Tíminn - 25.09.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.09.1949, Blaðsíða 8
f,ERfi’.\T YFÍRLff“ í ÐAG: Evrópuþihf/ið í SirashÓúrg '33. árg. Reykjavík ,,A FÖRMJM VEGI“ í Ð AG: „AlþýiðufíohHurinn kemur aldrei frmnar heim“ 25. sept. 1949 204. blað Fregnin um kjarnorku- sprengju Rússa kom mjög á óvari Band:iríldn auka kjai’norkaranusókHÍr síuar. Helzta umræðuefni allra lielztu blaða í Vesiur-Evrópu o? Ar eriku í gær var fregnin um það, að Rússar liefö'u gert kjárnorkusprengju. Telja þau Ocst að fregn’.n hafi komið jrijög á óvart og muni ieiða tll þess að enn meiri áherzla ‘/er.ði lögð á kjarnorkurannsóknir í Bandaríkjunum og /Sanatla en áður. jÉSB 'fyrr en 1952 Kj arnorkusérfræðingar 'ojuggust yfirleitt elíki við þvi, að kjarnorkurannsóknum mundi miða svo fljótt fram, að Rússar gætu gert sprengjur yrr en árið 1952, og þess •egna hefir fregnin um þetta romið mjög á óvart. ..iuknar kjarnorkurannsóknir Talið er að Bandaríkin nuni auka rannsóknir sínar allmikið og veita til þeirra aukið fé. Til dæmis muni þau 'ieggja um 20 millj. dollara í ’innslu í nýjum úraníum- Vá'ffium. ilæða Vishinskys Vishinsky aðalfulltrúi Rússa ílutti ræðu á allsherjarþing- :;nu eftir yfirlýsingu Trumans og bar þar fram tillögur, að 8. Þ. leggði hiátt bann við tramleiðslu kjarnorkuvopna og stórveldin fimm innan S.Þ. kæmu innan skamms saman a friðarráðst^fnu. Amerísk olöð telja í gær að ræða Vis- hinskys hafi gefið allsherjar- oihginu nýja möguleika til að ■í/ihna að friðarmálum. Önnur ség'ja, að ræðan öll hafi verið aið, naprasta háð um Rússa ^jájifa og hernaðarviöbúnað oeirra. Rússnesk blöð minnast tíkkert á þessar yfirlýsingar vestui-veldanna um sprengju Rússa í gær. í stað þess ræða þau mjög ræðu Achesons á aJlsherj arþinginu á dögunum. Kínverskir komra- únistar taka tvær borgir Iíerir kínversku kommún- :sta tóku i gær tvær stórar og .pikilsverðar borgir og er önn ír þeirra um 259 km. norð- austur af Kanton í Kvantung- héraðinu. Loka þeir nú æ rieiri leiðum til Kanton. Heræfingar í Júgóslavíu Haustæfingar hersins í Júgó slavíu hófust í gær, og er tai- ið að þetta séu hinar umfangs mestu heræfingar, sem farið hafa fram þar í landi síðan styrjöldinni lauk. Engar nýj- ar fregnir hafa borizt af aukn um herstyrk Rússa við landa- mæri Júgóslavíu síðustu daga. En raikíl hey uti í Borgarfirði Frá fréttaritara Tímans í Borgarnesi. Enn eru mikil hey úti víða v Borgarfirði, og hefir enginn þurrkdagur komið um langt skeið. Eru þau mjög tekin að Léttast og liggja undir algerri eyðileggingu, ef ekki svo fer íram sém verið hefir. Hey þau, sem lentu í flóð- unúm í Norðurárdal og Staf- holtstungum, en flutu þó ekki brott, eru nú ekki lengur til neins nýt. * Armann hlaut ágæta dósna í Stokkhólmi Handknattleiksflokkur Ár- manns tók þátt í handknatt- ’.eikskeppni milli hinna nor- rænu höfuðborga, sem fram fór í Stokkhólmi s. 1. íimmtu- dag og föstudag. Þó skal það tekið fram að Ármenningarn- ir keppa ekki sem lið Reykja- víkur á mótinu. Á fimmtu- dag fóru leikar þannig að Ármann vann Osló með 6 mörkum gegn 5 og má af því marka að leikurinn hefir ver- ið mjög jafn og skemmtilegur. Kaupmannahöfn vann Hels- ingfors 19:9. Stokkhólmur vann Ármann 12:4 (seinni hálfleikur 3:3) K.höfn vann Osló 12:5 og Stokkh. vann