Tíminn - 05.05.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.05.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 5. maí 1949. 89. blað Fé er jafnan fóstra líkt i. Gunnar Bjarnason á Hvann ey.ri, hefir enn aö nýju hrasl- ^ð sér völl á nær heilli síðu í ísafold. Er sú ritsmíð kölluð §var við grein minni í 66. tbl. Tímans. Um þessa nýju fram- leiðslu G. B. má með sönnu segja: umbúöirnar eru vætt, innihaldið lóð. Ef umbúðirn- ar eru teknar burt og kjarni málsins athugaður, liggur Ijóst fyrir, að hin auðvirði- lega ritsmíð í ísafold er eins og andvarp rökþrota manns. Þar fellur G. B. frá að ræða frekar þau efnisatriði, er hann hafði að uppistöðu, þeg- ar hann hugðist að hefja sókn á hendur Austur-Skaft- fellingum. í fyrri grein sinni talaði G. B. um rafmagnsmál héraðs- ins sem sýndarmál, er við þingmenn myndum nota til að trufla baráttu á öðrum sviðum. Nú er fallið frá því af hans hálfu og ekki á málið minnst. Áður talaði höfundurinn um jafngildi landshafnar, sem þó gerði betur vegna greiðslu á útsvörum frá höfn- inni til hreppsins. Nú er horf- ið frá því. í fyrri grein sinni tilkynnti G. B. landsmönnum, að eng- in brú hefði verið byggð í Austur-Skaftafellssýslu frá því um næst síðustu kosn- ingar. Nú hefir hann að fullu dregið í land á því sviði. Til að byrja með var G. B. ærið drjúgur yfir úrræðum í samgöngumálum Austur- Skaftfellinga. Ég benti á með- ferð Sjálfstæðisflokksins á brúarsjóði og afstöðu hans til fjárveitinga í þessu sambandi. ^Þá hæfir G. B. ekki lengur gleiðgosabragur út af því. Greinarhöfundur þóttist sjá nýjar leiðir í hafnarmál- inu með því að leggja veg út í Ósland. Honum var bent á, að þetta hefðu aðrir séð löngu á undan honum og að verkið væri þegar í undirbúningi. Þá hæfir þögnin bezt um það 'atriði. í fyrri grein sinni þótti G. B. hlýða að bera Austur-Skaft fellingum á brýn óeðlilega notkun á útsæði. Nú vill hann þvo hendur sínar frammi fyr- ir Austur-Skaftfellingum, en telur þetta gerast utan þess kjördæmis. En þrátt fyrir rökþrotin kemur höfundurinn fram á ritvöllinn að nýju, helzt til að segja eitthvað, að því er virðist, líkt og heyrnarsljói maðurinn, sem sagði „í axar- skaft,“ þegar honum var heils að, heldur en að segja ekki neitt. Og þrátt fyrir rökþrot- in hefir hann í frammi mikil mæli, eins og sendimennirnir, sem Bursti barði. Margrödduð lög þykja til- komumikil í heimi tónlistar- innar — en þó því aðeins, að tónarnir reynist ekki falskir. Ritsmíð G. B. lítur svo út sem hann hefði löngun til að kveða margraddaðan óð yfir- boðurum sínum til lofs og dýrðar. Hann hefir nóg steig- urlæti til slíkra tilburða — en það þarf ögn meira til, svo að vel fari. í fyrstu röddinni birt ast brigzl um „úrræðaleysi", „óheilindi“, „ræfildóm“ og „launráð", falsaðar tilvitnan ir og dylgjur um rangsleitni „í skömmtun áburðar og ann Efftfr Pál 1» arra hluta.“ í ánnarri rödd- inni m'á hyera smjaður um samvinnuhreyfinguna. Þriðj a röddin leiðir hugann að vinnu brögðum Sjálfstæðisflokksins. Milli þessara radda tístir svo veikburða millirödd, sem á að minna á verðleíka höfundar á möts við Eystein Jónsson. En því miður virðist höfund- urinn vanta það, sem þarf um fram steigurlæti, til þess að þetta fari vel, svo að úr við- fangsefninu verður ekki lista- verk í höndum hans, heldur hið auðvirðilegasta hnoð. Fé er. jafnan fóstra líkt. Ég tel sjálfsagt, að G. B. fái enn einu sinni að binda saman pinkla af þessari framleiðslu sinni og fela þá ísafold til flutnings án mikillar íhlut- unar af mér. Ég mun því að- eins víkja að efni málsins með nokkrum almennum orð um. II. Það er hámark óskamm- feilni, þegar G. B. leyfir sér að draga nafn Eysteins Jóns- sonar inn í ritsmíð sína í sam bandi viz sjálfan sig. Það er alþjóð kunnugt og Austur- Skaftfellingum ekki síður en öðrum, hvílíkur regin munur er á manngildi þeirra. Og sá munur á manngildi reynist æ meiri