Tíminn - 15.07.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.07.1949, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 15. jiílí 1949 147. blaff Afstaða stjórnarflokkanna til kommúnista í öllum löndum vestan j árn- tjaldsins er gengi kommún- ísta á hraðri niöurleið. Við ný- afstaðnar kosningar í Belgíu hafa þeir tapað helmingi þeirra þingsæta, er þeir áður höfðu. Þetta er vel skiljanlegt. Lýðræðissinnaðir menn sjá æ betur, að stefna kommúnista i öllum löndum er í því fólgin aö þjóna skilyrðislaust og í fulikominni blindni heimsyf- irráðastefnu valdhafanna í Moskva, lúta þeirra vilja í óllu, þó að það komi í bága við hagsmuni og velferð þeirra eigin þjóða. Þjónar Stalins hér á landi eru ekki eftirbát- ar annarra samherja sinna um þrotlausa hlýðni og þræls- iega undirgefni gagnvart fyr- lrskipunum frá Moskva. Það sýhir m. a. hamslaus barátta þeirra gegn þátttöku íslend- mga í Atlantshafsbandalag- ínu og aðstoð þeirri til þraut- pindra þjóða, sem kennd er við Marshall. ★ F'orvígismenn Sjálfstæðisfl. .ganga þess ekki duldir, að yf- irgnæfandi meiri hluti ís- ienzkuþjóðarinnar er með öllu andvígur hinni óþjóðhollu stefnu kommúnista og bar- áttuaðferðum . þeirra. Þess vegna leggja þeir nú mikla áherzlu á að láta líta svo út, að þeir séu sjálfkjörnir til að berjast gegn kommúnista- flokknum hér á landi og kyeða hann niður. Þess vegna er Morgunblaðið dagsdaglega látið flytja háværar og stór- yrtar skammagreinar um kommúnista, sem ætlazt er til að sýni baráttuhug Sjálfstæð- isflokksins til þessara þjóna Stalins. „Sendið mig í málma- gný móti þessum fjanda“, er undirtónninn í . skamma- greinum aðalmálgagns Sjálf- stæðisflokksins um kommún- ista. Andstæðingar kommúnista, hvar í flokki sem eru, harma l)að að vísu ekki, að Mbl. segi kommiinistum rækilega til syndanna í dálkum sínurn. Það er út af fýrir sig góðra gjaldavert. Þó er enn þyngra á metunum, að Mbl. og Sjálf- stæðismenn yfirleitt sýni and- úð sína gegn kommúnistum í verki, en ekki aðeins í orðum, en á þetta hefir mjög skort á undanförnum árum og gerir enn. — Skal þetta nú rök- stutt hér á eftir. •k Þann 20. febr. 1942 farast Mbl. svo orð um kommúnista: „Kouimúnistum er það Ijóst ekki siður en öðrum, að því meir'i sem dýrtíð verður í land inu, því erfiðara verður ■björgunarstarfið, og ef ekkert er J aðgert, er allsherjarhrun óumflýjanlegt. En það er ' einmitt það, sem lcommúníst- ar sœkjast eftir, því að þá er von til þess, að jarðvegur fá- ist' fyrir undirróðurs- og bylt- ingastarf þeirra.“ Þessi ujnmæli Mbl. er ótví- ræður vitnisburður um það, að leiðtogar Sjálfstæðisflokks ins vissu í ársbyrjun 1942, að tilgangur kommúnista var að koma á allsherjarhruni hér á iandi. Forvígismenn Alþýðu- flokksins sáu þetta einnig. Um þessar mundir gaf Mbl. kommúnistum þann vitnis- Kiísílóriaaargi^eiia átr Bs;gl burð, að þeir væru „ger- sneyddir allri ábyrgðartilfinn- ingu og ættu engan tilveru- rétt.“ í þingræðu 1942 lýsti Ólaf- ur Thors hinu ægilega á- standi, er vaxandi dýrtíð myndi skapa. Að því loknu sagði hann- „En kommúnistar vilja þetta. Þeir skilja það hvað i vændum er, ef þjóðin œðir á- fram í gullleit og gróðavimu á feigðarbraut vaxandi dýr- tíðar. Þeir sjá hrunið, sem þá bíður íslendinga, verðleysi peninganna, afnám eignar- réttar, upplausn sjálfs þjóð- skipulagsins.