Tíminn - 07.05.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.05.1949, Blaðsíða 3
57. blað TÍMINN, Iaugardaginn 7. maí 1949. 3 Frá Reykhólum Asgelrssonar Herra ráðunautur Ragnar Ásgeixsson. Þann 11. sept. s. 1. skrifuðuð þér grein í ,,Tímann“ sem þér nefnduð „Frá Reykhólum.“ Þegar ég las greinina, eða nán ar tiltekið, þann hluta henn- ar, sem ég tilfæri hér á eftir, varo ég undrandi, og það sem mig furðaði var dirfska yðar, að þér mannorðs sjálfs yðar vegna skylduð áræða að skrifa níð um ábúanda, eða ábúendur, Reykhóla, því Iíklegt þykir mér að þér haf- ; ið ekki haft hugmynd um hvort þar höfðu búið einn eða fleiri, um ákveöinn, en þó um óákveðinn tíma, því að þér vissu hvorki hvenær hann: hófst, né hvenær honum lauk. Þér virðist aðeins hafa vitað að sá timi hófst, er Bjarni Þórðarson hætti búskap á Reykhólum og einnig má lesa að honum var lokið er jörðin varð leigð frá ári til árs. í grein yðar stendur skrif- ' að: „Um aldaraöir hafa Reyk hólar framfleytt fjölda fólks — hinn síðasti stórbóndi sem þar bjó, Bjarni Þórðarson hafði stundum milli 40—50 manns í heimili og sat jörð- ina ágætlega. Hann bvggði þar bæ sem þótti með ágæt- úm.á sinni tíð — ég held 1874, sem stendur enn uppi. Ég man ekki hvenær- Bjarni Þórðarson hætti aö búa, en síðan hefir sagan Reykhóla verið raunasaga, samfelld lína niður á við, uns jörðin telst aðeins byggð frá ári til árs.“ (Undirstrikað af mér). Þér segið í grein yðar, að þér munið ekki hvenær Bjarni Þórðarson hafi hætt búskap á Reykhólum. Fyrsta skilyrðið til þess að þér gæt- uð leyft yöur að níða ásetu jarðarinnar var að þér vissuð öll deili á afhendingu hennar, bæði er Bjarni afhenti hana, og sömuleiðis er næsti ábú- andi iét hana af hendi, en að sjálfs yðar sögn, vissuð, eða munduð þér ekkert um þetta, og sarnt eyðið þér yðar dýr- mæta tíma í að skrifa níð. Ég ætla ekki að hafa marg ar rósir um það sem ég vil segja yður. Eins og yður nú má vera kunugt, flutti Bjarni frá Reykhólum vorið 1899, en Hákon Magnússon og Arndís. dóttir Bjarna, fluttu þá á jörðina og bjuggu þar til vors ins 1920, en þá keypti Eggert Jónsson, Reykhóla. Að því er ég legg skilning í grein yðar, þá teljið þér þann tíma, þau 21 ár, sem foreldr- ar mínir bjuggu á Reykhól- um, „raunasögu Reykhóla,“ samfellda línu niður á við“ því líklegt er að þér teljið jörðina ekki byggöa frá ári til árs, fyr en búskapur var svo á henni rekinn að ráðsmanna skipti urðu annað og þriðja hvert ár. En hver leigukjör eru á ReykhóJum nú, siðan ríkið eignaðist þá, læt ég yður um að vita. Mikill dánumaöur megið þér vera, að reisa fööur mín- um og móður slíkan minnis- varða, sem grein yðar, í „Tím anum,“ er, én fremur ætla ég það íafræði yðar en óþokka skap. Það, hefir aldrei þótt lýta neinn mann, þó hann bæði afsökunar misgerða sinna. Yður var mjög vægi- lega bent á fáfræði yður, í grein sem kom út í „Tíman- um“ litlu eftir að grein yðar birtist þar, en svo virðist, sem nútíma stórmenni, eins og þér, séuð hafin yfir aldagaml ar siðvenjur. Ég spyr yður ekki hvers vegna þér hlaðið lofi á afa minn, Bjarna, ég veit það og skal segja yður af hverjij það er. Það er vegna þess að svo margir mætir menn haía skrifaö um hann áður, og enginn á aðra lund en þá, að lofa höfðingslund hans og dugnað, sem veröugt var. Ekki veit ég hvern mæli- kvarða þér leggið á bónda, sem þér svo kallið „stór- bónda“ og greinið þannig frá öðrum bændum, ef hvorir tveggja hafa búið jafnstóru búi á sömu jörð, en þó að ég telji