Tíminn - 04.05.1949, Síða 7
88. blað
TÍMINN, miðvikudaginn 4. maí 1949.
7
Stiórnm
■ (framh. aj 6 siöu.)
um ákvarðaö verð fyrir afurð
ir, sem út eru fluttar. Þetta
gerði þá að forminu til hreyf-
anlegt gengi, sem bankarnir
mundu þó í framkvæmd setja
fast í byrjun og láta annað
laga sig eftir því.
En hvor leiðin sem farin
verður, niðurfærslan eða geng
isbreyting og þótt framleiðsl-
an verði sett á reksturshæfan
grundvöll í dag, munu menn
segja sem svo, að ekki sé þar
með tryggt að þeim grund-
velli verði ekki þegar raskað
með því að gerð verði verk-
föll. Vitanlega má búast viö
verkföllum, en atvinnulífið
verður þá að leita jafnvægis,
með því að ríkið hlypi þá
ekki til og borgaði sívaxandi
halla, eins og nú er gert. Það
væri þá heldur ekki úr vegi
að segja við þá, sem vilja
stöðva útgerðina: Gjörið svo
vel, hér hafið þið, bæjarfé-
lög eðá' samvinnufélög sjó-
manna, beztu báta og togara,
sem völ er á. þið fáið réttlát
leigukjör, þið fáið allt til
framleiðslunnar með hag-
kvæmustu kjörum, þið fáið
allan þann arð, sem duglegir
sjómenn, góð skip og fiski-
mið geta veitt, — meira get-
ur þjcðfélagið ekki boðið. —
Ég hygg, að það yrði ekki
auðvelt að svara svona vinnu
brögðum með verkföllum,
þau mundu ekki haldast
lengi. — Eitt af vinnubrögð-
um hins nýja kerfis er að
birta nákvæmar reksturs-
niðurstöður framleiðslunnar,
til þess að vekja skilning og
áhuga þjóðarinnar á fram-
leiðslunni. Það er eitt af hin-
um slysalegu vinnubrögðum,
hve sáralítið hefir verið gert
að því. —
Að framkvæma þetta er
vitanlega erfitt; það eru ó-
segjanlegir erfiðleikar á því
að sigrast á afleiðingum hinn
ar hraksmánarlegu fjár-
glæfrastefnu fyrrverandi rík
isstjórnar. En það verður þá
heldur eklci gert, nema byrja
einhverntíma á því. Það verð
ur ekki gert með því að láta
hrekjast lengra og lengra
undan þeim miklu erfiðleik-
um og fjármálaspillingu, sem
hún hefir valdið. Hér eru
settar fram tillögur um að
hefja þessa baráttu og byrja
á réttum enda — lækka lífs-
nauðsynjar alþýðunnar. Þá
og þá fyrst verður framhald-
ið framkvæmanlegt, þótt
torfærurnar séu miklar og
margar.
Og ég er ekki haldinn
neinum vafa um það, að
með þessu móti getur þjóðin
rétt við furðu fljótt. Fram-
leiðslutækin á hún, hún á
miklar auölindir og hefir
möguleika til að afla mikilla
tekna ef rétt er stefnt.
IX.
Nú eða um seinan.
Framsóknarflokkurinn hef
ir verið mjög óánægður og í
mörgum greinum mótfallinn
núverandi stjórnarstefnu. En
flokkurinn sagði sem svo nú
fyrir áramótin, þegar fram-
leiðslan var að stöðvast: Við
verðum að láta okkar mál
víkja, samþykkja dýrtiðarlög,
sem við erum óánægðir með,
heldur en að framleiðslan
fari í strand. Sama er sagt
nú við fj-árlagaafgreiðsiuna.
Þótt viö séum óánægðir með
| fjármálastjórnina, verðum
við að hjálpa til þess, þrátt
fyrir allt, að ríkið -sé ekki
fjárlagalaust. — Látum svo
vera. — En nú myndast svig-
rúm eftir fjárlagaafgreiðsl-
una. Við eigum að segja við
j samstarfsflokkana: Nú er nóg
komið. Þið hafið nú dýrtíðar-
lög og fjárlög, sem þið hafið
aðallega ráðið. Alþýðuflokk-
urinn segist hafa ráðið dýr- j
tíðarlögunum og Sjálfstæðis-
flokkurinn ræður aðallega <
fjármálunum. Nú hafa þess-I
ir flokkar auðan sj ó og. geta j
siglt skútunni eins og þeir
hafa markað stefnuna og
eiga því að bera ábyrgð. Við
| eigum að ganga hreint til
verks og segja: Ef samstarfs-
flokkarnir vilja ekki breyta
um stefnu, að þeim leiðum,1
sem við höfum krafizt, og
raktar eru nokkuð hér að
framan, ef þeir vilja halda
áfram á sömu braut, eigum
1 við ekki samleið með þeim.
