Tíminn - 12.05.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.05.1949, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 12. niaí 1949. 101. blað' Tillögur um stjórnarskrá frá Aust- firðingum og Norðlendingum Niðurlag. 3. Einmenningskjördæmi. Það eru einkum tvenns konar reglur, sem þekktar 'eru um skipun þjóðþinga.' Annars vegar reglur, sem byggðar eru á hlutfallskosn- 1 ingum, en höfuðeinkenni þeirra hefir verið talið, að þær tryggi rétt minni hlut- ans. Hins vegar eru kjör- dæmakosningar án hlutfalls. Hlutfallskosningar má hugsa s.ér bæði með kjördæmaskipt ingu og án hennar. Venju- legast mun, að þó nokkuð margir þingmenn séu kosnir í hverju kjördæmi. Tvímenn ingskjördæmi með hlutfalls- kosningum mun hvergi í heiminum þekkjast nema hér á landi. Án kjördæma- skiptingar eru hlutfallskosn- ingar, þar sem landið er eitt kjördæmi. Sú skipun tryggir bezt íhlutun eða rétt minni hlutans. Þetta fyrirkomulag byggir á stjórnmálaflokkum sem óhjákvæmilegri nauðsyn stjórnskipunarinnar. í slíkum þjóðfélögum verða utan- flokkamenn áhrifalausir. Reynslan hefir sýnt, að hlut fallskosningar hafa tilhneig- ingu til þess að fjölga stjórn- málaflokkum. Minniháttar á- greiningur innan flokks, ef til vill aðeins persónulegur, án grundvallar í málefnum, verður oft til þess, að annar hvor deiluaðili stofnar til nýrrar flokksmyndunar og framboðs. Vegna þess, að betta fyrirkomulag tryggir sérstaklega rétt hvers konar minnihluta, eiga slíkar flokks myndanir jafnan sterkar lík- ur til þess að koma að mönn- um og beita áhrifum. Þannig getur hver flokksmyndunin rekið aöra, þar til fjöldi flokkanna og flokksbrotanna er orðinn úr hófi fram og til öngþveitis horfir. Þegar þró- un málanna kemst á þetta stig, er rudd leið til einræðis og ofbeldis, eins og dæmi hafa sýnt. Oft nær þróunin ekki þessu stigi, en þó jafn- an svo langt í þessa átt, að enginn einn flokkur getur náð meirihlutaaðstöðu. Af því leiðir óhjákvæmilega samstarf tveggja eða fleiri flokka með þeim töfum og úrræðaleysi, sem lýst var nánar hér að framan í kafl- anum „Ágallar núgildandi stjórnarskrár“. f orði kveðnu má segja, að flokkarnir ráði frambdðslistum. Þetta er þó hin herfilegasta blekking. Tiltölulega fáir menn hvers flokks verða einráðir um íramboðin, með öðrum orð- um aðeins flokksstjórnirnar. Af óviðráðanlegum orsökum verða þeir búsettir í Reykja- vík. Hlutfallskosningar fá því í raun og veru Reykvíkingum valdið til þess að skipa þing- ið og miða þar með enn hast- arlegar að samdrætti valds- ins á einum stað en nokkur önnur skipun. Kjördæmakosningar án hlutfalls má hugsa sér bæði með einmenningskj ördæmum og í kjördæmum, sem kjósa eiga fleiri þingmenn. Hið síð- arnefnda Ieiðir tjl þess, að kjördæmin yrðu stór og kynni kjósenda af frambjóð- endum ekki eins mikil og í einmenningskjördæmum, sem yrðu fámennari og minni. Val kjósenda milli hinna ýmsu frambjóðenda yrði því betur grundvallað í éinmenn ingskjö'rdæmunum. Á það er líka að líta, að þingmenn rnundu að jafnaði þekkja bet ur hag og störf fólksins í smærri og fámennari kjör- cföemum og ættu þar af leið- andi að reynast betri fulltrú- ar umbjóðenda sinna. Ein- menningskjördæmin