Tíminn - 15.07.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.07.1949, Blaðsíða 6
TÍMIXN, föstudaginn 15. júli 1949 147. blað d Výj# Stc "" Ráðskona Bakkabræðra 1 Bráðskemmtileg sænsk gam- | I anmynd, eftir leikriti Oscar § I Wennerstens, er hlotið hefir | I miklar vinsældir hér á landi. | Sýnd kl. 5 og 9. GÖG og GOKKE • - í flutnmgum. | Fjörug grínmynd með þess- | um vinsælu skopleikurum. | Sýnd kl. 7. iiniiiiiimiiiiiiuiiiuiMntuna* SlíUiAGOTU Loðni Auiim (The Hairy Ape). 1 Hin sérstaklega spennandi § ameríska kvikmynd. Aðalhlut | verk: William Bendix, Susan [ Hayward, Jobn Loder. f Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ... Iff'ipctí-kíi/ .... Afbrotamaðnr (The Guilty) Leyndardómsfull og spenn- andi amerísk sakamáiamynd. Aðalhlutverk: Bonita Gran- ville, Don Castle. Bönnuð innan 13 ára. Sýnd kl. 7 og 9. iiitiiniiiiiMU>irt«iiiiiiiiifmiiin.nmiii iiniiimiK LOEAÐ frá 2.-15. júlí I vegsia sumarleyfa | i e ■■niMiimfiiiimiiiiliiiiiiiiiimnmuinnniiiimTmiiMif Á víðavaiigi (Framhald af 5. slðu) að óþörfu. Það hefur þegar birt um þetta langar greinar, en aldrei getað fært minnstu rök fyrir réttmæti þátttök- unnar. Alþýðublaðið getur ekki heldur bent á, að forsætisráð herrann hafi neitt lært á því að sitja þing stofnunarinnar og för hans þangað hafi því raunar ekki verið annað en ódýrt sumarfrí. Helzt reynír það að afsaka þetta með því, að Hermann Jónasson ha.fi setið á þingum Sameinuðu þjóðanna! Alþýðublaðið ætti ekki að minna á þing Samein uðu þjóðanna, því á meðan Framsóknarflokkurinn lét sér nægja að senda þangað einn mann í fyrra, sendi AI- þýðuflokkurinn þangað tvo tnenn, Ásgeir Ásgeirsson og Finn Jónsson. Var það vegna þess, að Alþýðuflokkurinn þyrfti að koma þeim báðum i ódýrt sumarfrí? Eftir skrif- íim þess um Hermann Jón- asson liggur beinast við að álykta svo. Annars skal það tekið fram áð þótt S. Þ. sé enn ekki áhrifamikil stofnun, er þátt- taka íslands í henni ólíkt nauðsynlegri en í alþjóölegu vinnumálaskrifstofunni. Þess vegna er úmræddur saman- liurður Alþbl. út í hött. » x + y. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65, sími 5833. IHeima: Hafnarfirði, sími 9234 J0hann.es Elíasson — lögfræðingur — Bkrifstofa Austurstræti 5, III. hæð (Nýja Búnaðarbankahúsinu) Viðtalstími 5—7. — Sfml 7738. Sœjarbíé ............. 1 HAFNARFIRÐI Súmafélk (Bra Mennesker). 1 Bráðskemmtileg og eftir- I tektarverö norsk kvikmynd, | gerð eftir leikriti Oskar Braal 1 en. Danskur texti. Aðalhlutverk: Sonja Wigert, Georg Lökkeberg. I Bönnuð börnum innan 16 ára. \ Sýnd kl. 9. § - -- | ÆVINTÝRI HETJUNNAR Sýnd kl. 7. | Sími 9184. lllllllllllUlllllllllllllltflúttlliS'aitliiaiiiiiniuui'... Ilsmdalíf lajá ESIosidie (Liíe with Blondie) Sprenghlæileg gamanmynd tkin úr hinni þekktu mynda- seriu Blondie. Aðalhlutverk: Penny Singleton, Arthur Lake og Larry Sims. — Sýnd kl. 5. Tjarnaf'íic LOKAÐ E! d u r I n n gerir eksl boð a unclan sér' Þelr, sem eru hyggnlr, tryggja strax hjá SamvinnLLtryggingum y fehCuóvn 4pMapmtm aímm kúMrpn Ferguson dráttarvél með sláttuvél Einkaumbob á Islandi: Hafnarstræti 23 Reykjavík — Sími 81395 Frestið ekki lengur, að gerasí áskrifendur TÍMANS AUGLÝSIÐ í TÍMANUM (jýfei'n h cit'cl jjordh: cjCctró í Wjcirzhlífi 61. DAGUR og lamdi blóðtrumbunni af öllu afli í hellisvegginn og fleygði síðan brotunum á eldinn. Síðan reikaði hann fáein spor, hrasaði og skreið út úr hellinum Þegar hann kom út undir hert loft, var sem allan mátt drægi úr honum. Hann hneig niður í grasið . . . ★ Nokkrum klukkustundum síðar var allt sem fyrr á hin- um gamla bólstað Lappanna. Þar heyrðust hvorki