Tíminn - 17.07.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.07.1949, Blaðsíða 2
TIMINN, sunnudaginn 17. júlí 1949 149. blað 'Jtá kafi til í dag:‘ ’ !?ölin kom upp kl. 3.45. Sóíarlag kl. 23.18. Árdegisflóð kl. 10.40. Síðdegisflóð kl. 23.02. I nótt: Næturlæknir er í læknavarð- stöfúnni í Austurbæjarskólan- um, si’mi 5030. Næturvörður er í Laugavegs apo'teki, sími 1616. Næturakstur annast bifreiða- ét’Öðín Hreyfill, sími 6633. JBQ ÚtvarpíB Útvárpið í dag: Kl. 8.30—9.00 Morgunútvarp. 1.10 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (séra Sigurjón Árnason). 12.15—13.15 Hádegis- utvarp. 15.15 Miðdegistónleikar (plötur): a) Alfred Cortot leikur píanólög eftir Chopin. b) Heddle Nash syngur lög eftir Hándel. c) Svíta nr. 1 úr „Pétri Gaut“ eftir GWég. 16.15 Útvarp til íslend- iriga erlendis: Fréttir og erindi (Árni Óla ritstjóri). 16.45 Veður- frégnir. 18.30 Barnatími (Þor- steinn Ö. Stephensen). 19.25 Véðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Oktétt fyrir blásturshljóðfæri eftir Stravinsky (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar: Fiðlusónata í F-dúr (K377) eftir Mozart (plötur). 20.35 Upplestur: „Temjúdin snýr heim“, smásaga eftir Hall- dót Kiljan Laxness (Lárus Páls- Sön leikari). 21.10 Tónleikar: „Gátutilbrigðin" op. 36 eftir Elgar (plötur). 21.40 Frásaga: Férð til Birmingham (Andrés Guðnáson ritstjóri). 22.00 Frétt- ír og veðurfregnir. 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið annað kvöld: Fástir liðir eins og venjulega. Ki: 20.00 Fréttir. 20.30 Tónleik- 'ai- fplötur): a) „Phoenix", mars eftir Arthur Bliss. b) „Á gatna- -rriötum", forleikur eftir Alan Rawsthorne. 20.45 Um daginn og veginn (Vilhj. S. Vilhjálmsson ritstjóri). 21.05 Einsöngur: Erna Sáek syngur (plötur). 21.25 Er- indi: Grasaferðir (húsfrú Jónína S. Líndal á Lækjamóti). 21.40 Tónleikar: Melachrino strengja- sveitin leikur vinsæl lög (nýjar plötur). 22.00 Fréttir og veður- fregnir. 22.05 Létt lög (plötur). 22.30 Dagskráriok. Messur í dag: Nésprestakall: •'-Messað verður í kapellu há- skólans klukkan ellefu árdegis. Séra Jón Thorarensen prédikar. Dómkirkjan: Messað í dag kl. 11 f. h. Séra Björn Magnússon, prófessor, prédikar. HallgTÍmskirkja: Messað í dag kl. 11 f. h. Séra Sigurjón Árnason prédikar. Laugarnesprestakall: Messað í dag kl. 11 f. h. Séra Garðar Svavarsson prédikar. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss kom til Kaupm,- hafnar 14. þ. m., fer baðan 17. 18, þ. jn, til GautaborgáT:-Qg Reykjavíkur' Dettifoss kom til Reykjavíkur 15. þ. m„ fer til út- land á morgun. Fjallfoss fór frá ' lestar þar vörur til Reykjavíkur, j Grimsby til Wismar 15. þ. m„ : en kemur ekki við í Hull eins og áður auglýst- Göðafoss fór frá Gautaborg 14. þ. m. til Rvíkur. Lagarfoss kom til Rotterdam 15. þ. m„ fór þaðan væntanlega í dag til Hull og Reykjavíkur. Selfoss fór frá Reykjavík i gær- kvöidi vestur og norður og til úflanda. Tröilafoss fór frá Rvík kl. 15.00 í gær til New York. — Vatnajökull fermir í Hull 18.