Tíminn - 22.03.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.03.1949, Blaðsíða 8
ERLEJVT YFIRLIT Mtdtishu flóttamennirnir í Svíþjóð BS. árg. Reykjavík 99 A FÖRlKimi VEGI“ t DAG: Blót oc; bölbasnir í Bremerhafen 22. marz 1949 63. blað Skógræktarfélag Suöur-Þíngeyinga hefir gert 51 bæjarskóg Eru fsnð samtals um 68 ha. lands og’ hcfir verið gróðursett í það um 40 þús. trjáplöntur Ahugi manna um skógrækt hefir mjög farið vaxandi á síðari árum hér á landi og allvíða um land eru nú risin á legg ■skógræktarfélög, sem hafa tekið sér fyrir hendur að vinna skípulagsbundið og markvisst að þessum málum. Eru þau siðan í Skógræktarfélagi íslands og njóta styrks hins opin- ;>era, þótt í of litlum mæli sé. Eitt af fyrstu héraðsskógrækt- arfélögunum, sem starfaði í deildum i hreppunum, er Skóg- tæktarfélag Suður-Þingeyinga. Tíðindamaður Tímans hitti : .ýlega að máli einn af stjórnendum þess og mikinn áhuga- :mann um skógrækt, Jón Kristjánsson, bónda og kennara á Víðivöllum í Fnjóskadal, og fékk hjá honum og Einari G. E. Sæmundsen, sem var skógarvörður á Vöglum, nokkrar upp- xýsingar um starfsemi félagsins. Mefir starfað í sex ár. Skógræktarfélag Suður- Þingeyinga var stofnað 19. apiíl 1943 og hefir starfað mik :.(> a þessu árabili. Það var frá ipyhafi skipulagt þannig, að cleildir þess störfuðu í hrepp • m sýslunnar, og eru þær nú : ollum hreppum hennar neraa tveim. Félagar voru 339 í árslok 1948. Starf félagsins á þessum ár ';m hefir nær eingöngu verið unnið í deildunum sjálfum, en Skógræktarfélag Suður- Þingeyinga er samband beirra og úthlutar styrkjum u þeirra frá hinu opinbera og véitir þeim þann stuðning, er verða má. Mæjarskógar aðalverkefnið. Aðalverkefni félagsins hefir verið að koma upp bæjarskógum, og er það markmiðið, að skógarreit- ar verði á hverju byggðu býli í sýslunni. Á þessu tímabili hefir verið gerð 51 bæjarskógagirðing, .. sem eru að flatarmáli um 68 ha. f þessar girðingar hef- ir verið plantað 41 þús. trjáplöntum, mest birki. önnió í sjálfboðavinnu. Flestar þessar skógargirð- ingar eru um ha. að stærð og neíir oftast verið látið hlut- kesti ráða um það, hvaða bæ- .u skyldu teknir hverju sinni. jiiðingunum hefir verið kom ið upp með sjlfboðavinnu iélaga í deildunum og í sum- um sveitum hafa ungmenna- iéiogin lagt mikið af mörkum og tekið málið á sína arma. . umars hefir skortur á girð- íngarefni og trjáplöntum stað ið því mjög fyrir þrifum, að svo mikið ynnist í þessu efni, sem hugur fólksins stendur tu. A stöku stað hefir reynzt nóg að girða landið, því að skógarrætur leynast víða og fræ berst að, þar sem skógar eru í námunda, t. d. í Fnjóska dal. Bæjarskógarnir vel hirtir. Fólk hirðir yfirleitt mjög vel um bæjarskógana, þar sem til þeirra hefir verið stofnað og vakir yfir þeim, svo að þroski þeirra verði sem beztur. Er þegar kom- inn vísir að vöxtulegum skógi í sumum elztu girð- ingunum. Skógræktarfélagið hefir notið styrks til starfsemi sinn ar frá Skógræktarfélagi ís- lands, sýslu og Kaupfélagi . Þingeylnga. I Stjórn félagsins skipa nú: Tryggvi Sigtryggsson, Lauga- , bóli, formaður, og meðstjórn- endur þeir Einar J. Reynis, Húsavík, Ketill Indriðason, Ytra-Fjalli, Jón Kristjánsson, Víðivöllum og Jón Sigurðs- son, Yztafelli. I i Skyldi snemma nauðsyn ■ friðunar. I Ketill Indriðason á Ytra- Fjalli er mikill áhugamaður um skógrækt og hann skyldi manna fyrst hvaða árangri er hægt að ná í skógrækt með því einu að girða og friða land, sem geymir skógarræt- ur, þótt urið sé að mestu af ágangi. í fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn hjá