Tíminn - 01.09.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.09.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudagimi 1. september 1949 183. blað Kosningin í Vestur-ísafjarðarsýslu Þegar Alþýðublaðið birti þá ::rétt, að Ásgeir Ásgeirsson yrð’í í kjöri í Vestur-ísafjarð- irsýslú í haust, var það þrem smnurn tekið fram, að þetta j /£eri framboð Alþýðuflokksins! jg maðurinn yrði í kjöri fyr- J .r Alþýðuflokkinn. Það er eins og það hafi þótt tryggara að j láta ekki fara milli mála fyrir Avaða flokk bankastjórinn yrði í kjöri, enda mun honum ætláð enn sem fyrr að verða jppbótarmaður íhaldsins, þeg ar á þing er komið. lítáðstafað fólk. Vorið 1942 sögðu leiðtogar Sjálfstæðismanna í Vestur- ísafjarðarsýslu, að þeir rnyndu tryggja kosningu Ás- geirs með því að lána honum nokkur atkvæði: Sagði einn peirra, að þeir ætluðu sér að „Kontrólera“ þetta, svo að hann fengi 50 atkvæði að táni. Þegar til kom fannst Sjálfstæðismönnum ástæða cil að óttast, að Framsóknar- clokkurinn væri sterkari en þeir höfðu haldið, og varð því hjálparstarfsemin víðtækari og þyrptust íhaldskjósendur skipulagslaust til björgunar- innar umfram það, sem skrif- stofur þeirra höfðu ákveðið. En það er til marks um kosn- ingavinnu flokksins, að þegar kjördegi tók að halla talaði einn af trúnaðarmönnum Sjálfstæðisflokksins, um það ærið áhyggjusamlega, að enn ýæri einn ókominn af „ráð- stafaða fólkinu." Honum var mest 1 mun að engan vantaði 1 þá sveit, sem átti að tryggja kosningu Ásgeirs Ásgeirsson- ar. Hitt lá honum í léttu rúmi, hvort frambjóðandi flokksins sjálfs féll með fleiri eða færri atkvæðum. Síðasta tilraunin. Haustið 1942 ætluðu Sjálf- stæðismenn að heimta fylgi sitt og venja undan Ásgeiri það, sem honum var lánað úm vorið. Þá var í kjöri fyrir þá mætur maður og vel lát- inn í héraði, Torfi Hjartar- son sýslumaður. Úrslit urðu þau, að Ásgeir var kosinn við fárra atkvæða mun, en Sjálf- stæðisflokkurinn hafði minna fylgi en Framsóknarflokkur- inn. Þó að segja megi, að allir þessir þrír flokkar væru mjög jafnir í þetta sinn, hafa Sjálf stæðismenn aldrei þorað að bjóða þar fram í alvöru síðan. Hagkvæm og eðlileg verzlun. Það er engin furða, þó að Sjálfstæðismenn treini þing- mannslíf Ásgeirs Ásgeirsson- ar og berji sína eigin menn af'kilinum, svo að hann megi höldur bjargast úr sameigin- iég'um skipreika. Ásgeir hefir veriö einna á- hrifamestur hinna „emiler- uÁu(< í Alþýðuflokknum og hefir þar átt hlut að margri „réttarsætt" að tjaldabaki, par sem augu almennings ná e'kki til. Hann hefir lagt Al- þýðuflokkinn í ambáttarstarf hja heildsalavaldi Reykjavík- ur; en reynt að treysta kjör- fylgi sitt með því að telja fólki í þorpum og kaupstöðum trú um það, að bændur lands- ins væru hið hræðilega auð- vald og arðrængingjar, sem þrengdu kjör alls hins mikla fjölda við sjóinn. Trillusjó- maðurinn í Súgandafiröi og verkámaðurinn á Flateyri og Efth' líalldór Kristjánsson. Þingeyri ættu þar samleiö með mönnum eins og Ólafi Thors og Eggert Kristjáns- syni, því að þeir hefðu hver um sig einn maga. Helzta nauðsyn þessara kúguðu manna væri að brjóta ofríki bændanna á bak aftur og tryggja sér þannig léttari skatta og ódýrari mat í mag- ana. Og í þessu frelsisstríði hefir Ásgeir boðizt til að bera merki fyrir alþýðu kjördæmis síns. r '• *• «if Að tryggja óhæfuverkin. Hlutverk Á.sgeirs Ásgeirs- sonar í íslenzkum stjórnmál- um er það, að sækja undir nafni Alþýðuflokksins það at- kvæðamagn sem íhaldið vant ar til að tryggja völd heild- sala og braskara, halda sam- vinnuhreyfingunni niðri og verða hemill á framsókn bændanna og frjálslyndra umbótamanna við sjóinn. Sjálfstæðismenn væru þá ekki slyngir kaupsýslumenn, ef þeir bæru ekki skyn á það, hve góð verzlun það er að styrkja Ásgeir Ásgeirsson. Hvert atkvæði, sem þeir lána honum hefir verið þeim eins og hringurinn Draupnir, sem hafði þá náttúru, að af hon- um drupu níu hringar jafn- höfgir. Sjaldan hafa