— 20. þ. m. til Reykjavíkur. Ríkisskip: Esja er í Vestmannaeyjum, kemur þaðan í kvöld. Hekla fór frá Glasgow í gærkvöldi áleið- is til Reykjavikur. Herðubreið er á Vestfjörðum. Skjaldbreið er á Breiðafirði. Þyrill er í Faxaflóa. Sambandsskip: Hvassafell er í Kaupm.höfn. Gullfaxi fór til Kaupmanna- hafnar í gær með 40 farþega og er væntanlegur til Reykjavíkur í dag kl. 17.45 fullskipaður far- þegum. S. K.T. Nýju og gömlu dansarnir í G. T,- húsinu sunnudagskvöld kl. 9 — Húsinu lokað kl. 10.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30. <Sumctrlœhur Flugferðir Flugfélag íslands. í dag verða farnar áætlunar- ferðir frá Flugfélagi Islands til' Akureyrar, Siglufjarðar, Vest- mannaeyja og Keflavíkur. Á morgun (mánudag) verður flogið til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Isafjarðar, Keflavíkur, Siglufjarðar, Ólafs- fjarðar, Neskaupstaðar og Seyð- isfjarðar. í gær flugu flugvélar F. í. til þessara staða: Akureyrar (4 ferðir), Vestmannaeyja, Kefla- víkur (2 ferðir), Siglufjarðar og ísafjarðar. Árnað heilla Hjónaband: Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurjóni Árnasyni, ungfrú Guðlaug Björg Sveinsdóttir og Jónas Steinn Lúðvíksson, bílstjóri, Vestm,- eyjum. Úr ýmsum áttum Kvenfélag Hallgrímskirkju fer skemmtiferð hinn 19. þ. m. Farin verður Krýsuvíkurleiðin. Komið víða við á leiðinni. Mið- dagur að Selfossi. Félagskonur tilkynni þátttöku sina fyrir mánudag. Upplýsingar í síma 4894 og 3249. Nýtt skemmtiblað. Skemmtisögur heitir nýtt rit, sem hafið hefir göngu sína hér í Reykjavík. Flytur það margvís- legt létt efni til skemmtilesturs. Nokkrar myndir eru í blaðinu. Útgefandi er Prentsmiðjan Rún hér í Reykjavík. Knattspyrnukappleikur fór fram á föstudag milli starfsmanna Raftækjaverzlunar Eiríks Hjartarsonar & Co. og Raftækjavinnustofu Jóhanns Rönning. Eiríkur Hjartarson vann með 3:2. u OLÓCÍ ut íft iinnur :: Tvær skemmtibækur til að lesa í sumarleyfinu MiIIjónaæfintýrið er bráöskemmtileg og snjöll gaman saga um ungan mann, sem erfði tvo milljónamæringa í einu. En ýmsar heldur óþægilegar kvaðir fylgdu arf- inum. Unga manninn skorti, sem von var ekki vini og aðdáendur af báðum kynjum, sem bæði hjálpuðu hon um og torvelduðu að uppfylla skilyrði arfleiðsluskránna, innan tiltekins tíma. Söguhetjan lendir í ýmsum skemmtilegum æfintýrum og sögulokin eru sérlega ánægjuleg. Bófarnir í Texas er æfintýrarík kúrekasaga, full af æsandi viðburðum og karlmannlegum átökum. Auð- vitað er ástaræfintýri fléttað inn í söguna, en þar gerist það óvenjulega að lögregluforingi og bófaforingi keppa um ástir sömu stúlkunnar. Um endir þeirrar við ureignar fær lesandinn að sjá í bókinni. Hygginn ferðamaður tekur Vasaútgáfubók með sér í vasann. Kaupið Vasaútgáfubækur. - » Nýjar fiskisióðir Senn líður að Idví, að íslenzkir ' fiskimenn renna öngli í sjó á Grænlandsmiðum, fyrir vest- 1 urströnd landsins, allt að átta ^ dagleiðum frá íslenzkri höfn.1 Súðin er nú komin vestur fyrir Hvarf og siglir norður með ströndinni. Með henni er all-1 margt sjómanna, nokkrar trillur og eitthvað af stærri bátum, en fleiri koma á eftir henni. Það fer varla hjá því, að ís- lenzkir fiskimenn leggi lóðir sín- j ar í fyrsta sinn í hinn græn- lenzka sjó með allmikilli