Tíminn - 05.05.1949, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.05.1949, Blaðsíða 7
83. blað TIMINN, fimmtudaginn 5. maí 1949. 1 JFegrimarféísíg'tð, (Framhald af 1. siðu). mun í samráði við skólast.ióra Austurbæjarskólans og með aðstoð barna úr skólanum gróðursetja í vor trjáplöntur meðfram Bergþórugötu og Barónsstíg og mun stjórnin reyna að hafa áhrif á að syðri hluti leiksvæðisins verði nú þegar lagfærður. Til þess að áhrifa félagsins gæti sem víöast hefir stjórn- in skipt bænum í hveríi og mun fá áhugamenn innan fé- lagsins, á hverjum stað, til þess að fylgjast með öilu er gæti oi’ðið til fegurðarauka í hverfunum. Þá hefir stjórnin ákveðið að veita heiðursskjal þeim, sem mest og bezt vinna að þvi að prýða lóðir sínar og garða. Einnig hefir verið ákveðið að frá félaginu birtust, öðru hvoru, leiSbeiningar til al- mennings um hirðingu lóða, ræktun garða og annað er stuðlar að aukínni fegrun ut- anhúss. í því augnamiði hefir verið leitað tii nokkra manna um aö annast smágreinar um þessi mál. Tímarit félagsins. í undirbúningi er tímarit Fegrunarfélagsins, sem mun koma út tvisvar á ári, fyr-ra heftið að sumrinu og verður það sent ókeypis til meðlima félagsins um leið og þeir greiða árgjald sitt, en hitt heftið um jólin. Gerir félagið sér vonir um að geta fengið auglýsingar frá fyrirtækjum í bænum til þess að bera kostn- aSinn við útgáfuna og verður andvirði jólaheítisins og væntanlegur afgangur af aug lýsingafé lagt í ..listaverka- sjóð:‘ félagsins, en félagið mun einnig reyna ýmsar aðrar leiðir til þess að lista- verkasjóðurinn geti staðist kostnaðinn viö að koma upp minnst einni höggmynd á ári. Nýr framkvæmdastjóri. Fjölda fleiri rnála hefir fé- lagið unnið að og sem þaö hefir í undirbúningi, en sem ekki er enn tímabært að greina frá. Félagið hefir ráðið fram- kvæmdarstjóra, Inga Árdal, og veröur hann til viðtals á skrifstofu félagsins í Hamars- húsinu alla virka daga, nema laugardaga, kl. 5—8 e. h. Sími skrifstofunnar er 5012. NotjagiMi husgagua er fyrir öllu (Framhald af 3. síðu). hvað gæði snertir, en eru þó rándýr. Jú, við þyrftum að hafa fleiri lærða rnenn, sem geta ráðið fólki heilt, hvað þetta snertir. Eru ekki aðrir íslend- ingar, sem hafa lagt stund á þetta sama og þú? Jú, þrír aðrir landar hafa áður lokið prófi frá þessum sarna skóla, svo að ég yiti til. Og nú ert þú á förum heim með fjölskyldu þína, eftir langa og stranga útivist. Hvað hyggstu fjnrir þegar heim kemur? Ég hefi hugsað mér að teikna eftir pöntunum al- mennings og fyrirtækja, sem kunna að snúa sér til mín. ! Annars vonast ég til að geta' sett á laggirnar sjálfstæða^ teiknistofu sem bráðast en það er allt óráðið enn. Að lokum, ert-u búinn að fá húsnæði í höfuðstaðnum? | Nei, ekki er nú því að fagna, ég hefi aðeins fengið ^ bráðabirgða húsnæði um stundarsakir, en vonandi ræt ist úr því. B. H Fjárreksturiiin yfir Holtavörðukeiði Stutt athugasemd. Vegna þess að ein máls- grein þar hefir aflagast svo í meðferðinni. að menn fá ranga hugmynd urn undir- tektir bænda, tii ég nauðsyn- legt að birta þessa rnálsgrein eins og hún fór frá mér. Þessi málsgrein er rétt þannig: „Yfirleitt voru undirtektir bænda góðar, en mest áttu þeir þó að þakka einum manni aö öllu var komið fyr- ir er suður var rekið, það var Þorsteinn Hjálmsson i Örn- ólfsdal.