Tíminn - 07.05.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.05.1949, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, laugardaginn 7. maí 1949. 97. blaffi í nótt. Næturlæknir er í læknaverðstof- unni i Austurbæjarskólanum, sími 50,30, Næturvörður er í Ingólfs auóteki, sími 1330. Næturakstur annast Litla bilastöðin, sími 1380. Utvarpið í kvöld: 19.30 Tónleikar: Samsöngur (plöt ur). — 20.00 Fréttir. — 20.30 Leik- þáttur: „Útvarp og andatrú" eftir Örnólf úr Vik. (Leikstjóri: Brynj- ólfur Jóhannesson). — 20.55 Ljóð- skálclakvöld: Upplestur og tónleik- ar. -r- 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.05 Dansl'g til 24.00. Hvar eru skipin? Ríkisskip. Esja fer frá Reykjavík um há- degi í dag vestur um land í hring- ferð. Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Herðubreið fór frá Reykjavík um hádegi í gær til Breiðafjaroar og Vestfjarða. Skjald breið var á Húnaflóa í gær á norð- urleið. Þ'yrill er 1 Rvík. Oddur átti að fara frá Reykjavík síðdegis í gær til Hornafjarðar. Laxfoss fer til Akraness og Borgarness á morgun kl. 1 e. h. Til baka á suö- urleið frá Akranesi kl. 7 síðd. Einarsson & Zoega. Foldin er í Hull. Spaarnestroom Var væntanlegur til Amsterdam í gær. Lingestroom er í Færeyjum, væntanlegur til Reykjavíkur eftir helgina. Flugferbir Loftleiffir. Geysir fór til New York í gær- kvöldi. Hekla fer til London á morgun og kemur þaðan til baka aftur strax um hæl. í gær var flogið til Akureyrar, ísafjarðar, Hólmavíkur og þrisvar til Vestmannaeyja. það er stór hluti af þeim áburði, sem íluttur er inn. Búast má við, að eitthvað af hinum seinvirkari áburðartegund- um, svo sem knlí o. f 1., verði tæp- lega notaö í vor, vegna harðind- anna, sem eng'inn veit enn, hve- nær linna muni. Brosleg barátta.. Aðalmálgögn auðvaldssinna og kommúnista eru stöðugt í háa rifrildi um þátttöku fólks í úti- fundum á götum borgarinnur 1. maí. Birta þau á víxl myndir til að „sanna“ mál sitt. Þegar Mbl. birt- ir myndir af „kommunum", sézt lítiö annað en auðar g‘tur og þeg;ar Þjóðviljinh birtir myndir af sam- komu þeirri, sem þeim er ógeö- þekkari, sjást fáeinar hræður á stangli umhverfis Lækjartorg! Líklega gætu öll blöö birt mynd- ir af fólksstrjálingi á rangli á Reykjavíkurgötum, en heldur myndu þær „sanna“ lítið um á- gæti baráttu manna fyrir góðum málefnum. Grágrýti — Blásrvti Miklar umræður höfðu orðið í bæjarstjórn Reykjavikur í fyrra- dag, hvort ekki væri betra að nota blágrýti í götur bæjarins heldur en grágrýti, eins og gert hefir ver- ið. Höfðu menn mjög hneigzt áð því, að blágrýtið væri betra. Svona lcemur oft up)) úr kaíinu einhverntíma síðar, að þaö, sem Framsóknarménn hafa lialdið fram, er bezt. Eins og ýmsa rekur minni til. vo:u margar rækilegar greinar birt p" ”iri beita pfni f Tímanum fv- ir mörgum árum og þar eindregiö haldið fram blágrýtinu. En þetta fékk auðvitað engan jarðveg þá hjá þeim, er réðu bæjarmálunum. „Drottning“. Meðal þeirra áberandi frétta, scm Morgunblaðið hefir flutt und- anfarið, er frásögn hvað eftir ann- að af því, að unglingsstúlka, dótt- ir Ágústu og Thor Thors, hafi ver- ið valin „drottning" á samkomu í Virginiafylki vestra. Ekki nefnir blaðið, vegna hverra verðleika þessi heiður veitist unglingsstúlk- unni og landi henna.r En senni- lega er hún fríð sýnum eins og íoreldrar hennar og líklegt, að þar séu orsakirnar, er valda hinni miklu gleöi hér úti á íslandi. Húseignir til