Tíminn - 27.07.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.07.1949, Blaðsíða 5
156. blað TÍMINN, miðvikudaginn 2*?. júlí 1949 mðvikud. 27. jjúií „Skemradarverk“ Framsóknar- flokksins Formaður Sjálfstæðisfiokks ins liefir enn stigið úr hinni pólitísku gröf sinni og Brynj- ólfs Bjarnasonar og látið til sín heyra á fundi norður á Akureyri. Boðskapurinn var raunar sá, er vænta mátti af pólitískri afturgöngu, er hefj- ast vill á ný til þess vegs, sem hún hefir hrapað úr og orðið sér þannig að fjörtjóni. Úr þeim vanda, sem þjóðin hefir komizt í fyrir atbeina þessa manns fyrst og fremst, sér hann nú enga aðra lausn en að íela Sjálfstæðisfl. öll völdin og þá vitanlega undir forystu hans. sjálfs. Þetta er álíka kenning og ef Hitler sálugi hefði haldið því fram í lok stríðsins, sem hann hafði hrundið af stað, að hann væri eini maðurinn, er gæti komið á friði í heim- inum! Á Akureyraxfundinum sá formaður Sjálfstæðisflokks- ins þó mörg ljón á vegi þess, að vonin um upprisu hans gæti ræzt. Hann var t. d. tals- vert reiður út í kommúnista, enda eðlilegt, þar sem þeir höfðu ekki viljað endurlífga stjórn hans haustið 1946, enda þótt hann gengi á eftir þeim með grasið í skónum í 100 daga. Þótt þeir væru búnir að hárreita hann og rífa utan af honum fötin. Hann stimplar þá nú „utan- garðsmenn“, eins og á árun- um 1939—’42. En menn kann- ast nú orðið við þær yfir- lýsingar og haldgæði þeirra. Kommúnistar eru þó ekki verstir, að dómi þessarar aft- urgöngu frá stjórnarsamvinn unni við þá. Það er til enn verri flokkur, hreinn skemmd arverkaflokkur. Þessi versti flokkur er Framsóknarflokk- urinn. Hann þarf að þurrk- ast út, hann verður að hverfa. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins gat ekki viðhaft nógu sterk orð né brýnt röddina nógsamlega mikið, þegar hann var að lýsa þessum vonda flokki, Hver eru svo „skemmdar- verk“ Framsóknarflokksins, sem formaður Sjálfstæðis- flokksins telur svona ægileg? Eitt ,,skemmdarverkið“ er krafa Framsóknarflokksins um frjálsa verzlun, — krafa um frelsi til handa neytend- um, svo að full samkeppni geti átt sér stao. Það er krafa um útrýmingu okurs og svarta markaðs. Frá sjónar- miði Sjálfstæðisflokksins er þetta alveg svivirðileg krafa. Annað „skemmdarverkið" er krafa Framsóknarflokksins um að húsnæðismálunum sé komið í heilbrigt horf, okrið þar sé upprætt og almenn- ingi tryggt húsnæði með sann gjörnu verði. í augum brask- ara er slík krafa hámark allr- ar svívirðingar. ERLENT YFIRLIT Wesley Baíukríski fjárMiálar«iSIiei*raiiM, sem ei* Biáfflasti saMiverkaMialSiir Trimiaits Snyder fjármálaráðherra Bandaríkjanna er nýlega kom- inn heim úr ferðalagi um Ev- rópu, en þangað fór hann til að kynnast fjárhagsmálunum þar. Álit hans á þeim er talið miklu . skipta. því á'ö hann er talinn I nánasti samstarfsmaður Tru- ! mans og sá, ér forsetinn tekur mest tillit tií. Þeir hafa lengi ! þekkst og fefill þeira er á ýms- 1 an hátt likúr. Snyder mátti i heita óþekktur, er Truman gerði I hann að ráðherra sínum, og I töldu margir þá embættisveit- I ingu hið mesta óráð. En Snyder j hefir reynst seigur og vaxið með i vandanum eins og Truman ! sjálfur. | Grein sú, sem hér fer á eftir, : er eftir Jörgen Bast og birtist í Berlingske Aftenavis um þaö j leyti, er