Helsingfors með 10:3 Á föstu- dag hélt mótið áfram og fóru leikar þannig að K.höfn vami Ármann 17:6 Stokkh. vann Osló 8:4 Ilelsingfors vann Ármann 9:4 Helsingfors og Osló gerðu jafntefli 7:7 og Stokkh; vann K.höfn 8:5. Úr- slit mótsins urðu þvi þau, að Stokkhólm vann keppnina og hlaut 8 stig. K.höfn hlaut 6 stig, Helsingfors hlaut 3 stig, Ármann 2 stig og Osló 1 stig. Þess skal getið að Svíar eru heimsmeistarar í útihand- knattleik. — í gær fór Ár- mannsflokkurinn flugleiðis til Helsingíors og þar munu þeir keppa í dag. ' Kosnir fulltrúar í Norræna sundsambandið. — Stjórn f.S.Í. hefir kjörið þá: Erling Pálsson og Benedikt G. Waage í stjóm Norræna sundsambandsins. Ný skáldsaga eftir V.S.V. Víkingsútgáfan hefir fyrir nokkru sent á markaðinn nýja skáldsögu eftir Vilhjáim S. Vilhjálmsson blaðamann, og nefnist hún Kvika. Þetta er í rauninni þriðja bindið í skáldsagnaflokki, sem Viihjálmur hefir skrifað um þróun félagsmála og atvinnu- hátta í sjávarþorpi frá alda- mótum fram til 1930. Fyrri bindin heita Brimar við Böl- klett og Krókalda. , Fjórða og síðasta bindið er þegar fullskrifað. Á það að heita Beggja skauta byr, og mun koma út á næsta ári. Bækur Vilhj álms hafa hlot- ið hina beztu dóma og vin- sældir almennings. . Skagfirðingar fara austur til fjár- kaupa um helgina Eins og áður hefir veriö skýrt frá hér i blaðinu, fara nú fram fjárskipti í Skagafirði vestan vatna. Bændur í Lýt- ingsstaðahreppi kaupa nýjan stofn vestan af fjörðum, og eru fjárkaupamenn þaðan farnir fyrir nokkru. En í aðra hreppa verður fé keypt á svæð inu milli Eyjafjarðarár og Skjálfandafljóts, og fara Skagfirðingar til fjárkaupa þangað nú um helgina. Gengislækkunin ekkert töfralyf, segir Attlee Attlee forsætisráðherra Breta hélt útvarpsræðu í gær og sagði þar, að brezka þjóðin yrði að varast að líta á gengis- lækkunina, sem eitthvert töfralyf, sem koma mundi efnahag Breta á traustan grunn þegar í stað og skapa velmegun og hagsæld allra. Hún væri aðeins örlítil hjálp í því mikla átaki, sem brezka þjóðin yrði nú að gera til þess að verða fullkomlega sjálf- bjarga. Allir yrðu nú að leggj- ast á eitt og nota þá mögu- leika, sem gengisfallið veitti til aukinnar framleiðslu og meiri vörusölu til dollaraland- anna. Hiíaveiía á Hvanneyri Síðari hluta sumars var hitaveita tekin í notkun á Hvanneyri. Hefir hún reynzt í alla staði vel, það sem af er, sagði Guðmundur Jónsson skólastjóri í viðtali við frétta- mann frá Tímanurn. Vatnið er hitað með raf- rnagni frá Andaþllsárvirkj- uninni, allt upp í 95 stig. Var reist sérstök bygging, skammt frá skólahúsinu. og eru í henni fjórir járngej'mar, sem vatnið er hitað í. — Er mikil umbót að þessu nývirki. Blsður norðan lands Sérstaklega gott tíðarfar er nú víða norðan lands, sagði Kristján Karlsson, skólastjóri á Hólum, í simtali við tíðinda- mann frá Tímanum, og mikil hlýindi dag hvern. Fé það, sem slátrað hefir verið í Skagafirði, er í meðal- lagi að vænleika. Kartöfluuppskera að Hólum verður í tæpu meðallagi, enda féllu kartöflugrös í nætur- frostum í fyrri hluta ágúst- mánaðar. Rófnaup.