Tíminn - 14.08.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.08.1949, Blaðsíða 5
170. blað TÍMINN, sunnudaginn 14. ágúst 1949 5 Wl’Pnrr Sunnud. 14. ágiíst Sí jórnar slitin Alþýðublaðið og Morgun- blaðið hafa reynt að gleðja sig seinustu dagana yfir þeirri tilhögun, sem höfð er á stjórnarslitunum. Þau láta eins og það hafi verið m.ikill undansláttur eða ósigur fyrir Framsóknarmenn, að formleg um slitum á stjórnarsamvinn unni hefir verið frestað um tvo mánuði eða fram yfir kosningar. Samkvæmt upphaflegum tillögum Framsóknarmanna átti stjórnin að segja af sér um það leyti, sem kosningar væru ákveðnar. Alltaf var þó gert ráð fyrir því að forseti bæði stjórnina að setja áfram til bráðabirgða og ráðherrar Framsóknarflokksins sætu í henni fram yfir kosningar. Vegna tilmæla forsætisráð- herra hafa Framsóknarmenn fallist á að haga stjórnarslit- um þannig, að falla frá form legri lausnarbeiðni stjórnar- innar nú, en láta það hinsveg liggja greinilega fyrir, að þeir teldu stj órnarsamvinnuna raunverulega rofna nú og formlega yrði henni ^litið strax af afloknum kosning- um. í raun og veru er ekki neinn eðlismunur á þeim tveimur tilhögunum, sem hér ræðir um, heldur aðeins formsmunur. Hinum form- legu stj órnarslitum er aðeins frestað um stundarsakir, en raunverulega eiga stjórnar- slitin sér stað á þeim tíma, sem flokkarnir viðurkenna ágreininginn svo mikinn, að samkomlag milli þeirra sé ekki mögulegt að óbreyttum aðstæðum og kosningar verða því aö fara fram. Stjórn, sem setur undir þessum kringum- stæðum, getur ekki og má ekki líta á sig öðruvísi en sem bráðabirgðastjórn, þótt form- lega hafi hún ekki beðist lausnar. Það er því alveg óþarft fyr- ir andstöðublöðin að vera með nokkra hundakæti í þessu sambandi. Þeir hafa hér hvorki unnið neitt á né leik- ið á Framsóknarmenn, eins og þeir hafa reynt að láta líta út. Það er líka augljóst, að Sjálfstæðismenn eru dálítið súrir út af þessu, því að helzt hefðu þeir kosið að geta setið einir með Alþýðuflokknum í stjórn meðan kosningabarátt an stæði yfir, svo að þeir ,gætu hagrætt síldarmjöli og öðru slíku, eins og þeim kæmi bezt. Þessa aðstöðu hafa þeir misst og því eru nokkur sár- indi ríkjandi í þeim herbúð- um. Þótt Framsóknarmenn hafi hvorki beðið ósigur eða látiö neitt undan á þessu sviði, skal það vikurkennt að þeir hafa á annan hátt orðið fyr ir vonbrigðum. Þeir gengu til þessarar stjórnarsamvinnu í trausti þess, að samstarfs- flokkarnir myndu taka á. málunum með manndómi og festu. Framan af stjórnar- samvinnunni voru líka nokkr ar vonir um, að þeir myndu reynast á þennan veg, en sótt ‘hefur í öfugt horf eftir því, sem á hefur litið. Hin algeru yfirráð braskaranna í Sjálf- stæöisflokknum og undanláts ERLENT YFIRLIT: Athugun á starfsmannahaldi jfHoldujar niöiirstöðui’ Soover>ncfíndarmii' ar, sem unuið IfiefSa* að Jjessum rnáliim í Baiularíkjjiinum Um nokkurt skeið hefir ver- ! ið starfandi í Bandaríkjunum J sérstök nefnd, sem hefir átt að ! rannsaka starfshætti ríkisins i og gera tilíögur úm sparnað og bætta skipulagshætt-i. Formað- ur þessarar nefndar er Hoover fyrrv. forseti. í grein beirri, sem hér fer á eftir og nýiega birtist í „Information," er nokk uö sagt frá starfsháttum