hafa alla þá kosti, sem aðrar kjör- | dæmakosningar án hlutfalls ' hafa, en tryggja betur val hæfari þingmanna en fleir- j skipuð kjördæmi mundu gera. Sá er höfuðkostur einmenn ingskjördæma, að þau tryggja hinum óbreytta kjósanda betri aðstöðu en honum hlotn ast, þegar flokksstjórnir ráða mestu um framboð, eins og ætíð verður við hlutfallskosn ingar. Sambandið milli kjós- anda og frambjóðanda verður milliliðalaust. í annan stað miða þær að sameiningu skyldra sjónarmiða og efla á þann veg einingu fólksins í þjóðfélagsmálum. Þeir, sem hafa lík sjónarmið, — þótt eitthvað kunni að bera á milli, — eru neyddir til að þoka sér saman og eiga samstarf, en hafa oftast litlar vonir um að koma manni á þing hver í sínu lagi. Einmenningakjördæmi miða þannig að því, að fjöldi stjórn J málaflokkanna verður ekki úr hófi fram, og stefnur þeirra verða glöggt afmark- aðar hver gagnvart annarri. Auðveldar þetta málefnalegt mat kjósendanna á stefnum flokkanna. Líkur verða til þess, að hreinn meirihluti geti skapazt, sem þannig fær aðstöðu til að ráða óháður. Stjórnmálaleg ábyrgð verður þá raunveruleg. Flokkur, sem hlýtur meirihlutaaðstöðu og mistekst hlutverk sitt, á raunverulega á hættu að verða settur hjá við næstu kosningar. Hins vegar vaxa sigurvonir hans, farist hon- um forysta stjórnmálanna vel og giftulega úr hendi. Mið ar þetta að því, að hver kjós- andi lærir að fara með at- kvæði sitt, einnig hann verð- ur ábyrgur, enda á hann mest á hættu, ef honum mistekst val flokks eða stefnu. Tillögur fjórðungsþinganna gera ráð fyrir því, að neðri deild Alþingis verði skipuð 30 þingmönnum, kosnum í ein- menningskjördæmum með sem jafnastri kjósendatölu. Kjördæmi þessi verða færan- leg á 10 ára fresti, til þess að meginreglan um jafna kjósendatölu verði jafnan tryggð. Sú undantekning er þó gerð frá þessari megin- reglu, ef eitt fylki skyldi vera mjög miklu fólksfleira en önnur fylki, og á það sér raun ar þegar stað um höfuðborg- arfylki, að engu fylki megi nokkurn tíma skipta í fleiri kjördæmi en 10, þ. e., að ekk- ert eitt fylki skuli nokkurn tíma fá meira en 1/3 hluta þingmanna neðri deildar. Ef engar skorður væru reistar við þingmannafjölda ein- stakra fylkja, gæti svo farið, að eitt fylkið hefði meirihluta i þingdeildinni, en við það raskast eðlilegt jafnvægi og samræmi, sem jafnan verð- ur að ríkja í þjóðfélaginu. Þessi undantekning er því nauðsynleg til þess að fyrir- byggja það, að eitt fylki geti náð sérréttindaaðstöðu á kostnað hinna fylkjanna.. 4. Deildaskipting Alþingis. Sá háttur, sem hér er á hafður, að Alþingi skipti sér sjálft i deildir á fundi í sam- einuðu þingi fyrst eftir kosn- ingar, er óvíða tíðkaður með öðrum þjóðum. Samsvarandi reglur munu þó vera í Nor- egi. Deildaskipting þannig fram kvæmd virðist ekki grund- völluð eðli málsins sam- kvæmt, en sýnist líkleg til þess eins að tefja gang mál- anna og lengja þinghaldið, án þess að á móti komi veru- legt hagræði. Fjárlögin og fjárlagasetningin er af flest- um talið eitt hið þýðingar- mesta málefni, sem Alþingi fær til úrlausnar. í þessu máli er horfið frá deildaskiptingu þingsins og fjárlögin afgreidd í sameinuðu þingi. Fyrst