Tíminn - 27.07.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.07.1949, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Þórarinn Þörarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81304 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasimi 81300 Prentsmiðjan Edda 33. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 27. júlí 1949 156. blað Sambandið semur í Svíþjóð um smíði á 1000 iesta kæliskipi Skipið á aS gssiEf4a 13 xnílsii* raeð fisSlferanI ©g geta haldið 2© sílssía fi'asti í lesíam í 3® síig'a 'Mta. Samband íslenzkra samvinnufélaga hefir samið við sænska skipasmíðastöð, A.—B. Oskarshamns Varv, um smíði á 1000 lesta kæliskipi, sem ristir 14 fet fullhlaðið og á því að komast inn á flestallar smærri hafnir landsins. Smíði skipsins á að vera lokið um áramótin 1950—1951, en í síð- asta lagi í febrúarmánuði 1951. Samningurinn er gerður með þeim fyrirvara, að nauð- synleg iítflutnings-, innflutn ings- og gj aldeyrisleyfi verði veitt. Kæliskipið á að verða hið vandaöasta í hvívetna, smið- að samkvæmt ströngustu kröfum Lloyd’s og sérstak- lega styrkt til siglinga í ís. í samningnum er gert ráð fyrir því, að burðarmagn skipsins verði 1000 lestir d. w., en farmrými 65000 ten- ingsfet innan einangrunar; lengd milli stafna 234 fet, breidd 37 fet og 6 þumlungar, dýpt frá efra þilfari („shelter deck“) 23 fet og 6 þumlung- ar, en frá neðra þilfari 14 fet. 450 lestir af olíuforða og ballest rúmast í botntönkum skipsins. Kælivélar fyrir „freongas“ frysta allt lestarrúm skipsins niður í -í- 20° C við + 30° C lofthita. Skipið á að vera knúiö 1440 Síldin er í Faxa- flóa - en veður ekki Tvö skip náðu góðri veiði í Faxaflóa í fyrrakvöld. Voru það Álsey, sem fékk 400 tunn ur og Fanney, sem fékk 130 tunnur. Álsey Iandaði í Reykjavík í gær, en Fanney Iagði afla sinn upp í frysti- hús á Akranesi. í fyrrakvöld- óð mikil síld sums staöar í Faxaflóa, en síldin óð stutt, ekki nema um tvær klukkustundir frá því klukkan 10,30 til klukkan langt gengin eitt. Skipin, sem fengu síld voru þá stödd um 20 sjómílur norð vestur af Akranesi. Segja sjómenn að bergmáls dýptarmælar sýni síldartorf- ur víðsvegar um flóann, en síldin er. yfirleitt nokkuð dreift og veður ekki nema stutta stund um lágnættið, og fyrir það. All margir bátar voru norð vestur af Akranesi í gærkvöldi og biðu eftir því að síldin kæmi upp á yfir- borðið. Logn og gott veður hafði verið á þessum slóðum í allan gærdag og í fyrrinótt. Norðanlands var engin sild veiði í gær, en nokkrir bátar lönduðu litlu magni af eldri síld á Siglufirði í gær. nestafla „Nohab“-diesel-vél frá hinni þekktu vélaverk- smiðju Nyquist & I-Iolm í Trollháttan, og ganga 13 mil- ur á klukkustund með full- fermi. Kæliskip þetta yrði fyrst og fremst notað til flutninga á frosnum vörum, kjöti og fiski, frá frystihúsum Sam- bandsfélaganna til neytenda innanlands og erlendis. Sam- bandsfélögin hafa nú frysti- hús á 34 höfnum á landinu. Þau kæliskip, sem fyrir eru í landinu, munu sum svo djúpskreið, að þau komast ekki inn á nema fáar af þess- um 34 höfnum, en grunn- skreiðari skipin hinsvegar svo önnum hlaðin, að þau geta' ekki fullnægt flutningaþörf, Sambandsfélaganna. Þörf Sambandsfélaganna fyrir kæliskip er því mjög brýn. Þetta skip, sem S.Í.S. hefir samið um smíði á, myndi leysa þá þörf mjög á- kjósanlega. Farmrými skips- ins er mikið miðað við stærð þess, og skipið svo grunn- skreitt, að það kemst inn á langflestar smærri hafnir landsins. En skipið yrði ekki einungis notað til þess að flytja frystar vörur frá Sam- bandsfélögunum, heldur einn ig haft til þess að flytja vör- ur beint frá útlöndum inn á smærri hafnirnar, og mypdi að því mikið hagræði og sparnaður. j Sambandið hefir þegar sótt um nauðsynleg leyfi til þess að lcaupa kæliskip þetta, og treysta forráðamenn Sam- bandsins því, að þau leyfi verði veitt. Óhætt er að full- yrða, aö þjóðinni allri, — ekki einungis þeim tugþús- undum manna, sem innan I vébanda samvinnuhreyfingar innar standa, — myndi vera það mikill fengur, að þessi ivandaði farkostur bættist við skipastól hennar. Glímufélagíð Ár- mann sendir glímuflokk ti Svíþjóðar Eins og getið hefir verið í fréttum, hefst hið merkilega og fjölsótta Ling-fimleika- mót í Stokkhólmi þann 27. þ. m. Þá daga sem mótið stend- ur, verður Stokkhólmsborg öll í hátíðaskarti. Auk fim- leikasýninga fjölmargra