Tíminn - 14.08.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.08.1949, Blaðsíða 1
33. árg. Reykjavík, sunnudaginn 14. ágúst 1949 170. blarJ Skrifstofur í Edduliúsinu ({ S1Z02 og 81303 | Fréttasímar: Afgreiðslusími 2323 (’ Auglysingaslmi 81300 (i PrentsmiSjan Edda jj Vinna hafin við Hellissandsveginn Frá fréttaritara Tím- ans á Hellissandi Um þessar mundir eru a3 hefjast framkvæmdir vi3 vegagerS utarlega á Snæfells- nesi, en þa3 er áframhald á veginum frá Hellissandi a5 Arnarstapa. VerSur þa5 mikil samgöngubót, þegar þessi veg ur kemst í kring, því þá teija menn a5 fær verSi nokkurn- ; veginn örugg vetrarleiö, þar j sem ekki þarf yfir neinn fjall veg a5 fara. í fyrrasumar var unnið’ all mikiS a5 þessari vegagerð og miðaði henni þá meira áfram en gert hafði verið ráð fyrir, vegna þe^s hve vel var unn- ið að vegagerðinni. 'Hagar víða þannig til á þessu svæði, sem leggja þarf veginn um, að tiltölulega auðvelt er að vinna verkið. Má víða gera uppfyll- ingu með jarðýtu. í sumar hafa nokkrir bát- ar verið gerðir út á dragnóta veiðar frá Hellissandi. Hafa þeir lagt afla sinn upp í frysti húsið á Sandi. En afli hefir verið tregur það sem af er sumrfnu. Er svo oftast framan af sumri, en venjulega glæðist afli strax í byrjun þessa mánaðar og er það því í seinna lagi að umskipti verða á því. Afli er enn sem komið er rýr hjá bátunum. Alls eru það fimm bátar flestir 15—20 lesta sem leggja afla upp á Hellissandi. í sumar hefir ekkert verið unnið við höfnina í Rifi og liggur það því undir skemmd um, sem gert var þar í fyrra sumar með dýpkunarskipinu Gretti. Er Hellissandsbúum það mikið áhugamál að höfn in í Rifi komist upp sem fyrst, svo skilyrði skapizt fyrir út- gerð stærri báta frá Hellis- sandi. Nú er slikt hafnarleysi, að taka verður bátana á land á þeim tíma árs, sem allra veðra er von. En strax og höfnin í Rifi er komin upp, er ráðgert að hefja útgerð stærri báta það- an á vetrarvertíð. Meiff setur nýtt hcimsmet í 3000 m. hlanpi. Belgíski hlauparinn Gast- on Reiff, setti nýtt heimsmet í 3000 m. hlaupi í Svíþjóð á föstudag. Hljóp hann vega- lengdina á 7:58.8 mín, en gamla metið, sem Svíinn Gunder Hégg átti var 8:01,2 mín. Er þetta met Reiff lang bezta hlaupametið, sam- kvæmt finnsku stigatöfl- unni. Reiff hefir sett annað heimsmet fyrr í sumar, þá hljóp hann 2000 m. á 5:07.0 og er það næst bezta hlaupa metið. Reiff er mjög frægur hlaupari, hann varð Olympíu meistari í 5000 m. í London- Hlaupastíll hans. þykir mjög til fyrirmyndar. Framboðslisti Framsóknar- manna í Árnessýslu ákveðinn Mynd þessi er frá Yrkisskólasýningunni, sem haldin er í Lisíamannaskálanum í Reykjavík um þessar mundir. Á sýningunni er margt fallegra og vel gerðra muna, sem fróð- legt er að sjá. — Sýningunni Iýkur í kvöld. arinn aðeins gíæsilegur, heldur gott og sparneytið skip Glæsilegasti togari islenzka flotans, Jörundur frá Ak- ureyri er nú í sinni fyrstu veiðiferð. Reynist skipið vel, og er sparneytið á brennsluolíur. Togari þessi var smíðaður í Bretlandi á vegum Guðmundar Jörundssonar, útgerðar- manns á Akureyri. Blaðamaður frá Tímanum átti viðtal við Guðmund í gær og spurði hann um hið nýja skip, sem vakið hefir mikia athygli útvegsmanna og sjómanna, bæði hér heima og einnig í Bretlandi. „Jörundur" er 491 smálest brúttó að burðarmagni, enskt mál, 152 fet á lengd, 28 fet á breidd og 15 fet á dýpt. Léstarrúm er 14600 kbfet. Lestar eru alúminíumklædd- ar, ennfremur öll skilrúms- borð, styttur og klæðningar. Einangrun er 2” gúmmí- og korkhella. í skipinu eru kæli vélar fyrir lestirnar. Enn- fremur lýsisvinnslutæki af nýrri gerð, frá De Laval verk smiðjunum- Gert er ráð fyrir mjölvinnslu um borð og hefir verið komið fyrir öllum raf- magnstækjum til þess, enn- fremur gufukatli, sem á að framleiða gufu til upphitun- ar á skipinu, til lýsisvinnsl- unnar og mjölvinnslunnar. Vélarnar til mjölvinnslunn- ar eru þó ekki uppsettar, j voru ekki tilbúnar, en verða settar niður eins fljótt og auðið er. Hitunarfyrirkomu- lag skipsins er þannig, að heitu lofti er blásið inn í all- ar mannaibúðir'. í skipinu er Hydraulic togvinda, og er hún stærsta vinda þeirrar tegundar, sem sett hefir ver- ið í togara. Vindan er drifin af 240 ha. dieselvél, sama vél drífur 50 kw. dynamo.