þess- arar nefndar: Á hverju ári segja um 500,000 starfsmenn hins opinbera í Bandaríkjunum upp starfi sínu og 500,000 nýir starfsmenn koma í þeirra stað. En ef skrif- stofustjóri í einhverju af ráðu- neytunum vill losna við einka- ritara sinn, einhverra hluta vegna, getur það orðið miklum vandkvæðum ’oundið. Á ári hverju senda banda- rískirborgarar meira en 33 mill- jarða póstkorta, sem þeir greiða 1 cent fyrir. Það kostar ríkið 2,5 cent að framleiða þessi póst- kort og koma þeim til viðtak- enda. Samt sem áður hefir verð á þeim ekki verið hækkað, því að það eru „bréf fátæka manns ins.“ Rannsókn hefir hins veg- ar leitt í Ijós, að á s. 1. ári voru 85% þessara „bréfa fátæka mannsins“ send og móttekin af kaupsýslumönnum. Það kemur því engum á óvart, þótt á þessu ári sé búist við hálfum milljarð dollara tekjuhalla á rekstri póst þjónustunnar í Bandaríkjunum. 10.000 manns vinna daglega að því að skrá útgjöld þess op- inbera. Samt sem áður hefir enginn hugmynd um, hve mikl- ar eignir bandaríska ríkisins eru. Menn vita ekki einu sinni hve mörgum bifreiðum hið op- inbera ræður yfir, og til hvers þær eru notaðar. Áætlað hefir verið, að þær séu um 1 milljón að tölu og munu þær því nema tveim milljörðum að verðmæti. Fyrir nokkru var skipuð nefnd í Bandaríkjunum, til þess að rannsaka skrifstofubákn þess opinbera í Washington og gera tillögur, er miðuðu að því að fækka skrifstofunum og spara fé. Það, sem nefnt er hér að ofan eru aðeins fáein dæmi úr hinni athyglisverðu skýrslu, er nefndin hefir nú sent stjórn- inni. Formaður hennar er Her- bert Hoover, fyrrum forseti Bandaríkjanna. Er þegar liafin framkvæmd á ýmsum af tillög- um þeim, er nefndin hefir bor- ið fram. Það var t. d. að til- hlutun hennar, að aðstoðarut- anríkisráðherrum var fjölgað frá því sem áður var. Sömuleið- is að landher, lofther og floti hefir nú verið sameinaður und- ir eina stjórn. Enn er samt margt ógert. Hoover telur, að spara megi miljarða dollara á ári með því að leggja niður margar óþarfa skrifstofur, sameina aðrar und- ir eina stjórn, fækka starfs- mönnum þess opinbera allveru- lega, sem eru nú tvær milljónir, en þó fyrst og fremst með því, að bæta lífsafkomu hinna op- inberu starfsmeanna. Og Hoo- ver segir, að það verði að gera á sama hátt og gert er í banda- rískum einkafyrirtækjum: með því að greiða þeim laun, sem eru sambærileg við það, er þeir myndu fá hjá einkafyrirtækj- um, með því að setja sömu reglur um ráðningu og upp- sagnarfrest, og gilda hjá einka fyrirtækjum, með því að launa sérstaklega þeim, er skara fram úr um dugnað og skyldu- rækni, með því að veita þeim námsstyrki til framhalds- menntunar, sem þeir eiga skil- ið, en segja hinum tafarlaust upp, er ekki standa í stöðu sinni. Hoover segir: „Því aðeins, að við notum þær sömu grund- vallarreglur, er gilda innan hins frjálsa efnahagslífs, get- um við haldið lífinu í lýðræðis- skipulaginu.