Tíminn - 28.07.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.07.1949, Blaðsíða 6
TÍMINN, fimmtudaginn 28. júlí 1949 157. blað 6 8 ií- Z 7rjatMtbíQ Hverfleiki ástarinnar 1 Glæsileg og viðburðarík ame | | rísk mynd. f | Aðalhlutverlc: i JOAN FONTAINE f GEORGE BRENT DENNIS O’KEEFE. = Sýnd kl. 5, 7 og 9. | X = jiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiitiiiiiiiiiiiiisrtiiiiiiir Erlent yfirlit (Framhald at 5. slOu). ír.amt hafa þeir einnig rætt við fiina brezku keppinauta sína. Bretum var það þegar ljóst, að mótmæli þessi gátu verið undanfari enn alvarlegri og hættulegri aðgerða. Þeir hafa því gert víðtækar ráðstafanir til þess að þóknast hinum banda- rísku olíufélögum — án þess þó að tapa nokkru af dollurum eða breyta gerðum samningum. Af- leiðingin af því er sú, eftir því sem „New York Times“ hermir, að brezk útibú bandarískra olíu- félaga hafa fengið leyfi til þess að kaupa olíu, til þess að selja í Egyptalandi, og bandarísk olíufé lög í Argentínu hafa fengið lof- orð um brezka olíu, þannig að þau geti haldið starfsemi sinni áfram og haldið markaðinum. Bandaríkjamenn eru samt ekki ánægðir með þetta. Áætl- anir um, að reisa nýjar olíu- hreinsunarstöðvar í Evrópu, hafa einnig skotið þeim skelk í bringu. Ef þessar hreinsunar- stöðvar verða reistar, geta ( mörg af Evrópulöndunum í íramtíðinni komist af með að kaupa hráolíu af t. d. Bretum, Hollendingum eða Frökkum, er þau síðan hreinsa sjálf, í stað þess að greiða dollara fyrir hreinsaöá^ bandaríska olíu, eins og þau eru nú neydd til þess að gera. Þegar hefir verið hafin bygging á fjórum stórum olíu- hreinsunarstöðvum í Bretlandi og munu þær geta fullnægt allri innanlandsþörfinni. Við það verður hægt að spara um 200 milj. dollara á ári. Ilættan á alvarlegum árekstri milli bandarískra og brezkra olíufélaga hefir enn aukizt við það, að framboðið er nú meira af olíu á heimamarkaðinum en eftirspurnin, gagnstætt því, sem var í fyrra. Varan selst ekki iengur fyrirhafnarlaust. Þvert á móti eru erfiðleikarnir á því, að selja olíuna, svo miklir, að stærsta bandaríska olíufélagið erlendis, Arabiska-ameríska ol- iufélagið hefir ákveðið að tak- rnarka framleiðsluna. Vegna þessa ástands eru ýmsir farnir að velta því fyrir sér, hvað gera eigi við alla þá olíu, sem kemur a markaðinn, er áætlanir um að auka olíuframleiðslu land- anna fyrir botni Miðjarðarhafs um 100%, hafa verið fram- . kvæmdar. , Bretar líta svo á, að það sé ekki nema ein leið til þess að -koma í veg fyrir yfirvofandi kapphlaup um olíuverð og olíu- markaði og tryggja samræmi milli framleiðslu og eftirspurn- arií heiminum. Það er, að brezk jg bandarísk olíufélög myndi neð sér alheimshring, er ákveði íramleiðsluna, verðlagið og .skipti markahirium bróðúrlega á TIL 30. JÚLÍ f vegna sn,v?arleyfa I «iiiiiiiiiiiiiiiii*ii/iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ■ IUIIIIIIIB í Sœjarbíc iiiiiiiiuih | HAFNARFIRÐI [ | Dótíir slétíniinar § | Zwichen strom und steppe i | Spennandi mynd frá I | sléttum Ungverjalands eft i í ir skáldsögu Miihaels i i Zorns. — Danskur texti. 1 Attila Hörbiger H'cidemarie Hatheyer \ Sýnd ld. 7 og 9. Sími 9184. f i Myndin hefir ekki verið í | sýnd í Reykjavík. 1 • iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii - Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10B. Sími 6530. Annast sölu íasteígna, skipa, bifrelða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar. svo sem brunatryggingar, lnnbús-, líftryggingar o. fl. 1 umboðl Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h.f. Viðtalstlmi alla virka daga kl. 10—5, aðra ttma eft.tr samkomulael. Lamlssamband lilaiulaði’a kóra (Framhald af 3. sídu). esson, hljóðfæraviðgerðam., form., Númi Þorbergsson og Hálfdán Brandsson. Tónlistarfélagskórinn, Rvk., stofnaður 24. nóv. 1943. Söng- stjóri: dr. Victor v. Urbants- chitsch. Stjórn: Ólafur Þor- grímsson, hæstaréttarlögm., form., Baldur Pálmason, Sveinbjörn Þorsteinsson, Á- gústa Andrésdóttir og Þór- unn Þorsteinsdóttir. Vestmannakórinn, Vest- mannaeyjum, stofnaður forml. 