1— Það er sjálfsagt að gefa
hæfilegan umhugsunarfrest
og tíma til samtala og samn-
inga; — en stefna okkar verð
ur að vera ákveðin, áður en
þingi er slitiö, þingmenn
dreifast og vor- og sumarann
ir hefjast. — Ef aðrir flokk-
ar kjósa að stjcrna, án okk-
ar, að sínum leiðum, til 1950,
þá þeir um það. Við munum
þá reyna að afla stefnu okk-
ar fylgis með þjóðinni þann
I tíma og hvenær sem kosning
ar verða — og við eigum að
| mínu áliti að berjast í stjórn-
arandstöðu, fyrir sigri stefnu
okkar, ef hún fæst ekki tek-
in til greina í höfuðatriöum
I við samninga um stjórn eft-
i ir kosningar. Ef á stefnu okk
ar verður hins vegar faliist í
I aöalatriðum, erum við jafn
fúsir til þess nú þegar, eins
og síðar, að taka á okkur alla
ábyrgð, sem framkvæmd
hennar er samfara.
I Ég hefi stundum álitið, að
það stjórnleysi, sem nú er,
yrði að ganga sér til húðar,
til þess að opna augu þjóð-
arinnar. En seinustu vikurnar
hefir keyrt svo um þverbak
um fjármálastjórnina o. f 1.,
að ég álít, að það sé of dýr
fórn fyrir Framsóknarflokk-
inn að sitja lengur á rekald-
inu, þar sem sú fórn er ber-
sýnilega færð þjóðinni til
litils gagns i bráð — en til
mikils tjóns í lengd.
Þar sem aðvaranir okkar
og sú stefna, sem við höfum
krafist að tekin sé, er aö
I engu höfð —- rekur stjórnar-
skútuna jafnt upp í brimgarð
inn, þótt við séum um borð.
! Eins og annarsstaðar, þar
sem svona hefir farið og allt
er komið í öngþveiti. vex of-
beldis- og öfgaflokkunum
fylgi hraðar en flesta grun-
ar fyrirfram. í slíku ástandi
er þeirra jarðvegur eins og
gorkúlnanna á gömlum fjós-
1 haug. — Með áframhaldandi
veru okkar í svona ríkis-
stjórn stuðlum við óbeint að
þessum vexti og þeim afleið-
ingum, sem hann hefir. Þess
óskar enginn Framsóknar-
maður, því síður að taka þátt
í öfgafylkingunum, sem báð-
ar eru okkur ógeðfelldar.
Þessvegna eigum við nú að
jsetja stefnu okkar á odd í
; rikisstjórninni og gefa þjóð-
inni tækifæri til að dæma um
hana, til hvers sem það leið-
ir. Með því einu getum við
„ESJA"
vestur um land í hringferð
hinn 6. þ. m. Öllu lestarrúmi
skipsins er þegar ráðstafað.
Pantaðir farseðlar óskast sótt
ir á fimmtudag.
Höfum til
alls konar vörur nýjar og not-
aðar með mjög lágu verði
svo sem,
Klæðaskápa 1. 2 og 3 setta
Stóla stoppaða og óstoppaða
af öllum breiddum.
Borð ýmiskonar, stór og smá
Svefnbedda sundurdregna
Bókahillur
Sfcrifborð
Keiðhjól
Ferðafóna
Útvarpstæki
Karlmannafatnað
Tjöld
Svefnpoka o. m. fl.
sem vont er að fá annars-
staöar.
Reynið viðskiptin
Söluskálinn
Klappastíg 11
Sími 2926
Uppboð
Opinbert uppboð verður
haldið á bifreiðastæðinu við
Vonarstræti hér í bær, mið-
vikudaginn 4. mai n. k. kl. 2
e. h. Seld verður bifreiðin R.
1335. Greiðsla fer fram við
hamarshögg.
Borgarfógetinn
i Réykjavík
Fasteignasölu-
miðstöðin
Lækjargötu 10B. Sími 6530.
Annast sölu fastelgna,
skipa, bifreiða o. fl. Enn-
fremur alls konar trygging-
1 ar, svo sem brunatryggingar,
t innbús-, líftryggingar o. fl. i
! umboði Jóns Finnbogasonar
hjá Sjóvátryggingarfélagl ís-
lands h.f. Viðtalstími alla
1 virka daga kl. 10—5, aðra
tima eftir samkomulagi.
::
Eldurinn
gerir ekki boð á undan sér!
