Tíminn - 14.08.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.08.1949, Blaðsíða 2
TÍMINN, sunnudaginn 14. ágúst 1949 170. biað' f S 3 S l 'Jrá kafi til heiía I dag. Sólin kom upp kl. 5.13. Sólarlag kl. 21.48. Árdegisflóð kl. 9.25. Síðdegisflóð kl. 21.42. í nótt. Næturlæknir er í iæknavarðsstof unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki, sími 1660. Næturakstur annast bifreiðastöð in Hreyfill, sími 6633. Hvar eru skipin? Eimskip. Brúarfoss fór frá Kaupmanna- höfn 9. ágúst var væntanlegur til Reykjavíkur kl. 20.00 í gærkvöld. Dettifoss kom til Reykjavikur 11. ágúst frá Leith. Fjallfoss er í Rvík. Goðafoss kom til New York 7. ág. fer þaðan væntaniega 15. ágúst til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Vestmannaeyjum 12. ágúst tii Hamborgar, Antwerpen og Rotter dam. Selfoss fór frá Leith 10. ág. til Reykjavíkur. Tröilafoss kom tii Reykjavíkur 9. ágúst frá New York. Vatnajökuil kom til Grimsby 12. ágúst frá Vestmannaeyjum. Flugferðir Loftleiðir. í gær var flogið til Vestmanna- eyja (2 ferðir), ísafjarðar, Akur- eyrar, Patreksfjarðar, Flateyrar, Þingeyrar og Bíldudals. Einnig var flogið milli Hellu og Vestmanna- eyja. í dag er áætlað að fljúga til Vest mannaeyja (2 ferðir), ísafjarðar og Akureyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), ísafjarð ar, Akureyrar, Hólmavikur, Sands og Siglufjarðar. „Geysir" kom frá Stokkhólmi og Kaupmannahöfn ki. 18.00 í gær, fór til New York kl. 20.00, væntan- legur aftur á morgun. ,,Hekla“ kom frá Prestwick og Kaupmannahöfn kl. 18.30 í gær fór til London kl. 8.00 í morgun, vænt- anleg aftur um kl. 23.00 í kvöld. stjóii, Skólavörðustíg 17, Reykjav.1 Afmaeli. Sigmundur Jónsson bóndi á Syðravclli í Gaulvarjabœjarhreppi varð fimmtugur 26. júií síðastlið- inn. Hann er fæddur að Rútstaða norðurkoti í Flóa, sonur Rannveig- ar Sigurðardóttur frá Biúnum og Jcns Árnasonar frá Hlíðarenda- koti. — Sigmundur gekk ungur í Hvanneyrarskóla og hefir unnið hih margvíslegustu störf um æv- ina, en mest við landbúnaðinn! Hann er velmetinn dugnaðarmað- ur og áhugasamur um almenn mál, enda gengt ýmsum trúnaðarstörf- um í sveitarfélagi sínu. Afmæli. Bjarni Sigurðsson, bóndi, Hofs- nesi, Örœfum. varð fimmtugur 1. ágúst síðastliðinn. Hann er kvænt- ur Lydiu Pálsdóttur ijósmóður frá Svínafelli. Þau hafa lengst af búið á Hofsnesi, sem er föðurleifð Bjarna, og gert þar miklar um- bætur. — Bjarni í Hofsnesi hefir gengt mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Átt sæti í hrepps- nefnd um aldarfjórðung, lengi í stjórn búnaðarfélagsins og formað ur lestrarfélags Óræfinga um langt skeið, enda áhugasamur mjög um bókleg fræði, búnaðarmál og mesti atorku- og dugnaðarmaður, að hverju sem hann gengur. Afmæli. Jón Bóasson, bóndi, Eyri, Reyð- arfirði, varð sextugur 27. júlí síð- astliðinn. Hann er fæddur í Borg- argerði í Reyðaríirði 27. júlí 1889. Bróðir Gunnars heitins Bóasson- ar útgerðarmanns og þeirra syst- kina. — Jón kvæntist 1914, Guð- laugu Jónasdóttur frá Stuðlum í Reyðarfirði. Eiga þau þrjú upp- in