Tíminn - 14.08.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.08.1949, Blaðsíða 4
TÍMINN, sunnudaginn 14. ágúst 1949 170. blað Eins og áður hefir verið skýrt frá, er norska skáld- konan Margit Ravn nú stödd hér á larfdi á vegum Þorsteins M. Jónssonar, en hann hefir gefið út einar 19 sögur hennar á íslenzku. ÖJlum skk?h?hlád . . . . Ætlun skáldkonunnar mun m. a. sú með komu sinni hingað að semja skáldsögu, sem gerist á íslandi. 3 grein þeirri, sem hér fer á eftir og nýlega birtist j. Nýjum kvöldvökum, er Jýst salgnafgerð og starfi þessarar merku skáldkonu. Lesendum N. Kv. er óefað vel kunnugt nafn skáldkon- unnar Margit Ravn, sem orð- in er vinsæl mjög meðal ungra og eldri lesenda sinni hér á landi, engu síður en :i sinu eigin ættlandi og víðar á Norðurlöndum. Hafa flest- ar skáldsögur hennar verið þýddar á íslenzkii, og njóta þær alveg óvenjulegra vin- sælda og almennra. Eru marg ar þeirra uppseldar, og sum- ar á mjög skömmum tíma. Svo er mælt í Noregi, að leyndardómurinn við vinsæld ír Ravn þar í landi og víðar sé sá, hve vel hún þekki æsku ! jýðinn og unui honum! Enda er úr þeim þráðum spunninn sá trausti rauði þáttur hlýrrar samúðar og djúps skilnings, sem streymir um allar skáld- sögur hennar og mun valda mestu um vinsældir þeirra. -1-í.í Og frú Ravn þekkir æsku- lýðinn, og þá ekki sízt ung- ar stúlkur, alveg inn í hjarta- rætur. Hún þekkir kosti þeirra og kenjar, málfar þeirra, mál- lýzkur og málkæki alla og lætur þær því tala sinni eig in tungu, en talar eigi sjálf fyrir munn þeirra á annar- legu máli, eins og margir höf- undar flaska á í barna- og unglingabókum sínum. Og ( það er óefað eigi sízt þess vegna, sem ungar stúlkur ís- lenzkar hafa slíkt dálæti á ungmeyjasögum frú Ravn. Þær þekkja þar aftur sjálfar sig. — Gáfuð Akureyrarstúlka sagði t. d. um sögur þessar einhverju sinni á þessa leið: „Mér er sem ég heyri Reyk- víska vinkonu mína, er ég les sumar af sögum þessum, og heyri ungu stúlkurnar tala , sínu máli!.... Ga*efas effíir Melga Valtýssoia um laorsku skáldkamma Margií Eavit æskuáranna ef til vill hefir gefið í skyn! Skáldsögur frú Ravn eru mjög vinsælar í Noregi og á Norðurlöndum, og jafnvel enn víðar. Hafa þær verið þýddar á sænsku, finnsku, dönsku, hollenzku og einnig þýzku — fyrir stríð — og loks íslenzku. í Noregi hafa þær allar komið út í fleiri útgáfum með eintakafjölda frá 10—12—17 þúsund i út- gáfu hverri. Hafa ummæli norskra blaða jafnan verið mjög vinsamleg og alltof lof- samleg. Ber jafnvel vand- látustu dómurum saman um það, að frú Ravn hafi til að bera alveg „ótvíræða frásagn- argáfu“ („uomtvistelig for- tellertalent“). — Leikur eng- inn vafi á því, að frú Ravn hafi alloft haft heimilislíf sitt og kringumstæður til hlið- sjónar í sögum sínum, og þá ekki sízt í hinni veigamiklu sögu sinni frá hernámsár- unum, þar sem synir hennar og dætuf hafa haft allnána reynslu og áþekka því, sem lýst er í sögunni „Einn úr hópnum“. Frú Margit Ravn er fædd í Álasundi á Sunnmæri í Nor- egi 1. maí 1885. Var stúlku- nafn hennar Margit Jöránd- stad. Var faðir hennar ætt- aður frá Lesja á Guðbrands- dölum og kenndur við bæ- inn Jörundsstaði, þar sem ættin