Snyder kom til London: Ljósasti vottiirinn um það, hve alvarlegum augum Badaríkja- menn líta á eínahagsástandið í heiminum, er ef til vill sá, aö fjármálaráðherra þeirra, John Wesley Snyder, hefir nú tekið sér ferð á hendui' frá Washington til Evrópu. Þangað hafa áður verið sendir merkir fjármálasér- fræðingar frá Bandaríkjunum, en upp á síðkastið hefir Snyder tekið viðskiptin við Evrópu æ meir í sínar hendur. Fæstir hérna megin Atlants- hafsins munu nokkurn tíma hafa heyrt nafn Snyders fyrr en hann varð fjármálaráðherra. A- stæðan er m. a. sú, að hann komst i þetta embætti vegna persónulegra kynna sinna við Truman forseta. Hann á lieima í hópi nánustú samstarfsmanna og ráðgjafa Trumans, sem einu nafni hafa vérið kallaðir „Eld- hús-ráð Trumáhs“. En samband hans við Truman er enn nánara en annarra ráð- gjafa. Það væri sennilega ekki úr vegi að kálla hann nánasta stjórnmálavin forsetans. John Snyder lá í rúmi sínu og svaf, er síminn hringdi snemma mörguns 12. apríl 1945. Hann heyrði rödd Trumans, sem sagði: ! — Roosevelt er dáinn. Þú verð- ' ur að koma til Washington. Ég þarfnast þín, John — ég þarfn- ast þín vissulega. Litli maðurinn frá sléttunum miklu hefir ætíð 'sýnt auðmýkt þegar hann hefir staðið and- spænis mikilleik lífsins. Á á- hrifamesta og erfiðasta augna- bliki lífs hans, var John Snyder sá fyrsti, sem honum varð hugs- að til. Vinátta þeirra stendur á göml- um merg. Hún hófst á vígvell- 1 inum í Frakklandi í heims-; styrjöldinni fyrri. John Wesley Snyder! Nafnið, eitt, John Wesley, en svo hét upphafsmaður Metodismans, varpar allskýru ljósi á manninn fyrir þá, sem eitthvað þekkja til i í Bandaríkjunum: hann hefir j verið alinn upp í guðs ótta og góðum siðum, hann er gæddur öllum þeim eiginleikum, er prýða vel upp alda Bandaríkjamenn — og einnig er hann haldinn öllum þeim hleypidómum, sem ein- kennandi eru fyrir hið volduga land. Þegar forsetinn hringdi til hans 12. apríl 1945, var hann lítt þekktur bankastjóri við „First national bank“ í St. Lou- is. Það var að vísu.vel af sér vik- ið af manni, sem orðið hafði að komast áfram algerlega á eigin spýtur — en í Bandaríkjunum þykir slíkt tæplega í frásögur færandi. Snyder var kunnur sem held- ur spaugilegur fjármálamaður. Ólundarlegur munnur hans og tortryggnisleg augun gera það að verkum, að hann hefir hið sígilda útlit endurskoðandans. Og fyrsta embættið, sem Tru- man skipaði Snyder í í Was- hington, var embætti endur- skoðanda! Hann var gerður eftirlitsmaður með ríkisskuldun- um. En hann varð ekki lands- kunnur fyrr en Fred. M. Vinson, þáverandi fjármálaráðherra, var skipaður hæstaréttardómari sumarið 1946, og Snyder varð eftirmaður hans. AndstæSingar Truraans, og þá einkum smáletursdálkahöfund- arnir bandarísku, sem voldugir eru og mörgum stendur stuggur af, réðust heiftarlega gegn Snyder, er hann hafði verið skipaður í fjármálaráðherra- embættið. Þeir sögðu, að hann hefði hreppt hnossið einungis látnir greiða sitt fulla til- lag til viðreisnar og því verði í eitt skipti lagður áxrífleg- ur stóreignaskattur og tekj- urnar af honum notaðar til gagnlegra hluta, t. d. til þess að borga niður ríkisskuldirn- ! ar. Frá sjónarmiði stórgróða j mannanna er þetta ekki að- eins skemmdarverk, heldur hreint rán á eignum, sem