sér girti hann fyfir 20—30 árum nokk urt landsvæði, sem skógarræt ur leyndust í, og eftir nokkur ár tók hlíðina að skrýðast skógi og er nú kominn þarna efnilegur skógur í brattri fjallshlíðinní. Tveir áhugasamir skóg- ræktarmenn. Tveir eru þeir menn, sem öðrum einstaklingum fremur hafa lagt sig fram um skóg- rækt -í Suður-Þingyejarsýslu á síðustu árum. Eru það þeir Héðinn . heitipn Valdemars- son og Sigurður O. Björnsson, preritsmiðjústjóri ■á’'Akureyri. Héðinn Valdemársson efndi til mikillar skógræktar í Höfð| í Mývatnssveit fyrir all mörgum árum, óg hefir því starfi verið haldið áfram síðan. Er þar nú kominn mik- ill og efnilegut ungskógur, sem er glöggt dæmi um það, sem hægt er að gera í þess- um efnum. Sigurður O. Björnsson hóf fyrir nokkrum árum skógrækt á eyðijörðinni Sellandi í Fnjóskadal, en þar hafði áð- ur verið allmikið skóglendi eins og á mörgum jörðum í mikið land til skógræktar og hefir plantað þar mörg þús- und plöntum á ári. Mun nú vera búið að gróðursetja þar 20—30 þús. trjáplöntur, og mun rísa þarna upp fagur skógur með tímanum. Erlendar trjátegundir. Skógræktarfélagið mun halda áfram aö gera bæjar- skóga eftir því, sem geta leyf- ir, en þar stendur einkum í vegi vöntun á girðingarefni ! og trjáplöntum til gróðursetn I ingar. Kemst tæplega nægi- i legur skriður á þessi mál, fyrr en hægt er að láta ókeypis í té mikið af trjáplöntum til gróðursetningar. í ráði er nú að auka mjög gróðursetningu erlendra trjáplantna, eftir því sem fræ fæst og uppeld- I inu miðar í gróðrarstöðvun- j um, og er þar einkum að ræða norska furu, greni og lerki. Skíðaraót Reykja- víkur Skíðamót Reykjavíkur hófst síðastliðinn sunnudag. Fór þá fram brunkeppni. Úrslit í keppninni urðu þau að brun meistari karla varð Stefán Kristjánsson en brpnmeistari kvenna Ingibjörg Árnadóttir. Báðir sigurvegararnir eru úr Glímufélaginu Ármanni. Keppnin fór fram við Skála fell og var veður hið bezta, þegar keppnin fór fram. Austurmörkin felld úr gildi í Berlín Hernámsstjórnir vesturveld anna hafa numið úr gildi austur-þýzk mörk, sem verið hafa verið gjaldgeng í Vestur- Berlín. Borgarstj órnin hefir látið í ljós ánægju sína yfir þessari fj ármálaaðgerð. Qvenju harðindasamur vet- ur á Snæfellsnesi Hiu rnestu snjóþyngsli, snm komið hefir í f jöldauiörg ár Frá því fyrir nýár hefir verið einstaklega snjóþungt á öllu Snæfellsnesi, svo að slík eru ekki dæmi I fjölda mörg ár. Hef- ir fénaður bænda staðið allur á gjöf að heita má óslitið frá því í desember. Kerlingarskarð hefir verið algjörlega ófært síðastliðin hálfan mánuð, en annars hefir verið bílfært milli Stykkishólms og Borgarness lengst af í vetur, þrátt fyrir snjóþyngslin. í viðtali sem tíðindamaður blaðsins átti í gær við Sigurð Steinþórsson kaupfélagsstjóra í Stykkishólmi eru þar nú ágætar gæftir og afli sæmilegur. Fnjóskadal. Girti hann þar Menn de Gaulle fylgismestir — kommúnistarnæstir Saanfylking de Gaulle hefir hlotið flest atkvæði allra flokka við bæjarstjórnarkosn ingarnar í Frakklandi, feng- ig 171 mann kjörinn og fjórð ung atkvæðamagnsins. Komm únistar hafa fengið næst- mest fylgi, fimmtung at- kvæðamagnsins, en aðeins 16 menn kjörna. Jafnaðarmenn, katólski flokkurinn, radíkalir og kristilegir demókratar hafa fengið 300 menn kjörna, og alls fengu stjórnarflokk- arnir rúman helming at- kvæðamagnsins. Næsta sunnudag verður aft ur kosið á þeim stöðum, þar sem frambjóðendur fengu ekki meirihluta. Harðindi til landsins. Bændur á Snæfellsnesi hafa átt óvenjulegum harð- indum að mæta í vetur og hefir ekki verið jafn snjó- þungt á Snæfellsnesi