börn og tvö fósturbörn. ÞaU bjuggu nokkur fyrstu árin á Sléttu við Reyðarfjörð, en síðan á Eyri, við rausn og myndarbrag. Hefur hann unnið þar mjög að jarðar- , bótum og byggingum. — Jón Bóas son er kunnur dugnaðarmaður, I greiðvikinn og Ijúfmenni í allri I framkomu. Hann er mjög áhuga- , samur um a’.menn mál, ötull stuðn j ingsmaður Framsóknarflokksins og samvinnustefnunnar, og alls þess, er til framfara horfir. ■ ililf Snotur baðmullarkjóll. Úr ýmsum áttum Fröken Guðríður Þorkelsd. sneri heim til Danmerkur með Gulifaxa í gær, eftir heimsóknina til gamla landsins. Hér í Reykjavík dvaldi hún hjá fjö'skyldu Hjalta heitins Jónssonar konsúls. Kvaðst hún hafa haft ósegjanlega ánægju ítf dvölinni, ferðaðist um Borgar- ( fjörð, á Suðurnes, til Þingvalla og viðar, og kvaðst yfirleitt hafa ver- ið borin á höndum af vinum og frændum. ísfiskssala. Bjarni riddari seldi 242.3 smál. í Bremerhaven 11. þ. m. Tvisýn keppni í 1. fi- Úrslitaleikurinn milli Vals og Fram í landsmóti 1. flokks fór fram á föstudagskvöld. Valur vann með 2:1 eftir jafna og harða keppni. Leikar standa því þannig nú, að þrjú félög, Fram, Valur og Víking- ur eru jöfn, með 4 stig, og verða 1 því að leika aukaleiki til úrslita. K.R. hlaut ekkert stig. GÚO BÚKAKAUP, Úrvalsbækur sem áður kostuðu 50—60 krónur fást |i nú fyrir kr. 25. Bækurnar eru þessar: t « Þeir gerðu garðinn frægan 1—2 bindi j og Dáðir voru drýgðar Saga Nolseyjar-Páls og fleiri afreksmanna. Þeir gerðu garðinn frægan er ævisaga. Þættir 69 h eimsfrægra manna og kvenna, skrifuð með þeim snilldarbrag, að ekki er á færi nema afburða rithöfunda, en er Dale Cornege löngu orðinn heimsfrægur fyrir bækur sínar. Þættirnir eru um eftirtaida menn og konur. Messur í dag: Ilallgrímskirkja. Messað í dag kl. 11.00 f. h. Séra Jakob Jónsson. Ræðuefni: ,,Milli mín og dauðans er aðeins eitt fót- mál.“ Dómkirkjan. Messað í dag kl. 11.00 f. h. Séra Jón Aúðuns. Laugarnesprestakall. Messað kl. 11.00 f. h. Séra Garð- ar Svavarsson. Bessastaðir. Messað kl. 2 e. h. í dag. Árnað heilla Hjóuabönd. Nýlega voru gefin saman I hjóhaband af séra Halldóri Kol- béins í Vestmannaeyjum, ungfrú Elínborg Jóhannsdóttir frá Vest- mannaeyjum og Guðmundur Þór- arinrson, íþróttakennari, Haðar- stíg lO, Reykjavík. Nýlega voru gefin saman í hjóna band," ungfrú Ásta Skúladóttir, vérzlunarmær frá Stykkishólmi. óg Kríst’ján Sigurgeirsson, bifreiða- • O u Nú er dýrt að greiða sér! Alþýðublaðið sagði éftirtektar- ' verða sögu í fyrradag. Greiður1 hafa verið ófáanlegar í búðum um 1 langt skeið, en Alþýðublaðið segir, að þær séu sefdar á svörtum mark- aði fyrir gífurlegt verð — allt upp í sextíu krónur stykkið. Má þá segja, að dýrt sé orðið að greíða sér. Jafnframt skýrir blaðið frá því, að veitt hafi verið 38 þúsund króna gjaldeyris- og innflutningsleyfi til kaupa á greiðum, en aðeins 3600 krónur hafi verið notaðar í þessu skyni. Þetta eru merkilegar upplýsing- ar. Þær tala sinu máli um það, | í hvaða horí innflutningsmálin eru kopyn pg, þverpCg ,ástat,t, ,/er . um ' eftirlit .af háflfp