- Aðal- vél skipsins er 950 ha. Mirrlies dieselvél með supercharge, 300 snúninga. Niðurfærzlu- gir 1:2. Venjulegur ganghraði skipsins er 12 mílur. Enn- fremur er 50 kw. ljósasam- stæða, 88 ha. Maclaren og önnur 44 ha., er drífur loft- dælu, sjódælu og dynamo fyrir ljós í höfn. I skipinu eru skilvinda og streamlinefilter til hreinsun ar á allri smurningsolíu. Enn fremur kæliklefi, alúminíum klæddur, til geymslu á mat- vælum skipshafnar. Stýris- hús, skipstjóraklelfi og stjórn pallur eru einnig úr alúminí um. í skipinu eru nýtízku siglingatæki, svo sem dýptar mælir, rafmagnsbotnlogg o. s frv. — Gert hafði verið ráð fyrir því að setja Westing- house radartæki í skipið, en af því gat. ekki orðið, því að íslenzk gjaldeyrisyfirvöld neit uðu um leyfi til kaupa á tækjunum. Skipstj crinn á „Jörundi“ er Ragnar Guðmundsson úr Reykjavík, 1. stýrimaður Páll Daníelsson, 1. vélstjóri Há- j mundur Eldjárn og 2. vélstj. j Jörundur Jónsson. | Það sem einlcum vekur at- jhygli þeirra, sem skoða þetta j glœsilega skip, er það hve vel j er gengið frá öllu í manna- jíbúðum, enda lét brezkt blað jsvo ummælt er skipið var að ;leggja af stað til íslands, að þarna væri í raun og veru um luxusskip að ræða frek- ar en fiskiskip. Hins vegar ieru allir, bæði hér á landi og annarsstaðar sammála um það, að hinn nýi togari sé úr garði gerður með mörgum þeim nýjungum á sviði tog- araútgerðar, sem fullkomin ástæða sé að fylgjast með fyr ir alla þá, sem áhuga hafa á þessum málum. Framsóknarmenn í Árnes- ýslu hafa ákveðið, að á lista eirra við næstu þingkosn- ngar verði Jörundur Brynj- lfsson, bóndi í Kaldaðarnesi, 'orsteinn Sigurðsson, bóndi á ’atnsleysu, Þorsteinn Eiríks- on, skólastjóri i Brautarholti jg Jón Ingvarsson, bifreiða- stjóri á Stokkseyri. Það er óþarft að fara rnörg um orðum um efsta mann list ans, Jörund Brynjólfsson. Hann er einn þeirra manna, sem lengsta þingsögu á að baki sér hér á landi —• var fyrst kosinn á þing í Reykja- vík 1916 og fór með umboö Reykvíkinga til 1919, og síoan aftur í Árnessýslu 1923. Hef- ir hann jafnan síðan verið endukjörinn með meira og ein dregnara fylgi en nokkur ann ar frambjóðandi þar í sýsl- unni. Efast enginn um, að svo muni enn reynast, er hann leitar nú kjörs í Árnesþingi í tíunda sinn. Annar maðurinn á listan- um, Þorsteinn Sigurðsson, bóndi að Vatnsleysu i Bisk- upstungum, er og öllum Ár- nesingum kunnur. Hann er Árnesingur að ætt og upp- runa, fæddur í Biskupstung- unum árið 1893. Hann er bú- fræðingur, útskrifaður frá Hvanneyri, og stundaði síð- ar jarðræktarnám á Jaðri i Noregi og lýðháskólanám í Voss. Bóndi að Vþtnsleysu gerðist hann 1922, og þar hef- 5r hann síðan búið. Fyrr á ’árum stóð hann mjög fram- ; arlega í ungmennafélags- (hreyfingunni í héraði sínu. ! Undanfarin ár hefir hann átt sæti á búnaðarþingi, og , látið þar hin margvíslegu mál, sem varða bændastétt .landsins, til sín taka. | f héraði hefir hann átt drjúgan þátt í kaupfélags- málum og öðrum samvinnu- málum sýslubúa og marg- Jörundur Brynjólfsson. Þorsteinn Sigurðsson. háttuðum framfaramálum annars konar. Nú nýlega hef- ir Þorsteinn verið skipaður varamaður í stjórn Sigsvirkj- unarinnar. Þorsteinn Eiríksson, skóla- stjóri og Jón Ingvarsson era úr hópi hinna yngri marrna, og báðir hinir ötulustu menn, sem hlotið hafa almenna við urkenningu, hvor á sínurr. vettvangi. Fjárskipti á Snæf ellsnesi og milli Héraðsvatna og Eyja- fjaröargiröinga í haust Tvö héruð munu hafa fjárskipti í haust. Eru það svæðici milli Héraðsvatna- og Eyjafjarðargirðinga og Snæfellsnes vestan fjárgirðingar úr Skógarnesi í Álftafjörð. Á fjárskiptasvæðinu nyrðra er nú um 38 þúsund fjár, en á Snæfellsnesi um tólf þús- und, og er þá miðað við full- orðið fé. Á Snæfellsnesi hefir mæðiveiki herjað sauðféð, en bæði mæöiveiki og garna- veiki nyrðra. Fjárskiptasvæðið í Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðarsýsl- um á að vera sauðlaust eitv, ár, en Snæfellingar munu I haust, að lokinni slátrur heimastofnsins, kaupa lömfc) til uppeldis og flytja heim l hérað. Allt fram til þessa heíir giftusamlega tekizt með fjár skiptin á pestasvæðunum, Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jön Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.