í mörg ár og nú í vetur. Tíðarfarið hefir verið frámunalega um- hleypingasamt og þó að blot- að hafi öðru hvoru hefir jafn an snjóað aftur, svo að jörð hefir aldrei náð að verða auð. Er nú meiri snjór en nokkru sinni áður og snjókoma allt- af öðru hvoru. Fyrir hálfum mánuði varð vegurinn um Kerlingarskarð ófær vegna snjóa og hefir ekki þótt til- tækilegt að gera ráðstafanir svo að sú leið yrði aftur faér/ Eins og áður er sagt hefir allur búpeningur bænda á Snæfellsnesi staðið inni vegna snjóanna síðan í des- ember og er það orðinn ó- venjulega langur innistöðu- tími. Fjárskipti í vændum. Bændur á Snæfellsnesi hafa nú um margra ára bil verið hart leiknir af mæði- veikinni, eins og víðast hvar annars staðar. Nú stendur til að til fjárskipta komi næsta haust ef það verður sam- þykkt á fundi bænda, sem haldinn verður um máliö á næstunni. Verður þar tekin endanleg ákvörðun. Ef til kemur, sem líklegt má telja, verður skorið niður af sjálfu Snæfellsnesi að mörkum gamallar varnar- girðingar. Skógarströnd verð ur því ekki með í þeim niður- skurði, en þar er veikin búin ’að herja lengst vestra, því þangað kom hún skömmu eft ir að hún kom til sögunnar í Borgarfiröi. Yrði það þá ekki fyrr en næsta ár, sem hér- uðin að Hvítá í Borgarfirði fengu að skipta fé, en um það mun allt óráðið ennþá. Góður fiskafli. Það sem af er þessum mán- uði hafa verið góðar gæftir hjá Stykkishólmsbátum og afli sæmilegur. í janúar var hins vegar ekki róið og sára fáir róðrar í febrúar vegr.a gæftaleysis. Afli er því ekki | orðinn í meðallagi ennþá, en haldist góð róðratið og afli |verði góður getur heildar ver- tíðaraflinn orðið í meðallagi , og meira en það, ef heppnin j er með. ; Framan af vertíðinn þurftu Stykkishólmsbátarnir ■ að sækja óvenjulangt til fiskjar. Nú er fiskurinn genginn inn ar að því er virðist og róðrar bátanna^íiafa stytzt verulega. Afla bátarnir yfirleitt vel, en afliiin er'samt ákaflega mis- jafn og fiskurinn mun mis- jafnari, en áður þegar lengra var-sótt. Hafa bátarnir verið að undanförnu með 6—14 skippund í róðri. Sex stórir bátar stunda veið arnar frá Stykkishólmi. Minni bátar eru ekki enn byrjaðir, vegna þess að enn er of lattgt að sækja fyrir þá. Byrja þeir ekki fyrr en fiskur gerigur innar síöar um vorið. Frakka og Itala Sforza greifí* fer til Parísar í næsta mánuði, og mun hann undirrita þar samning um fransk-ítalskt tollabandalag. Er gert ráð fyrir, að afnumin verði smám saman öll höft á viðskiptum milli Frakk- lands Qf, ítaliu. Mikill afli í Eyjiim (Framhald af 1. siðu) fyrr í vetur borizt á land jafn mikill afli í Eyjum og síðast- liðinn laugardag og nóttina þar áður, en þá var landað þar alls um eitt þúsund smá- lestum af fiski. Var það að langmestu leyti afli togbátanna, bæði heima- báta og. aðkominna, sem gerðir eru út frá Vestmanna- eyjum á þ.essum árstíma. En auk þess var einnig mikill afli ,frá Eyj abátum, þeim sem veiðar stunda með önnur veið arfseri. Hér hefir á einum sólar- hring borizt á land afli, sem fróðir menn telja að nemi að útflutningsverðmæti um tveimur milljónum króna. Enda er þá miðað við að fisk afurðirnar séu fullunnar til útflutnings. Þó að þetta sé mikill afli ér það ekki víst taliö að þetta sé mesti afli, sem borizt hefir á land í Eyj- um á einum degi, því að Vest maimaeyjar hafa ætíð verið fengsæl verstöð. Mun al- menn viðurkennt að engin verstöð bregðist jafn sjaldan með aflabrögð og Vestmanna eyjar, enda eru þar sjósóknar ar miklir, því að torsóttara er þar á miðin en víðá annars staðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.