1937 (en til óformlegur frá 17. júní 1911). Nú söng- stjcralaus. Formaður Sveinn Guömundsson, forstjóri. (Gaf ekki fullkomna skýrslu nú). milli sín. Vitanlega verður það Bretum í hag, ef unnt reynist að mynda slíkan olíuhring nú, meðan þeir standa traustum fótum. Það getur orðið þeim dýrt spaug, ef ekki verður hægt að komast að samkomulagi um slíkan hring, fyrr en að afstað- inni olíustyrjöld. En hvernig svo sem þeim málum lyktar, verður myndun voldugs olíu- hrings aldrei í hag neytendum meðal smærri þjóðanna. Þær munu standa máttvana and- spænis svo allsráðandi einokun. ýant/a Síc Jfættulegur leikur (The Other Love) Áhrifamikil og spennandi amerísk kvikmynd gerð eft ir skáldsögunni „Beyond“, nýjustu sögu hins heims- fræga rithöfundar Erich Maria Remarque. Aðalhlut verk leika: Barabara Stanwyck David Niven Richard Conte Sýnd kl. 5, 7 og 9. I Börn innan 12 ára fá ekki | aðgang. | var lokið, mokuðu þeir göng frá bæjardyrunum að fjósinu. I Aron var himinlifandi yfir þessu fannkyngi öllu og stalst I til þess að klifra upp á húsþakið og renna sér niður af | því á skíðum. Páll leit þykkjulega til bróður síns. Hann | hefði kannske sjálfur tekið þátt í þessum leik, ef faðir i íians hefði verið heima. En eins og á stóð, var þetta ó- | verjandi athæfi. iiilliiiiillllilillllllllllililllllilliillllliliiiilllilllinililliiiin | Adolf sterki | í Afar spennandi og bráð- | | skemmuieg sænsk riddara- 11 í liðsmynd, um ástir og f | skylmingar. Adolf Jahr I ásamt Weyler Hildebrand \ | — Alice skoglund — Georg I i Rydeberg o. fl. f Danskur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I Sala hefst kl. 1 e. h. | - iiiiiiiiiiiiiimiiiiimmi*iiii!iiiiiiiiitiiimiiiiuiiiiiiiii Z Á víðavangi (Framhald af 5. slðu). með að bera ábyrgðina. En það er í samræmi við annað, að Mbl. gali hæst um eining- arþörfina einmitt á þeim tíma, sem Sjálfstæöisflokk- urinn er að eyðileggja stjórn arsamstarfið með sérréttinda sjónarmiðum sínum. ★ Mbl. segir í áöurnefndri, grein, að það sé undarlegt, I að Framsóknarflokkurinn j hafi ekki krafist stjórnar- I slita strax í vor, fyrst hann geri það nú, ef fyrirheit stjórn 1 arsáttmálans og umbótatiliög ur hans fást ekki fram. | Þetta er ekki undarlegt. Framsóknarmenn vildu í fyrsta lagi ekki efna til stjórn arslita og kosningabaráttu á þeim tíma, sem séð var, að úrslit í kauphækkunarbarátt unni yrðu ráðin. Það myndi áreiðanlega hafa gert þau enn óheppilegri. í öðru lagi vildu Frajmsóknarmenn svo enn einu sinni gera lokatil- raun til samkomulags áðhr cn málum yrði skotið til þjóð arinnar. Náist þetta samkomu lag ekki, telur Framsóknar- flokkurinn hinsvegar oflangt að bíða eftir úrskurði þjóð- arinnar til næsta vors. Ef einingarvilji Sjálfstæðis flokksins er nú orðinn eins mikill og Mbl. vill vera láta í gær, ætti hann að fagna yfir því að fá þetta tæki- færi, en að úrslitin skyldu ekki knúin fram í vor. Hann hefir enn tækifæri til að af- stýra samvinnuslitum. Hann þarf ekki annað en að setja hagsmuni almennings ofar hagsmunum braskaranna. Sannarlega eru það ekki af- arkostir. Vissulega ætti mál- gagn hans ekki að vera með ólund yfir því, að honum skyldi enn gefið tækifæri til að bæta ráð- sitt. Dagur leið að kvöldi, og Birgitta reyndi að vera sem rólegust meöan börnin voru á