Tíminn - 28.07.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.07.1949, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 28. júlí 1949 157. blað Starf og verkefni Rímnafélagsins ">að er erfitt að neita því : neð sanngirni að viðkunnan | egast sé fyrir okkur að þegjaj úð þessari kenningu um að Djóðin hafi dáið andlegum lanða, úr því að við höfum ?kki manndóm til að afsanna staðhæfinguna. Meðan við í gerum það ekki, verður and- j nælum okkar eðlilega ekki: ,rúað. Og þessari kenningu íi- enn trúað af nálega ölium þeim háskólum, er um forn- lókmentir okkar vita. En á hverju á þá afsönn- j in þessarar falskenningar aö grundvallast? Því er auösvar- iö og fljótsvarað. Það eru um :fram allt og aðallega rímurn ir, sem tefla veröur fram if hrekja á hana. Bókmennta sköpun er tiltölulega lítil innur en þær um fjögurra ilda skeið. Um sagnritun er pa varla að ræða (að þurr- nm annálum slepptum). Vita skuld ber að viðurkenna viki- /akakvæðin, en ekki eru þau nikil að fj'rirferð. Passíu- saima Hallgríms ber að sjálf- sögðu liátt við himin og um nokkra einstaka sálma eftir önnur skáld (alveg sérstak- lega einn) rná segja nokk- •Jð svipað; lika prédikanir Víclalíns. Þau skáld, sem á þessu langa tímabili skipa vegiegan sess fyrir skáld- skáldskap annan en rímur, eru ekki mörg; varla önnur en þau, er Sir William Craigie nefndi sérstaklega í erindi sínu um rímurnar í fyrra- sumar; það skyldi þá helst vera Gunnar Pálsson. En þessi skáld ortu þá líka rím- ur. Vikið var að því hér að fram an, hver verið hefði dómur 'Haupmannahafnarháskóla (þessarar stofnunair, sem naida vill íyrir okkur ský- .iansri eign okkar, handritun- um, þótt ekki telji hún þær til bókmenta) um bókment- :ir, eða öllur heldur bókmenta lieysi okkar. En hver er dóm- ur okkar eigin háskóla? Hann er, að því er bezt verð- ur séð, nákvæmlega sá sami. (Þáð er því ekki von að hann gangi hart eftir handritun- um, a. m. k. ekki þeim, sem vituðu eru eftir 1400.) j Þetta er augljóst mál. Há- skóiinn er bráðum búinn að vera til í fjóra áratugi. Á því tímabili, talsvert meir en mannsaidri, hefir hann ekk- ert, bókstaflega ekkert, gert íyrir þessa bókmenntagrein, sem er þjóðlegasti og sér- stæðast.i þátturinn í öllum. okkar bókmentum, og annað- hvcrt alls ekkert eða þá harla 'lítið fýrir hið vanrækta fjög- urra alda tímabil bókmennta sögu okkar. Svona hefir hann varið það skarðið í virkis- garðinum, sem opnað var ó- vinum til inngöngu. Fyrir fimmtán árum var gerð til- raun til þess að stofna félag til útgáfu rímna. Vitaskuld var það ekki háskólinn, sem þá tilraun gerði eða þar hafði forgöngu. Forgöngumaður- ínn var úr bændaflokki, Jóhann Eyjólfsson frá Sveina tungu. Frá háskólanum kom fyrirtækinu engin liðsemd, epida féll það, því miður, um sjálfthsig. Fyrir þrem misser- um, var, fyrir áeggjan og at- beina erlends manns; gerð ný tilraun og Rímnafélagið stofn að. Enginn háskólakennar- anna kom á stofnfundinn og enginn þeirra lagði hugmynd- tnni eitt einasta liðsyrði, eða Sífðis’ Ssíælíjön* Jónssoia heíir gert svo fram á þenn- an dag; enginn þeirra er enn kominn i félagið. Háskólan- um er trúað fyrir miklum