“ Skriffinnska hefir aukizt mjög í Bandaríkjunum undan- farin ár, eða allt frá því að „New Deal“ hófst. Nú er hins vegar ráðgert að brjóta skrif- stofuvaldið á bak aftur með frjálsri samkeppni. Það er al- gjörlega andstætt þeirri að- ferð, sem beitt hefir verið í k víðavangi DULBÚNAR GENGIS- LÆKKANIR. Alþýðublaðið heldur á- fram þeim skrípaleik, að Al- þýðuflokkurinn sé ákaflega mikið andvígur gengislækk- un. Alþýðuflokkurinn hefir þó stutt allar þær undanfarn ar ríkisstjórnir, sem hafa verið valdar að sífellt mink- andi verðgildi peninganna. Síðan háhn sjálfur fékk stjórnartaumana hafa verið lagðir á nýjir tollar, sem munu alltaf svara til 20—30% gengislækkunar og í sumum tilfellum miklu meira. þess- ari gengislækkunaraðferð vill Alþýðuflokkurinn halda á- fram, því að bendi hann á nokkur úrræði til þess að koma bátaútvegnum af stað næsta vetur, eru þau helzt þau að auka uppbæturnar og i afla tekna til þeirra með nýj- bandaríska sktifstofuhaldi, sá um tollum Og sköttum. Hoover margt, sem honum of- j i>að, sem Alþýðuflokkurinn bauð. Oft kom það fyrir, að hefir beitt sér fyir og beitir margar skrifstofur höfðu með sér fyrir, er dulbúin gengis- höndum eitt og sama efni. Þær(iækkun. Hinsvegar vill hann kepptu meira að segja hver við reyna að blekkja almenning aðra um það, að fá sem mest með því að halda hinu skráða John W. Snyder, fjármáíaráðlierra Banda- ríkjanna. Austur-Evrópuríkjunum. Þar þrengir rikisvaldið sér inn á öll svið athafnalífsins, og tekur við rekstri þeirra fyrirtækja, er áður voru einkaeign. Við rannsóknir sínar í hinu völd og sem flesta „viðskipta- vini.“ Á þennan hátt fer geysi- mikið fé í súginn. Víða hafa stjórnmálin komið ringulreið á stjórn landsins. Það er t. d. fastur siður, að varaformaður flokks þess, er hreppir völdin við kosningar hverju sinni, sé skipaður póstmeistari. Hann fær þannig sæti í stjórninni. Þar er starf hans hins vegar ekki fólgið því, að gæta hags- muna póstþjónustunnar. Hann á að aðstoða við það, að marka stjórnmálastefnu landsins i heild, og gæta hagsmuna flokks ins. Afleiðingin af þessu er sú, að hin mesta óstjórn er ríkj- andi í póstmálum Bandaríkj- anna, eins og dæmið um 1- centa póstkortin sánnar. Eftirfarandi telur Hoover nauðsynlegt til þess, að hægt sé að stjórna einni skrifstofu eða ráðuneyti svo að vel sé: 1) Allt starfsfólkið, frá skrif- stofustjóranum niður í sendi- (Framhald á 6. síðu) semin við þá í Alþýðuflokkn- um hefur gert það að verk- um, að stjórnin hefur gefist upp við ýms aðalverkefni sín, 1 eins og t.d. það að stöðva dýr- j tíðina. Þessvegna neyddist verkalýðshreyfingin út í kaup hækkunarbaráttuna á s. 1. vori, en afleiðingar henn- ar ógna nú afkomu at- vinnuveganna og afkomu rík , issjóðs, þar sem afleiðingarn ar af óstjórn Ólafs Thors og kommúnista voru nógar fyr- ir. Það verður þannig að ját- ast, að vegna óstjórnar brask aranna hefur stjórnarsam- starfið að verulegu leyti mis- heppnast. Það hefur borið miklu minni árangur en von- ir stóðu til, ef rétt hefði verið á haldið. Það hefur ver- ið gefist upp við þau verk- efni, er mestu máli skipta. Þessvegna hlaut samvinnan að rofna, því að eftir þessa uppgjöf átti hún ekki lengur rétt á sér. Af hálfu Fram- sóknarflokksins hefur þó allt verið gert til þess að láta hana bera árangur. Þessvegna m. a. rauf hann ekki stjórn- arsamvinnuna í vor, heldur gerði þá nýja tilraun til sam- komulags. Nú hefur þjóðin fengið mál in í sínar hendur. Nú er það hennar að læra af þeirri reynslu, sem fengist hefur. Af