Tíminn - 17.07.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.07.1949, Blaðsíða 3
149. blaö TÍMINN, sunnudaginn 17. júlí 1949 3 «tn»tnnmnt:tnw«t»t«i«:tnm:wt:wt:»»:t»tn:n{n»n»tn«»ttmt«tt» í ÞRÓTTIR 1 UM VIÐA VERÖLD: Héraðs- og íþróttamót Ums. Austur-Húnvetninga Héraðs- og íþróttamót U.S.1 A. H. (Ungmennasambands Austur-Húnavatnssýslu) fór fram á Blöndósi 17. júní 1949. Formaöur sambandsins Guðmundur Jónasson, bóndi að Ási, setti mótið og stjórn- að því. Mótið hófst með guðsþjónustu. Sr. Þorsteinn B. Gíslason í Steinnesi prédik aði. Síðan fóru fram íþrótt- ir, ræðuhöld, söngur og loks var dansað fram á nótt. Fór mótið hið bezta fram, þó veð ur væri kalt og rigning.. Úrslit í einstökum íþrótta- greinum urðu þessi: 80 m. hlaup kvenna: Elín Guðmundsdóttir Umf. Svínavatnshr. 12,2 sek. Bryn hildur Vilhjálmsdóttir, Umf. Fram 12,3 sek., Fríða Haf- steinsd., Umf. Fram 12,4 sek., Ásta Tómasdóttir, Umf. Hvöt 12,5 sek. 100 m. hlaup karla: Þorvaldur Óskarsson, Umf. Fram 12.2 sek., Haukur Ey- þórsson, Umf. Svínav. 12,3 sek., Jóhann Baldurss. Umf. Hvöt 12.3 sek., Lúkas Kára- son Umf. Fram 12,4 sek. 400 m. hlaup: Þorvaldur Óskarsson Umf. Fram 65,5 sek., Lúkas Kára- son, Fram 66,0 sek., Jökull Sigtryggsson, Fram 67,9 sek., Ægir Einarsson Fram 68,3 sek. ' 1 1500 m. hlaup: Lárus Konráðsson Umf. Vatnsd. 10,31.2 mín. (sýslu- met) Sigvaldi Sigurjónsson Umf. Svínav. 10,51.8 mín., Guðmundur Theódórsson Umf. Hvöt 11,16.9 sek., Kristj án Ragnarssön Umf. Fram 11,17.0 mín. 4x100 m. boðhlaup: B- sveit Fram 53,6 sek., Leitin að örkinni hans Nóa A-sveit Fram 54,0 sek., Sveit Hvatar 55,8 sek., Sveit Vatnsdæla 57,0 sek. Þrístökk: Haukur Eyþórsson Umf. Svínav. 11.68 m., Ægir Ein- arsson, Fram 11.33 m., Jó- hann Baldurs, Hvöt 11,30 m., Hannes Guðmundsson, Umf. Svínav. 11.20 m. Langstökk: Bæring Kristinsson, Fram 5,58 m. (sýslumet), Haukur Eyþórsson, Svínav. 5,55 m., Jóhann Baldurs, Hvöt 5,37 m., Hannes Guðmunds. Svínav. 5,10 m. Hástökk: Jón Bjarnas. U. Va. 1,55 m. Einar Þorláksson, Hvöt 1,53 m. Jón Hanness. Va. 1.53 m. Jóh. Baldurs Hvöt 1,53. Kúluvarp: Jón Hanness. Va. 11,43 m. (sýslumet) Lúkas Kárason Fram 10,67 m., Einar Þorl. Hvöt 10,47 m., Kristj. Hjart- ars, Fram 10,14 m. Kringlukast: Kristj. Hj artarson Fram 31,55 m. (sýslumet) Einar Þorláksson Hvöt 30.40 m., Jón Hanness. Va. 28,40 m., Jóh. Pétursson Sv. 26,90 m. Spjótkast: Jón Hannesson Va. 36,11 m. Einar Þorlákss. Hvöt 33,07 m. Einar Evensen Hvöt 32,62 m. Haukur Eyþórsson Sv. 31,87 m. Ungmennafélagið Fram í Höfðakaupstað vann mótið með 43 stigum. Umf. Hvöt, Blönduósi fékk 26 y2 stig, Umf. Svínvetninga 25 y2 stig og Umf. Vatnsdælinga fékk 25 stig. Keppt var um farandbikar sambandsins og vann Fram hann í þriðja sinn. Margt hefir verið rætt um það í seinni tíð, hvort leyf- arnar af örkinni hans Nóa finnist enn á fjallinu Ararat, eins og hermt er í biblíunni. Norskur blaðamaður, Björn Hallström, hefir nýlega verið á þessum slóðum og birt síð- an í „Várt Land“ frásögn þá, sem hér fer á eftir: Snævi þakinn tindurinn á Araratfjalli gnæfir upp yfir hásléttuna. Suður frá rótum fjallsins liggja frjósöm akur- lönd Tyrkja með einstökum skógi vöxnum ásum inn á milli. Norðan fjallsins eru rússnesk lönd, en í aústri er yfirráðasvæði Persa eða Iran, eins og það heitir nú. Þar lá hinn gamli lestavegur kaup- manna með úlfandaflokka sína, fjölfarinn áður en skurðurinn við Súes opnaðist. Þannig mætast þrjú ríki við hlíðar þessa fjalls og jafn- framt myndar það vatnaskil milli þriggja hafa: Svarta- hafs, Kaspíahafs og Miðjarð- arhafs. Þar að auki