“ Um sömu mundir kallar Ól- afur Thors kommúnista „þjóna erlends kúgunar- valds,“ sem hafi „löngun til að láta illt af sér leiða,“ og séu ekki svaraverðir. Af slíkum hreystiyrðum úr herbúðum Sjálfstæðisflokks- ins um skaðsemi kommúnista er nægur forði, þó að hér verði ekki fleira tilgreint. En öll reyndust stóryrðin aðeins „orð, orð innantóm“. Verkin gengu í þveröfuga átt við orðagjálfrið. Leiðtogar Sjálf- stæðisflokksins tóku ásamt Alþýðuf lokksf oringj unum höndum saman við kommún- ista um að leiða yfir þjóðina bölvun dýrtíðarinnar, sem Ólafur Thors og Mbl. höfðú verið svo margmál um áður. Samstarf Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins við kommúnista endaði með skelfingu eins og kunnugt er. Erlendi gjaldeyririnn var þrotinn, ríkissjóðurinn févana og aðalatvinnuvegirnir reknir með tapi. Sjálfstæðisflokkur- in ber aðalábyrgðina á þessu ástandi. Hann vildi óðfús hníga í faðm hinna rauðu til stjórnarmyndunar, að því er Gísli Sveinsson hefir frá skýrt. Hann hjálpaði kom- múnistum til aukinna áhrifa í verkalýðsfélögum og Al- þýðusambandinu og hlóð þannig undir þá á ýmsan hátt. Það er því Sjálfstæðisflokk- urinn, sem urn árabil ól kom- múnistasnákinn við brj óst sér og efldi hann til áhrifa í því augnamiði að láta hann lyfta sér til æðstu valda til hag- sældar auðkóngum og brask- aralýð höfuðstaðarins, en til niöurdreps fyrir framleiðsl- j una og atvinnulífið í landinu. | Þenna sannleika mega kjós- ( endur ekki láta sér úr minni ilíða þegar- kemur að næstu kosningum. Sjálfstæðismenn áfellast kommúnista harðlega fyrir ofbeldistilraunina gegn Al- þingi, þegar samþykkt var þátttaka íslands í Atlants- hafsbandalaginu. Þetta at- hæfi kommúnista fordæma allir réttsýnir menn. Þó hafa kommúnistar eina afsökun, þó að þeir muni ekki hafa brugðið henni fyrir sig. Þeir höfðu fyrirmynd frá Sjálf- stæðisflokknum. Sú fyrir- mynd fólst í skrílvikunni 1931, sem Sjálfstæðisflokkur- inn efndi til, og var svo æðis- kennd, að óttast var um lif nolckurra fyrirliða Framsókn- arflokksins í Reykjavílc. Þjóð- in fordæmdi aðfarir Sjálf- stæðisfiokksins 1531, og hún fordæmir skrilslæti kcmmún- ista 1949. * Þegar litið er á afstöðu nú- verandi stjórnarflokka til kommúnista á undanförnum. árum, kemur það í ljós, að annan sprettinn hafa S.jálf- stæðismenn legið í illdeilum við þá, en hinn sprettinn í ; innilegum, pölitískum faðm- 1 lögum. Alþýöuílokkurinn hef- j ir tekið þátt í hvoru.tveggja. Nú stendur yfir illindatímabil. En sagan getur endurtekið sig. Mbl. hefir áður ausið kommúnista skömmum og svívirðingum, stimplað þá leiguþræla erlendrar kúgun- ar og skaðræðisgript á inn- lendum vettvangi, alveg eins og nú ,og síðan í skyndi sætzt við þá fullum sáttum. Svo var það 1942, þegar Sjálfstæðis- menn settust að völdum í skjóli kommúnista og Alþýðu- flokksins, og þó einkum 1944, þegar tveir af núverandi stjórnarflokkum gengu í flat- sængina með kommúnistum. Að*vísu losnaði þá fjórði hluti Sjálfstæðisflokksins í bili úr tengslum við hann af þess- um sökum, svo ofbauð honum „kollsteypan“. Og' hver getur treyst því, að ný „kollsteypa" ! verði ekki aftur gerö, þrátt 'jfýrir allar yfirlýsingar Sjálf- j. stæðisfloklcsins og Alþýðufl. 1 um það, að Sósíalistafl. sé ekki samstarfshæfur lengur? ! Framsóknarflokkurinn einn hefir aldrei bundizt kommún- istum til stjórnarsamvinnu. í það eina skipti, er það kom t til tals, sneru Framsóknar- (menn frá þeirri samstarfstil- raun með viðbjóði og lýstu 1 yfir því, að enginn ábyrgur, frjálslyndur lýðræðisflokkur gæti bundið bagga með þeim. Það er því hámark ósvífn- innar, þegar blöð Sjálfstæöis- flokksins eru við og við að ympra á því, að þjóðinni stafi hætta af löngun Framsókn- armanna til stjórnarsam- starfs með kommúnistum. Það voru ekki Framsóknarmenn, sem gerðu dýrtíðarbandalagið við kommúnista 1944, sem hefir haft svo örlagaþrungnar afleiðingar. Það var Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn, sem það geröi. Þess vegna er það skylda allra þjóðhollra, frjálslyndra umbótamanna í landinu að styðja Framsóknarflokkinn og veita honum öruggt fylgi. Á þann hátt er bezt unnið á móti skemmdarstarfi kom- múnista, enda er þeim ekki eins iila við neitt og frjáls- lyndan umbótaflokk. Stundum er auglýst með yfir- læti og viöhöfn, að okkur finnst sumum, það sem kailað er sól- þurrkað íiskimjöl. X sambandi við það eru svo ýmiskonar sólar- fóðurblöndur og er það allt saman sagt að vera hið dásam- legasta fóður. Ég hefi nú um hríð haft tækifæri til að kynn- ast dáiítið framleiðslu þessarar fóðurvöru, þar sem mér er sagt að ffskimjölið sé malað í verk- smiðju, sem er inni á Kletti í Kleppsholti, nokkuð fyrir innan Laugarnes. Reykvíkingar þekkja jþetta fyrirtæki vel, einkum af i lyktinni, sem lengi hefir verið víðfræg i bænum, og ástæðulaust er að kynna. Við hliðina á verksmiðjunni er hálfbyggð síldarþró frá því í vetur og á hennar gólf er hrá- efniö í sólarfóðrið flutt. Þar hef- ir fiskbeinunum verið hellt í miklar kasir og að jafnaöi geymt vikum saman, því að fyr- irtækið viröist liafa rótgróna skömm á því, að mala beinin nú. Meöan fiskmetið er kæst á það sjálfsagt að draga í sig sól- arkynngi og lífsmögn, svo að fóðurblandan verði ósvikin, egg- in og mjólkin, sem með henni verða framleidd sannarlegt kjarnmeti, fullt af hreysti og fjörefnum. I-Ivað skyldi það gera til, þó að vegfarendum, sem næstir koma súrni í augum eit- urdreggjar og ýmsar gufur, sem leggur af haugunum? Hér er verið að búa til fyrsta flokks kraftfóður og það er aðalatriðið. Sumir kreddubundnir smá- borgarar munu líta svo á, að fiskmeti sé hollast nýtt og verra fóður eftir að liver fiskögn er grotnuð af beinunum. Ekki mun ég dæma um það, en gaman væri að fá að vita efnagrein- ingu á sumu af þessari fram- leiðslu. Ómenntuðum mönnum er það varla láandi, þó að þeir hafi öllu betri þokka á fiski- mjöli, sem er hvítt og hefir ilm af nýjum fiski og bragð líkt og bezti harðfiskur, heldur en hitt, sem er þrátt, fúlt og úldlö fyrir vitum þeirra, jafnvel þó að það heiti á viðskiptamáli sólþurrk- að fiskimjöl eða sólarkraftfóður. Svo er sagt, að bæjarráð hafi ætlað að stöðva rekstur þessar- ar verksmiöju í fyrrasumar, sökum þess, að illa þótti ilmað frá henni, enda átti hún þá stærri og eldri beðjur af beina- ýldu, en nokkru sinni síðan. Segir almannarómur, að sá hafi endir þeirra mála orðið, að Jóhann Þorkell og meðeig- endur hans í verksmiðjunni annarsvegar.en Jóhann Hafstein og félagar hans í bæjarráði hins vegar hafi gert með sér þá forlíkun, að Jóhann Þorkell mætti mala í friði, þegar vindur stæði á Kleppsholtið en halda kyrru fyrir ef veður lægi á mið- bæinn. Þó mun sumum þykja, sem ekki hafi þess altaf verið gætt sem skyldi, að aldrei bær- ist þefur í öfuga átt, en liér er veðrátta oft breytileg og óstöð- ugar áttir, og því enganveginn tryggt, að lyktin verði rokin nógu langt í burtu, þegar áttin breytist. En þess skal getið, að frásögn þessa kafla sel ég ekki dýrara en ég keypti, en frarn- leiðsluhættina og hráefnið hefi ég séð. Og þetta átti að vera brot úr íslenzkri iðnsögu. Starkaður gamli. fyrirliggjandi FRYSTIHUSIÐ HERÐUBREIÐ Sími 2678 EINARSSON & ZOÉfiA M.s. „Lingesíroom” fermir í Hull 19. þ. m. t Viðgerð á úrum Flest úr, sem komu á vinnustofu mína fyrir 25. júní || s. 1. eru tilbúin. Eigendur þeirra er vinsamlega beffnir að vitja þeirra, sem fyrst. FRANCH MiCHELSEN úrsmíðameistari Laugaveg 39 — Sími 7264 Lokað vegna sumarleyfa til ?. ágúst Davíð S. Jónsson & Co.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.