Tíminn - 01.09.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.09.1949, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn ----------—------ ------—---------—----------1 Skrifstofur í Edduhúsinu <{ Fréttasímar: &1Z02 og 81303 <] Afgreiöslusími 2323 <! <) Auglýsingasími 81300 <> Prentsmiöjan Edda j> 33. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 1. september 1949 183. biafr' Nokivruit. þýírKum kafbátum var sökkt á dönskum. siglinga- leiðum í styrjöldinni. Nýlega var einum þessara kafbáta náð upp við Ærö, og hér sézt björgunarskip við björgun hans. Þessi kafbátur er mjög stór, og er talinn mjög verðmætur, þótt ónýt- ur sé nú orðinn til þeirrar notkunar, sem honum var upphaf- lega ætlað. Fjórir gagnfræðaskólar starfa í Reykjavík í vetur Gagzifræðaskóli Aissturbæjar tekur til starfa í hinum nýju og veglegu húsakynn- um við Barónsstíg. í vetur munu fjórir gagnfræðaskólar starfa í Reykjavík. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar starfar sem áður í gamla Stýrimannaskólanum Gagnfræðaskóli Austurbæjar tekur nú til starfa í hinum nýju húsakynnum sínum við Baróns- stíg. Auk þess verður starfræktur gagnfræðaskóli í húsinu Hringbraut 121, og veröur Árni Þórðarson kennari skóla- stjóri hans í vetur. Þá verður starfræktur gagnfræðaskóli í Franska spítalanum við Lindargötu og er verið að gera við húsið til þeirra nota eftir brunann í sumar. Verður Jón Á. Gissurarson. kennari skólastjóri þar. Einnig verða gagn- fræðadeildir í Miðbæjarskólanum og Laugarnessskólanum. Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi lét fréttamönnum í té eftirfarandi upplýsingar um skipun skólamála í Reyltjavík i vetur í gær. Gagnfræðaskólarnir hefjast 1. okt. Skólaskyld í haust. Samkvæmt nýju fræðslulög unum eru barnaskólar 6 ára skólar i staða 7 ára áður. Skólaskyldan hefst á því ári, er barhið verður sjö ára. Þau börn, sem fædd eru á árinu 1942, verða því skólaskyld í haust. Á því ári, sem börn verða 13 ára (í ár börn fædd 1936), taka þau svonefnt barnapróf. Þau, sem ná því, hafa lokið þarnaskólanámi, en eiga síð- an að stunda nám í gagn- fræðaskóla í tvö ár. Því námi lýkur með imglingaprófi á því ári, sem nemandinn verður 15 ára, og hefir hann þá full- nægt skólaskyldu sinni. — Að loknu eins árs námi í viðbót getur nemandinn gengið undir miðskólapróf, sem veit- ir rétt til inngöngu í lærdóms- deild menntaskóla eða í kenn araskóla. — Þeir nemendur, sem stunda tveggja ára gagn- fræðanám að loknu unglinga- prófi, ganga undir gagn- fræðapróf, sem verður með öðrum hætti en tíðkazt hefir til þessa og mun veita rétt- indi til inngöngu í ýmsa sér- skóla. Gagnfræðadeildir í barnaskólum. Segja má, að framkvæmd hinna nýju fræðslulaga hefj- ist í Reykjavík með barna- prófi vorið 1948 og kennslu í gagnfræðadeildum barna- skólanna hér sl. vetur. Nem- endur þeirra deilda setjast nú í 2. bekk gagnfræðaskólans, sem nú geta tekið fleiri nýja nemendur en áður. Þó er þar eigi nægilegt húsrými fyrir alla nemendur á gagnfræða- stigi, og starfa því gagn- fræðadeildir í Miðbæjar- og Laugarnesskóla í vetur. — í Austurbæjarskóla og Mela- skóla verða aðeins börn á aldrinum 7—12 ára, en engar (Framhald á 8. siöu) erð&rundvöllur Sandbún; / ln RM S Kar! Kristjánsson frambjóðandi Fram sóknarflokksins í S.-Þingeyjarsýslii Fulltrúafundur Framsókn- arfélags Suður-Þingeyjar- Gaiöla vcrbíð A lamlfeÚItaðarafttrðNlll Sýslu ákvað í fyrradag, að , a . . . ! Karl Kristjánsson, oddviti i guötr |?o essis nokkra tlaga, «nz vcrðlags-. Húsavik yrSi { kjöri af háifu ssefitdsia hefir ákvcðilS verðið cfíir Mntiin& nýja grsutdvelli. í dag hefst nýtt vísitöluár landbúnaðarafúrða og hefir nýlega verið ákveðinn nýr visitölugrundvöllur, en verölags- nefnd landbúnaðarafurða á-eftir að reikna út eftir þessum nýja grundvelli. Ágreiningur í verðlags- nefndinni. Um verðlagsgrundvöll þessa nýja vísitöluárs- varð ekki samkomulag í verölagsnefnd inni varðandi mjólkina, en hins vegar varð ekki á- greiningur um þann grund- völl sem kjötverðið er reiknað eftir. Fulltrúar fram