Tíminn - 27.07.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.07.1949, Blaðsíða 8
.ÆKLENT YFIRLIT“ t BAG: ohn Wesley Snyder '3; ácg. Reykjavík .. „Á FÖRNUM VEGI“ í BAG: Bjjó&arlöstur. 27. júlí 1349 156. blað Tvö ár á Spasislaii: Sjö gleymdir menn í vörzlu 220 manna liðs í þessum mánuði eru ívö ár liðin síðan sjö fangar voru látnir í virkisfangelsið í Spandau við Berlín. Klefar eru þarna handa sex hundruð föngum, en síðusiu tvö ár hafa þó cl:ki aðrir gisti þessar viStarverur en þessir 7 menn. Þeirra er gætt af 150 manns, auk þess sem þarna er á að skipa sjötíu manna þjónustuliði. Varzlan er ströng, enda ætti að vera hægt að gæta sjö manna sæmilega með þessu liði. Fangarnir sitja bak við margfaldar járn- grindur; og dag og nótt eru hermenn, gráir fyrir járnum, á verði á fangelsismúrunum, Allt umhverfis er lýst með ljóskösturum. Sjö gleymdir menn. I En þrátt fyrir allan þenn- an viðbúnað eru fangarnir 7 gleymdir menn. Það er aldrei minnzt á þá, og ekkert þýzkt blað mundi eftir því, að um þessar mundir hefðu þeir setið tvö ár í fangelsinu í Spandau. Jafnvel ættingjar þeirra virðast algerlega hafa gleymt þeim. Þessir fangar eru nazista- foringjarnir sjö. sem dóm- stóllinn í Núrnberg lét halda lífi: Hess, Speer, Ráder, Dön- itz, Neurath, Funk og Schi- rach. Fyrir tveimur árum beindist athygli heimsins að þeim — nú eru þeir gleymdir menn. Þeir eru ekki annað en númeraðir og þýðingarlausir fangar. Titlar þeirra eru ekki leng- ur notaðir. Þegar fangavörð- urinn opnar klefa Speers, segir hann: Númer 47327 — útivistartími! Og númer 47327 stendur þegjandi upp, geng- ur fram í fangelsisganginn og staðnæmist í fangaröð- inni. Fangavörðurinn gætir þess, að hæfiiegt bil sé á milli fanganna, og síðan fá þeir að arka út í fangelsis- garðinn. Enginn orö frá vör- um. Fangarnir mega ekki tala saman úti í garðinum. Þeir eigra aðeins fram og aft ur og virðast ekki gefa um- hverfi sínu neinn gaum. Það er sama, hvort sólskin er eða regn, hvort fuglarnir syngja 18 breytingar- tillögur felldar Neðri deild brezka þingsins hóf í dag umræður um breyt- ingartillögur þær, er lávarða deildin gerði við frumvarp stj órnarinnar varðandi þjóð- nýtingu brezka járn- og stál- iðnaðarins. Hefir deildin þeg ar fellt 13 af hinum 32 breyt- ingartillögum, sem lávarða- deiidin samþykkti. M. a. þá, að framkvæmd frumv. verði frestað, þar til eftir kosning- arnar, sem fram fara í Bret- landi eigi síðar en í júlí næsta ár. — Umræöum verð- ur haldið áfram í nótt. eða flugvélarnar, sem fljúga til Berlínar, suða í loftinu. Allt gengur ixiarkaða braut. Allt gengur samkvæmt á- kveðnum fyrirmælum. Klef- arnir eru opnaðir á tiltekinni mínútu og föngunum færður matur. Allt er fyrirfram á- kveðið. Fangarnir þurfa ald- rei neins að spyrja. Flestir eru fangarnir orðn- ir ellilegir, og læknarnir eru tíðir gestir í klefum þeirra. Sérstaklega er heilsa Hess veil. Hann situr annars hug- ar í klefa sínum, starir á vegg inn og talar við sjálfan sig klukkustundum saman. Hann hefir ævinlega ábreiðu yfir öxlum sér, hvort sem heitt er eða kalt. Schirach og Speer þvo þvottinn. Neurath er þeirra heilsu- beztur. Hann vinnur daglega með haka og skóflu í fang- elsisgarðinum. Schirach les franskar bókmenntir af mik- illi ákefð. Speer er öllum stundum við smíðar. Fyrir nokkrum mánuðum reyndi hann að fremja sjálfsmorð með því að brjóta höfuðkúp- una með hamrinum. En nú virðist hann aftur kominn í andlegt jafnnvægi. Þeir Schi- rach þvo fatnað allra fang- anna í hverri viku. Tóbaksskammt fá fangarn ir á hálfs mánaðar fresti, og bréf mega þeir skrifa einn dag í mánuði — en bréfin eru ijósmynduð og skoðuð mjög 'vandlega af sérfræðingum í þjónustu hernámsyfirvald- anna. Fólk má koma í heim- sókn til fanganna einn dag á tveggja mánaða fresti og tala við þá í hálftíma. En það kemur sjaldnast neinn í heim sókn til þeirra. Enginn Þjóðverji má koma í námunda við fangelsið. Því er stjórnað af fjórum höfuðs- mönnum, amerískum, ensk- um, rússneskum og frönsk- um. Hermennirnir, sem fanga vörzluna annast, eru aldrei lengur en mánuð í þjónust- unni. Hernámsríkin skipta gæzlunni milli sin. Þennan mánuðinn hafa Rússar hana með höndum. . Rússneskt „njet“. Upp á síðkastið hafa heyrzt raddir um þaö, að gæzla hinna sjö fanga í Spandau sé kannske helzt til kostnaðar- söm, og betur mætti nota húsakynnin þar. En allar breytingar hafa hingað til strandað á því, að rússnesku yfirvöldin hafa sagt „njet“. Enda borga Þjóðverjar brús- ann. „Brattur er Grœnlands bryggjusporður, bólgnir jakarhrapa i mar“, kvað Fornólfur. — Svona er umhorfs á þeim slóðum við Grœnland þar sem ísinn er einv aldur. En þetta er samt ekki táknræn myjid um þcer stöðvar, sem Súðin er á. SLAGSMAL í FRANSKA ÞINGINU Deiluefnið var A- sáttmálinn A-llhörð átök urðu meðal þingmanna í franska þing- inu í gær, er umræðum um staðfestingu Norður-Atlants- hafssáttmálans var haldið á- fram. — í fyrrad. urðu mjög heitar umræður milli komm- únista og andkommúnista, en ekki kom þó til handa- lögmáls fyrr en í gær. Aðal- átökin urðu fyrst milli fyrr- verandi hermálaráðherra Frakka annars vegar og þriggja þingmanna kommún ista hinsvegar. En stuðnings- menn beggja deiluaðila vildu veita þeim liðsinni og afleið- ing varð sú að þingsalirnir loguðu í slagsmálum áður en lauk og allmargir þingmenn meiddust. Varð að fresta þingfundi um skeið, en um- ræðum var síðan haldið á- fram seinna um kvöldið. Fjölbreytt hátíðahöld verzl- unarmanna um næstu helgi Skemmtanir I TivoligarðmuiH í þrfá dajfa Um næstu helgi, vei'zlunarmannahelgina, efnir Verzlun- armannafélag Reykjavíkur til fjölbreyttra hátíðahalda, sem fram eiga að fara í Tivoli á laugardag, sunnudag og mánudag. Hefir V. R. árlega efnt til hátíðahaída í Reykja- vík um þessa fríhelgi verzlunarmanna. Var blaðamönnum í gær skýrt frá tilhögun hátíðahaldanna. Á laugardag hefjast hátíða I höldin klukkah':'-3.30 suður í , skemmtigarðirröm Tivoli. — Verður þar flutt ræða: Magn ús Valdimarsson, og til skemmtunar verða töfra- brögð, trúðleikar og dans síð ast um kvöld'ið' til klukkan tvö. Á sunnudaginn hefjast há- tíðahöldin með guðsþjónustu klukkan ellefu, í Dómkirkj- unni, séra Jón Thorarensen prédikar. Eftir- hádegi leikur 16 manna híjómsveit undir stjórn Kristjáns Kristjáns- sonar á Austurvelli og síðan fyrir hópgöngu..suður í Tivoli, Kommönistar nálgast Kanton hröðum Dorglit má ná Iieita ehiangríið Herir kínverskra kommúnista nálgast nú óðfluga bráða- birgðahöfuðborg Kuomintang-stjórnarinnar. Sækja þeir fram til borgarinnar á 600 mílna breiðri víglinu og má heita að hún sé nú alveg einangruð. Setuliðið í borginni hefir lýst yfir herlögum þar frá og með morgundeginum. Ákafir bardagar. Fréttaritarar segja, að á- köfustu bardagarnir geysi á aðalleiðinni milli Hankow og Kanton og segja þeir stjórn- arherinn hafa veitt nókkurt viðnám þar. Kommúnistar hafa nú um það bil helming leiðarinnar á sínu valdi. Ræðir við Chiang Kai-Shek. Li, forsætisráðherra Kuo- mintang-stj órnarinnar mun halda til Formosa á morgun til skrafs og r'áðagerða við Chiang Kai-Shek. Ekkert hef ir enn verið tilkynnt um brottf luttning stj órnarinnar eða opinberra starfsmanna frá Kanton, en talið víst að hans muni ekki langt að bíða. 'en þar hefjast þá skemmtan- ir að nýju. Sýna þar trúð- leikararnir Maggi og Marco. Baldur Georgs og Baldur og Konni, líirudansari og auk þess verður gamanþáttur og upplestur. - Síðast um kvöldið verður dansað inni í veitinga j húsinu og úti á stéttinni þar ! fyrir utan. I Á mánud. verða skemmt- anir í Tivoli með svipuðu sniði og hina dagana og með flestum sömu skemmtikröft- um. Þó standa vonir til að nýir trúðar verði komnir til landsins, en þar eru karlmað ur og kvenmaður, sem sýna ýmsar listir á reiðhjólum. ;— : Skemmtunum í Tivoli lýkur J á miðnætti á mánudagskvöld ið meö fiugeldasýningum. Um kvöldið verður sérstök dagskrá í útvarpinu, sem verzlunarmenn sjá um. Verð- ur þar til skemmtunar viðtöl við verzlunarmenn og gam- anþáttur eftir Jón Snara. Neyðarástandinu lokið Tilkynning var lesin upp í brezka þinginu í dag þess efnis, að neyðarástandinu við Lundúnaí'öfn væri nú lokið. — Umræður voru i neðri málstofunni um verk- fallið. Inijanríkismálaráð- herrann vísáði á bug öllum ásökunum um það, að brezka stjórnin hefði hlaupið á sig, i sambandi við verkfallið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.