hafði búið lengi, traust- ir dalabændur, kennarar og dugnaðarmenn. Var faðir hennar skrifstofustjóri og banka-endurskoðunarmaður í Álasundi. Móðir hennar var af merkum Sunnmæra-ætt- um (Stenersen). Margit Jör- ándsen giftist ung Ravn kaupmanni, Sunnmæringi að ætt, og missti hann tiltölu- lega snemma. Varð hún síðan að sjá fyrir allstórum barna- hóp, sex alls, og tók þá banka- ritarastarf í Osló og þélt því í 25 ár samfleytt, unz hún á sextugsaldri sagði því lausu. Frú Ravn var fertug að aldri, er hún hóf skáldsagna- gerð sína 1926 með sögunni „Sýslumannsdæturnar“, næst kom svo „Sunnevurnar þrjár“, sem þegar vakti ó- venju mikla athygli og að- dáun. Hefir frú Ravn skrif- að 20 skáldsögur alls og held ur enn ótrauð áfram. Hefir hún allt fram að síðustu ár- um orðið að hafa ritstörfin í hjáverkum, eftir þreytandi skrifstofustörf og heimilis- annir, og dettur manni ó- sjálfrátt í hug húsfrúin í Glaðheimum. — Fyrir tveim- ur árum var frú Ravn ein af stofnendum „Rithöfunda- félags æskulýðsbókmennta“, og er hún ritari þess félags- skapar. Á hernámsárunum var öll fjölskylda hennar meira eða minna riðin við andstöðu- hreyfinguna og tók virkan þátt í leynistarfseminni norsku. Voru tveir synir henn ar flugrrlenn, og annar þeirra höfuðsmaður í brezka flug- hernum í Afríku og um hríð flugkennari Norðmanna í Kanada. Hinn sonurinn var í norska flughernum og var skotinn niður á leið til Bret- lands vorið 1940. Annar tengdasonur hennar varð að flýja til Svíþjóðar, og skömmu síðar einnig kona hans með tvö ung börn og hið þriðja í vændum. Heimili hinnar dótturinnar, stórbýli skammt frá Osló, var fjölsóttur leyni- staður flóttamanna um langa hríð. Sjálf varð frú Ravn að fara upp í Guðbrandsdal um hrið, þar eð börnin töldu hana (Framhald á 6. síðu) Mikiir „foringjar” Það er bjart yfir flestum sögum frú Ravn, hlýtt í lofti, og vor í vændum, þótt ískyggi legt skýfar kunni að vofa yf- ir um hríð. Hafa því jafnvel , fullorðnir karlmenn yndi af sögum hennar, einmitt af þessum ástæðum. Hún er skyggn á sálfar ungra stúlkna o"g lítur á þær með næmum skilningi og samúð, skilur vel allan þeirra ungæðishátt, létt úö og látalæti, enda nær skyggni hennar svo djúpt, að hún sér í gegnum yfirborðs- gljáann, tildursskrautið og uppskafningshátt æskuájr- anna og inn að kjarna per- sónuleikans, sem oftast kem- ur í.ljós, er á reynir, og stenzt þá hjá sumum þeirra a. m. k. og jafnvel allmörgum þeirra þolraun lífsbaráttar. Eða m. ö. o.: Þetta eru lífvænlegar stúlkur og æskulýður yfirleitt, sem á sér lífstakmark og gengur glaður að verki, með dýpri skilningi og sterkari á- huga, er á reynir, heldur en yfirborðskennt áhugaleysi þeirra og grunnfær léttúð Blöðin bera þess nú orðiö glögg merki, að kosningar fara hönd. M. a. sést þetta á því, að lofið um foringjana er ekki skorið við nögl. Sem lítið sýnishorn skulu hér birt ný- leg ummæli úr Alþýðublaðinu og Vísi. í Alþýðublaðinu 23. f. m. segir svo í tilefni af komu norrænu verkalýðsforingj - anna hingað: „Ég varð áþreifanlega var við það hjá gestunum öllum, hve mikils trausts Alþýðu- flokkurinn og alþýðusamtök- in hér njóta á Norðurlöndum. Það er að sjálfsögðu vegna starfs þess, sem þessi samtök hafa leyst af höndum á til- tölulega skömmum tíma, en það er einnig vegna þess álits, sem formaður Alþýðuflokks- ins nýtur meðal forystumanna alþýðuhreyfingarinnar á Norð urlöndum; en hann hefir eins og kunnugt er um margra ára skeið tekið þátt í samstarfinu og ætíð verið í fremstu röð. Er það gæfa Alþýðuflokksins að njóta svo góðs . forustu- manns.