Tíminn - 07.05.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.05.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 7. maí 1949. 97. blað' Að rækta eða ræna Eitt af þeim kvæðum is- lenzkum, sem ástæða væri til að kynna vel í hverjum ungl- ingaskóla landsins, er Bræðra býti eftir Stephan G. Þar er í fyrstu línum brugðið upp mynd, sem sannast hefir í sögu íslands eins og margra annarra landa: í þúsund ár hrísið og heyið úr haganum reiddu menn inn. Og-naktara og nærskafnar flegið gat næstsetumaður en hinn. f?annig er rányrkjan, og ár- angur hennar er meðal ann- ars sá, að hver komandi kynslóð og nýrri ögn kroppaðri landauðnir fékk. Það er líka saga íslands. Svo segir kvæðið frá bræðr- únum, sem ekki undu þessu, en stefndu þó sinn hvora leið, til að bæta kjörin. Annar lei’taði nýrra auðlinda, sem ausa mætti úr, og hafði óbil- andi trú á verðmætum efnum í fjöllum, enda fundust þar námur miklar. En hinn vildi landspellin laga um langeydda fjárbeit og tún og gróandann hæna inn á haga og harövöll, en lyngflétta brún og handleiða björk upp í börðin, i en barrvið í holdýja skörðin á jarðbönn, svo hyldgaðist hún. Þetta er líka mynd úr sögu íslenzkrar þjóðar í dag. Það eru bræðurnir, sem vilja ieita betri fanga og auðga þjóðlíf- ið. Annars vegar er sú stefna aö ná í fleiri auðlindir og láta greipar sópa víðar. Af því tagi eru kaup nýrra togara, og eins þegar efnt er til hvalveiða og selveiða. Víst er þar um að ræða gjafir hafsins, sem þjóð- irnar líta á sem sameign sína og íslendingar ráða því litlu um hvort eydd verður með rán yrkju eða ekki. Það er því ekki um að sakast þó að íslend- ingar taki þátt í því, svo að á þeim sannist: En atorkan ábatasólgna þar auðlegð úr felunum rak. En hins er ekki að dyljast, að rányrkjan stefnir þar sem 'ánnars staðar að því, að arf- urinn minnkar því föðurleifð ruplaðri og rýrri að réttmætum erfðum þar gekk. Hins vegar er svo stefna ’si,ðari bróðurins. Hann viidi vinna svo, að gæti fækkað um feyskjur og hnjóta — að 'föðurland eltist til bóta. ’ íÖJ* , Og skáldið lýsir þeirri þró- un, með undur fögrum orðum og áhrifum mannsins, ’fetem græddi upp fyrstur þann skóginn ‘óg sandrok með svarðreipum batt. Sem stofnaði bræðralags byggðir af blómreit og skjólsælum hlyn, kém bólfesti bládaggar nætur, sém batt niður fjallana rætur og hagvandi skúrir og skin. Hér lýsir skáldið þýðingu skóganna fyrir gróður lands að öðru leyti og veðurfar, svo glæsilega, að naumast verður betur gert. Þessi lýsing er í senn eins og ævintýri eða helgisögn og raunsæ lýsing á þýðingu skógarins. Slík undur og kraftaverk gera þeir, sem græða skóg, þar sem áður var auðn. Þetta var ekki fyrri en löngu eftir daga þess, sem var upp- hafsmaður að skóggræðsl- unrii. Þá voru 'oyggð hafskip úr skógum hans, þess liðna og steingleymda Stephan G. brá hér upp raunsærri og réttri mvnd en hafði þetta líka að táknmáli. Hann vissi, aö hér var um að ræða lifsstefnur með almennu gildi. Því saaði hann áð kvæð- islokum: Og enn mun að ákveðnum lögum við aldarhátt þroskaöri fest: að hugsa ekki í árum, en öldum. að alheimta ei daglaun að kvöldum — því svo lengist manns- ævin mest. Hann var því ekki í vafa um hvor lífsstefnan væri betri. Hann vissi, að fyrir menn- ingu og velferð þjóðarinnar er það nauðsynlegt að miða starf sitt við komandi aldir og rækta í stað þess að ræna. Skógræktarmálum íslands er skammt á veg komið. Kring um aldamótin datt mönnum í hug að sinna þeim og var það gert af miklu fjöri. Þau braut- ryðjendastörf báru lítinn