kaup- sýslumeún Reykjavíkur náð hærri vöxtum og meiri gróða af framlagi sínu en þeim hlutabréfum, sem þeir hafa lagt í banka AlþýÖuflokksins hjá Ásgeiri. Fólkið verður að rjúfa hringinn. Framsóknarmenn í Vestur- ísafjarðarsýslu bjóða fram að þessu sinni sr. Eirík J. Eiríksson skólastjóra að Núpi. Hann kom í héraðið fyrir 15 árum og gerðist kennari við héraösskólann. Síðar vígðist hann aðstoðarprestur sr. Sig tryggs Guðlaugssonar og varð sóknarprestur er hann lét af þeim störfum og tók auk þess við skólastjórn. Sr. Eiríkur er afburðamað- ur að gáfum, mikill kennari og einhver snjallasti ræðu- maður sem nú er uppi í presta stétt á íslandi. Hann er starfs maður mikill og nýtur óskipts álits og viðurkenningar vegna, hæfileika sinna. Sr. Eiríkur gekk fljótlega í félagsskap Framsóknarmanna vestra og var með í ráðum um flokkslegar ákvarðanir, svo sem framboð og fleira, þó að hann hefði sig annars lítt í frammi á þeim sviðum. Hon- um mun hafa fundizt að nóg væri að gera, þó að hann gæfi sig ekki sérstaklega við stjórn málum. Auk embættisstarfa prests og kennara og skóla- stjóra var hann mikill áhuga- maður um félagsmál og hefir verið sambandsstjóri U. M. F. í. síðan 1938. En nú er þó svo komið, að honum hefir ekki þótt rétt að draga sig í hlé og skorast undan því að ganga fram fyrir skjöldu, þar sem mest liggur við. Heiðarlegt fjármálalíf. Kosningin í Vestur-ísafjarð arsýslu hlýtur að vekja at- hygli um allt land. Nýr maður kemur þar inn í stjórnmála- söguna. Frá störfum sínum sem andlegur leiðtogi og fræðari. í héraðinu kemur hann og tekur upp baráttuna við einn hinn mesta prangara og braskara í stjórnmálum á íslandi, því að honum er ljóst, að einhver mesta nauösyn ís- lenzkrar alþýðu um allt land er að kveða niður það sam- starf, sem Ásgeir Ásgeirsson er aðalmaður í, enda eins kon ar persónugervingur þessa brasks. Framboð séra Eiríks á Núpi er mótmæli óhlutdeil- inna menntamanna og al- þýðusinna gegn spyrðubönd- um braskaravaldsins og þeirri þjónkun, sem undir nafni al- þýðunnar hefir verið látin í té spilltustu fjármálamönn- um þjóðarinar. Sjálfstæðis- flokkurinn vill að sjálfsögðu ekki missa Ásgeir sinn, en einhvern tíma verður alþýðu- fólki vestur í fjörðum nóg boðið af heildsaladekri og þjónustu við stórgróðavald og fjárplógsmenn Reykjavíkur. Góður maður hefir bent mér á að leiðinleg mistök hafi orðið hér í baðstofunni, þar sem Stein grími Arasyni voru eignaðar tvær vísur eftir Hallgrím Jóns- son. Þetta er skylt að leiðrétta og birti ég þvi vísurnar hér með í annað sinn og í þetta skipti réttar: Unglingur kann ekki að stýra, ýmsar stefnur knörrinn tekur, flestir meta farminn dýra fyrst, þegar upp á skerið rekur. Hafðu á bátnum beztu gætur, beygðu ei í kjölfar hinna, mundu það, að mamma grætur missirðu knörrinn vona þinna. Ferðamaður hefir sent okkur dálitia athugasemd og kemur hún hér: „Ég las í blaði, að það væri mikil ánægja meðal fólks yfir þeim þægindum, að mega setj - ast inn í Akureyrarbílana strax í Reykjavík og aka kringum Hvalfjörð. Ég hélt nú samt, að almennt þættu þetta ekki geysi- leg þægindi. Ekki munu bílarn- ir vera fljótari að skjótast þetta en Laxfoss að skríða og mörg- um mun þykja bílferðin nógu löng milli Akureyrar og Akra- ness og ekki biðja um meira af þeim þægindum. Það eru líka þægindi að komast nærri tveim stundum fyrr á leiðarenda. Annars væri rétt að lofa fólki að heyra á hverju það byggist, að stundum er fólk flutt í bíl- um kringum Hvalfjörð, stund- um sjóveg upp á Akranes?