“ Vísir hefir ekki unað því vel, að Stefán Jóhann yrði einn slíks lofs aðnjótandi, því að rétt á eftir segir hann í for- ustugrein: „Þegar svo er komið, að rík- isstjórnin syngur á síðustu nóturnar, virðist ekki úr vegi að ræða starf hennar á und- anförnum árum. Skal þá fram tekið, að ekki orkar tvímælis, að meðferð utanríkismála og dómsmála hefir verið svo góð, sem frekast verður á kosið, en öll frammistaða þess ráð- herra, sem með þau mál hefir farið, er á þann veg, að eng- um dylst, að þar fer mikið for ingjaefni, sem er enginn flysj ungur, en treysta má til að móta flokksstefnu framtíðar- innar og framfylgja henni með gáfum og dugnaði.“ Já, framkvæmd Keflavík- ursamnings ber þess svo sem gott vitni, „að meðferð utan- ríkismála hafi verið svo góð, sem frekast verður á kosið!“ Vonandi létta Alþýðublað ið og Vísir mönnum skapiö með meiru af slíkum „brönd- urum“. Við erum nógu alvöru- gefnir íslendingar, þótt okkur sé einstaka sinnum gefið tæki færi til að hlægja að verulega góðu spaugi, sem er í svona léttum tón. t Kári. Frá veitingamanni, sem rek- ur veitingahús utan Reykjavík ixr, hefir baðstofuhjalinu bor- ist e'tirfarandi bréf: „Oft má lesa í dagblöðunum í Reykjavík ýmiskonar skæting til veitinga- og gistihúsa úti á landinu. Einslík skætingsgrein var nýlega í Mbl. (9. ág.), sem auðsýnilega er skrifuð af starf- manni Morgunbl., er veit nöfn á fáeinum hótelum í stórborg- um erlendis. — Eftir að hafa agnúast yfir ýmsu, er hann tel- ur að sé miður á veitingar- og gististöðum utan Reykjavíkur, kemur niðurstaðan í lok grein- arinnar: „Veitihga- og gisti- húsamálin hjá okkur eru í slíku ófremdarástandi úti á landi, aS til skammar er víðast hvar.“ Jæja, ekki þurfum við, sem erum að berjast við að halda uppigestaheimilum úti á land- inu, að kafna undir þakklætinu frá þessu stærsta blaði landsins. En ferst þessu Reykjavíkur- málgagni að vera kasta steini að okkur? Hvernig er t. d. í þess- um efnum í Reykjavík? Engin gestaherbergi hafa verið byggð þar, svo teljandi sé, síðan 1930, og þó hefir fólkstalan í bænum og ferðalög margfaldast síðan. Enda er varla hægt fyrir þá, sem vilja gista í Reykjavík, að fá þar herbergi í gistihúsi og verða þeir mjög oft að leita á náðir kunn- ingja sinna í einkahíbýli þeirra til þess að þurfa ekki að liggja úti. Og svo eru það veitingastof- urnar. Þótt þær hafi þar mikið að starfa 12 mánuði ársins í stað máske einn mánuð úti á landi, þá eru þær margar örgustu kompur, þótt einstaka þeirra séu góðar. Þó að margt þyrfti að vera fullkomnara hjá okkur, sem er- um að bazla við að halda uppi veitingahúsum úti á landi, þá þola þær langflestar vel saman- burð t. d. við fjölsóttasta veit- ingahúsið við Austurstræti, þar sem ýmsir Mbl. starfsmennirnir eru tiðir gestir. Eftir minni