og meiri eftir því sem komið er nær mönnunum og kynning við þá vex. Ég þarf ekki að eyða rúmi blaðsins til að skýra sam- göngumál Öræfinga. Öræf- ingar hafa fyrr og síðar kom- izt leiðar sinnar án leiðsagn- ar G. B. og svo mun enn verða. Og það, sem unnizt hefir til bóta í þeim málum að undan- förnu þekkja þeir, sem hlut eiga að máli, í öllum greinum betur en G. B. f fjárlögum 1946 voru veitt- ar 60 þús. kr. sem fyrsta greiðsla til brúar á Laxá í Lcni. Vegamálastjóri taldi ó- framkvæmanlegt að byggja þá brú- á því ári. Féð var ekki nægilegt, efni ekki fyrir hendi og hörgull á brúarsmiðum. Þá varð að samkomulagi, að mik ið af þessu fé var tekið að láni til brúar á Holtakíl, sem auðveldara var að byggjaáþví ári. Lánið var síðan endur- greitt með fjárveitingu í fjár lögum ársins 1947 og lagt til hliðar auk sérstakrar fjárveit ingar í viðbót til brúar á Lax- á. Sú ráðstöfun, sem hér er lýst, kom að engri sök gagn- vart brú á Laxá, þótt G. B. kalli þetta „að brugga þessu maniivirki launráð." Það, sem hamlað hefir fram- kvæmdum við Laxá, er vönt- un á efni og erfiðleikar á að fá smiði, en vonir standa til að úr því rætist á þessu vori. III. Það er táknrænt, að á sömu blaðsíðunni og niðurlagið á ritsmíð G. B. birtist er níð- grein um annað stærsta kaup félag landsins. Það er í sam- ræmi við sögu þeirra afla í þjóðfélaginu, sem G. B. hefir nú gengið á mála hjá. Verzlunin skapar ekki verð mæti, heldur dreifir þeim á milli manna. Þar sem verka- skipting er óhjákvæmileg milli stétta og þjóða, verður verzlun að eiga sér stað, en orsteinsson það er til hagsbóta bæði fram leiðendum og neytendum, að milliliðir séu sem fæstir og viðskipti sem greiðust. Þetta er bezt tryggt á þann hátt, að þeir, sem samleiö eiga, slái sér saman um viðskipti og velji fulltrúa til að standa fyr ir þeim af sinni hendi. Þessu marki er náð með samvinnu- félagsskapnum. En það eru til menn, sem hafa fyrir löngu komið auga á það, að viðskipti er hægt að gera að gróðavænlegum at- vinnuvegi, menn, sem alltaf vilja vera á vissum stað til að gá að sér og sínu, eins og keisarinn í klæðaskápnum. Þessir menn hafa náð mikl- um völdum félagslega og fjár hagslega. Við þetta vald hef- ir samvinnuhreyfingin ætíð orðið að etja, hverju nafni sem það hefir nefnt sig. Bar- áttan hefir tekið ýmsum breyt ingum og birzt í ýmsum mynd um bæði úti um héruðin og í æðstu stofnunum ríkisvalds ins. Því meiri ítök sem Sjálf- stæðisflokkurinn á í ríkisvald inu, því örðugri er barátta samvinnumanna. Þegar for- maður Sjálfstæöisflokksins skipaði stjórnarforsæti, var samvinnufélögunum skammt aö 10—2Q% af innflutningi af sumum nauðsynlegustu vörutegundum, þótt þau ættu rétt á 40—50% eftir fjölda viðskiptavinanna. Þegar full- trúar samvinnumanna bera fram í viðskiptanefnd, fjár- hagsráði, ríkisstjórn og á Al- þingi kröfur um jafnrétti á þessu sviði, þá verður alls staðar og ævinlega sama tor- færan á vegi þeirra — Heiðira berg Sjálfstæðisflokksins. IV. Sjálfstæðisflokkurinn bygg ir starfsemi sína á grundvelli frjálsrar samkeppni. Það er að sönnu vitanlegt, að í hrind ingum samkeppninnar er einn lækkaður en öðrum lyft. G. B. bregður þó upp nýjum fleti á því máli. Hann segir svo: „Austur-Skaftfellingar þurfa ekkert að undrast, þótt Sjálf- stæðismenn segi: „Hér beygj- um við hjá,“ þegar um mál- efni héraðsins er að ræða, meðan þeir senda á þing hat- rama andstæðinga flokksins, sem vinna honum hvert það ógagn, sem þeim er unnt, en þingmenn hans keppast sam- tímis við að vinna fyrir þau héruð, sem gera Sjálfstæðis- menn að umboðsmönnum sín um á Alþingi.