“ Mánudagsblaðið hefir nú hitt á nýja aðferð til að verða sum- um lesendum sínum til skemmt unar, og er sízt of mikið af slíku. Það gerir sér nú að reglu í seinni tíð, ef það þarf að svara einhverju í Tímanum, að skamma þá Halldór frá Kirkju- bóli, þó að hann eigi engan hlut að deilunni og sé því, sem um er deilt, alls óviðkomandi. í sumar birtist hér í baðstofunni bréf frá Úlfi Össurarsyni, svar til Ajax í Mánudagsblaðinu, þar sem var mótmælt þeim fullyrð- yrðingum, að stúkur og ung- mennafélög stefndu að siðleysi gg einhver helztu einkenni menningarlífs og kurteisi væri að þérast. í svari Ajax eru það svo helztu rökin, að stúku- og ungmennafélags-„týpan“ Hall- dór frá Kirkjubóli sé illa siðað- ur, og þar sjáist uppeldisgildi þessai-a félaga. — En „siðleysi“ Halldórs er það, að honum varð einu sinni litið upp í glugga á sumarbústað annars manns, og sá að innan við gluggann lýsti af ísskáp. Pólitískir aðstandend- ur húseigandans fengu tauga- áfall af þessu og eru sumir hverjir ekki búnir að ná sér enn. Það er engu líkara en þeir viti um eitthvað hjá sér, sem ekki er gott að of margir sjái, sízt fyrir kosningar. Nýlega svaraði Óskar Jónsson í Vík hér í Tímanum rógi Mánu dagsblaðsins um veitingahús í Kirkjubæjarklaustri. Þessu svar ar Mánudagsblaðið síðasta og endar á því, að Halldór á Kirkju bóli muni vafalaust sætta sig vel við sóðaskapinn, en sem betur fer sé ekki til nema einn Halldór á Kirkjubóli. Þetta eru rökin í varnarræðu Agnars Bogasonar þegar hann er að svara Óskari um Kirkjubæjar- klaustur. Eflaust kann slikur vísindamaður bæði sálar- fræði og rökfræði. En hvað sem um það er: Sjálfsagt vill Agnar Bogason útrýma vissum tegund um sóðaskapar — hjá öðrum, — og það er gott svo langt sem það nær. — En lesendur mína bið ég að afsaka hvað ég hefi fjölyrt um þennan nýgræðing blaðamennskunnar. Starkaður gamli. K.R. vann Val 2:1 K. R. vann Val í þriðja leik síðari umferðar Reykja- víkurmótsins með tveimur mörkum gegn einu. Ágætt veð- úr var meðan Ieikurinn fór fram og hefði því mátt búast við skemmtilegri leik en raun varð á. Eftir þennan leik standa stigin þannig að Fram hefur hlotið 7 stig, K. R. 5 stig, Valur 4 stig og Víkingur 2 stig. K. R. og Valur hafa leikið einum leik meira en Fram og Víkingur. K.R. mætti til leiks með tvo nýliða, Sigurð Bergsson (bróðir Bergs markmanns) og Hörð Felixson, og virtust þeir báðir efnilegir, sérstak- lega Hörður, sem var einn bezti maður K.R.-liðsins, ef ekki sá bezti og má einkenni legt teljast að K.R.-ingar skuli ekki hafa sett hann fyrr í meistaraflokk. Og þann ig mun það vera í 1. og 2- fl. hjá K.R.. mikið um efnilega stráka, sem ekki er gefið tækifæri vegna „fastagest- anna“ í meistaraflokki. K.R. lék undan smá golu í fyrri hálfleik og náðu fyrst í leiknum sæmilegum upp- hlaupum, en tókst ekki að skora þrátt fyrir góð tæki- færi. Um miðjan hálfleikinn tekur Valur við, en leikurinn var nokkuð þver og hraða- laus, þó fengu þeir tvö ágæt tækifæri, en Sveinn og Hall- dór spyrntu yfir mannlaust K.R.-markið. K.R. byrjaði ákafa sókn í seinni hálfleik, sem endaði með því að Óli B. komst frír að Valsmarkinu og skoraði. Við markið færist aðeins fjör í leikinn, sem þó varð mest þóf á miðju vall- arins. Þegar 35 mín. voru af leik skoraði K.R. annað mark sitt og var það Óli B. sem skoraði aftur, en Hermann hefði auðveldlega átt að verja í þetta skiptið. Nokkru síðar fær Jóhann Eyjólfsson knött (Framhald á 6. síöu) Útboð á raflögnum í leikskóla Tilboð óskast í að leggja raflagnir í tvo leikskóla er Reykjavíkurbær hefur í smíðum. Útboðslýsing og I teikning af lögnunum fást á skrifstofu bæjarverk- | fræðings gegn kr. 50,00 skilatryggingu. \ Tilboð verða opnuð á skrifstofu bæjarverkfræðings ! mánudaginn 5. september kl. 11,30 f.h. | Bæjarverkfræðingur | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiitiiiiiifaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiRBiiiiiiiiiBiiiiiaiBiiiaiiiiiiBiiiiniiaiiiiiiiiiaiiiiiiiiiijl I Stúikur óskast j | strax til Kleppjárnsreykjahælisins í Borgarfirði. Upp- | | lýsingar í skrifstofu ríkisspítalanna og hjá forstöðu- | | konunni. | s 5 ■ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiimiiimiiMiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiuiiiiiiiMiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitniiiiiiHK Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.