sölu. Með meira móti ber á í aöal- kaupmangarablaði bæjarins, að húseignir séu til sölu þessa dag- ana. Munu ýmsar orsakir til þessa. Oft þykir húsamarkaður einna beztur rétt fyriv 14. maí eða 1. október, þvi á þeim tímum þurfa menn sérstaklega að sjá sér fyrir húsnæði. Ein orsökin til meira framboðs á húsum mun vera sú, aö heldur er aö þrengjast um peninga hjá fólki og þörf vaxandi hjá ýmsum fyrir lausafé. Og loks er það, að þótt fæstir telji peninga trygga eign, eftir því sem nú er allt í pottinn búiö hér á landi, þá gera rnenn ráð ‘fyrir, að í íramtíoinni verði þó erfiðara að sélja hús, sem nú eru yfiileitt teygö langt upp fyiir allt sannvirði — einkum í Pevkiavík. Tvennskonar ávinningur Flugfélag íslands. Gullfaxi fór í morgun til Kaup- mannahafnar með um 20 farþega. Væntanlegur til baka á morgun. í gær var flogið til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Kirkju- bæjarklausturs og Hornafjarðar. Úr ýmsum áttum Vegirnir. Af vegunum cr allt svipað aö frétta og áður. Á Hellisheiði hefir komið hik á snjómoksturinn, vegna skafrenn- ings og harðfennis. Allir flutningar að austan fara eftir Krýsuvíkurveginum og er hann nú að verða sæmilegur aftur. Hefir undanfarið verið gert við verstu kaflana. Er hlé þessa dag- ana á niði hjá ívari í Mbl. um þennan margumrædda veg, sem bjargaö hefir Reykvíkingum frá mjólkurleysi mikinn hluta vetrar- ins og gerir enn. Norður. Bifreiðar póststjórnarinnar fóru norður. í fyrradag með póst og far- þega. Ekki er þó akfært nema upp í Norðurárdalinn. Búið er að moka af veginum upp að Fornahvammi. en skóf aftur í brautina. Farartæki með pósti og farþegum var dregið yfir Holtavörðuhciði og annar far- ángur og farþegar komu að norð- an frá Blönduósi í fyrradag og suður í Fornahvamm, og svo hing að suður í gær. Áburður. Áburðurinn til notkunar í vor mun nú vera kominn til landsins. En vegna mjög örðugra flutninga- skilyrða liggur nær allur áburð- úrinn enn í Reykjavík, sem fara á tjl Suðurlandsundirlendisins. En Þessi dagana lieyrist oft talað um á förnum vegi liina nýju hækk- un ú tóbaki og áfengi, sem í gildi er að ganga. Er stjórninni bölvað sárt fyrir ao vera að liækka þess- ar „nauðsynjar" fólksins! Sá, er þessar línur ritar, hefir ekki fengið orð fyrir aö vera neitt sérstaklega hrifinn af sköpun eða lifi núverandi landsstjórnar. En þarna held ég að hún hafi gert rétt. Bæöi er sjálfsagt að hafa tóbak og áfengi drjúgar tekjulindir, úr þvi leyiöur er ótakmarkaður inn- flutningur og saia á þessum eit- urvörum, og einnig er hátt verð heldur vörn fyiir notkun þeirra. Að minnsta kosti er betra að fá upphæðina í ríkissjóðinn af sem minnstu magni, þess minni skaða gerir notkunin meðal landsmanna. Ríkið hefir trassað fram að þessu að hafa eins mikið upp úr áfengissölunni og þaö hefði getað, án þess aö útbreiða það meira heldur en gert hefir verið. Það er vitaö mál, að fjöldi manna, eink- um í Reykjavík og reyndar víða annársstaðar líka, hafa orðið stór- ríkir á óleyfilegri áfengissölu. Aðaltækifærin hjá þessum mönn um hafa verið í Reykjavík á kvöld- in, eftir lokun Áfengisverzlunar. Heíir þarna mjög oft farið fram fjörug okursala, cr gert hefir marga menn að auðkýfingum á fáum árum. Til þess aö fyrirbyggja þetta að mestu leyti og velta ágóða áfengis- sölunnar inn í ríkissjóðinn, hefir veriö og er eitt einfalt og ónotað ráð, og þaö er. að Áfengisverzlun ríklsins hafi opna áfengisbúð að kvöldinu og