eftir- væntingu. Miklar tröllasögur hafa verið sagðar af fiskmergð- inni við Grænland, og menn hafa af þeim sökum gert sér miklar vonir um aflabrögð. Skyldu þær vonir rætast? Það sem af er Grænlandsver- tíð hafa borizt fregnir um mikil aflaþrögð þar, og varla er ann- að að ætla, en þau haldist á- fram. íslenzkir sjómenn munu að líkindum heldur ekki verða eftirbátar anr.arra við fiskinn þarna,og verði þeir 7-faldir á við aðrar þjóðir þarna, eins og þeir hafa yerið á heimamiðunum, er varla nokkru að kvíða. Þótt aflabrögð verði góð, er þess.,yart að væptgj. að útgeró Súðarinnar geti orðið ábafasöm að þessu sinni, því að undirbún- ingur slíkrar farar í fyrsta sinn er harla kostnaðarsamur. En vonir standa til að fiskibátarn- ir geti haft góðan feng fjár, og það er aðalatriðið. Ef trú sjó- manna á þessi mið eykst og sæmilega gengur í sumar, munu fleiri fara næst, og þá er mark- inu náð. Þá munu íslendingar sækja gull á Grænlandsmið meðan fiskur gefst þar, eins og aðrar þjóðir, og til þess eiga þeir líka flestum þjóðum meiri rétt. En jafnhliða því sem sókn er hafin á Grænlandsmið, verða menn að hefja sóknina hér heima um að vernda og bæta miðin við strendur Islands. Allir sjómenn vita, að þar horfir við auðn. Erlendir togarar láta greipar sópa um slóðir línubát- anna, svo að þeim er ekki vært með veiðarfæri sín, og fiskstofn- inn á landgrunnsmiðunum gengur til þurrðar vegna gegnd- arlausra togveiða. Ef ekkert verður að gert, fer fyrir okkur eins og Færeyingum, að við getum ekki veitt í soðið á heima míðum, hvað þá heldur sótt þangað útflutningsvöru. Hér ættum við að taka Norðmenn til fyrirmyndar og láta hendur standa fram úr ermum. A. K. VaAaútqáfah Hafnarstræti 19 ^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ttJ* | ÁÆTLUNARFERÐBR f 15. júlí til 31. ágúst Reykjavík - Selfoss -isóffsstaðir Frá Reykjavík: Daglega kl. 8 að morgni nema laug- ardaga kl. 3 síðdegis. Frá Selfossi til Reykjavíkur: Alla daga kl. 3,30 síð- degis nema laugardaga. Á sunnudögum kl. 7,30 s. d. Frá Selfossi til Ásólfsstaða: Alla da>ga kl. 9,30 árdegis Frá Ásólfsstöðum: Alla daga kl. 12,30. Auk þess á á sunnudögum kl. 5 síðdegis. Áætlunarbíllinn kemur frá Reykjavík kl. 9,15 ár- degis að Selfossi, en frá Selfossi fara mjólkurbílar kl. = 10—12 út um flestar sveitir Árness- og Rangárvalla- = sýslna. | Afgreiðsla á Selfossi á ferðaskrifstofu K. Á., sími 89. i Afgreiðsla í Reykjavík hjá Frímanni Hafnarhúsinu, 1 sími 3557. Fólk athugi að kaupa farmiða í afgreiðslun- i um, enda selja bifreiðastjórar ekki farmiða á Selfossi. e Ferðaáætlun frá 1. september Frá Reykjavík: Alla daga kl. 8 árdegis. Frá Selfossi: Alla daga kl. 3,30 síðdegis. Gnúpverjabíll fer daglega kl. 11 árdegis frá Selfossi. | Endastöð Hagi. I z / = | Kaupfélag Arnesiuga | mIIMIIMIMIMIIIIHIIMMMMMIMMIIIMMIIMMMIIIMMMMIMMIMMMMMIMIHIHIIIMIIMIMMMMIíMIIMMMMMMMMIIIIIIIIMIIII Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMAMS IIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIlimillllllllllllMIMIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIMIMIIIIIIMIIIIIIII»i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.