safnað hefir verið með óvenju lega eðlilegum og heiðarleg- um hætti! Svona mætti halda áfram að telja upp „skemmdar- verkin“. Yfirleitt eru „skemmdarverkin" þau, að Framsóknarflokkurinn hefir , ekki fengist til bess að vera auðsveipur og leika það hlut- verk að hjálpa stórgróða- j mönnunum til að verja hags- munina og ránsfenginn, er Þrioja „skemmdarverkið“ er sú ki'afa Framsóknarflokks ins, að því aðeins verði gerð- j kommúnistar hjálpuðu þeim ar ráðstafanir, er skert geti til að ná í. Það er hlutverk- hag bænda og launamanna, að stórgróðamennirnir verði I ið, sem foringjar Sjálf jitæð- I isflokksins ætlast til af Fram sóknarflokknum og Alþýðu- flokknum, — hlutverkið, sem þeir ætluðu núv. ríkisstjórn. Forysta Alþýðuflokksins virð- ist hafa verið fús til að full- nægja þessu hlutverki, enda sá hún uppskeruna á Arn- arhólstúninu á fimmtudag- inn. Framsóknarmenn hafa ekki fengizt og munu aldrei fást til að fullnægja því. Þessvegna heita þeir nú „skemmdarverkamenn" á máli flokksformanns Sjálf- stæðisflokksins. Þegar aðstæðurnar eru at- hugaðar, hljómar þessi nafn- gift í munni íhaldsformanns ins eins og sæmdarheiti. Framsóknarmenn trúa því, að þjóðin eigi auðvellt með að velja milli „skemmdarverka" þeirra og starfshátta stór- gróðamannanna — milli þess, hvort vandamálin framund- an eigi heldur að leysa á kostnað gróðamannanna eða almennings. Jolm W. Snyder vegna þess, að hann var gam- all vinur Trumans. Engir af þeim, er setið hafa í stjórn Tru- mans, hafa orðið fyrir jafnmiklu aðkasti og Snyder. Fyrir ýms af ummælum þeim, er birtust um Snyder í hinum bandarísku blöðum, hefðu blaða menn flestra annarra landa ver- ið dæmdir í mörg hundruð ára fangelsi fyrir meiðyrði! Einn rithöfundurinn kallaði ráðherr- ann t. d. „fálmandi og stam- andi fábjána", og geta þau ummæli talist elskuleg saman- borið við ýms önnur! En lengi lifi hin frjálsu bandarísku blöð! Blaðamönnunum tókst að þjarma svo að Jim Forestal, hermálaráðherra, að hann framdi sjálfsmorð. En John Snyder lét skammir blaðanna ekki raska ró sinni. Hann beið rólegur, þar til óveðrið var lið- ið hjá. Þegar ekkert ,,skeði“, urðu blaðamennirnir leiðir og hófu leit að nýju fórnardýri. Það er ekki hægt að segja, að John Wesley Snyder sé vinsæll í Bandaríkjunum, en hann nýtur virðingar. , Ráðamönnum Wall Street finnst að maöur sá, er „heldur (FramlialcL á 6. síSu). Raddir nábúanna Alþýöublaðið þykist geta svarað Þjóðviljanum fullum hálsi í tilefni af þeim ásök- unum hans, að Alþýðuflokk- urinn þjóni íhaldinu. Alþýðu- balðið segir í gær: „Þjóðviljinn er jafnan að gefa í skyn, að alþýðuflokk- urinn sé þjónn íhaldsins í nú- verandi ríkisstjórn. Skýring- in á þeim málflutningi kynni að vera sú, að kommúnistar hugsi sér á þennan hátt að slæva endurminninguna um hlutskipti sjálfra þeirra, þeg- ar þeir sátu í stjórn Ólafs Thórs. Þá var vinátta þeirra við ihaldið svo rótgróin og innileg, að Einar Olgeirsson lagði þá Brynjólf Bjarnason og Ólaf Thórs að jöfnu í út- varpsumræðum og grátbað þjóðina að fylkja sér um báða þessa „mikilhæfu stjórn- málamenn" við í hönd far- andi kosningar. Það er auð- velt að gera sér í hugarlund, hver samvinnan muni hafa verið að tjaldabaki stjórnar- samvinnunnar, fyrst for- sprakki kommúnista lét svo flírulega við „herra Ólaf Thórs“ á leiksviði kosninga- baráttunnar.