Tíminn - 22.03.1949, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.03.1949, Blaðsíða 7
63. blað' TÍMINN, þriðjudaginn 22. marz 1949. 7 UTVEGUM GEGN LEYFUM ^j. frá Hollandi litla raímagnsMÓtora, ®.3-i Ei.a., 3. fasa, sminiiis's- | hraæi I0©0, 1500 eða 3000 \ smaninSar á mímiiu /\llar nánari uiiplýsingar VéSadeild, sínii 7080 ^amLund íól. ctmvinnufe Veg'na hlaðurs í bæjarsijorn. (Framliald af 3. siðu). ls. Vilji hann þar standa með eyðslu og chófi, er honum það vitanlega frjálst, og þá verðum við að reyna að kom ast af án hans góðu krafta. Umbótaviðleitni og skynsam- legar kröfur um heiðarlega stjórn verður ekki kveðið nið ur, þó að Helgi Sæmundsson telji öll slík skilyrði frágangs sok. Hitt má gjarnan nefna, að þó að ég skrifi greinar í Tím- ann undir fullu nafni, er ekki þar með sagt, að þar komi stefna flokksins fram. Það hefir aldrei verið tekin flokksleg ákvörðun um grein ai' niínar áður en þær hafa verið birtar, enda kann ég betur við að tala og skrifa á eigin ábyrgð en annarra og er það í fullu samræmi við íslenzk lög og íslenzkan rétt, hvort sem Helgi Sæmundsson skiiur það eða ekki. Það væru því lítil ræðuefni á bæjar- stjórnarfundi, þó að ég hefði ejnhverntíma sagt eða skrif- að eitthVað í mótsögn við það, sem þar kæmi fram, jafnvel frá flokksbræðrum mínum. Helgi Sæmundss. gæti t. d. reynt að koma saman ýms- um stefnuyfirlýsingum, sem fram hafa komið í Alþýðu- blaðinu. Þar gæti hann jafn- vel spreytt sig á þvi, að koma sáttasemjarahlutverki við- skiptamálaráðherrans saman við stefnuyfirlýsingu Alþýðu flokksins í verzlunarmálum og benda mætti honum á mismunandi stefnur í einstök um greinum, sem í blaðinu hafa birzt, þrátt fyrir örugga ritstjórn og árvakra. Frammistaða Helga Sæ- íhundssonar á bæjarstjórnar fundinum hefir tvær mjög veikar hliðar. Annars vegar ályktar hann, að það sem ég kynni að hafa .sagt í Tíman- um, væri stefnuyfirlýsing flokksins. Hins vegar gerir hann mér upp orð og skoð- anir, sem ég hefi aldrei haft eða haldið fram. Það er stundum kallað, að menn gangi á tréfótum, ef þeir byggja málflutning sinn á röngum forsendum. En hér er meira en að fæturnir séu úr dauðu tré. Það, sem þeir eiga að bsra uppi, er ekki ann að en einn fúinn drumbur. Það er dregin heimskuleg á- lyktun eftir að búið er að viða að sér fölskum forsend- u.m. Svo vil ég benda Helga Sæ mundssyni á það, að ef hug- myndir mínar um þjóðfélags- legan umbótavilja og réttlæt isþrá innan Alþýðuflokksins eru nokkuð nærri lagi, mun honum hollast að endurskoða málstað sinn og vinnubrögð, e’f hann óskar sér þess að njóta trúnaðar Alþýðuflokks ins til að gegna ábyrgðarstöð um fyrir hann framvegis. Svo vil ég enda þessa grein með þ.eirri ósk, að Reykvík- ingar beri gæfu til þess, að haga sínurn húsnæðismálum svo sem fyrst, að þar verði ekki hægt ;að benda á neitt húsnæði, sem notað sé hneykslanlega. Til þess ætti löggjafarvald og fram- kvæmdastjórn ríkisins að veita bæjarbúum fullan styrk. Þegar svo er komið, eru kröfur um skynsamlegar og hófsamlegar íbúðabygg- ingar reistar á sterkum sið- ferðilegum grunni og ekki hægt að standa gegn þeim. En hagsýni og jöfnuður eru nauðsynleg skilyrði til þess, að við náum því marki, sem við stefnum