þeirri reynslu, sem hún hefur fengið, getur hún glöggt séð, að það sem stendur heil brigðum aðgerðum fyrst og fremst í vegi, eru völd brask- aranna í Sjálfstæðisflokkn- um. Það, sem nú skiptir mestu máli, er að hún minnki þessi völd með því að minnka Sjálfstæðisflokkinn. Vonir þjóðarinnar um heilbrigða og rétta þróuh á komandi árum byggist fyrst og fremst á því, að Sjálfstæðisflokkurinn og fylgifiskar hans minnki í næstu kosningum, en Fram- sóknarflokkurinn eflist og styrkist að sama skapi. Raddir nábúanna Morgunblaðið birti nýlega afmælissamtal við þekktan sjómann og útvegsmann, Björn Ólafs í Mýrarhús- um. Fer hér á eftir stuttur kafli úr samtalinu: „Hver ju spáir þú um útgerð ina í framtíðinni? Ég spái því, að eftir 10 ár sjáist hér ekki aðrir togarar en dieseltogarar. Það mun sannast, að diesel-vélin hefir svo mikla kosti fram yfir aðr- ar vélar að menn kjósa hana miklu heldur. Það er eigi að- eins að hún tekur miklu minna rúm í skipunum og gefur með því kost á að hag- nýta skipsrúmið betur, held- ur verður útgerðarkostnaður þá miklu minni, sérstaklega í löngum ferðum. Og ég spái öðru. Ég spái því að við tökum áreiðanlega upp saltfiskveiðar aftur og til.þess þurfum við enn rúmbetri skip.“ Til viðbótar má geta þess, að fyrir seinustu kosningar taldi Mbl. það sýna einna ber- legast fjandskap Tímans við ,,nýsköpunina,“ að hér í blað- inu hafði verið vikið að því, að nýju togarnir ættu að vera I dieseltogarar. gegni óhreyttu. Þar er á ferð inn samskonar fölsun og með dýrtíðarvísitöluna. Verkalýðs vinátta Alþýðuflokksbrodd- anna lýsir sér nú helzt í því að reyna að blekkja almenn- ing og láta hann ekki sjá hin ar dulhúnu gengislækkanir, sem alltaf eru að eiga sér stað fyrir atbeina þeirra. ★ MEGINMUNUR Á hinum dulbúnu gengis- lækkunum, sem Alþýðuflokk- urinn er alltaf að beita sér fyrir, og tillögum Framsókn- arflokksins um niðurfærslu eða gengislækltun, er einn meginmunur. Hann er sá, að Framsóknarflokkurinn vill því aðeins gera umræddar ráðstafanir, að þeim fylgi gagngerðar ráðstafanir í verzlunar- og húsnæðismál- um, svo að þær verði almenn ingi sem minnst tilfinnanleg ar. Hinum dulbúnu gengis- lækkunum Alþýðuflokksins hefir hinsvegar fylgt sívax- andi verzlunar- og húsnæðis- okur, því að verzlunar- og húsnæðismálaráðherrarnir, sem eru úr Alþýðuflokknum, hafa verið eins og mýs í f jala ketti í klóm braskaravaldsins og þóknast því í flestum greinum. Þessi meginmunur á tillög- um Framsóknarma>*ia og að- ferð Alþýðuflokksins veldur því, að almenningur myndi verða fyrir sáralitilli kjara- skerðingu, ef leið Framsókn- arflokksins yrði farinn, en hinsvegar sýnir reynslan, að hann býr við síversnandi kjör vegna aðferðar Alþýðu- flokksins. ★ SEINHEPPINN AÐ- STOÐARMAÐUR Alþýðublaðið teflir fram ó- heppnum aðstoðarmanni í gær, en það er Helgi Hannes son, forseti Alþýðusambands- ins. Hann er látinn segja það, að „Framsóknarmenn vilji þær leiðir, sem koma launþeg unum verst.“ Eftir þessu að dæma hefir þing Alþýðusam- bandsins „viljað þá leið, sem kom Iaunþegunum vérst,“ þegar það lagði til, að frekar yrði unnið að því að auka kaupmátt launanna en að hækka þau að krónutölu. (Fmmhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.