Tíminn - 28.07.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.07.1949, Blaðsíða 5
157. blað TÍMINN, fimmtudaginn 28. júlí 1949 ERLENT YFIRLIT: Fimmtud. 28. júlí Leiðir úr verzlunar- öngþveitinu Það er nú svo komið, að jafnvel forsprakkar Sjálf- stæöisflokksins og Alþýöu- flokksins, er standa að núver- ancii skipan viðskiptamál- anna, viðurkenna að verzlun- art-standið sé litt þolandi. Svo óhagstætt er ríkjandi verzlunarskipulag almenn- ingi, að hagfróðir menn telja, að veruleg gengislækkun eða önnur slík ráðstöfun myndi ekki skerða kjör almennings að ráði, ef jafnframt væri hægt að gera ráðstafanir til að gefa verzlunina frjálsa og skapa þannig samkeppni, sem útilokaði okur og svartan markað. Af hálfu forustumanna Sjálfstæðisflokksins og Al-1 þýðuflokksins er það nú líka í undirbúningi, vegna fyrirsjá- anlegra kosninga, að afneita þessu verzlunarskipulagi sínu og látast vilja allt annað. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að segja, að hann vilji tafar- laust afnema öll gjaldeyris- og innflutningshöft og gefa verzlunina þannig frjálsa. Al- þýðuflokkurinn ætlar að segja, að hann vilji ekkert nema landsverzlun. Það er að sönnu langæski- legast ,að hægt sé að vera laus við gjaldeyris- og innflutn- ingshöftin og láta verzlunina þannig vera alveg frjálsa. Til þess að það sé hægt, þarf hins vegar að vera fulit jafnvægi milli útflutnings- og innflutn- ingsgetunnar. Nú vantar mik- ið á, að svo sé. Það mun allt- af taka sinn tíma að koma á slíku jafnvægi, enda þótt gerðar væru hinar réttustu ráðstafanir. Verzlunina væri því aðeins hægt að gefa frjálsa nú, aö tekið yröi stórt gjaldeyrislán, áreiðanlega ekki undir 100—150 millj. kr., ef fullnægja ætti eftirspurn- inni. Þetta ián yrði að takast í trausti þess, að við yrðum síðar menn til þess að koma slíkri skipan á mál okkar, að ekki yrði aðeins jöfnuður á utanríkisverzluninni, heldur gætum við jafnframt greitt stórfelldar verzlunarskuldir. Að dómi allra ábyrgra manna mun það áreiðanlega talið hið mesta glapræði og líklegasta leiðin til glötunar á sjálfstæði þjóðarinnar, að stofna til stórfelldra verzlun- arskulda erlendis, en öðru vísi væri ekki hægt að gefa verzl- unina frjálsa nú. Þar með er grundvöllurinn fallinn undan kosningastefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins. Þá er komið að kosninga- stefnu Alþýðuflokksins, lands- verzluninni. Svo vond og ill- bær sem höftin eru nú, myndu þau þó verða enn verri, ef allt væri hneppt í fjötra ríkisein- okunar. Meðal jafnaðar- mannaflokka annarra landa er þjóðnýting verzlunarinnar talin sú þjóðnýting, er seinast komi til greina. Með þjóðnýt- ingu verzlunarinnar myndi öll samkepphi hverfa og al- menningur ætti hag sinn al- veg undir því, hversu misjöfn- um forstjórum, völdum eftir pólitískum iitarhætti, tækjust innkaupin. Þótt ástandið sé í olíuverzluninni IIoi'fsiE* erií jafnvel taldar á !