“ Svo á að standa hellunum. En til skýringar hér, skal ég taka það fram, að þeir voru aldrei notaðir, bændur skiptu fénu milli sín jafnóðum og það kom suður, þetta var allt skipulagt aí Þorsteini Hjálms syni í samráði við bændur. Dálítið er víðar athugavert, en það skiptir litlu máli. Jón Marteinsson. Fsskveiðar Baua viS CræsBlancl. (Framhald af 1. síðu). Grænlands á þorskveiðar og fá þeir aðalbækistöð í Fær- eyingahöfn, en stór flutninga Iskip flytja fiskinn þaðan til Bretlands og Miðjarðarhafs- landanna. Byggja mörg' frystihús og fiskiðjuver. í nýkomnum dönskum blöð um er sagt frá því, að Danir undirbúi nú byggingu hrað- frystihúsa við allar helztu verstöðvar á Vesturströnd Grænlands, auk þess nýjar niðursuðuverksmið,jur og um bætur og stækkun á gamalli lúðuverksmiðju, sem þar er. Fjórar rafstöövar á að setja upp fyrir fiskiðnaðinn. Gert er ráð fyrir að á sjöunda hundrað Dana verði starf- andi á Grænlandi í sumar við byggingu hinna nýju fisk- iðjuvera og aðrar framkvæmd ir. En að sjálfsögðu verða Grænlendingar notaðir eins og mögulegt er. Eru þeir tald- ir góðir verkamenn og vinnu- afl þejrra ódýrt, þar sem kaup þeirra er aðeins þrjár krón- ur á dag. Þegar hin dönsku fiskiðju- ver á Grænlandi hefja fram- leiðslu er ráðgert að flytja hana á markaði í Bretlandi og til Mið-Evrópulanda. Salt- i fiskurinn. sem einnig verður i framleiddur þar, verður send- ur beint til Miðjarðarhafs- ilandanna, og telja dönsk i blöð. að þegar fiskimi'ðin við Grænland séu hagnýtt til fulls geti Danir birgt alla Evrópu meö þeim fiskafurð- um sem þarf. Fé er lafiistis fóslra líkí. (Framliald af 4. síðu). i Austur-Skaftfellingar og aör- ir eiga að vita það, að Sjáif- stæðisflokkurinn skal reynast stefnu sinni trúr, samkeppn- in skal vera ljósið á vegum flokksins og lampi fóta lipns, samkeppninni skal beitt út í æsar og til yztu endimarka landsins, einu héraði skal um bunað, en málefni anna.rs troð ið undir fóturn. Héruðin eiga samt að hafa 'eitt ráð til að hrinda af sér skugganum, en hreppa ljósið: að héraðsbúar sýni Sjálfstæðisflokknum pólitíska undirgefni og þjóns lund. Það er gjaldeyrir, sem gildir hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Ef hann er ekki til stað- ar, mega hagsmunamál hér- aða og heilla landsfjórðunga fara veg allrar veraldar. En fáist þessi gjaldeyrir, svo að héruðin geri Sjálfstæðismenn að umboðsmönnum sínum á Alþingi, þá þykir borga sig að kosta nokkru til um málefni héraðanna, eins og bændur gefa bústofni sínum fóður- bæti til að fá af honum meiri afurðir, því að með slíkan gjaldeyri í höndum má slá trausta skjaldborg um sér- hagsmuni sérhyggjumann- anna — stækka Heiðnaberg Sj álf stæðisf lokksins. Þegar grunntónninn, sem Sj álf stæðisf lokkurinn stígur sporin eftir á vegferö sinni, samkvæmt frásögn G. B., er með þessum hætti, þarf eng- um að dyljast, hve falskur sá tónn er, sem tileinkaður er samvinnuhreyfingunni. — En þegar kveðið er margradd að, þykir nokkur von til þess, að það dyljist. Og því betur sem það dylst, því meiri þyk- ir vonin um hagstæða gjald- eyrisverzlun fyrir Sjálfstæð- isflokkinn