafi borizt mikill afli á land í Eyjum, það sem af er þessum mánuði, en þann tíma hafa gæftir verið stöð- ueastar, það sem af er ver- tíðinni, þá hefir samt aldrei (Framhald á 8. síðu) Spellvirkjarnir voru bónlr aO vera tín <laga í sumarbóstaðahverííinum Á sunnudaginn voru handsamaðir í Hagavík við Þingvalla- vatn tveir spellvirkjar, sem brotizt höfðu inn í meira en fjörutíu sumarbústaði við Þingvallavatn. Ilöfðu þeir farið sér hvergi óðslega, því að þeir voru búnir að vcra þarna tíu daga og lifðu konunglegu lífi á mat og drykk, scm þeir fundu í bústöðunum. Tómstundir þær, sem þeim veiitust frá inn- örotum og matseld, höfðu þeir notað til þess að smíða sleöa, er þeir drógu siðan á þýfi suður með vatninu. Helíkopterflugvélin á leið til landsins Björgunarflugvéhn, sem Slysavarnarfélag íslands ætl- ar að fá til reynslu í þrjá mánuði, er á leið hingað tiL lands með TröllafossL Með vélinni koma tveir amerískir menn, flugmaður og véla- maður, og eiga þeir að kenna íslendingum að stjórna henni Menn þeir, sem hér voru að verki, eru báðir röskelga tvi- tugir, Óskar Óskarsson, til heimilis að Nesi á Seltjarn- arnesi, og Gudmar Midjord, Færeyingur. Þekkir lögreglan í Reykjavík þá báða frá fornu fari, en ekki hafa þeir þó fyrr drýgt meiri háttar afbrot, svo að kunnugt sé. Álitnir eigendur sumarbú- staða eða gestir. Kumpána þessara varð fyrst vart í Þingvallasveit eft ir miðja síðustu viku og fimmtudaginn 10. marz sáust þeir við Leirvogsvatn í Mos- fellssveit. En þeir komu hvergi til bæja, heldur héldu sig í sumarbústöðunum, og á- leit fólk, sem sá þá, að þetta væru eigendur einhverra af sumarbústöðunum eða gisti- vinir þeirra. Vakti það þvi engar grunsemdir, þótt til þeirra sæist frá Vatnskoti, Þingvöllum og fleiri bæjum. Kemst upp um spellvirkin. Síðastliðinn fimmtudag varð Thor Brand-Jensen, um sjónarmaður á Þingvöllum, þess var, að búið var að brjóta upp skúr, sem er við Þingvallaveginn uppi á barmi Almannagjár. Tóku þá að vakna grunsemdir, og á laug- ardag fór umsjónarmaðurinn út í sumarbústaðahverfið, sem er næst Þingvöllum, og sá, að víða hafði verið farið inn í húsin. Sendi hann á fund hreppstjórans, Guð- bjarnar Einarssonar á Kára- stöðum. Brá hann sér þegar niður í Kárastaðanes og sá, að þar hafði verið brotizt inn í fjöldamarga sumarbústaði. Símaði hann þá þegar til Páls Hallgrímssonar, sýslumanns á Selfossi. Aðförin. Páll Haligrímsson sýslu- maður skýrði Tímanum svo frá í símtali í gær: — Ég lét þegar á sunnudags morgun flokka manna fara að leita spellvirkjanna. Fóru þrír menn frá Selfossi yfir Þingvallavatn. Þrír fóru úr Þingvallasveit suður með vatninu að vestan, og þrír úr Grafningi norður með því. í leitarfiokknum úr Grafningi voru menn frá Króki og Vill- ingaholti, og komu þeir fyrst- ir að spellvirkjunum. Voru þeir þá í sumarbústað Helga Tómassonar læknis i Haga- vík. Tóku þeir þá þegar hönd um, og veittu þeir enga mót- spyrnu, enda ekki undan- komu auðið. Spellvirki og þjófnaður. Sumarbústaðir þeir, sem þessir dánumenn heimsóttu, voru yfir fjörutíu. Höfðu þeir í tíu daga lifað á niðursoðn- um mat, sem þeir stálu, drukkið áfengi, er þeir fundu og fluttu sig hægt og sígandi suður með vatninu. Jafn- framt stálu þeir ýmsu laus- legu og höfðu með sér á sleða, sem þeir höfðu smíðað. Með- al þýfsins voru tveir rifflar, sem þeir höfðu notað til inn- anhússkotæf., þar sem þeir voru síðast, og valdið miklum skemmdum. Marga fleiri sum arbústaði skemmdu þeir, en fáa mjög mikið, að talið er, þótt það sé ekki enn fullrann sakað. Fluttir á Litla-Hraun. Mennirnir voru báðir flutt ir að Litla-Hrauni, og eru þeir þar nú báðir í vörzlu, þar til málsrannsókn hefir fram far- ið. Sumarbústaðaeigendur bíða með óþreyju að komast austur. Margir þeirra, sem sumar- bústaði eiga við Þingvalla- vatn, bíða þess með óþreyju, að komast austur, svo að þeir geti sannfært sig um, hvort þeirra sumarbústaður hefir hlotið heimsókn af hálfu þess ara miður ánægjulegu ferða- langa, og sjá, hvaða hervirki þeir kunna að hafa unnið þar. BevintilWashington 1 Bevin utanríkisráðherra Breta leggur af stað vestur um haf til Washington með Queen Mary á föstudaginn kemur. Erindi hans er sem kunnugt er að undirrita sátt- , mála Atlantshafsbandalags- i ins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.