flokka frá flestum löndum heims, verða einnig aðrar í- þróttasýningar á öllum helztu skemmtistöðum borgarinnar, og hefir Glímufélaginu Ár- mann veriö boðið að senda 12 manna glímuflokk þangað í því skýni. Flokkurinn mun halda að minnsa kosti 5 sýn- ingar víðsvegar um borgina og verður dvöl flokksins þar ókeypis. Glímumennirnir sem fara í þessa för eru þéssir: Einar Einarsson, Grétar Sig- urðsson, Gunnlaugur Inga- son, Hjörtur Elíasson, Ingólf- ur Guðnason, Kristján Sig- urðsson, Pétur Sigurðsson, Sigfús Ingimundarson, Sig- urður Ingason, Sigurður I. Sigurðsson, Sigurjón Ingason og Skúli Þorleifsson. Stjórnandi og fararstjóri flokksins er Þorgils Guð- mundsson frá Reykholti. Flokkurinn fór utan með Skymasterflugvél Loftleiða „Heklu“ í gærkvöldi. Otto Abetz {læmdnx* Otto Abetz, er var sendi- herra Hitlers í París meöan á hernáminu stóð, hefir verið dæmdur í 20 ára þrælkunar- vinnu fyrir stríðsglæpi. M. a. átti hann þátt í því, að Mandel innanríkisráðherra v&r drepinn. Líklegt að kviknað hafi í út frá raf- magni ,ItaE8i8S«skaa bramans' Síjsa A. JB. F. lokið Rannsókn er nú lokið á brunanum í trésmiðju Al- menna byggingafélagsins í Borgartúni. Þó að fullnægj- andi upplýsingar séu ekki fyr ir hendi, benda líkur til, að kviknað hafi út frá rafmagni. Upplýst er, að eldurinn hafi komið upp í spóna- geymslu trésmiðj unnar. Þar er blásið frá trésmíðavélun- um með einum blásara. Rétt fyrir kaffitímann um morg- uninn, um kl. 9, sprakk ör- yggi í blásara vegna þess, aö geymslan var orðin svo full, að hann gat ekki lengur blás ið frá þeim. (Framhaíd á 7. slðu) í Ameríku taka menn upp á ýmsu. Þar er nú farið að fra:n- leiða fuilkomna sumarbústaði sem eru á hjólum, svo hæ^í sé að flytja þá auðveldlega til. Þannig geta þeir sem ættu slíkan sumarbústað búið í honum eitt sumarið noröur við Mývatn en við Þingvailavatn það næsta. I þessum sumarbústöðum eru ful- komin eldhús eins og sjá má af þessari mynd. Tvær skemmtisamkomur Framsóknarmanna um næstu heigi SigurÖME* Skagfielel óperasöngvaps »g Si^« nrðnr ÓSafsson synjíja á samkoinnnmi) Um næstu helgi verða haldnar tvær skemmtisamkomin á vegum Framsóknarmanna. Önnur verður að Staðarfelli Dölum en hin að Varmahlíð í Skagafirði. Á báðum stöðunun. verða haldnar ræður en auk þess verður söngur og dans tii skemmtunar. Samkoman að Staðarfelli. Á undan sjálfri skemmti- samkomunni að Staðarfelli verða haldnir tveir stuttir stjórnmálafundir. Er það stofnfundur félags ungra Framsóknarmanna í Dala- sýslu, og aðalfundur Fram- sóknarfélags sýslunnar, hefj ast þeir kl. 2 e. h. Að undanförnu hefir verið unnið að stofnun félags ungra Framsóknarmanna í Ðalasýslu, sem er heildarfé- lag fyrir alla sýsluna. Auk þess fer fram aðalfundur Framsóknarfélags Dalasýslu. Á þessurn- fundum mætir Eysteinn Jónsson ráðherra og Friðgeir Sveinsson formaður S.U.F. Flytja þeir einnig ræð- ur á skemmtisamkomunni, sem haldin veröur að Staöar- felli að loknum fundunum. Hefst samkoman klukkan sjö urn kvöldið. Að ræöunum loknum verður einsöngur. — Sigurður Ólafsson syngur með undirleik Árna Björns- sonar píanóleikara. Að lokum verður dansaö. Skemmtunin í Varmahlíð. Hin skemmtunin, sem Framsóknarmenn halda um næstu helgi verður haldin í Varmahlíð í Skagafirði. Þar flytja ræður Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmála- stjóri og Skúli Guðmundsson alþingismaður. Að loknun.. ræðuhöldum syngur Siguröur Skagfield óperusöngvari eir,- söng með undirleik Ragnars Björnssonar. Að lokum verð- ur dansað. Skemmtisamkoman i Varma, hlíð hefst klukkan þrjú á sunnudaginn. Unnið að hreinsun Hvalfjarðar Nú um nokkurt skeið hefh' brezkt skip unnið að hreins- un Hvalfjarðar, en það starr var hafið siðastliðið sumai Er hér um umíangsmikiö og seinlegt verk að ræða, og ei talið að vel gangi, ef hreins- uninni lýkur á þessu sumn Þaö eru íslenzkir aðilai sem sjá um þetta verk og hefir vitamálastjórnin tekifc brezka skipið á leigu til ac’ vinna að því. Mikið af alls konar rusli hefir verið færi upp á land, sem legið hetii á botni Hvalfjarðar frá striðs árunum, er flotahöfnin var i Hvalfirði. Sumt af þessun, gersemum má sjá hér á upp- fyllingunni framan við hafn. arhúsið, svo sem stór akker og viðamiklar keðjur, úr kaf- bátagirðingum. Þetta hreins- unarverk er aðallega unnið vegna sildveiða í Hvalfirði,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.