“ Það er rétt, að Ólafur Thors gaf kommúnistum bezta vitn- isburð sem samstarfsflokki á. sínum tíma, alveg eins og hann gefur Stefáni og Emil þau nú. Þaö er bara Fram- sóknarflokkurinn, sem aldrei hefir orðið þessara meðmæla aðnjótandi, eins og ræða Ól- afs á Akureyrarfundinum er gott dæmi um. Spurningii svarað Ritstjóri Morgunblaösir.s spyr að því á sunnudaginn Hvers vegna flytja bœnd: úr sveitinni? Ritstjóri stærsta stjóxn- málablaðs stærsta stjór:.- málaflokks landsins hef-v auðsjáanlega ekki gert ;•: - grein fyrir þessu þjóðfélag - vandamáli. En þeir sem e’ " gera sér grein fyrir hlutunv: • eru tæplega líklegir til leysa örðug viðfangsefni. En þegar ritstjórinn í ei feldni sinni spyr um jafn s varlegt úrlausnarefni, þy:. rétt að svara og gefa hon; í fáum orðum innsýn í afle • ingar áratuga baráttu hans. Ekkert er yfirnáttúrlegt .: flótta fólksins úr sveitin ■ Hann er leit þess aö gœð: - lífsins til jafns viö aðra þec þjóðfélagsins. En þjóðféla hefir skapað þeim, sem í ka stöðum og ýmsum þorpum '. . betri aðstöðu til að lifa, hinum, sem erja landið. Líí - þægindin eru þar meiri, ka' •- ið hærra, frístundirnar fle! skemmtanirnar fjölbreytt.v v læknishj álpin nærtæka. : menntunarskilyröin mú"1 (þau sem fást í skólum). •- búðirnar eru betri, hlýrri bjartari. Auk hinna sjálfsögú þæginda, sem vatnsleiðsla frárennsli eru, þarf húsmóJ- irin ekki annað en snúa kra :' til að fá sjóðandi vatn og snú rofa til að kveikja ljós e.: hita eldavélina. Þetta er allt til staðar kaupstöðunum, en ekki nen:a óvíða í sveitunum. Hér eru ástæðurnar til þev : að fólkið hefir flutt úr svei inni. Það leitar þangað, sr: • því eru búin bezt kjör, eða þ.v á auðveldast í lífsbaráttunýi að búa sér og sínum manr_- sæmandi lífsskilyrði. Engin. mannlegur máttur eða fórn- fýsi við einstaka atvinnuvev - eða sérstakar sveitir eð: landshluta, fær menn til vZ fórna sér og framtíð fjö - skyldu sinnar við verri lífs- kjör, en verulegur hluti þjó'c- arinnar á við að búa. Ráðandi menn þjóðarinnar hafa á undanförnum áratug- um veitt meginþorra fjár- magns þess, sem hún hefir haft ráð á, til að byggja upp höfuðborgina og fleiri kaup • staði, bæði a'ð byggingum og atvinnuvegum. Fjármagninv. hefir að yfirgnæfandi meiri- hluta verið beint í fiskiveið- ar og ýmsan atvinnurekstur og húsbyggingar í kaupstöð- um. Þetta hefir verið svo áber- andi, að þegar t. d. rafmagns- orkuver er byggt austur í Ár- nessýslu með rikisábyrgð, er öll orkan leidd til Reykjavík- ur. Sá Ijós- og orkugjafi er of dýr fyrir fólkið i sveitinni. En á þessu er að byrja að verða breyting. Augu þjóðar- innar smá opnast fyrir því, að hún hefir ekki efni á að láta sveitirnar fara í eyði. En í eyði fara þær, séu íbúum þeirra ekki búin eins góð lífsskil- yrði og bezt þekkjast annars staöar á landinu. í fullri vinsemd skal Mbl. bent á, að það er engin tilvilj- un, að nú eru fleiri og fleiri sveitir í kjördæmi aðstoðar- ritstjóra 'þess að tæmast af fólki og fara í eyði. Þar er að vísu afskekkt og vetrarríki mikið. En svo hefir verið frá aldaöðli. En fólkið flutti burtu og flytur, sökum þess, að ekki hefir verið hirt um að búa því (Framhald á 6. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.