bresti á þekkingu yðar, þá efast ég ekki um yðar miklu gáfur, en ég er ekki svo gáfaður að ég viti hvað felst í þeim oröaleik. Faðir minn bjó, frá vorinu 1899 til vorsins 1920, á Reyk- hólum, með engu rninni mynd | arbrag en afi minn bj ó þarna áður. Styðst ég þar við beztu heimildir sem hægt er að fá, sem er umsögn samtíðar sveitunga þeirra beggja og ! vinnuhjúa, sem voru hjá báð ■ um. Rausn heimilisins var 'orðlögð, tala búfjár svipuð og verið hafði, allt til ársins 1918. Heimilisfólk flest árin milli Í 40—50 manns, og man ég eft ir að oftar var það, einkum fram til 1910—1912 að börn- unum fjölgaði, sem gátu unn ið, — nær 50 manns í heimili. j Hlunnindi jarðarinnar voru ^ afburða vel hirt, alla búskap- artíð föður mins á Reykhól- um, enda i hans tíð urðu þau meiri en nokkru sinni fyr, þar til 1918, eftir frostaveturinn, að svo mætti að orði komast, að þau hafi nær horfið, en það var vegna þess, að ísinn lá á firðinum og- varplandinu langt fram á sumar. Það ár var töðufall allvíða litið, vegna jarðkuldans. Varla var nokkur sá kofi, á jörðinni, sem faðir minn hafði ekki endurbyggt, en hann byggði flest upp með sama fyrirkomu lagi og það hafði áður verið. Hann girti tún jarðarinnar traustri fj árheldri girðingu, en það hafði ekki verið gert fyr, hann lagöi akfæran veg, aö heiman frá bænum, til sjávar, sem er löng leiö, og hann sléttaði árlega meira og minna í túninu. Afi minn valdi sjálfur fyrsta ábúandann á Reyk- hóia, eftir sig, og vissi vel að hann var dugandi maður. (Þetta 21 ár, sem þér teljið nið , urlægingartímabail Reyk- hóJ.a er mér svo torskilið að | geti ráðiö óánægju yðar með jörðina nú, þtvi að síðan eru liöin 28 ár, og sumum gæti ' sýnzt að á þeim tíma væri j hægt að reisa eitt býli úr rúst, ' en þá kemur spurningin, er þá nokkur furða þó að for- gengilegt efni láti á sjá á sama tíma. Afi minn var bú- inn aö búa á'Reylchólum um 30 ár þegar faðir minn hóf þar búskap. Væri úr vegi að ' ætla að sumir moldarkofarnir .hafi verið farnir að láta á sjá þegar afi minn hætti bú- skap, varla er sanngjarnt að ætla að þeir hafi allir verið nýir, en þá var bærinn 26 ára gamall, byggður 1873. Þegar faðir minn fór frá jörðinni, mun hún síst hafa verið i lakara ásigkomulagi en þegar hann tók við, það sem mannshöndin fékk við ráðið. Nú eru nær 29 ár frá því er faðir minn brá búi á Reykhólum. Ég þekki flesta þá menn, sem búið hafa þar. síðan. Allir þeir, sem ég hefi; þekkt, og þar hafa búið siöan, | eru dugnaðarmenn, og þó að j moldarkofarnir gömlu hafi' hrörnað og hafi ekki verið haldið við eins og áður tíökað ist, þá er það eklú láandi. Núverandi ábúendur á Reylthólum, Tómas Sigurgeirs son og Steinunn Hjálmars- dóttir, hafa byggt sér íbúðar j hús, sem er myndarlegt og lræfilega stórt fyrir heimilis- j fólk þeirra. Ég þekki þau ‘ hjón vel og þau eru bæði t.vö j sómamanneskjur og með allra duglegasta fóJki sem ég hef þekkt. Þér hljótið að vera ákaflega fær maður, því að þessu sinni hafið þér gert það, sem ég trúi ekki að einn einasti, ann- ar, núlifandi manna hefði treyst sér til að gera, og held ur ekki neinn þeirra fram- liðnu sem voru samtíðarmenn föður míns og móður, það er að skrifa, — svo langt sem það nær, — niö um Hákon og Arndísi á Reykhólum. Það er leiöinlegt fýrir yður, en ég held að óhætt sé að fullyrða, að þér fáið ekki marga að- dáendur fyrir það verk. Næst þegar yður þóknast að minn- ast framliðins sómafólks á slíka lund, þá ættuð þér aö kynna yöur betur, en nú hef