falla úr því ár í stöðuvötn, sem ekkert afrennsli hafa. Leiðangrar, sem voru vandaðir Þrír leiðangrar hafa ákveð- ið að koma á þessar slóðir í sumar. Einn er frá Englandi, annar frá Holiandi og þriðji frá Ameríku. Allir höfðu þeir pantað gistingu í smábænum Bayazit. Þeir höfðu samið um framköllun mynda fyrir sig og búið pósthús bæjarins undir það, að frá því yrðu send um allan heim hin miklu tiðindi, að örkin hans Nóa væri fundin, steinrunnin eða innifrosin. En þegar til kom gáfu tyrk- nesk yfirvöld neitandi svar Vanta börn eða unglinga til að bera út blaðið í Laugarneshverfi strax. Talið við afgreiðsluna, sími 2323. Flytjum blaði heim. Afgreiðsla Tímans Lindargötu 9A Gyðingar áttu heima í þess- um héruðum fyrir herleiðing- una til Babýlon. Nokkru sunn- ar stendur hinn forni bær Van við samnefnt vatn. Fjall með þverhnýpta hlíð gengur fram í vatni, en uppi á því er rammgerð virkisborg, sem Gyöingar hafa byggt í forn- eskju. Hún er efalaust eldri en Úr í Kaldealandi. Gamlar sagnir um örkina Samkvæmt frásögnum Niku- iásar frá Damaskus, en hann var sagnaritari sem uppi var á dögum Krists, „var það fjöldi fólks, sem leitaði bjarg- ar á háu fjalli þegar flóðið mikla gekk yfir. Sumt af því fólki kom þangað í örk, og mátti sjá leifar hennar á fjall- inu lengi síðan. Ef til vill er það sama fólkið og löggjafi Gyðinga, Móses, talar um.“ Um öll hin nálægu Austur- lönd rekumst við á frásagnir af flóðinu mikla, einkum þó í dölunum við Efrat og Tigris. Full sexhundruð þessara sagna eru skrásettar. Þær koma heim við frásögn biblí- unnar og sumar fylla hana upp i einstökum atriðum. Eins og Henrik Schúek hefir fært rök að, er saga bíblíunn- j ar um flóðið byggð á 2 mis- j munandi frásögnum, en auk l þess hafa fundizt leifar af við beiðninni um heimsókn- hinni þriðju, þar sem tyrknesk ina. Rússar tortryggðu þessa 1 ar skreytingar eru dregnar frá leiðangra og grunuðu þá um 1 að vera í hernaðarlegum I Mjólkurostur fyrirliggjandi FRYSTIHÚSIÐ HERÐUBREIÐ i Sími 2678 njósnarerindum um þau svæði, sem liggja í grennd viö Kars og Ardahan, sem eru þýðingarmiklir staðir í tauga- stríðinu rússneska. Auk þess er þetta í nágrenni við íranska Aserbeidsjan, þar sem spornað er gegn áleitni Rússa. Pravda réðist harðlega á þessa leið- angra, ekki sízt af því að brezkur stjórnmálamaður á eftirlaunum stjórnaði einum þeirra. Hvað náið samband kann að vera milli þessara rússnesku árása og neitunar Tyrkja, vita menn ekki. Vera má, að umhyggja Tyrkja fyrir því að varðveita landamæra- friðinn, valdi þvi, að þeir vilji heldur fá leiðangrana öðru sinni. Eru leyfar arkarinnar enn til? Hverjar líkur eru til þess, að eitthvað sé eftir af örkinni á Ararat? Ég er hvorki forn- leifafræðingur né kunnáttu- maður' á uppgröft fornminja og því hefi ég ekkert með það að gera að ganga sjálfur á fíallið aö leita arkarinnar. Ég verð því að láta mér lynda að tala við fólk, sem býr í næsta nágrenni við fjallið, hefir komið upp á það, og þekkir erfðasagnir um örk- ina. Það er enginn efi að eitt- hvað er að sjá þarna uppi undir jöklinum eða rétt við jökulröndina. Um það ber öll- um frásögnum saman. Spurn- ingin er aðeins sú, hvort þetta „eitthvað" sé örkin eða leifar af gömlu musteri Armena eða Gyðinga. og staðreyndir einar hafðar með. Kaldeu kristnir menn í Mosul eiga sér arfsögn um örkina og flóðið og samkvæmt því hafa leifar hennar fundizt 500 árum fyrir Krist. Lenti örkin ekki á Ararat? Annars segir þssi söfnuður, að örkin hafi lent á allt öðru fjalli en Ararat, töluvert sunn ar. Þar halda þeir guðsþjón- ustur í minningu