sjóðum, sem þjóðin vitaskuld á, en hann á að verja henni til lieilla og sæmdar. Síðan Rímnafélagið var stofnað, hefir það tvívegis sótt um styrk úr þessum sjóðum til starfsemi sinnar, mikinn eða lítinn eftir því sem þessari valdamiklu stofnun, merkis- bera íslenzkra menta, þætti við eiga. Þeim beiðnum hef- ir veriö synjað. Hafi það ver- ið af trúmensku gert — og hverjum mundu detta í hug aðrár hvatir? — þá sýnir þetta að háskólinn telur þess ar bókmentir, þessa stærstu og íslenzkustu bókmennta- grein, gersamlega einskis virði. Og þá er það eölilegt að hann telji það engu skifta að verk löngu liðinna skálda, þar á meðal liöfuðskálda þjóðarinnar, halda áfram að vera grafin í handritasöfnun um og fúna þar niður — hér- lendis og erlendis. Einum af prófessorunum var falið að vinna lítilfjörlegt starf fyrir félagið; en mjög er það ó- sennilegt að Rímnafélagið leiti til hans í annað sinn um nokkra vinnu. Svona er hún sagan þessi. En um leið og hún er sögð, væri óviðeigandi að geta eigi hins, að Alþingi og ríkisstjórn hafa komið fram gagnvart félaginu með allt öðrum hætti. Á báðum þeim þing- um, sem háð hafa veriö síð- an RímnafélagiÖ var stofnað, hefir því verið veittur sóma- samlegur styrkur. Ekki var af félagsins hálfu ymprað á því við ríkisstjórnina, aö hún tæki styrk til félagsins á fjár- lagafrumvarp það, er hún lagði fyrir síðasta þing. En hún gerði það samt. Og allir flokkar jafnt hafa stutt fé- lagið á þingi. Það er sennil. óhætt aö gera ráð fyrir því, að þá verði fjárhagur lands- ins erfiður ef þingið veitir ekki Rímnafélaginu nokkura liðsemd. Þar mun ávalt verða nokkur skilningur á hlut- verki þess. En hversu vel sem þing og stjórn kann aö reynast fé- laginu, getur stuðningur úr þeirri átt aldrei orðið svo mikill, að félagiö verið ekki aöallega að treysta á annað. Þá verður að treysta á sjálft sig, þ. e. á þegnskap og fórn- fýsi meölima sinna. Þeir eru ennþá færri en skyldi, en þó fer þeim fjölgandi. Og ör- ugt er það, að sá einn gerist félagsmaður, sem einlægan áhuga hefir fyrir starfsemi félagsins, því hann verður að færa talsverða fórn um leið og hann gengst undir lög þess. Fáir eða engir munu vera fésterkir á meðal þeirra, sem enn eru komnir í félagið, en þó hefir hver og einn þeirra lagt fram 200, 500 eða 1000 kr. um leið og hann gekk í það. Frásagnarvert er það, að á meðal þeirra er þegar við stofnun félagsins greiddu stofngjald sitt, var merk kona, en félítil. Hún lagði þarna á borðið hjá fé- hirði sína.r 500 krónur og hefir einnig reynst félaginu liðtæk síðan. Stundum hafa félagsmenn hent gaman aö því sín á milli, að þegar konur væru orðnar nægi- lega fjölmennar í félaginu til þess að geta stofnað þar kvennadeild, þá væri framtíð féiagsins örugglega borgið. Öllu gamni fylgir nokkur alvara, en þessu hefir fylgt full alvara; því alveg áreið- anlega mundi þetta reynast svo. En til þessa eru félags- konur því miður of fáar enn. Lítt munu þó félagsmenn kvíða dauðá félagsins, og þeir sem yfir því hlakka að hann muni yfirvofandi (þeir eru fyrir víst til, sem þannig eru innrættir), þeir eru miður líklegir til að sjá ósk sína uppfyllast í allra