hjpna æðstu -yifr- valda þessara mála með því að gjaldeyrinn sá, sem varið er til kaupa á erlendum vörum, sé not- aður eins og vera ber. Þetta talar líka sínu máli um það, hversu auðvelt það er að skapa svartan markað í landinu og okra á varnarlausum almenn- íngi með því fyrirkomulagí, sem nú ríkir. Því að þetta með greið- urnar er aðeins eitt dæmi af mörg um. En hér keyrir svo um þverbak, að lítill hlutur, sem aðeins kostar fáa aura, skuli seldur á tugi króna, að flestir ættu að rumska við og taka að svipast um í þjóðfélag- inu. Það gæti svo farið, að þeir kæmu auga á býsna margt rotið í innfutnings- ög verzlunarmálum okkarl' • J. H. Marconi Mary Pickford Walt Disney Upton Sinclair Mahatma Gandhi Wladimir I. Lenin Benito Mussolini Lowell Thomas Thomas A. Edison AI Jolson Wolfang Mozart Mark Twain Greta Garbo Jack London John A. Sutter Richard Byrd Johan Gottileb Wendel O. Henry Fyrra bindi Albert Einstein Somerset Maugham Enrico Caruso Demanta-Jim Brady Hetty Green H. G. Wells Theodorc Roosevelt Woodrow Wilson Martin Johnson Harold Loyd John D. Rockefeller Sinclair Lewis Bazil Zaharoff Mayobræðurnir Helen Keller Andrew Carnegie Chic Sale Rudolf ríkisarfi Joshephine Sfðara bindi Eddie Rickenbacker Christopher Columbus Orville Wright Nizaminn of Hyderabad Charles Dodson Vilhjálmur Stefánsson Katrín mikla Johan Law Zane Grey Edward Bok María stórhertogaynja Cornelíus Vanderbilt Nikulás annar Charles Dickens Frú Lincoln P. T. Barnum Carry Nation Theodore Dreiser S. Parkes Cadman Mary Roberts Reinhart Wilfred Grenfell Brigham Young Lousia May Alcott O. O. Mclntyrc F. W. Woodworth Evangeline Booth Robert Falcon Scott Bill Sunday Moward Thurston Leo Tolstoy Robert Ripsley Dáöir voru drýgðar er bók við allra hæfi, og þó sérstaklega fýsileg ungu fólki. — í henni segir frá margvíslegum ævintýrum, mannraunum, svaðilförum og hetjudáðum. Sumar sög- urnar gerast á hinum nyrztu slóðum jarðarinnar, þar sem endalaus hjarnbreiða liggur yfir öllu og margra vikna ferð er milli Eskimóaþorpanna, aðrar við fjalla- vötnin í Sviss og sumar við sólheitar strendur Arabíu, þar sem Múhameðstrúar-pílagrímar krjúpa á kné og snúa andliti sínu til Mekku, er þeir bera bænir sínar fram við Alla. í sumum er sagt frá háskaferðum um jökla og háfjallalönd, eins og t. d. Tíbet, í öðrum hermt frá hættum þeim, er yfir farmönnum vofa, bæði norð- ur við klettastrendur Færeyja og austur á Rauðahafi. Bókin er í stóru broti hátt á þriðja hundrað síður. Þeir sem óska eftir að kaupa þessar bækur fylli út eftirfarandi pöntunarseðil. Undirrit.... óskar eftir að fá sendar i póstkröfu: Dáðir voru drýjðar. fyrir samtals kr. 25.00 || Þeir gerðu garðinn frægan -f- burðargjald. Nafn :: :: ♦♦ :: Heimili H :: Póststöð ♦♦ ♦♦ :: H :: :: n Sendist í pósthólf 1044. h:::::::::::::::::::: :::::::::: S.K.T Nýju og gömlu dansarnir 1 G. T,- húsinu sunnudagskvöld kl. 9 — Húsinu lokað kl. 10.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30. Auglýsið í TÍAAANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.