kvein né trumbusláttur. Engan eldsbjarma lagði út um hellismunn- ann, og engar mannverur læddust á milli runnanna. Það glampaði á vatnið í næturkyrröinni, ekkert laufblað bærð- ist í kjarrinu, og grasið, sem nýlega hafði verið fótumtroð- ið, var búið að rétta sig aftur. Það var aðeins dauður hrein- kálfurinn, sem vitnaði um það, er hér hafði gerzt. En jafn- vel hann lá skamma stund óhreyfður. Uppi á einum kletta- stallinum hafði örninn gert sér hreiður, og nú kom hann svífandi og hlammaði sér niður í kjarið. Sólin skein enn á fjallatindanna, og i þrengslunum niður af hamradalnum var á ferð maður, sem bar byrgði á baki sér dauðan mann. Hann nam aldrei staðar til þess að hvila 'sig. Það var eins og hulinn kraftur ræki hann áfram suður á bóginn. Hann skálmaði upp mosagróna skriðu, bar snögg- vast við loft, er hann kom upp á brúnina, en hvarf svo í áttina til Fattmómakk.... XVI. Það voru hræðilegir þurrkar þetta sumar. í júlímánuði kom ekki dropi úr lofti í Marzhlíð. Jafnvel kartöflugrösin hættu að spretta — þau skorpnuðu í sólarhitanum undir brattri fjallshlíðinni. Grasiiý varð gult og kyrkingslegt. í mýrarsundum og brokflám var þó dágott gras, svo að Lars þurfti ekki að kvíða því, aö hann fengi ekki hey til vetrar- ins, þótt þetta væri reytingssamar slsegjur og e rfitt um heimflutning. Lars var hér um bil búinn að byggja fjósið, þegar heyann- ir hófust. Hvorki Lapparnir né björinn höfðu gert lífið súrt þetta sumarið. Lapparnir voru langt í burtu um hásumarið, að Lars var farinn að álíta, að þá þyrfti hann ekki að ótt- ast um sinn. Hann vissi ekkert er för Anta og Níelsar norð- ur í blótdalinn — hann grunaði ekki, að Lappinn, sem skaut að honum broddstafnum, var reiðubúinr^til þess að selia sál sína, ef hann gat með því móti fundið úrræði til þess að ráða hann af dögunum. Dag einn snemma i ágúst kom Eiríkur Eiríksson frá Saxa- nesi gangandi yfir tangann milli vatnanna. Hann átti í rauninni ekkert erindi, heldur hafði aðeins tekið sér þessa ferð ,á hendur fyrir forvitnis sakir. Þegar hann var kominn heim undir bæinn í Marzhlíð, réðist allt í oinu að honum grátt ýlfrandi kvikindi. Eiríkur átti fullt í fangi með að verja sig fyrir því. Hann var orðinn lafmóður, er Lars kom hlaupandi og rak Dóna burt. Því að kvikindið, sem réðis á Eirík, var auðvitað ylfingurinn. Dóna var mjög nauðugt að hætta bardaganum. Hann hljóp hringinn í kringum mennina, urraði og byrsti sig. Saxa.nesbón,dinn þorði ekki að líta af honum. j — Hvaða bölvaður hundvargur er þetta, sem þú ert búinn að fá? sagði hann. | — Það er nú eiginiega ekki hundur, sagöi Lars seinlega. Ég dró þetta upp úr úlfabæli í vor. J Eiríkur stóð ekki lengi við í Marzhlíð. Hann þurfti allt í einu að flýta sér —- það var nóg að gera um sláttinn. Hann \ sagðist bara hafa ætlað að líta heim, af því að hann átti leið um. Og svo flýtti hann sér burt. Það var einkennilegur svipur á honum, er hann kvaddi. Hailn var varla öruggur jum líf sitt, fyrr en hann var búinn að ýta báti sinum frá landi. Ferð Eiríks aö Marzhlíð varð að miklu umtalsefni á bæj- unum við Kolturvatnið. Sumir tölðu um það, að Hlíðarbónd- inn myndi hafa selt sig fjandanum. Einhver fullyrti, að Ei— ríkur á Saxanesi hefði sagt sér, að það hefði staðið eldur fram úr vitum úlfsins í Marzhlið, og annar hafði þá sögu að segja, að á honum væri ekki venjulegar klær, heldur klaufir eins og á geit. Eiríkur gat ekki gefið skýr svör, er hann var spurður um þetta — en þetta var skelfilegt kvik- indi.. Sá'gan um úlfinn varð brátt fyllri og greinilegri. Nú fóru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.