svo einföld afgreiðsla þykir hæfa svo þýðingarmiklu máli, hví skyldi þá eigi mega viðhafa sömu aðferð um veigaminni málefni? Ætti þá Alþingi að- eins að vera í einni málstofu. Sá háttur mun óvíða vera á hafður, a.m.k. ekki með þeirrí þjóðum, sem hingað til hafa þótt til eftirbreytni hér á landi. Norðurlöndin öll, Bret- land, Bandaríkin, Frakkland, Rússland, Tékkóslóvakía, Sviss og Belgía hafa öll tvær málstofur. Reglurnar um skip un þinganna eru með ýmsum hætti með þjóðum þessum, en eiga allar nema Noregur sameiginlegt í því, að til deild anna er kosið með ólíkum hætti. Á þann veg er feng- inn eðlilegur grundvöllur fyr ir deildaskiptingunni. Reynsla ýmissa öndvegis- þjóða heimsins og allra ná- grannaríkjanna bendir þanrífc ig eindregið til þess, að hér á landi verði farsælast að hafa Alþingi í tveimur mál- stofum. Eftir að landinu hef- ir verið skipt í fylki, eins og tillögur fjórðungsþinganna gera ráð fyrir, virðist eðli- legt að skipta í deildir Al- þingis á grundvelli fylkjanna eins og fjórðungsþingin hafa lagt til. Á þann hátt verða deildirnar sjálfstæðar hvor gagnvart annarri, og fleiri sjónarmið koma til athugun- ar í sambandi við löggjafar- starfið en verið hefir meðan Alþingi er í raun réttri ein málstofa, þótt fram fari máfa myndar skipting þess í tvær deildir, ákveðin af þingmönn um sjálfum. f tillögum fjórðungsþing- anna er gert ráð fyrir því, að hvor þingdeild geti haft frum kvæði að lagasetningu og að deildirnar séu yfirleitt jafn réttháar. (Framhald á 7. slBu). Vorið er komið og grundirnar gróa. í nokkra daga hefir verið sunnanátt um allt land og víðast hvar mátt kalla hlýindi. Og ef á annað borð' bregður til hlýviðris, þegar komið er svona langt á vor, ieysir mikið á hverjum degi, því að sólargangur er orðinn langur og þess gætir, jafnvel þó að skýjað sé. Og allir vona, að þeir fái að njóta þessa bata og alltaf er það þó und- irbúningur sumarsins. Sennilega getum við lœrt ýmis- legt af þeim hörkum, sem nú hafa verið. Það þarf að hafa þá tiihög- un, að fljótt og rösklega verði við' brugðið, þegar til vandræða horfir með fóðurbirgðir. Og þá er meðal annars áríðandi, að það liggi Ijóst fyrir, hver það er, sem á að ann- ast framkvæmdirnar. i öðru lagi gæti ég trúað því, að réttara væri að gera fóðurbirgða- félögin hrein og bein fóðurbirgða- félög, en hafa þau ekki almenn búfjárræktarfélög eins og þau eiga nú að vera lögum samkvæmt. Bú- f járræktarfélög eru nauðsynleg, en þau verða að byggjast á starfi áhugasamra bænda, sem vilja rækta bústofn sinn og víta sem gerzt um afurðir hans og tilkostn- að. Hitt er vafasamt, að tengja slíkt skýrsluhald með lögum við fóðurbirgðastarfsemina. Það er auð vitað vel meint, og mjög væri æski- legt, ef það gæti borið árangur, en það er bara allt annað en hvað framkvæmanlegt er. En hér þarf að hafa fóðurbirgðastarfsemi, og jafnvel hvað helzt á þann hátt, að til sé hey til vara, því að reynsl an sýnir, að yfirleitt er verst að ná í heyið í haröindum. Það verða í lengi einhver ráð með fóðurbæti. 