Tíminn - 14.08.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.08.1949, Blaðsíða 8
„ERLENT YFIRLIT“ t DAG: Athmsun á sturfsmannahíddi. 33. árg. Reykjavík „Á FÖRmJM. VEGI“ í DAG: er dtjrt a® ?§rei&a sér! 170. folað Góður árangur af námskeiðum Hand- íðaskólans • Au^turríska kennslukonan, ungfrú Grete Blahowsky, er kennt hefir föndur og leik- fangagerð á námskeiðum í Handíða- og myndlistaskól- anum, hélt heimleiðis um síð ustu mánaðamót, eftir 2ja mánaða dvöl hér á landi. Þátttakendur í námskeið- um þessum voru kennarar og börn (5—9 ára). Tilhögun kennslunnar var sú, að frá kl. 9—12 á h. kenndi ungfrú Blahowsky kennurunum, en yngri börnunum (5—7 ára) kl. 1 yz—2i/2 og stálpaðri börnunum kl. 3—5 síðd. Námskeiðum þessum, er lauk um miðjan júlí s.l. voru allvel sótt, einkum barna- námskeiðin og komust þar færri að en vildu. — Árangur kennslunnar var mjög góð- ur, enda er ungfrú Blahow- sky ágætur kennari með mikla og langa reynslu að baki sér. Nokkuð af hinni fjölbreytilegu vinnu barn- anna frá fyrstu vikum nám- skeiðanna var sýnd á afmæl issýningu skólans í lista- mannaskálanum. Svo sem kunnugt er gerir gildandi námsskrá barna- skólanna ráð fyrir því, að öll um börnum í 7 og 8 ára bekkjum skólanna sé kennt iriargs konar föndur, er veiti þeim „tækifæri til að kynn- ast af eigin raun eðli marg- víslegs efnisviðar, læra að fara með hann og hagnýta hann í námi og leik. Föndur glæðir hugkvæmni bam- anna, gefur þeim tækifæri til- listrænnar sköpunar og eflir handlagni þeirra og verð ur þeim þannig beinn undir- búningur að hinu skipulega verknámi, sem tekur við af föndrinu.“ Vegna hinnar góðu reynslu, er fékkst af starfi ungfrú Blahowsky’s hér, svo og vegna nauðsynjarinnar á því að sem tryggust undirstaða verði lögð að kennslu þeirri í föndri, sem hin nýja náms- skrá barnaskólanna gerir ráð fyrir, hefur Handíða- og myndlistaskólinn nú boðið henni kennarastarf við kenn aradeild skólans í eitt ár. Á þeirn tíma er gert ráð fyrir að hún hafi kennt nemend- um kennaradeildar skólans það, er nægir til þess að þeir geti síðar haldið starfi henn- ar áfram. Verði beiðni henn- ar um orlof í eitt ár frá starfi sinu í Austurríki samþykkt, mun ungfrú Blahowsky taka boði Handíða- og myndlista- skólans. Auk kennslu í kenn- aradeild skólans mun hún einnig kenna börnum á nám skeiðum, sem haldin verða í húsi skólans á Grundarstíg 2 A. Ný brú á Ósá Nýlega er lokið smíði brú- ar yfir Ósá í Bolungarvík. Brú þesi er úr steinsteypu, 31 metri á lengd. pP EitthvaS líkt þessu er umnorfs á hafsbotni Frá Stokkhólms-för glímumanna Ármanns Eins og áður hefir verið skýrt frá var 12 manna glímu- flokki frá Glímufélaginu Ármann boðið til Svíþjóðar til þess að sýna íslenzka glímu á íþróttaheimssýningu, sem haldin er í Stokkhólmi, dagana 17. júní til 28. ágúst í til- efni af Ling-hátíðahöldunum. Frumkvæði að boði þessu átti Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri. Um 70 þjóðir taka þátt í sýningu þessari. Þátttöku- þjóðirnar sýna auk þess flest ar þjóðaríþróttir sínar eða þjóðdansa. Sýningarsvæðið ið er mjög stórt og nær yfir um 100.000 fermetra. Þar hafa verið reistir sýningar- skálar, þar sem þjóðirnar sýna þróun íþróttanna frá fornöld fram til vorra daga, ennfremur forn og ný í- þróttatæki o. s. frv. Sænska sýningardeildin er lang stærst og hefir auðsjáanlega verið miklu til hennar kost- að. ísland á þarna litla deild, en smekklega. Þar er á grein argóðan hátt sýnd þróun í- þróttamálanna á íslandi. —- Mikla athygli vöktu sýn- ingar Englands og Pakist- an. Það þótti ákaflega fróð- legt að sjá sýningar þessar, enda voru þær vel sóttar. Glímuflokkurinn hafði þarna 5 sýningar á gríðar- stóru útileiksviði. Sýningarn artókust ágætlega og var mjög vel tekið af áhorfend- um. Á einni sýningunni voru til dæmis um 17.000 áhorfend ur og voru glímumennirnir hvað eftir annað hylltir með an á sýningunni stóð. Ann- ars voru allar sýningarnar vel sóttar, þrátt fyrir úrhellis- rigningu einn daginn, svo að menn muna ekki annað eins í 33 ár, að því að blöðin segja frá. Var ferð þessi Glímufélag- inu Ármann til sæmdarauka og þátttakendunum til mik- illar ánægju. Auk þess eru ferðir