úti i héruðunum, þeim mun meiri von til þess, að sá lýður, sem talinn er búa í niðurníddum héruðum, virði ekki sannfæringu og sæmd sérlega dýrt. G. B. hefir gengið á mála hjá Sjálfstæðisflokknum, — því flokksvaldi, sem samvinnu hreyfingunni hefir reynzt örð ugast í viðskiptum, og heitið því valdi þjónustu i Austur- Skaítafellssýslu. Hann hefir með greinum sinum í ísafold gert boö á undan sér, sem , verða mættu Austur-Skaft- fellingum og öðrum harla lær dómsrik. Framleiðslan ber nokkurt vitni um framleið- andann og flokksstefnan gef- ur bendingu um, hvernig fóst urlaunin myndu verða goldin. — En fé er jafnan fóstra líkt. Páll Þorsteinsson. TILKYNNING um endurnýjun umsókna um lífeyri | frá almannatryggingunum | ♦♦ ♦♦ Yfirstandandi bótatímabail almannatrygging- :: inganna er útrunnið hinn 30. júní næstkomandi. :: Næsta bótatimabil hefst 1. júli 1949 og stendur yfir ♦; ♦♦ til 30. júní 1950. Samkvæmt almannatryggingalög- :: unum skal endurnýja fyrir hvert einstakt bótatíma- H bil allar umsóknir um eftirtaldar tegnudir bóta: H ♦♦ xz Ellilífeyi’i, örorkulífeyri, H barnalífeyri, fjölskyldubætur, S ♦♦ ekknalífeyii, makabætur, H örorkustyrki. H :: ♦ ♦ H Ber því öllum þeim, sem njóta framangreindra bóta og óska að njóta þeirra næsta bótatímabil, að sækja á ný um bætur þessar. vj :: :: Umboðsmenn Tryggingastofnunarinnar munu ♦♦ veita umsóknum viðtöku frá 6. maí til 6. júní n. k. :: Ber því umsækjendum að hafa skilað umsóknum sin- H um til umboðsmanna eða póstlagt þeir eigi siðar en H ♦♦ 6. júni næstkomandi. Eyðublöð fást hjá umboðs- H mönnunum. H ♦♦ ♦♦ ♦♦ Sérstaklega er áríðandi, að öryrkjar, sem misst H hafa 50%-—75% starfsorkunnar og sækja um örorku- H styrk, skili umsóknum á tilsettum tíma, ella má gera H ráð fyrir, að ekki verið unnt að taka umsóknirnar H til gxeina. þar sem upphæð sú, sem nota má í þessu H skyni, er fastákveðin. ♦♦ :: :: Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til trygginga- sjóðs, skulu sanna, með tryggingaskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skeröingu eða missi bctaréttar. Umsóknir um aörar tegundir bóta en þær, sem hér að framan eru nefndar, svo sem fæðingarstyrk, sjúkradagapeninga og ekknabætur, svo og nýjar um- sóknir um lífeyri, verða afgreiddar af umboðsmönn- um á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvís- lega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. :: a H ♦♦ ♦♦ » :: Reykjavík, 3. maí 1949 :: Tryggingastofnun ríkisins :: ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦' 9 4 ♦ TIL SOLU jeppakerrur hentugar fyrir Farmall. Upplýsingar í Söluskálanum við Tivoli. — Sími 5948. Allt til þess að auka ánægjuna 3. Við þig segja vil ég orð, vísbending þér holla: Ég á með skúffu eldhús- borð, einnig væna kolla. Hreinsum gólfteppi, einnig bólstruð húsgögn. Gólfteppa- Itrein.smiiu Barónsstíg—Skúlagötu. Sími 7360. TILKYNNINGÍ Bannað er smásölum að hækka verið á þeim birgð- um af tóbaki sem þeir eiga i vörzlum sinum, og keypt heíir verið af Tóbakseinkasölu rikisins fyrir 1. mai s. 1. Reykjavík, 4. mai 1949 Verðlagsstjórinn J ♦ Frestið ekki lengur, að gerasl áskrifendur TÍMANS Auglýsingasiiui Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.