1 — Þessu er hér slegiö fram, bænd- ! um og öðrum góðum mönnum til athugunar. Kona ein í Englandi hefir ný- lega látið koma á markaöinn 1. bindi af minningum sínum. Sú bók hefir vakið nokkurt um tal og einna helzt af því, aö hún rif jar upp eitthvert mesta hneykslismál Bret- lands á árunum milli 1890 og 1900. ^ Mörgum mun samt finnast, að málið sé ekki stórt, og sennilega er okkur fjarri skapi að falla í stafi yfir því, enda höfum við ef til vill eitthvað alvarlegra til að hugsa um. Og eflaust hafa mörg mál verið verri og alvarlegri í brezka heimsveldinu á þeirri tíð, þó að minni athygli vektu. Herforingi einn, Sir William Gordon-Cumming, faðir þessarar konu, var eitt sinn grunaður um að hafa haft rangt við í spilum, þar sem margt tignarmanna var saman komið og þar á meðal prinsinn af Wales, sem síðar varð Edvard VII. Herforinginn fór í mál út af þeim orðrómi. Urðu þau mála ferli mikil og bar prinsinn vitni. Asquith, sem seinna varð forsæt- isráðherra Bretlands, var sækjandi. Málið féll á Sir William og var hann rekinn úr her hennar hátign ar vegna þessa ámælis, en hins vegar giftist hann amerískri stúiku daginn eftir að dómurinn féll, svo að ekkí var karlinn öllum heiilum horfinn. En það, sem Bretum þótti sárast var það, að ríkiserfingi þeirra skyldi rata í þá ógæfú að hafa lagt lag sitt við fólk, þar sem upp komu deilur og ásakanir um það, að rangt væri haft við og ekki fylgt réttum leikreglum. Blöðin hörmuð'u þetta og eitt þeirra tók meðal annars svo til orða, að brezka heimsveldið hefði hlotið auðmýkingu og allur hinn siðaði heimur benti á það vegna þessa slyss. Þó að okkur finnist, að margur verri blettur hafi verið á heims- veldinu brezka en þetta, er því þó ekki að neita, að í þessari sögu kemur það fram, hvað brezka þjóð in hefir verið vönd að virðingu sinni og heiðarleg á ýmsum svið- um. Þetta minnir á orð áhorfand- ans í Eaton, sem sagði, að það þætti sér mest um vert, að þar væru þúsundir ungra manna, sem heldur vildu tapa leik en hafa rangt við. Slíkt þjóðaruppeldi er iyrir- mynd. Starkaður gamli. Þakka innilega sveitungum mínum og öðrum vin- um fyrir heimsóknirnar, gjafir og hlýjar kveðjur á sextugsafmæli mínu 2. maí s.l. Björgvin Magnússon, Klausturhólum Hjartanlega þakka ég sveitungum mínum og öðrum, sem sýndu mér ógleymanlega vináttu með heimsókn- um, stórgjöfum, skeytum og á ýmsan annan hátt á fimmtugsafmæli mínu 18. apríl. s.l. Árni Ögmundsson, Galtafelli Miiiiitiiiiiiiiimiiiiiiiiiimimimmmiimmiiiiiiimmmmiimmmimiimimmmmmmimmmmiiiimiiimgm* | UPPBOD Opinbert uppboð verður haldið hjá Hjarðarholti við 1 Reykjanesbraut, hér í bænum (þ.e við vegamót Reykja | nesvegar og Eskihlíðar) laugardaginn 14. þ.m. og hefst f kl. 1,30 e.h. 1 Seldar verða alls konar byggingarvörur, svo sem | krossviöur, málning, fernis, lökk, tekkhurðir, gluggar [ o.fl. Útgerðarvörur alls konar, húsgögn, trésmíðavélar. | Auk þess alls konar smíðatól, ritvélar, saumavélar I og margt fleira. | Greiðsla fari fram við hamarshögg. | Borgarfógetinn í Reykjavík riimmimimiiiiiimmimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimmmHiiiimmmiiiiiiimiiiiimiiiiimimiimimiitiiitmimu Sitiinniiiiuiiiiiiiiiiiiniiiiniiiiminíiiiiiimniiiiiiiiiiiiiiiimimiiiimiiiíiiiiiiiiii'iiiiiimiiimiiií

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.