>vá, alí til „alísssáyB’jjalíIar44 knini míI3i Breta og' Bandaríkjamaima Eins og skýrt var frá í frétt- um á sínum tíma, mótmæltu Bandaríkjamenn mjög ákveðið verzlunarsamningi þeim, sem Bretar gerðu nýiega við Argen- tínumenn. Aðalástæðan var sú, að Bretar stóruku svo olíuút- flutning sinn tíl Argentínu, að bandarískum olíufélögum varð nóg um. í eftirfarandi grein eftir Mogens Kofoed Hansen, sem nýlega birtist í Information, er slcýrt frá al’síöðu Breta og Bandaríkjanná til þessara mála, er vel geta leitt til harðrar sam- keppni milli þeirra á sviði olíu- verzlunarinnar; í fyrsta sinn í mörg ár virð- ist nú vera að skella á olíustyrj- öld milli Bandaríkjamanna og Breta. Vegna, dollaraskortsins hafa Bretar neyðst til þess að auka til muna útflutning sinn á olíu, og við það hefir þeim tek- ist að krækja í marga hinna stærri markaöa frá Bandaríkj- unum. Bretar eru m. ö. o. í sókn, en Bandaríkjamenn í vörn, og verður slíkt að teljast fremur ó- vanalegt! Hinir brezku auðjöfr- ar eru samt sem áður ekki fylli- lega ánægðir „m.eö þessa þróun málanna. Þeir óttast gagnsókn af hálfu Bandaríkjanna. Þeir vilja komast aö varanlegu sam- komulagi við „keppinauta sína nú, á meðan þeir eru sjálfir í þægilegri afstöðu. Þeir hafa opinberlega borið fram tillögur um það, að brezka og bandaríska-stjórnin geri með sér samning, til þess að koma í veg fyrir gegndarlaust kapp- hlaup um markaði og verðlag, er hlyti að hafa slæmar afleið- ingar í för með sér fyrir bæði löndin. Brezku olíufélögin vilja m. ö. o. að fram verði látin fara ný skipting á heimsmarkaðin- um, áður en kapphlaupið um verölag og markaði hefst fyrir alvöru, og á meðan þau eru sjálf tiltöluiega öflugri en nokkru sinni áður. Brezka stjórnin hefir gert ýmsar ráðstafanir til þess að spara dollara, m. a. þær, að hætta nær öllum innflutningi á olíu til Bretlands og auka í sama mund útflutninginn. Brezku olíufélögin óttast nú, að verði ekki komizt að samkomu- lagi, þá mun afleiðingarnar af of annefndum ráðstöfunum verða svo tilfinnanlegar fyrir banda- rísk olíufélög, að þau muni hefja gagnsókn og hrekja Breta með öllu frá dollaramarkaðinum. Af- leiðingin af því er auðsæ. Við slíka gagnsókn myndu Bretar tapa meiri dollurum en þeim hefir tekizt að spara, með aukn- um olíuútflutningi til nýrra markaða. Forseti eins af brezku olíufé- lögunum sagði fyrir skömmu: „Það versta, sem fyrir gæti komið, væri, að Bandaríkin hættu að selja Evrópu olíu og við misstum sjálfir olíumarkað- ina í Ameríku, þannig að það mynduðust tvö víðtök olíusvæði í heiminum“. Þannig líta marg- ir Bretar á málið. Hins vegar er það ekki einasta vaxandi olíu- sala Breta í Evrópu, sem aukið hefir hættuna á olíustriði, held- ur miklu fremur aukinn olíuút- flutningur þeirra til annarra landa heims. Marshallhjálpin hefir komið í veg fyrir, að bandarísku olíufélögin missi markaðina í Evrópu — í bráð, að minnsta kosti. Við þurfum að fara alla leið til Suður-Ameríku og Afríku til þess að finna orsökina fyrir erf- iðleikum þessum. Það eru við- skiptasamningar þeir, er Bretar hafa gert við Egyptaland og Ar- gentínu, sem aðallega hafa skert hagsmuni Bandaríkjanna. Sam- kvæmt þeim samningum hafa Bretar skuldbundið sig til þess að selja Egyptum olíu fyrir 5 miljónir sterlingspunda og Ar- gentínu fyrir 16 miljónir. Til- gangur Breta með samningum þessum hefir verið sá, að koma í veg fyrir að þurfa að skipta sterlingspundum í dollara. Þess- um tilgangi varð ekki náð, fyrr en brezku samningsmennirnir féllust á það, eftir mikið þóf, að sjá þessum tveimur löndum fyrir vont nú, væri það að fara úr öskunni í eldinn að