nánustu framtíö. Sjálfir eru þeir dauð legir, og því ekki að vita hver annan grefur. Verkefni félagsins er alþjóð þegar kunnugt, því öll hafa blöðin flutt greinar um það og sum þeirra veittu því hinn drengilegasta stuðning. Ó- grynni rímna iiggur enn ó- prentað í handritasöfnunum og í eigu einstakra manna, sumar ævafornar. Misjafn- lega merkar eru þær, sumar geysilega markverðar, aðrar harla lítilmótlegar. Sumar hinna eldri og merkari eru til í tugum handrita og út- gáfa þeirra verður afartorsótt verk. Þeir menn eru ennþá fáir, sem skilyrði hafa til að vinna það, .og allir hafa þeir miklum öðrum störfum að gegna. Vonandi fjölgar þeim, er að þessu geta unnið, og Víst mun útgáfunefndin (dr. Björn K. Þórólfsson, Finnur Sigmundsson og Jakob Bene- diktsson) hafa augastað á ungum og upprennandi fræði mönnum til þeirra hluta. En félagið vonast til að gera meira en rétt að gefa út rím- ur, þegar fram líða stundir. Margsk. rannsóknir þarf að gera og birta síðan niður- stöðurnar. f því efni þarf að taka upp þráðinn þar sem hann féll niður hjá dr. Birni Þórólfssyni. Hið ágæta rit hans Rímur fyrir 1600, nær ekki lengra niður en titillinn segir, og nú mun það annað- hvort uppselt með öllu eöa sama sem. Þá þarf einnig að semja orðabók fyrir rímna- málið, en ekki er það unnt fyrr en búið er að prenta allmikið af rímum. Einnig þarf a,ð semja rímnabrag- fræði, og má enda segja að það verk sé mjög aökall- andi. Skemmtilegt hefði verið að félagið hefið haft bol- magn til þess að gefa út hina miklu rímnaskrá Finns Sig- mundssonar, sem hann heíir unnið að í áratugi og nú mun nær fullgerð. En því miður verður líklega einhver ann- ar að hafa heiðurinn af því; fjárráð félagsins munu vart leyfa því að ráðast í svo stórt fyrirtæki fyrstu árin. Fleiri verkefni bíða, en gagnslaust er að telja þau hér, enda eru sífelt ný og ný að segja til sín. Félagið hefir þegar gefið út Sveins rímur Múkssonar eftir Kolbein Grímsson. Þaö sem það hefir nú á stokkun- um, er þetta: Jakob Bene- diktsson á í prentun tvenn- ar rímur, Perseifsrímur og Bellerofontes-rímur eftir Guð mund Andrésson, þann er frægur er fyrir rit sitt gegn stóradómi. Er þá allt prentað, sem til er eftir Guðmund, því að i fyrra komu út á veg- (Framhald á 7. síðu) Vöggur hefir sent bréf, þar sem sú spurning er tekin til meðferðar, hvort hér hafi veriö fyrir búfé, þegar landnáms- mennirnir komu frá Noregi. Bréf Vöggs verður birt með á- nægju, því að gott er að menn brjóti upp á fleirum umtalsefn- um en þeim, sem snerta hið daglega vos og víl, kjánaskap stjórnarvaldanna, dýrtíð, höft o. s. frv. Gef ég svo Vögg orðið: „Fyrir nokkru siðan birtist grein í Tímanum um Land- ! námuútgáfu Einars Arnórsson- : ar, eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi. í henni lætur hann í Ijós þá skoðun sína, að hér hafi verið búfé, þegar landið fannst og hyggst færa nokkur rök máli sínu til sönnunar. Ég er á gagn- stæðri skoðun og langar mig til að gera nokkra grein fyrir henni. Hjörleifur lét þræla sína plægja til sáningar, en þar sem þeir höfðu aðeins einn uxa, lét ! hann þrælana draga plóginn | með uxanum. Þrælunum fannst ! þetta