ir oröiö, hvort nokkur sé lík- legur til andsvara. Af ööru því, sem þér skrif- ið í grein yður „Frá Reyk- hólum“ skilst mér að enn sé- uð þér óánægður með þau stórfelldu mahnvirki sem þar eru í uppsiglingu, þó eink um vegna skipulagsleysis þeirra. Ég er svo lánsamur að hafa Til ath ugunar Ég vil hér með leyfa mér aö þakka Tímanum fyrir hlýjú orðin sem skrifuð voru í garð unglinganna, í grein- inni „Leiksýningar Templ- ara“ í blaðinu i fyrradag. Þakka þann skilning, sem í ummælunum felst. En mig Jangar þó til að bæta ofurlítilli skýringu við. Þessar skemmtanir barn- anna eru haldnar í tvennum til gangi; sá fyrri er aðalþátt- ur unglingaslarfsins: að beina hugum barnanna frá götunni með öllum hennar löstum, að þroskandi og mannbætandi félagsstörfum. Hinn er: að safna í nýstofn- aðan sjóð, í minningu um litla, elskulega telpu, og ber hann nafn hennar: „Bryndís ar-minning.“ Tilgangur þess sjóðs er að styrkja efhileg börn í reglunni til söng- og hlj ómlistarnáms. ; . Með þessum skemmtunum eru börnin að vinna sjálf að sínum áhugamálum, og er' á- hugi þeirra undraverður. —- Þeim er það kappsmál að koma vel fram, vinna „ sér verðugt hrós og hjálpa. ..svo öðrum börnum til frama. Það er ósk okkar, sem að þessum málum störfum, að húsfylli fáist á þær skemmt- anir sem eftir eru, en þær eru kl. 5 síðd. og á morgun (sunnu dag) kl. 5 síðd. Hjálpum börnunum til sjálfs hjálpar, og vinnum á móti götunni og sollinum. A.. komiö að Reykhólum síðan ríkið lét hefja þar nývirki, en ég treysti mér ekki til að gagn rýna þau verk. Hitt finnst mér liggja í augum uppi, aö einmitt þér séuð rétti maður inn til að veita öllum þeim undrum .forstöðu, því eftir skrifum yðar að dæma, hljót ið þér að hafa bezt vit á hlut unum, og ekki skal standa á mér að treysta vilja yðar, ekki síst ef hann er í samræmi við þekkinguna og rökin. Kristinn Hákonarsan í Tmamm HAPPDRÆTTI S.Í.B.S Börn og unglingar, sem vilja selja happ- drættismiða, gjöri svo vel að vitja þeirra á eftirtöldum stöðum: AUSTURBÆR Grettisgötu 26, Halldóra Ólafsdóttir. Austurstræti 9, skrifst. SÍBS. Freyjugötu 5, Jóhanna Stendórsdóttir. Bergþórugötu 6, Árni Guðmundsson. Sjafnargötu 8. Ágústa Guðjónsdóttir. Þórsgötu, 17, Ásgeir Ásgeirsson. Mánagötu 3, Baldvin Baldvinsson. Laufásveg 58, Fríða Helgadóttir. Bergstaðastr. 60, Sigurbjörg Runólfsdóttir. Miðtún 16, Hlín Ingólfsdóttir. Börn þurfa aö hafa leyfi foreldra sinna eða vandamanna til að selja miða. Á út- sölustöðunum eru til, þar til gerð eyðu- blöð handa foreldrum að árita. Foreldrar, leyfið börnum ykkar að selja happdrættis- miða SÍBS. A inorgun verður dregið um hinn glæsilega nýja 6 manna Hudson-bíl, sem happdrættið hefir á boðstólum. Bíllinn er til sýnis í Banka- stræti allan daginn í dag og á morgun. Nú eru síðustu forvöð fyrir þá, sem vilja vera með í happdrættinu, um fallegasta bíl- inn í bænum. Síifd|ið sjfúka tiI sjálfsbjjtirtiar. VESTURBÆR: Hringbraut 44, Maríus Helgason. Sólvallagötu 20, Markús Eiriksson. ÚTHVERFIN: Efstasund 74, Kleppsholti, Guðrún Ólafs- dóttir. Sogabletti 5, Ester Jósefsdóttir. Sælundi, Kópavogi, Guðrún Þór. Hörpugötu 12. Skerjafirði, Gunnar Gests- son. Eiði, Seltjarnarnesi, Halldór Þórhallsson. Kaplaskjólsvegi 5, Kristinn Sigurðsson Skipasundi 10, Kleppsholti, Margrét Guð- mundsdóttir. Vegamótum, Seltjarnarnesi, Sigurdís Guð- jónsdóttir. Karfavog 39, Kleppsholti, Vilhjálmur Jóns- son. Fossvogsblettur 34, Þóra Eyjólfsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.