fram á nótt — og jafn vel á sunnudögum. Selji hún þar svo hverja áfengis- flösku 15—20 krónum tíýrari eítir venjulegan sölubúðatíma. Líklega yki þetta ekkert áfeng- isnotkun, en útrýmdi hinum ógeðs lega áfengis-svartamarkaði, því eins og er, geta allir fengið keypt áfengi eins og þeir vilja fram á nætur. Dragi hátt verð úr notkun tó- baks og áfengis, gerir þaö þarft verk. Flestir vita eitthvað unr skað- semi þessara vara á lireysti og vel- ferð líkamans. Og óþrifnaður er hinn mesti að þeim, einkum tóbak- inu. Tóbaksreykingar í húsum inni, þegar margir bræla, eru lítt þol- andi fyrir þá, sem ekki eru orðnir eitraðir. Svo er askan endemis ó- þrifnaöur um allt, fyrir utan eld- inn, er fylgir reykingunum og oft veldur stórkostlegu tjóni. Það er einkennilegt, hvað lítið er yfirleitt gert til þess að vinna á móti hinni ógeöslegu tóbaksnotk- un, sem verst er þó í þeim and- styggilegu sígarettureykingum. — Jafnvel ýmsir kennaranna i skól- unum bræla framan í nemendurna. Og aumingja börnin og unglingarn- ir halda, að „hvað höfðingjarnir hafast að, hinum ætla sér leyfist það“. Þó aö ekki sé álitlegt að ganga í æfilangan þrældóm ein- hverra eiturnautna, þá sýna verk- in merkin, hve margir láta tælast og ganga í þrældóminn á æsku- skeiði. Sýnist þó heldur. lítið lokkandi við að sjúga þennan óþrifnað inn í vit sín. Notkun tóbaks og áfengis getur treplega nokkurntíma annað en valdið peningaeyðslu, óþrifnaði og helísutjóni. Vel sé þeim, sem vinna á móti notkun þessara eiturvara — þó að það sé máske óvart eða af annar- legri ástæðum. V. Cr. S.K.T. Eldri dansarnir í G. T.-hiMnin í kvöid kl. 9. — Húsinu lokað kl 10.30. Aðgöngumiðasala kl. 4—6. — Sími 3355. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦.♦♦.♦«♦♦♦»♦♦♦- S.G.T. félagsvist og dans í: H ♦ ♦ ♦ ♦ g H H að Röðli í kvöld. SpilaÖ frá kl. 8,30 til 10.30 ♦♦ H A :: til kl. 2. Aðgöngumiðar frá kl. 8 S 2 S 8 2 Dans H 1 ♦»♦»»♦»♦♦♦• ...Tj -o- U. M. F. R. U. iM. F. R. : BARNASKEMMTUN verður í Skátaheimilinu, í dag kl. 1,30 e.h. £ Mörg skemmtiatriði: o Aðgöngumiðar kosta 5 kr. og verða seldir við i'nng. Ungmennafélag Reykjavíkur. Barnaskemmtun í G. T.-húsinu í dag kl. 5 e. h. Skemmtiatriöi: 1. Álfkonan í Selhamri. Leikrit í 2 þáttum eftir Sig Björgúlfsson. 2. Söngur með guitar undirleik. 3. Kórsöngur. 4. Skrautsýning, guitarsóió o. fl. Skemmtun verður endurtekin fyrir fullorðna með nokkuð breyttri dagskrá á morgun kl. 5 Aögöngumiðar seldi í G. T,- húsinu í dag kl. 2 —6 og á morgun kl. 10—5. Skemmtunin veröur ekki endurtekin oftar. Ung.templararáð. :: .. DANSLEIK ♦♦ ♦# || heldur Félag frjálsl.vndra stúdenta í Breiðfirðingabúð ♦♦ ♦♦ :: laugardaginn 7. maí kl. 9 e. h. ♦♦ ♦ ♦ || Aðgöngumiðar seldir á staönum kl. 6—7 e. h. an»::::n:::::::K:»::::«:«::::::::K::t::::::::«::::::«sa::::«Ks:«:KS»:n«»::; | Skrifstofa I I Ríkisspítalanna 1 er flutt úr Fiskifélagsliúsinu í Ingólfsstræti 5. | UHIIIDllllllllilllH k«ks«:«:k::k:::k:::::«:::::::::::::k:::::::k:::::«::k««««kkk::::::::kkk: « s p -I | Ljósmyndastofa Asis | II :l K er flutt úr Bankastræti 2 í Austurstræti 5. (Búnaðar- « H bankahúsinu) H « « « H Ljósmyndastofan ASÍS n s »♦♦♦»»»♦♦♦♦♦♦♦♦♦*>*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦‘♦•♦♦♦t*'*? ♦ »♦♦>♦'►♦»♦♦ »♦»»♦♦-#♦♦♦♦»♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦fr#* »♦«♦«♦*♦»♦»♦»»»>♦♦♦♦♦♦♦>♦»♦«*♦'*♦♦»»♦ »»»♦♦♦♦>»♦>♦♦•♦♦♦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.