um lending- una, og öðru hvoru eru farnar þangað pilagrímsferðir frá Mosul. Kaþólska kirkjan virð- ist viðurkenna þessa land- fræðilegu kenningu Kaldea. Hún viðurkennir skoðun þeirra um landtöku arkarinn- ar og lítur á söguna um örk- ina á Ararat sem missögn. Ýmsir tyrkneskir fornfræð- ingar eru hér á sama máíi. Hins vegar halda kristnir menn í Armeníu fast við það, að örkin hafi lent á Ararat, sem er líka þeirra fja.ll. í fjalls hlíðinni óx vínviður, sem tal- inn var ættaður frá þeim tíma, sem Nói gróðursetti. Og það eru ekki meira en hundrað’ ár síðan armensk kirkja hélzt við hátt uppi í Ararat. Inni í henni voru geymdir fornir hlutir, sem áttu að vera úr örkinni. Gamall kirkjuhöfðingi átti að hafa tekið þá með sér þeg- ar hann gekk upp á efstú brúnir fjallsins árið 330. Kirkjan sjálf, þessar forn- minjar og vinviðurinn týndist í jarðskjálíta fyrir hundráð árum. Athuganir á síðari tímum Margir hafa fetað í fótspor þessa kirkjuhöfðingja á þeim öldum, sem síðan eru liðnar. meira og minna menntaðir í fornum fræðum. Marko Polo talar um örkina og staðsetur hana ekki á Ararat. Aftur og aftur hafa Ameríkumenn, Rússar, Englendingar og Tyrk ir sagt, að þeir hafi séð örk- ina í fjallgöngum sínum. — Nestorianshur prestur gekkst íyrir því að flytja örkina á heimssýninguna í Chigago. En hann varð að hætta við það sakir fátæktar. En hann fór í leiðangur og mældi nákvæm- lega þær minjar sem hann fann, til að vita hvort þær kæmu heim við tölurnar í biblíunni. Nú hafa gamlar heimildir um þessar minjar uppi á Ár- arat komizt á dagskrá á síð- ustu tímum. Árið 1916 var í fyrsta sinn flögið yfir fjallið í rannsóknarskyni. Það gerði Rússi nokkur og skýrsla hans varð til þess, að keisaripn sendi leiðangur til fjalls(ps, en byltingarmenn stöðvuðu hann. , Rússneskir flóttamenn, sem flýðu suður yfir Ararat vegna byltingarinnar sögðu svo-frá, að örkin lægi í helli neðan við jökulröndina. Enskir flug- menn,' sem í seinni heims- styrjöldinni flugu yfir Ararat, tala um „eitthvað“ uppi á fjallinu. í skjalasafni í Ankara er skýrsla ein um opinberan tyrkneskan leiðangur, sem var á Ararat um aldamótin. Þar er sagt frá, „stórkostlegu smíði við jökulröndina með annan endann undir fönn. Talið er, að þetta sé ekkert annað en hin forna örk, sem Nói og fólk hans bjó í á.tím- um flóðsins mikla.“ Skýrslan segir, að örkin hafi verið hærra á fjallinu en borizt nið- ur með jöklinum á liðnum öld- um. Einn leiðangursmanna segir, að sá hlutinn, sem í jöklinum sé, muni vera vel geymdur, varinn samfelldu frosti og ís. Samkvæmt hans skoðun hefir Ararat ekki ver- ið jökli hulið er örkin lenti, en loftslag orðið' kaldara síð- ar er tímar liðu. Hefur stefni arkarinnar. uv.„_ fundizt? Fyrir einu missiri hitti tyrkneskur bóndi úr nágrenni- fjallsins fyrir sér mikinn gr4p, sem líktist skipsstefni aö Lpg- un og var stór sem hús. Hann stóð út úr jöklinum. Bóndinn reyndi að ná flís úr þessu með hnífnum sínum, en festi ekki járnið í því, þar sem það var hart sem steinn. Frásögn hans flaug óðara um nærliggjandi sveitir og menn flykktust hópum sam- an upp á þetta þrjú þúsund metra háa fjall. Öllum kemur saman um, að það sem þeir sáu, líkist skipsstafni. . ,.,r Það er því „eitthvað“ þarna uppi á fjallinu. En getur þetta „eitthvað“ verið örkin? Hug- leiðingar um það vaxa eftir því sem fjær dregur. .Tyrkir, sem öðru hvoru ganga upp á fjallið, segja að þar uppi sé víða að sjá myndanir, sem hafi ýmiskonar ásigkomulag, einkum við jökulröndina. En (Framliald á 6. siðúJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.