ár- , angur og ekki skjótan. Allur 1 þorri manna missti trúna á I starfið og þessi fagra hugsjón 1 þokaði til hliðar, þó að ein- i ur en skyldi. Eg veit það ekki. En ef Óiafur Thors veit um einhver sérstök embættisaf- glöp skógræktarstjórans, I ætti hann að gera skyldu sina jvið þjóðina. j Hitt hefi ég aldrei heyrt, að starf smenn skógræktarinn ar hafi beinlínis dregið út úr rekstri hennar stórfé til per- sónulegra afnota fyrir sjálfa sig. | Og hvað sem er um daglega j embættisgjörð Hákonar Bjarnasonar, verður það ekki aftur tekið né út skafið, að , hann hefir haft forgöngu um og staðið fyrir því, aö hing- l'að til lands hafa verið fluttir stórvaxnir barrviðir, sem eru j valdir með það fyrir augum, að loftslag æskustöðvanna sé 1 sem líkast loftslagi fóstur- landsins. Menn mega kalla þetta sjálfsagðan hlut, sem legið hafi í augum uppi að gera, en þaö er samt sem áð- ur staðreynd, að það var Há- ; kon, sem byrjaði þetta og með j því er nafn hans bundið við ' þáttaskil í sögu íslenzkra ræktunarmáia, svo að það lieyrir héðan af til sögu ís- lendinga. Ég segi ekki með þessu, að skógræktarstjóri hafi gert meira en skyldugt | var og ætlazt mátti til af j manni, með hans menntun og l embætti. En hvorki Ólafur Thors, sem enginn nefnir í Hér he/ir borizt bréf frá skíða- unnanda. Vona ég, að það sé enn í fullu gildi, þó að nálega hálfur mánuður sé liðinn frá útkomu þess lesefnis, sem það er stílað á: Morgunblaöinu 26. april sá ég, i fréttum frá skíðalandsmótinu, mjög merkilega frétt, sem hljóð- aði svo: „Svigbrautin var sú „sama“ og keppt var á í Olympíuleikunum í St. Moritz í tvíkeppni i svigi og bruni. Georg Lúðvíksson lagði hana“. Ég vissi ei /yrr, að svigbrautin frá síðustu(í) Ólympiuleikum var ekki staðbundin, og því siður kom mér í hug, að hún hefði verið flutt hingað til lands til notkun- ar á landsmótinu hér. Þar eð eng- inn keppandi hlaut viti, er um mjög glæsilegan árangur að ræða, er óskandi, að skíðamenn vorir noti brautina vel til æfinga. Ekki er óhugsandi, fyrst hún er svona færanleg, að hún verði síðar notuð á einhverju stóru svæði á megin- landi álfunnar, þar sem gaman væri, að okkar menn stæðu sig vel. Æskilegt væri, að Vestfirðing- ar og Norðlendingar fengju braut- ina lánaða um tíma. Árangur svigmanna vorra á næstu Olympíuleikum hlýtur að verða glæsilegur, fyrst þeir hafa nú þegar staðið sig svona vel á svig- brautinni frá St. Móritz". Lítill íþróttamaður er ég og veit ekki, hvernig þeir fara með braut- irnar. Hitt veit ég, að ég hefi heyrt, að kilómetrarnir væru ekki alltaf jafn langir, og það finnst mér ekki íurðulegra en það, að tugthúsárin séu kortari en önnur ár, en það hefi ég einhverntima heyrt. Þeir leiðrétta mig vonandi, sem vita bet ur, en svo mikið er víst, að ég hefi það fyrir satt, að það geti verið misjafnt gildi kílómetranna rétt eins og krónupeninganna, jafnvel þó að þeir eigi allir að vera skráð- ir með sama gengi. — En iþrótta- málin verða nú ef til vill rædd betur af þeim, sem fróðari eru. Starkaður gamli. uðu af mikilli þrautseigju við ræktun hjá sér. Svo verða þáttaskil í þess- um málum aftur. Tvennt ber til þess, Annað er það, að menn fara að sjá, að þrátt fyrir allt er starfið frá alda- mótunum sums staðar að bera árangur. Trén höfðu sjálf haft þrautseigju og lífsmátt til að vaxa og bera hugsjónum græðenda sinna jákvætt vitni, þó að fæstum entist þreyja til að bíða þess vitnis- burðar. í öðru lagi hafði ungur og áhugasamur íslendingur tek- ið við embætti skógræktar- stjóra eftir að hafa