stofna til allsherj ar ríkiseinokunar. Leiðin út úr verzlunaró- göngunum er því hvorki sú, að stofna til ríkisverzlunar né að afnema innflutningshöftin strax, þótt það síðara sé sjálf- sögð og æskileg ráðstöfun, þegar búið er að skapa þann fjármálagrundvöll, að það sé mögulegt. Leiðin út úr verzl- unarógöngunum er að tryggj a neytendunum fullt frelsi til að velja á milli verzlana innan þess ramma, er höftin skapa. Það er lausnin meðan óhjá- kvæmilegt er að búa við inn- flutningshöftin. Óheft samkeppni milli kaupfélaga og kaupmanna, er tvímælalaust það verzlunar- fyrirkomulag, er tryggir hag neytenda bezt. Frymskilyrði þessarar samkeppni er að neytendur séu frjálsir og geti beint viðskiptunum þangað, sem kjörin eru bezt. Þessum rétti eru þeir sviptir ,eins og höftin eru framkvæmd nú. Þeim verzlunum, sem reynast bezt, er meinað að vaxa, hvort heldur sem það eru kaupfélög eða kaupmannaverzlanir. Vaxtarmöguleika hinna vel- reknu verzlana og frelsi neyt- enda er mjög vel hægt að tryggja, þótt innflutningshöft séu til bráð'abirgða. Það er auðvelt með þeirri skipan, sem Framsóknarmenn hafa bent á, að láta skömmtunar- miðana og fjárfestingarleyfin gilda sem innkaupaheimild. Með henni er frelsi neytend- anna tryggt, heilbrigð sam- keppni sköpuð milli verzlana og möguleikar til okurs og svarts markaðar útilokaðir. Hvorki landsverzlun eða af- nám innflutningshaftanna er framkvæmanlegt, eins og nú er. Þar er aðeins um að ræða skýjaborgir, sem reynt er að blekkja fólk með fyrir kosn- ingar. Það, sem um er að velja, er ríkjandi verzlunar- skipulag eða úrbætur í sam- ræmi við tillögur Framsókn- arflokksins. Fyrir almenning ætti það ekki að vera erfitt að velja um þetta tvennt. Ibn Saud Arabíukonungur, sem kemur mjög vi5 sögu olíumál- anna í heiminum. allri þeirri olíu, er þau þyrftu að nota. Það er mjög eðlilegt, að samn- ingar þessir skyldu skjóta hin- um bandarísku olíukaupmönn- um skelk í bringu. Með þeim ógnar brezk verzlun, í fyrsta sinn um marga ára skeið, lang- stærsta og þýðingarmesta liðn- um í utanríkisverzlun Banda- ríkjanna, því að megnið af inn- eignum Bandaríkjanna erlendis, er á vegum hinna bandarísku olíufélaga. Vextir og tekjur af þessum inneignum myndu hverfa alveg, þar sem Bretar réðu einir yfir markaðinum, Þess vegna hafa bandarísku ol- íufélögin sent stjórninni mót- mæli vegna samninga Breta við Egyptaland og Argentínu. Jafn- (Fravihald á 6. síðu). Raddir nábúanna Mbl. segir í gær, að það sé búið að finna ráðið til að leysa vandamál þjóðarinnar. það segir: „Það er áreiðanlegt, að þjóðin vill fá samhentari for- ustu en hún hefir haft. Eina ráðið til þess að binda enda á stjórnmálaöngþveitið er að veita einum fiokki meira hluta aðstöðu á þingi. Því að- cins geta kosningar haft nokkra þýðingu, að þessu takmarki verði náð. Þótt kos- ið verði í haust, verður það ekki um moðsuðutillögur Framsóknarflokksins, heldur beinlínis um það, hvort hér á að vera stjórn eða óstjórn. Aðcins með því að veita Sjálfstæðisflokknum, flokki allra stétta, meiri hluta vald á Alþingi, getur þjóðin tryggt örugga stjórn sinna mála.