leiðenda í nefndinni lögðu til, að verðlagsgrundvöllur vísi- tölunnar skyldi vera kr. 48658,00 og kýrnytin áætluð 2500 kg. en fulltrúar neyt- enda lögðu til að grundvöllur inn yrði kr. 38113,00 og kýr- nytin talin 2600 kg. í verð- lagsnefndinni eiga þessir menn sæti: Sverrir Gíslason, bóndi í Hvammi, formaður, Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri og Sigur- jón Sigurðsson, bóndi i Raft- holti fulltrúar framleiðenda og Sæmundur Ólafsson, gjald keri Sjómannafélags Reykja- víkur, Einar Gíslason málara meistari og Þóröur Gíslasoan j verkamaður fulltrúi neyt- enda. Úrskurður yfirnefndar. Eins og lög mæla fyrir tók yfirnefnd málið til úrskurð- ar, er samkomulag náðist ekki í verðlagsnefndinni. Þá yfirnefnd skipa einn fulltrúi ; framleiðenda og einn fulltrúi neytenda og hagstofustjóri, i sem er oddamaður. Meirihluti þessarar yfirnefndar ákvað I Atlanzhafsráðið I heldur fund I 17. september | Utanríkisráðuneyti | Bandaríkjanna tilkynnti í f f kvöld, að fyrsti fundur ráðs | I þess, er stofnað hefir ver- f | ið samkvæmt Atlantshafs f | sáttmálanum, myndi hald | f inn í Washington 17. sept f f n. k. í tilkynningunni f f sagði, að utanríkisráðherr f f ar allra þátttökuríkja At- f i lantshafsbandalagsins f f myndu sitja fund þennan. f <iiiimiiii«iiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii hinn nýja verðlagsgrundvöll þannig að útgjöld vísitölubús ins yrðu talin kr. 43018,00 og meðalnyt kýrinnar ákveðin 2560 kg. og er það meðalveg- ur milli tillagna fulltrúa neyt enda. Hækkar grundvöllurinn þá um tæpar 1700 kr. Gamla verðið gildir nokkra daga. Að réttu lagi ætti nýtt verð á landbúnaðarvörum að ganga i gildi í dag, en vegna þess að verðlagsnefndin á eft ir að ákveða verðið mun gamla verðið gilda nokkra daga. Verðlagsnefndin mun hins vegar taka ákvörðun sína um næstu helgi og verða þá höfð samráð við aðalfund Stéttarsamband bænda, sem haldinn verður nú um helg- ina. Eftir hinum nýja verð- grundvelli á verð landbúnað- arafurða að hækka um ca. 2.5%. Það er hins'vegar al- gerlega á valdi verðlags- nefndarinnar og framleiðslu- ráðsins, að ákveða hvernig þessari verðhækkun verður jafnað niður á hinar ýmsu vörutegundir. Sviss og' Þýzkaland semja. Nýlega var undirritaður verzlunarsamningur milli Vestur-Þýzkalands og Sviss og telja fréttaritarar að með því hafi verið stigið mikil- vægt spor í áttina til þess, að taka upp á ný frjálsa verzl- un í Vestur-Evrópu. Iran treystir landa- mærin. Fregnir frá Teheran herma að Iran treysti nú landamæri sín við Rússa og hafi verið sendur þangað öflugur liðs- auki. í fregnum þessum seg- ir og. að Rússar hafi undan- farið farið yfir landamæra- líuna og til átaka hafi komið milli rússneskra og iranskra landamæravarða. Framsóknarmanna í sýslunni við alþingiskosningarnar í. haust. Karl Kristjánsson er mikill hæfileikamaður og á að baki sér giftudrjúgar, starfsferil heima í héraði, einkum sem oddviti Húsavík- urhrepps, en málum kaup- túnsins hefir hann stjórnaó af mikilli forsjá og festu und anfarin ár og komið fjárhag þess á réttan kjöl, jafnhliða því, sem þar hafa átt sér staó margvislegar umbætur. Fáir munu og kunnugri málefnun. Suður-Þingeyjarsýslu en Kar: enda hefir hann átt þátt í lausn fjölmargra meiri hátt- ar vandamála sýslunnar út a, við á síðustu árum. Karl mui . því verða hinn nýtasti fuh.- trúi Suður-Þingeyinga á. A.i- þingi. Aukaskammt- ur aí sykri Skömmtunaryfirvöldin haft, ákveðið að veita annan aúka- skammt af sykri til sultu gerðar og verður han 1 kg> t mann. Eru það skammtarnh nr. 10 og 11 á núgildand, seðli, sem gilda sem innkaupa heimild fyrir þessum sykri Auk þess hafa skammtarnii 8 og 9, sem giltu fyrir íyrr: aukaskammtinum, verið fran lengdir og halda nú gildi sinu til 1. okt., eins og þessir nýji reitir. Fellibylur í Tok.vo Fellibylur geisaði í dag Tokyo, en ennþá er ekki vit- að til þess, að hann hafi vald- ið neinum alvarlegun. skemmdum. Þök hafa íokið af hundrúðum húsa og járn- brautarferðir hafa stöðvast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.