lokið námi erlendis sem skógfræðingur. Hann gekk að störfum sínum í trú á landið og studdist við fyllstu menntun, sem kostur var á. . , . , . , , . sambandi við ræktun, né Val- ! týr Stefánsson, sem er áhuga- maður um skógrækt, áttu neinar tillögur um þetta, svo að vitað sé, fremur en aðrir. Og því er þessi innflutningur bundinn við nafn Hákonar Bjarnasonar og verður það í sögunni, enda eráiann til þess settur af þjóðfélaginu, að hafa forgöngu og stjórn í skógræktarmálum. Það kemur ekki þessu máli við hver gæfumaður Hákon Bjarnason er í stjórnmálum. Það kemur heldur ekki mál- inu við hyersu réttar eru sumar tillögur hans og álykt- anir um sumt það, sem að vissu leyti snertir starf hans. Hér er beinlínis ráðist með ill- kvittni á hans aðalstarf, ein- ungis til að svala órólegum skapsmunum og strákslegu innræti, án þess að sletturnar hafi nokkra þýðingu fyrir málstað þingmannsins. Þó að Hákon hefði drepið hverja plöntu, sem hann hefði snert, kæmi það ekki þessari deilu við, fremur en sumarbústað- ur Ólafs Thors. Önnur hlið á þessu máli er alvarlegri. Skógrækt er fram- kvæmd, sem tekur langan tíma. Sú kynslóð, sem plantar skóginn, hlýtur ekki sjálf neinn arð af honum. Það þarf því bæði hugsjón, þolgæöi og manndóm til að koma upp nytjaskógum í skóglausu landi. Nú stöndum við í þeim sporum, að við vitum, að þetta er hægt, ef við athugum málið hleypidómalaust, og það er meðfram fyrir starf núver- andi skógræktarstjóra. En það þarf áð gera samtaka á- tak til þess, að þjóðinni verði ljóst hvílíkt framtíðarmál hér er á ferðinni. Vantrúin á landið, afturhaldið og fram- taksleysið, þar sem ábatinn fæst ekki samdægurs, á svo rik ítök í fólkinu, að hér þarf samtaka vilja hugsandi manna til að skapa þjóðar- vakningu. Og það er ljótur leikur að ganga þar i lið með Þegar Olafur Thors flutti skrifuðu ræðuna á Alþingi og var að tala um starf Þjóð- varnarmanna, sagði hann meðal ananrs: „Þessi gróður óx og dafnaöi í dálkum „Þjóðvarnar“ svo furðulega hratt og vel, að þess er varia von, að menn festi trúnað á að Hákon skóg- ræktarstjóri hafi við nokk- urri plöntu snert í þeim ald- ingarði.“ Þessi ummæli eru illkvittnar dylgjur. Af því skógræktar- stjórinn er í hópi Þjóðvarn- armanna, þykir þessum þing- manni ástæða til að gera lít- ið úr störfum hans sem emb- ættismanns. Fyrst hann var á móti þingmanninum í þessu máli, var sjálfságt að svívirða hann. Ég skal ekki dæma um embættisstörf Hákonar skóg- ræktarstjóra umfram það, sem ég þekki. Vel má vera, að einhvers staðar gæti hjá skög- ræktinni þeirrar tízku, sem nú einkennir öll vinnubrögð í landinu, — og ekki sízt opin- bera þjónustu. Ekki væri það nema mannlegt. Vera má, að sum tækifæri séu notuð mið- Þakka hjartanlega öllum þeim, sem auðsýndu samúð og hluttekingu við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar. Árna J. Árnasonar húsgagnasmíðameistara Fyrir mína hönd, barnanna og annarra ættingja: Guðrún S. Einarsdóttir. Hjartans þakkir til allra, nær og fjær, fyrir auðsýnda hluttekningu og aðstoð við fráfall og jarðarför móðir okkar og tengdamóður, Margrótar Sigurðardóttur frá Litlu-Hildisey Börn og tengdabörn (Framnald á 6. síðui Atvinna nokkrar stúlkur óskast á saumastofu vora. Upplýsing- ar hjá klæðskeranum, Kirkjustræti 8 b. Undirf öt nýkomin frá Fataverksmiðjunni Heklu Akureyri. t Gefjun — Iðunn | t Hafnarstræti 4 Reykjavik — sími 2838 'Ura- cg AktautyripatierjluH tflagHúAar fantutufMchar & Cc. Ingólfstræti 3. Sími 7884

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.