sem þessar ávallt hin bezta landkynning. Stjórnandi flokksins er Þorgils Guðmundsson, íþrótta kennari. en jrarrhey Landbúnaðarsérfræðingur frá Bandaríkjuntim Dr. Olaf Aamodt að nafuh hefir að undanförnu dv^iið hér á landi og ferðasé|-Úm landið til að kynnast l^triaðarhátt- um og þá sérst^klega gras- rækt. Hefir haljm í þessu sama augnamiðií^iérðast um mörg önnur Eý^ripulönd og er ferð hans flípiri í sam- bandi við þáttt^ri 'íslands í efnahagsmálum^jéyrópuríkja. Telur sérfræÍÍ|gurinn að hér séu mjög)/sakjósanlegir möguleikar til'igmsráekfer, en hún er undirstöðuatriði allrar kvikfjárræktar og því ekki þýðingarlítið atriði í efna- hagsafkomu hverrar þjóðar. Þessi sérfræðingur leggur á- ! herzlu á það að bétri nýting | fáist með þvi að 'verka heyið 1 með votheysgerð, en að þurrka það eiris' og hér al- gengast og á vötheysturria, sem hentuga áðferð. Telur hann þannig verkað hey mun bætiefnaríkara én þurrkað. Unutiaeli Poiiíikesa nm landísleikfatM við Dani Eins og flestir bjuggust við töpuðu íslendingar lands- leiknum við Dani með 5 mörk um gegn 1. Hér fara á eftir nokkur ummæli úr danska blaðinu Politiken um leikinn. „Leikurinn fór mjög vel fram og enginn harka eða ljótur leikur sást. Grasvöll- urinn háði íslendingum nokk uð, og sást það bezt á knatt- meðferð og hreyfingum beirra, að þeir eru leiftur- snöggir og hættulegir á mal- arvelli, en grasvöllurinn gerði leik þeirra hraðalausan og varð hann því mjög við hæfi dönsku leikmannanna, sér- riaklega Knud Lundberg, sem fékk nægan tíma til að byggja eikinn sem bezt upp. Kom betta íslendingunum mjög illa og olli fyrst og fremst ó- sigri þeirra. íslendingarnir byggðu upp varnarleik, sem orsakaði að vörnin og fram- línan slitnuðu úr tengslum, og sköpuðust eyður á miðju vallarins, sem dönsku leik- mennirnir notuðu sér óspart". Þá eru hér ummæli blaðs- ins um nokkra íslenzku leik- mannanna: „f íslenzka liðinu fylgdi maður með mestri á- nægju hinum „tekniska“ góða leik innher j anna Ríkarðs j Jónssonar og Sveins Helga- ' sonar. Varamaðurinn Halldór Halldórsson var einnig góður, og hægri bakvörður Karl Guðmundsson hefir góðar staðsetningar og einnig eru | spyrnur hans ágætar. Markmaðurinn Hermann Hermannsson virtist mjög taugaóstyrkur og miðfram- vörðurinn Sigurður Ólafsson var of seinn og notfærði sér ekki styrkleika sinn“. Þá segir í lok greinarinnar: „íslenzka markið kom eftir innkast frá hægri hlið vallar- ins og gaf hinn „óstöðugi" Ól- afur Hannesson knöttinn fyr- ir markið til Halldórs Hall- dcrssonar sem skallaði knött- inn í markið. Hinum norska dómara Dæhlen sást yfir tvær vítaspyrnur er vinstri bak- vörður OHelgi Eysteinsson) gerði sig sekan um í hættu- legum upphlaupum“. Svo mörg eru þau orð! Oiíuféiag Islands reisir nýja olíustöð í Lauganesi Olíufélag íslands hefir í hyggju að reisa olíustöð mikla í Lauganesi. Var það verk hafið í vor. Þarna eiga að verða tíu geymar, sem taki 42500 smálestir, og er við það miðað, að þessu verki verði lokið seint á ári 1950. Olíufélagið bauð blaða- mönnum að skoða það, sem þegar hefir verið gert í hinni fyrirhuguðu olíustöð. Skýrði Hreinn Pálsson, forstóri, fyrir þeim framkvæmdirnar. Er smíði fimm geyma langt komið, smíði þriggja hafin og grunnar undir 2 þá síðustu steyptir. Auk geyma verða þarna dæluhús, verkstæði, bílgeymslur og skrifstofur, og sex litlir geymar til daglegrar afgreiðslu verða einnig reist- ir í Lauganesi. Olíu frá stórum geymum á að flytja í leiðslum í geym- ana við Skúlagötu, en það- an verður olíu dælt í skip ? höfninni. Verða olíuleiðslurr ar hálfur fjórði kílómetri á lengd. Umhverfis stöðina í Lauga nesi verður steyptur stein- garður mikill og traustur, og á hann að verða til öryggis, ef sprenging kynni að eiga sér stað og til varnar því, að olía flyti í sjó fram. Nýlega fór fram í Hollandi nýstárleg keppni ltvenna. Döm- urnar reyktu vinðla, og var vandinn fólginn í því að halda sem lengst lifandi í vindlinum. Aðgangurinn að þessari skemmtun var seldur, en ágóðinn rann til vindlakaupa lianda gömlum og fátækum Hollendingum. Hér sjást tvær danskar konur, sem þátt tóku í keppninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.