Þeir, sem eru hyggnir,
tryggja strax hjá
SamvLnnutryggingum
::
::
::
AUGLYSING
um skoðun bifreiða og bifhjóia í Gull- |
♦»
bringu- og Kjósarsýslu og Hafnar-
fjarðarkaupstað |
♦♦
♦»
Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að H
hin árlega skoðun bifreiða og bifhjóla fer á þessu ári H
fram sem hér segir: i:
Föstudaginn 6. maí n. k. kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. S
♦5
í Barnaskólahúsinu í Grindavík. Skulu þá allar bifreið ::
ar og bifhjól úr Grindavikurhreppi mæta til skoðunar. ::
♦♦
♦♦
Mánudaginn 9. maí og þriðjudaginn 10. maí n. k. kl. i:
10—12 f.h. og 1—5 e. h. við Vörubílastöðina í Sandgerði. H
Skulu þá allar bifreiðir úr Miðness- og Gerðarhreppi ♦♦
♦♦
mæta til skoðunar. S
♦♦
Miðvikudaginn 11. maí, fimmtudaginn 12. maí, föstu H
daginn 13. maí, mánudaginn 16. maí og þriðjudaginn ♦♦
17. maí n.k. kl. 10—12 f.h. og 1—5 e.h. á Keflavíkur- ::
♦♦
flugvelli. Skulu allar bifreiðar og bifhjól af Keflavíkur ::
flugvelli, Njarðvíkurhreppi og Hafnarhreppi mæta til «
skoðunar. ♦♦
♦♦
♦♦
♦♦
Miðvikudaginn 18. maí, fimmtudaginn 19. maí og ::
föstudaginn 20. maí n.k. kl. 10—12 f.h. og 1—5 e. h. að ::
Brúarlandi. Skulu allar bifreiðar o°g bifhjól úr Mosfells H
Kjalarness- og Kjósarhreppum, mæta þar til skoðunar. ♦♦
♦♦
♦♦
Máundaginn 23. maí n.k. kl. 10—12 f.h. og 1—5 e.h. H
við Hraðfrystihúsið í Vogur fyrir bifreiðar og bifhjól í H
Vatnsleysustrandarhreppi. ::
Þirðjudaginn 24., miðvikudaginn 25., föstudaginn 27., H
mánudaginn 30., þriöjudaginn 31. maí n. k., miðviku- ♦♦
♦♦
daginn 1. júní, fimmtudaginn 2., föstudaginn 3. þriðju ::
daginn 7., miðvikudaginn 8., og fimmtudaginn 9. júní H
n. k. kl. 10—12 f.h. og 1—5 e. h. skulu allar bifreiðar og ♦.♦
♦♦
bifhjól úr Hafnarfirði, Bessastaða-, Garða-, Kópavogs- H
og Seltjarnarneshreppi mæta til skoðunar við Vöru- H
bílastöð Hafnarfjarðar. ♦*
♦♦
♦ ♦
♦♦
Ennfremur fer þá fram skoðun á.öllum bifreiðum, H
sem eru í notkun á áður tilgreindum stöðum, en skrá- *♦
settar eru annai-sstaðar. S
♦♦
♦♦
Við skoðun skulu þeir, sem eiga tengivagna eða far- H
þegabyrgi koma með það um leið og bifreiðin er færð a
til skoöunar. - H
$♦
Þá skulu ökumenn bifreiða leggja fram fullgild öku- ••
♦♦
skírteini við skoöun. H
♦♦
♦♦
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar H
á réttum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð sam- H
kvæmt bifreiðalögum og bifreiðin tekin úr umferð af H
lögreglunni, hvar sem til hennar næst. Ef bifreiðaeig- H
vidi (umráðamaður) getur ekki af óviðráðanlegum á- H
stæðum fært bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, H
♦♦
ber honum að koma á skoðunarsað og tilkynna það. Til •♦
♦♦
kynningar i síma nægja ekki. Bifreiðaskattur, sem féll H
í gjalddaga þann 1. apríl s.l. (skattárið 1. apríl 1949 H
— 31. marz 1950) skoðunargjald og iðgjöld fyrir vá- •♦
♦♦
tryggingu ökumanns, verða innheimt um leið og skoð- H
un fer fram. H
♦♦
♦♦
♦♦
Séu gjöld þessi ekki' greidd við skoðun eða áður, verð H
ur skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til H
gjöldin eru greidd. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboð j|
in vátrygging fyrir hverja bifreið sé i lagi. H
gert skyldu okkar, því við trú
um þvi, að sú stefna sé rétt.
Á þessu hefir, ef til vill, orð-
ið helzt til langur dráttur, en
um það þýðir ekki að sakast.
Hitt tel ég augljóst, að ef það
verður enn dregið á langinn,
sé það um seinan.
En það skulum við ekki
; láta okkur henda.
Athygli skal vakin á því, að umdæmismeki bifreiða
skulu ávalt vera vel læsileg, og er þvi hér með lagt
fyrir þá bifreiðaeigendur (umráðamenn), sem þurfa að
endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera
það tafarlaust nú, áður en bifreiðaskoðunin hefst.
Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að
máli, til eftirbreytni.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, sýslumaðurinn í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu 2. mai 1949.
Guðm. í. Guðniundsson
::