að. Fi*amkvæíBi«I verð- lag'seftirliísiiis. (Framhald af 4. síðu). um, þarf auðvitað fyrst og fremst aö veita landsmönn- um það verzlunarfrelsi, sem þeir hafa verið rændir svo geypilega og með þeim öm- urlegu afleiðingum, sem af því hafa hlotizt, — og ein- att hijóta að verða af slikum verknaði. Ef sá háttur væri upp tek- lnn, er að framan er rakinn, þykir mega fullyrða, að verð- lagsbrót yrðu stórum færri en nú er. Með tilliti til þess þykir óhætt að ákveða, að meðdómendastarf í verðlags- dómi skuli unnið án endur- gjalds. Flutningsmenn gera sér Ijóst, að ýmsra víðtækari breytinga er þörf, enda hef- ir frumvarp þess efnis legið fyrir þinginu í allan vetur. En frumvarp þetta mundi þó valda straumhvörfum og með því að flytja það, fæst úr því skorið, hvort áhugi er til fyr ír þvi meðal þingmaþna að gera verzlun og verðlagseft- irlit heilbrigðara með því að láta almenning ráða eftirlit- inu — í stað stjórnskipaðra nefnda og embættismanna, sem almenningur ræður engu um, hverjar eru og hvernig rækja það starf, sem þó á að vera fyrir hann unnið. Flutningsmenn vilja að lok um taka það fram, að tak- markið er ekki fyrst og fremst verðlagseftirlit og þungar refsingar, ef verðlags brot eru framin. Takmarkið er svo heilbrigð verzlun, að í henni sjálfri felist nóg trygging fyrir almenning — án þess að ríkið kosti opin- bert eftirlit. En meðan verð- lagseftirlit helzt, vegna illr- ar nauðsynjar, verður að koma því svo fyrir, að það sé sem öruggast. Vonandi ber þjóðin gæfu til að koma verzlunarmálum sinum sem fyrst í það horf, að það eftirlit, sem frum- varpið gerir ráð fyrir, verði afnumið með öllu. Atvinna Ungur maður, sem er vanur að vinna með Farmall drátt- arvél, getur fengið atvinnu á stóru heimili norðanlands frá 14. maí n.k. — Upplýsing- ar á afgreiðslu Tímans. Hreinsum gólfteppi, einnig bólstruð húsgögn. Gólfteppa- lireiiisuniu Barónsstíg—Skúlagötu. Sími 7360. GARNER- dráttarvél með 5/6 h.a. Toenzln mótor á pumpuðum hjólum eða járnhjól- um með göddum. Dráttarvélinni jylgja: Plógur, áburðarvagn, diskaherfi og kartöflu upptakari. Verð ca. 6.400,00 kr. fob. brezk MOTORSKCFLA Mótorskófla þessi er byggö ú 25 h. a. Fordson dráttarvél og hleður ca. 20 bíla á klukku- stund. — Hentug til að moka mold, sand, möl o. fl. Einnig er hœgt að fá ýtublað og krana- bómu, sem lyftir 1 smálest. Verð iijukstnrsskófl- unntir er ca. fcr. 30.000.00. | Ofangreindar vélar eru til afgreiðslu með stuttum afgreiðslutíma. — Leitið frekari h :j upplýsinga. 1Þ. ÞORGRÍMSSON & CO. Umboðs & heildverzlun, Ilamarshúsinu -— Reykjavík. Sími 7385. - Símn.: „THCO“ ntmmtttt »»»»«»»»»»'»»»•»»»*••»*•»**«• •♦♦•♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦rtftfÝttff' ♦•••♦♦♦••♦••♦♦*♦**»•*•♦♦♦«••»♦♦♦♦♦•♦*•♦•♦♦•••••♦•«♦*♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦•♦♦»♦♦♦•♦•♦»♦•♦♦♦♦♦♦• Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65, sfml 5833. Heima: Hafnarfirði, sími 9234 Köld borð og heitnr veí/.lumafur sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR Jóhcmnes Elíasson — iögfræðingur — Skrifstofa Austurstræti 5, III. hæð (Nvja Búnaðarbankahúsinu) Viðtalstími 5—7. — Sími 7738.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.