fótum. En þegar þau voru sofnuð, gat hún ekki lengur harkað af sér. Lars var ekki kominn — og kæmi aldrei. — Hann hafði sýnilega ekki náð til bæjar við Gaukavatn, því að þá væri hann þegar kominn heim. Hún þorði ekki að vænta þess, að hann hefði setið um kyrrt í Króknum. Lars vildi ævinlega vera sem skemmst að heiman, og teljandi farangur hafði hann ekki getað verið með. Hann hafði ekkert til þess að kaupa fyrir, því að veiðin hafði brugðizt, jafnt tófur sem rjúpur. Hver klukkutíminn leið af öðrum, og Birgittu kom varla dúr á auga fremur en nóttina áður. Loks hélzt hún ekki lengur við inni. Hún snaraðist í gæruskinnsúlpu og fór út. Það var heiðríkt og grimmdargaddur, tindrandi stjörnu- dýrð og bragandi norðurljós. Það glitraði á endalausa mjall- breiðuna. Birgitta stóð lengi í sömu sporum og horfði til himins. Augnaráðið var fjarrænt, eins og allur lífsþróttur væri þorr- inn úr rauðum og þrútnum augum hennar. Dauðaþögn rikti. Hvergi bærðist kvistur, og hvergi sást neinn lífsvottur. Allt líf var drepið í heljardróma gadds og fanna. Loks sneri Birgitta inn aftur. Hún settist við borðið og grúfði andlitið í hendur sér. Það var hálfbjart inni, og hún sá greinilega skrítið kartöflunefið á litlu _ telpunni milli gæruskinnanna. En hún horfði aðeins á það eins og í draumi. Hún gat aðeins hugsað um þetta eitt: Lars kom ekki aftur. Þannig sat Birgitta lengi hreyfingarlaus. Aðeins við og við fóru kippir um axlirnar á henni. Skyndilega leit hún upp. Augu hennar beindust fyrst að kollinum á barninu. Hún reikaði að rúminu og strauk mjúka kinnina, og svo breiddi hún ofan á Jónas. Hann sparkaði ofan af sér aftur, og þó var hann ekki eins harðfengur og bræður hans. Þegar hún hafði hlúð að minnstu börnunum, leit hún til hinna fimm, sem sváfu í efri rúmunum. Þarna var Páll — en hvað hann var líkur Lars. Það var sama fest- an kringum munninn. Aron sá hún ekki framan í. Hann hafði hjúfrað sig niður í gæruskinnið svo að aðeins sást á svartan og úfinn kollinn. Hún varð að klippa hann bráð- um. Enn varð henni litið til Páls — bara, að hann væri orðinn svo sem fimmtán ára. En hann var ekki nema tólf ára. Birgitta settist aftur við borðið. Það var þýðingarlaust að hátta, hún gat það ekki heldur. Breiða tunglskins- rák lagði inn um gluggann og varpaði á hana fölri og drungalegri birtu, þarna sem hún sat. Svona húkti hún langa hríð, unz hún seig fram á borðið. Allt í einu kipptist hún við, rétti úr sér og starði ringl- uð í kringum sig. Hvað var þetta? Henni heyrðist krafsað í útidyrahurðina. Hún spratt á fætur, eins og hún hefði brennt sig á gló- andi járni, og gekk út að glugganum. Hún titraði öll. Var hana að dreyma — eða hvaða skuggi var þetta, sem henni sýndist votta fyrir úti? Hún áttaði sig ekki, fyrr en hurðinni var hrundið upp. — Þú kominn, Lars? stundi hún og hljóp á móti honum til þess að sannfæra sig um, að þetta væri hann sjálfur. Lars kinkaði kolli. Skegg hans og hrúnir var hvítt af hélu. Dóni, sem hafði veriö með í ferðinni, trítlaði beina leið að hlóðunum. Þar lagðist hann á gólfið, neri trýninu við aðra framlöppina og vældi lágt. Meðan Lars sleit klakakleprana úr skegginu, skaraði Birg- itta í eldinum og setti upp pott. Hana langaði til þess að hlæja og gráa í senn. Henni hafði ekki komið til hugar, að hún sæi Lars framar, og heimkoma hans gerði hana ringlaða. En hún jafnaði sig smátt og smátt eftir geðs- hræringuna, og þegar hún reiddi fram matinn, var engin svipbrigði að sjá á henni. — Þetta hefir verið ljóta áhlaupið.. ýtíreilil Tíiiunm Jú — Lars féllst á það. Hann varð aldrei uppnæmur, þótt hurð skylli nærri hælum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.