“ Þetta er hið eina , hinni auðvirðilegu ritsmíð G. B., sem kalla má ekki alls kostar ómerkilegt út af fyrir sig. Það hefir löngum þótt heiðarleg og hallkvæm regla fyrir menn og flokka að vinna eftir mál- efnum. Samkvæmt frásögn G. B. er það ekki háttur. Sjálf- stæðisflokksins og þess á ekki að vænta. G. B. viðurkennir, að Sjálfstæðismenn á þingi hlýði boðorðinu: „hér beygj- um við hjá,“ þegar um mál- efni Austur-Skaftafellssýslu er að ræða, og það á enginn að undrast þar sem fólkið þar hefir ekki litið sömu augum á hæfileika G. B. til manna- forráða og hann gerir sjálfur. (Framhald á 7. síðu). Ungur bóndi nefnist sá, sem send ir hér athugasemd í tilefni af hug- leiöingum „gamals bónda“ um vot- heysturna og skemmdir ofan á þeim. ,,I“að er engin auglýsingastarf- scmi þó aff sagt sé, að ekki þurfi að skemmast fóður á yfirboröi í turnunum þegar ekki er fergt. Þetta er hægt að forðast bæði í turnun- um og gryfjum og þetta hafa marg ir forðast ár eftir ár, bæði á ís- landi og erlendis, það er staðreynd. Hitt er líka staðreynd að' þeir eru margir trassarnir, sem fergja og fá samt rudda á yfirborð fóðursins og langt niður með veggjum, af því að regnið streymir niður í gryfjurnar. En svo var það útreikningurinn út af 52 sentimetra eyöileggingunni sem Jens Hólmgeirsson hefir sagt frá. Segjurrr að trassar, eins og gamli bóndinn ef til vill er (ég þekki hann ekki) láti 50 sentimetra eyðileggjast. Nú er það staðreynd annarsstað'ar, að í hverjum tenings metra, í efsta metra fóðursins í turninum, eru um 400 kg. Neðar eru það sumstað'ar allt að 1000 kgj. Hálfs meters hæð í turni, sem er fjögurra metra víður, er 6,2 teningsmetrar og 400 sinnum 6,2 verður þá ekki meira en um 2500 kg. eð'a rúmlega 400 fóðureiningar. Gamli bóndinn ætlar sýnilega að láta kúna sína standa gelda allan veturinn úr því að hún á aðeins að fá 850 fóðurein ingar. Það er sem næst viðhalds- fóður handa meðalkú um venjuleg- an innistöðutíma. En með' þeim út- reikningi eru ekki bara 10 kýrfó'ð- ur í turninum, sem er 4 m. i þver- mál. í slíkan turn má auðveldlega koma 18 þúsund fóðureiningum, það er að segja 22 kýrfóður eins og þeim, sem gamli bóndinn reikn- ar með. Jæja bóndi góður. Hvort sem reiknað er með kýrfóðri eins og ég vil hafa það, þ. e. 850 fóðureiningar, þá verður útkoman sú, að' 50 cm. lagið hjá trassanum er aöeins 2’,j % af þvi fóðurmagni, sem í turninn má láta. Hirðumaðurinn, sem ekki fær ónýtt nema 20 cm. lag, missir 1%. En hvað er þetta á móti þeim 25—50 prósentum taps, sem einatt verður við heyþurkun og geymslu í hlöðu. Hitt, með refi og minnka og vatns pumpuna, getur víst allt verið gott og blessað og víst er um það, að réttast er fyrir þá menn að hætta þingmennsku, sem álíta að minka- eldi torveldi eyðingu villiminka. Þeir er eins gott að fara heim og halla sér og láta öðrum eftir þing- stólana.“ Vera má, að gerð verði athuga- semd við þetta, en hún ætti þá að verða málinu til skýringar. En hitt er raunar eðlilegt, að mönnum þyki ekki álitlegt, að allt- af sé verið að klekja út minkum til viðbótar þeim villtu. . Starkaður gamli iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiHiiiiiiitiiiiHiiiMiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii Hjartanlega þakka ég þeim sem minntust mín í | | orði og verka, á sjötíu ára afmæli mínu. | Guðjón Rögnvaldsson, Tjörn | ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilpliiiiiiiiiiiiiiiiiinmiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiimiiimiiiiinimmiini Almannatryggingarnar tilkynna: Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta frá almannatryggingunum skerðist eða fellur niður, ef ! hlutaðeigandi eigi hefir greitt skilvíslega iðgjöld sín í til tryggingasjóðs. Þeir, sem sækja um bætur frá Tryggingastofnun | ríkisins, skulu leggja fram tryggingaskírteini sin með i kvittun innheimtumanna fyrir áföllnum' iðgjöldum. Reykjavík, 3. maí 1949. Tryggingastofnun ríkisins ÍTILKYNNINGj | frá héraðslækninum i I í Hafnarfirði | Bólusetning gegn barnaveiki fer fram á skrifstofu í Ihéraðslæknis kl. 5—6 síðd.^ framvegis, nema laugar- f daga. Héraðslæknirinn f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.