illur starfi, drápu þeir því | uxann en bjuggu til þá sögu, að : björn hefði komið úr skóginum | og drepið hann. Hjörleifur og | menn hans fóru að leita bjarn- arins og dreifðu sér, en þá réö- ust þrælarnir á þá einn og einn í einu og drápu þá alla. Benedikt teiur, að þeim muni ekki hafa dottið í hug, að hér væru birnir, cf þeir hefðu ekki séð nein dýr á ferð sinni um landið. Ég álít hins vegar, að þeim hafi fundist trúlegt, að hér væru villt dýr, þótt ekki væri hér búfé, þar sem landið var óbyggt. Enda voru ekki meiri líkur til, að hér væru birnir, án þess að þeir hefðu orðið þeirra varir, þó þeir hefðu séð önnur dýr. Ef hér gengju stórar hjarð- ir af skepnum, hvers vegna tók j Hjörleifur þá ekki hest og , spennti fyrir plóginn í staðinn | fyrir að láta þrælana draga? Mér þykir harla ólíklegt, að hann hefði ekki heldur gert það, ef þess hefði verið nokkur kostur. Beneclikt lætur í það skína, að fornmenn muni ekki hafa getað flutt nægan bústofn hingað á skipum sínum. Þetta þykir mér nokkuð hæpin staðhæfing, þar sem þess eru mörg dæmi, að skepnur hafi verið fluttar landa á milli á þeim tíma. í 3. hluta S. kapítula Landnámu segir svo: ,,í þann tíma kom út skip í Kol- beinsárósi hlaðið kvikfé“. Þykir Benedikt líklegt, að hingað hafi komið skip hlaðið kvikfé, ef gnótt hefði verið af því fyrir? Frá dvöl Hrafna-Flóka hér segir Landnáma svo m. a.: „Þeir Flóki sigldu vestur yfir Breiða- fjörð og tóku þar land, sem heit- ir Vatnsfjörður við Barðaströnd. Þá var fjörðurinn fullur af veiði skap og gáðu þeir eigi fyrir veið- um að fá heyjanna og dó allt kvikfé þeirra um veturinn". Að sagt er „kvikfé þeirra“ sannar, að þeir hafa komið hingað með kvikfé, og hvernig stóð á því, að fénaöur þeirra féll um vetur- inn, ef stórar hjarðir gengu fram samhliða? Þessi orð Landnámu sanna ekki aðeins, að hægt var að flytja hingað búfé, heldur einn- ig aö það var gert. Auk þessa er þess víða getið í fornum heim- ildum, að skepnur og þá einkan- lega hestar, voru flúttir landa á milli. Uppgreftir, sem gerðir hafa verið á Grænlandi, hafa sannað, að í fornöld var þar mikil kvik- fjárrækt. 1 einu fjósinu voru t. d. 100 básar. Fáir munu halda því fram, að á Grænlandi hafi naut- gripir gengið sjálfala, ef veður- far hefir verið þar svipað og það er núna, sem það hefir cflaust verið. Og úr því að hægt var að flytja slíkan bústofn til Grænlands, þykir mér auðsætt, að engu síður hafi verið hægt að flytja hann til íslands. Það er að vísu styttra frá íslandi til Grænlands en frá Noregi til ís- lands, en það munar ekki svo miklu, að annaðhvort var hægt að flytja kvikfé til beggja iand- anna eða hvorugs. Ef hér hefir verið búfé, þegar landið fannst, má telja víst, að einhverjar reglur eða lög hefðu (FramhalcL á 7. siðu) Olíukyndingartæki Hér með tilkynnist að við höfum fengið hina viður- kenndu „Hoover“-mótora og getum nú aftur afgreitt okkar sparneytnu og viðurkenndu olíukyndingartæki með stuttum fyrirvara. Olíukyndingartækin eru löggilt af Rafmagnséftirliti ríkisins. VELSMIÐJAN H.F. Borgartúni 1. (Viö hliðina á Dósaverksmiðjunni). Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.