“ Ætli það skipti ekki nokkru máli í sambandi við þessa kenningu Mbi., hver flokkur- inn er, sem einsamall á að fá völdin. Áður en Mbl. fer að hampa þessari kenningu meira, ætti það t. d. að gera grein fyrir því, hvernig Sjálf- stæðisflokkurinn ætli sér að leysa vandamálin, ef hann réði einn. Þá þyrfti það líka að útskýra það betur, hvort það styrkir umrædda kenn- ingu þess, að á Akureyri, þar sem er samstjórn í bæjar- stjórninni, eru útsvörin 800 kr. á hvern íbúa, en í Reykja- vík, þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn ræður einn, eru þau um 1100 kr. á íbúa. Eftir þessu að dæma væri það að fela Sjálfstæðisflokknum einum völdin, sama og að fara úr I öskunni í eldinn, þótt ástand- lið sé bölvað nú. Á víðavangi Alþýðublaðið þykist hafi miklar áhyggjur út af því, i. ekki sé nógu mikill einhu.. ur ríkjandi í Framsókna: • flokknum. Það er víst ei;.- hvað annað í Alþýðuflokh: um. Hafa t. d. ekki rit .i flokkgins, Gylfi Þ. Gísla:.. og aðal forustumaður h: . á Vestf jörðum, Hann Valdimarsson, verið hjart lega samþykkir meirihl; i flokksforustunnar um sa vinnuna við íhaldið? Og st.. þeir kannske ekki með mti hlutanum að samþykkt K : i víkursamningsins og Atlan hafssáttmálans? Og er ekki eins með ýmsa i. frambjóðendur Alþýðuflok: ins frá seinustu kosningi t. d. séra Sigurbjörn Einr.r son og Friðfinn Ólafsson? .t er ekki eintóm eining o bezti innbyrðis friður hjá A1- þýðuflokknum? Eða voru það kannske r '"i gerðir meirihlutans í flok' forustunni í vor að reka ' Gylfa og Hannibal úr flok’- o um, og því voru þeir Finn Jónsson og Helgi Hannesp" ^ sendir til ísafjarðar til ] c ■ að koma í veg fyrir, að Har '' bal Valdimarsson yrði kosi formaður flokksfélags' •: : þar? Útreiðin, sem þeir Fi:::' ur og Helgi fengu, er enn i fersku minni. Alþýðublaðið ætti að hr - Ieiða heimilisástæðurnar I' flokki sínum dálítið betur á' ur en það fer að hafa áhyg: ur af vöntun á einhug góðri samvinnu hjá öðrum ★ Morgunblaðið segir í fe - ustugrein í gær, að Sjá? stæðisflokkurinn sé or? „þreyttur á stefnuleysiii’- sem ríkt hafi undanfarin r og „honum sé til hlítar ljó:' að róttækar aðgerðir séu c - umflýjanlegar“. Eftir lestur þessarar fo: ustugreinar eru menn hinsve ar jafnnærri um það, hv " „stefnan“ og „hinar róttæk i aðgerðir“ eiga að vera! ★ í forustugrein Mbl. í g£m' segir ennfremur, að „Sjálí stæðisflokkurinn sé þeirra" skoðunar, að aldrei hafi mei' verið einingarþörf en einrr.ií nú“. Ennfremur er Fram- sóknarflokkurinn sakaður um óþjóðhollustu vegna þess. að hann vildi ekki taka þáti í stjcrninni með kommúnist- um haustið 1944. Kannske er það nú „stefn- an“ og „róttæku aðgerðirn- ar“ að mynda stjórn með kommúnistum. Það myndi svo sem engum koma á óvart, þótt formaður Sjálfstæðis- flokksins væri kominn á bið- ilsbuxurnar aftur, fyrst hann gat verið á þeim allt haustið 1946 og það strax eftir hár- reitinguna! ★ Varðandi eininguna um samstarf núv. stjórnarflokka, er það að segja, að hún strand ar fyrst og fremst á Sjálf- stæðisflokknum. Vegna mót- spyrnu hans fást ekki fram þau ákvæði stjórnarsáttmál- ans, er mest gætu orðið al- menningi til hagsbóta. Fram- kvæmd þeirra myndu hins- vegar skerða hagsmuni brask aranna og þessvegna berst Sjálfstæðisflokkurinn gegn henni. Verði stjórnarsamvinnan rofin, kemur Sjálfstæðis- flokkurinn fyrst og fremst til (Fravihald á 15. slðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.