reynslu hamlar -einkum þrennt veitinga- og gisti húsarekstrinum úti á landi. Fyrst er það fámennið. Hús- rúm, starfsfólk og áhöld þarf ■ mikið til þess að geta tekið á móti f jölda manns, kannske einu 1 sinni í mánuðj, en oftast er hálf- tómt hús. Þetta er bæði dýrt og I óþægilegt. Reynt er því að vinna upp hina löngu „dauðu tíma“ með því að spara tilkostnað og ' selja dýrara. Hvort tveggja er 1 þó oft neyðarúrræði. Annað er ríkið. Það hækkar verðið með vitlausasta skattin- um af öllum þeim hringavitlausu sköttum, sem þjá landsfólkið, það setur bandvitlausar reglu- gerðir urn sölu, sem helzt neyða veitingamenn til að nota 3. eða 4. flokks hráefni í matinn, ef þeir gerast ekki margfaldir lög- brjótar, sbr. t. d. aö selja allar kjötmáltíðir á sama verði, hvort sem 1 þeim er úrvals- eða úr- gangskjöt! Og það eina hótel, sem ríkið sjálft hefir byggt, er á svo ljótum og eyðilegum stað, að þangað verður að ríkisþvinga gesti til þess að hótelið hafi eitt- hvað að starfa og sézt á því nokk uð hin ömurlegu afskipti ríkis- valdsins af þessum hótelmálum. Þriðja atriðið, sem nefnt skal hér og hamlar menningarlegum rekstri veitingahúsa úti á land- inu, eru sjálfir viðskiptavinirnir. Þó að fjöldi ferðamanna sé prúð mannlegt og ágætt fólk, sem unun er að taka á móti og greiða fyrir, eftir því sem ástæður leyfa, þá fljóta oft með ýmsir dónar og' ruddamenni, flestir úr Reykja- vík, sem reyna að koma ómenn- ingarblæ á, hvar sem þeir koma. Verst er þó þegar þessir menn koma ölvaðir, út á landið, þá kemur greinilegast fram þeirra innri maður. Erum við veitinga- menn úti á landi svo að segja algerlega varnarlausir fyrir þess um lýð. Engin lögregla, engin fangelsi, þótt þessi ruddamenni vaði um allt með ósæmilegu orð- bragði, brjóti og sóði út allt og reyni að setja ómenningarbrag á kyrrlát og þokkaleg gestaheim ili, sem eiga að vera hvilda- og griðastaður þreyttra ferða- manna. Þessa menn nefnir ekki Mbl., en skellir allri skuldinni á veit- ingamennina, sem eru að berj- ast við að halda uppi gestaheim- ilum fyrir siðað og kurteist fólk. Vökunætur og aðra erfiðleika veitingamannanna skilur ekki þetta heiðraða blað auðvitað ekki. En það er ekkert nýtt, þó að heimtufrekja og vanþakklæti sjáist í dálkum Mbl. til þeirra, sem úti á landinu starfa. Hitt er annað mál, að vöntun á góðum veitinga- og gistihúsum er víða tilfinnanleg og þá engu sjður í Reykjavík heldur en ann- ars _ staöar. En þar sýnast þó langbezt lífsskilyrði fyrir þau. Tæplega verður hægt að hafa veitinga- og gistihúsin í lagi, fyrr en nær allur almenningur er búinn að læra algengustu umferðamenningu og ríkisvald- ið styður fremur en ofsækir dug- lega og efnilega menn, sem helga veitinga- og gistihúsastarfinu krafta sína.“ Hér lýkur bréfi veitingamanns ins og verður ekki annað sagt, en að hann haldi vel og vasklega á málstað sínum og stéttar- bræðra sinna. Heimamaður. Jarðarför móður minnar, GUÐLAUGAR JÓNSDÓTTUR er andaðist 8. ágúst, fer fram að Hjarðarholti þriðju- daginn 16. ágúst. Athöfnin hefst að heimili mínu kl. 10,30 fyrir hádegi. Fyri hönd vandamanna Geir Guðmundsson, Lundum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.