^ikera verð ur á hinn bóginn dágóð. SONJA HENIE gift í annað sinn Skautadrottningin norska, Sonja Henie gifti sig i annað sinn fyrir nokkrum dögum. Hinn nýi eiginmaður hennar er flugmaðurinn og milljóna- mæringurinn Winthrop Gar- diner, sem hefir verið giftur þrisvár áður. Sonja var áður gift milljónamæringnum Dan iel Reed Topping. Rajk og þrír aðrir dæmdir til dauða Rajk og þrír aðrir sem tald- ir eru samsekir honum hafa veriö dæmdir til dauða í Búdapest fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. Segir í fregn- um, að þeir hafi nú allir ját- að á sig þær sakargiftir, sem á þá voru bornar. Allir nema Rajk hafa beðið þess að dóm- ur þeirra verði mildaður í ævilangt fangelsi. iiiiiiiifMiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiMirtiiimtiif : / : | Utvarpsumræður | | um stjórnmál | Útvarpsumræður um | | stjórnmál munu verða 17. § i og 18 október eða 18. og 19 j | október. = | Útvarpsumræður ungra | | manna um stjórnmál verða § | 3. október. Munu þá tala j | af hálfu ungra Framsóknar f f manna Skúli Benediktsson, f [ formaður Félags ungra i f Framsóknarmanna í Rvík , f f og Steingrímur Þórisson, j í gjaldkeri Sambands ungra f I Framsóknarmanna. f «Miiiiiiiiiiiiiimiiiimimiiiimiiiiiimmmimiiiiiiiiiiiiii I Stefán Jóhann í | I forsæti á land- | | lista Alþýðu- | flokksins | i Allir stjórnmálaflokkarn | í ’r hafa skilað landkjör- | I Jtjórn óröðuðum landlist- | i um, nema Alþýðuflokkur- | | inn. Á lista Alþýðuflokks- í I ins var forsætisráðherrann, 1 f Stefán Jóbann Stefánsson, | ! settiir í efst'a ' sæti, en ekki I i rað'að að öðru leyti. | | ForsætisráÖhérrann virð- i Í ist ekki hafa mikla trú á i : fylgi sínu í Eyjafirði, enda \ f sjálfsagt á gildum rökum f § 'eist En þessi röðun á land f i ista AlþýSuflokksins hefir | | það bins vegar í för með | | "ér, að kjósendur víðs veg- j = ar um landið, sem greiða f | Alþýðuflokknum atkvæði f f og halda, að þeir séu að f f kjósa einhvern hinna vin- f | sæili frambjóðenda hans, f | eins og t. d. Steindór Stein- f | dórsson á Akureyri eða f f efstu menn lista Alþýðu- f j flokksins í Reykjavík, eru f | í rauninni að styrkja Ste- | f fán Jóhann Stefánsson til f § bingsetu — manninn, sem | I Reykvíkingar úthýstu og f f varla fannst kjördæmi f f handa. Flokksstjórn Alþýðu j \ flokksins hikar ekki við að f i nota sér þann möguleika f f kosningalaganna, að koma I i á þing manni, sem helzt f f engipn vill kjósa, fyrst | | liann fékk loks kjördæmi f i og meðmælendur. § illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Golomleek skák- meistari Englands Skákmeistaramót Englands fór fram nýlega og varð Gol- nubek efstur hlaut 8V2 vinn- ing, næstu urðu Fazekas og Home 8 og fjórði Sir G. A. Thomas 7. •— Nýlega fór fram skákmöt í Heidelberg í Þýzka- landi og urðu úrslit þau að hinn 24 ára gamli þýzki stú- dent Wv Unzicker varð efstur, hlaut 7 vinninga. Næstur varð Rossolino (Frakkl). 6 vinn. og næstir urðu Kieninger (Þýzkal.) 0‘Kelly (Belgiu) og P. Schmit (Eistl.) með 5 vinn. B. H. Wood (Engl ) varð neðstur hlaut 2y2 vinning. Mun biðja um traustsyfirlýsingu Þriggja daga um« ræðnr um g'riigis- lækkuuiua Stjórn Bretlands hefir til- kynnt, að hún muni fara fram á traustsyfirlýsingu þingsins þegar það kemur saman í næstu viku. Munu umræðurn ar um gengisfellinguna standa yfir í þrjá daga en í lok umræðnanna fer fram at- kvæðagreiðsla um traustsyfir- lýsinguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.